Morgunblaðið - 24.02.2006, Síða 9

Morgunblaðið - 24.02.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stuttbuxur Kvartbuxur – Síðbuxur Bolir og vesti Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Stakir jakkar str. 36-56 Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Mikið úrval af samfellum Ný sending Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is - Heimasí›a: www.perlan.is MICHELIN STJARNA Í PERLUNNI! Markus WinkelmannMichelin-Chef · Jörg Müller á eyjunni Sylt - * Michelin. · Le Val d’Or í Stromburg - ** Michelin. · Marcobrunn Rheingau - ** Michelin. FRAMLENGT TIL 8. MARS! EXCEL Airways, dótturfélag Avion Group, gekk í gær frá samningi við General Electric Capital Aviation Services um leigu á tveimur nýjum Boeing 737-900ER vélum, en um er að ræða tegund véla sem sett verður á markað af Boeing á næsta ári, og tveimur 737-800 vélum sem verða af- hentar á öðrum ársfjórðungi 2007. Var samningurinn undirritaður í höfuðstöðvum Excel við Gatwick flugvöll í Lundúnum af Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Avion Group, Michael O’Shea, fram- kvæmdastjóra GECAS, og Marlin B. Daily sölustjóra Boeing í Evrópu. Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra var viðstaddur undirritunina ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu Sigurðardóttur. Þá hefur verið gengið frá samn- ingum um afhendingu fjögurra Boeing 737-800 véla á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. Er um að ræða hluta af endurnýjun flugflota Avion Group. Leiguupphæðin er trúnaðarmál, en til samanburðar má nefna að listaverð vélanna fjögurra er um 530 milljónir bandaríkjadala, eða um 37 milljarðar íslenskra króna. Gömlum vélum verður skipt út fyrir nýjar Boeing 737-900ER vélarnar verða afhentar Excel Airways í maí 2008, en þær munu passa vel við núver- andi 737-800 flota félagsins þar sem meðal annars er hægt að samnýta 98% af öllum varahlutum í flugvél- arnar. Excel Airways hefur verið að skipta út 757-200 vélum sínum, sem þykja óhagkvæmari en þær nýju. Magnús Þorsteinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að mikilvægt væri fyrir flugfélag sem Excel að hugsa fram í tímann og horfa til þess að eldsneytisverð mun að öllum lík- indum haldast hátt og jafnvel hækka. Því skipti miklu máli að flug- vélarnar séu eins sparneytnar og mögulegt er. „Þá er mjög jákvætt að geta boðið farþegum okkar upp á nýjustu gerð véla með nýjum inn- réttingum og betri aðstöðu,“ sagði Magnús og bætti við að Boeing 737- 900ER vélarnar væru mjög hag- kvæmar og bættu enn frekar þjón- ustu Excel við viðskiptavini sína. „Það gleður okkur að geta boðið upp á góða þjónustu í nýjum vélum,“ sagði Magnús. Áfangastaður um 50 talsins Excel Airways mun nota nýju vél- arnar á flugleiðum félagsins frá Gat- wick og Manchester flugvöllunum til áfangastaða á Kanaríeyjum, Suður- Evrópu og við Miðjarðarhafið. Áfangastaðir félagsins eru nú í kringum 50 í Evrópu og Mið-Austur- löndum og voru farþegar félagsins ríflega þrjár milljónir á síðasta ári. Við sama tækifæri vígði forsætis- ráðherra nýjar skrifstofur Travel City, dótturfélags Excel Airways. Travel City sérhæfir sig í sölu pakkaferða til Flórída og er stærsti einstaki viðskiptavinur Disney fyrir utan Bandaríkin.Til stóð að for- sætisráðherra og föruneyti heim- sækti höfuðstöðvar Bakkavarar Group í Bretlandi en heimsókninni var aflýst í gær vegna óhagstæðs flugveðurs. Halldór skoðaði í gær- kvöldi sýninguna Pure Iceland í Vís- indasafninu í London og í dag heim- sækir hann starfsstöðvar Íslands- banka og Landsbanka í borginni, auk þess að vígja nýjar skrifstofur Icelandair. Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Bretlands lýkur síðdegis í dag. Flugfloti Excel Airways stækkar um átta vélar Samningur Excel Airways og Boeing undirritaður að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra. Við hlið hans er Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, og fulltrúar GECAS og Boeing. Samningur undirritaður í London í gær að viðstöddum forsætisráðherra Eftir Bjarna Ólafsson í London bjarni@mbl.is Með aðstoð Magnúsar klippti Halldór á borðann við opnun nýrrar skrifstofu Travel City, dótturfélags Excel Airways. Innihaldið skiptir máli BANDARÍSKUR hermaður, Calvin Eugene Hill, hefur verið ákærður fyrir morð á tvítugri bandarískri samstarfskonu sinni í varnarstöðinni á Keflavíkurflug- velli hinn 14. ágúst sl. Er hann ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði en stungusár voru á konunni ásamt áverkum sem bentu til að átök hefðu átt sér stað. Konan var með lífsmarki þegar hún fannst í svefnskála fyrir ein- hleypa varnarliðsmenn en var úr- skurðuð látin við komuna á sjúkrahús. Hill, sem er á þrítugsaldri, er grunaður um að hafa framið morðið til að koma í veg fyrir að konan bæri vitni gegn honum fyr- ir herrétti. Upphaf málsins er rakið til þess að Hill var grunaður um að hafa stolið peningum frá konunni með því að nota banka- kort hennar til að taka út úr hrað- bönkum. Í kjölfar þess var hann ákærður en málið hafði ekki verið tekið fyrir hjá herrétti þegar morðið var framið. Hill sætir jafnframt ákæru fyr- ir fleiri brot, svo sem að yfirgefa varnarstöðina á Keflavíkurflug- velli án leyfis og að hindra fram- gang réttvísinnar. Hann var flutt- ur í bandaríska herstöð í kjölfarið þar sem hann situr nú í varðhaldi. Getur átt yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Hill fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði getur hann átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Í varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkjanna segir að her- yfirvöld Bandaríkjanna hafi heimild til að fara með á Íslandi hvers konar lögsögu og eftirlit sem lög Bandaríkjanna veita þeim, yfir þeim mönnum sem lúta herlögum Bandaríkjanna. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær aðalmeðferð málsins fer fram. Varnarliðsmaður ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar slas- aðist lítillega eftir að hann missti stjórn á bíl sínum sem ekið var Flatahraun, í átt að Garðabæ, í Hafnarfirði um hádegið í gær. Stjórnleysið olli því að bíllinn fór út af veginum og utan í fimm bíla- leigubíla á bílastæði við veginn. Ökumaður var einn í bílnum og var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss þar sem hann gekkst undir læknisskoðun en var í kjölfarið útskrifaður. Nokkrar skemmdir urðu á öllum bílunum. Hafnaði á fimm bílaleigubílum LÖGREGLAN í Keflavík gerði upp- tæk fjögur grömm af hassi sem fundust í bifreið ungs pars sem var á leið frá Reykjavík í fyrrakvöld. Eftir að bifreiðin var stöðvuð við hefðbundið umferðareftirlit við Vogastapa á Reykjanesbraut vakn- aði grunur um að þau hefðu óhreint mjöl í pokahorninu, en bæði hafa þau komið við sögu lögreglunnar áður. Við leit í bifreiðinni fannst fyrrnefnt hass en auk þess var leit- að á heimili þeirra, án árangurs. Fólkinu var sleppt að skýrslutöku lokinni og telst málið upplýst. Ungt par tekið með fíkniefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.