Morgunblaðið - 24.02.2006, Side 20

Morgunblaðið - 24.02.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Egilsstaðir | Því hefur verið varpað fram að lítil sem engin íbúafjölgun hafi átt sér stað á Fljótsdalshéraði nema vegna er- lendra, tímabundinna starfsmanna við Kárahnjúkahnjúkavirkjun og að tekju- aukning á svæðinu sé lítil í kjölfar fram- kvæmdanna. Gögn úr bókhaldi Fljótsdalshéraðs sýna að útsvarstekjur á íbúa í sveitarfé- laginu hafa hækkað úr 151.943 kr. árið 2002 í 266.528 kr. árið 2005, eða um 75%. Þegar tölur Hagstofunnar og búferla- flutningur í og á milli sveitarfélaga er skoðaður, kemur í ljós að „væntanlega varanlegum“ íbúum á Fljótsdalshéraði hefur fjölgað nokkuð, eða um 120 manns. Frá öðrum sveitarfélögum á Austur- landi voru aðfluttir umfram brottflutta 48 talsins á Fljótsdalshérað á síðasta ári og þegar horft er til annarra sveitarfé- laga á landinu eru aðfluttir á Hérað um- fram brottflutta 72. Aðfluttir umfram brottflutta erlendis frá voru 481 árið 2005. Í lok þess árs bjuggu 3.904 í sveit- arfélaginu. Í Fjarðabyggð voru brottfluttir um- fram aðflutta, miðað við búferlaflutninga innanlands, 69 talsins. Eftir er að ráða í um 400 störf við álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og munu þær ráðningar væntanlega breyta stöðunni verulega í Fjarðabyggð. Viðvarandi áhrif af virkjun SamAust syngur | Söngkeppni SamAust 2006 verður haldin á Seyð- isfirði nk. laugardag. Þetta er í 5. skipti sem þessi keppni er haldin og í ár munu fulltrúar frá 9 félagsmið- stöðvum flytja 14 lög. Þetta er und- ankeppni fyrir Söngkeppni Samfés sem haldin verður í Mosfellsbæ fyrstu helgina í mars. Fjögur efstu sætin í SamAust-keppninni fara áfram í Samfés-keppnina. Búist er við að hátt í 200 ungmenni muni koma saman í Herðubreið á Seyð- isfirði til þess að hvetja sitt lið áfram. Að keppni lokinni verður slegið upp diskóteki. Keppnin byrjar klukkan 18 og lýkur um klukkan 20 en þá hefst diskótek sem stendur frá 20–22.30. AUSTURLAND AKUREYRI Kárahnjúkavirkjun | Hljómburður í stöðvarhússhelli Kára- hnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal er einstakur. Það reyndu þeir Zicms Cinutis og Tristan Willems tónlistarmenn frá Eg- ilsstöðum er þeir spiluðu þar klassík og jazzópusa á píanó og blást- urshljóðfæri fyrir gesti, sem fögnuðu verkáfanga í stöðvarhúsinu. Mönnum kom saman um að saxafónninn hefði komið einna best út og minnti helst á tónlist Jans Gabarek, sem einmitt hefur sótt í að spila í stórum bergmálandi hvelfingum um heim allan. Ekki verður lengi spilandi í stöðvarhússhellinum því brátt drynja þar túrbínur og raf- alar virkjunarinnar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gulir og glaðir Tristan Willems t.v. og Zicms Cinutis spila í stöðvarhússhelli Kárahnjúkavirkjunar. Einstakur hljómburður í fjallinu Egilsstaðir | Auður Austurlands, sýning á austfirsku handverki og hönnun, var opnuð í Reykjavík í gærkvöld, í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík. Á sýningunni eru fjöl- breyttir munir frá 26 listamönn- um og hönnuðum, unnir úr hrá- efni sem tengist Austurlandi, s.s. hreindýraskinni, hreindýrshorni og -beini, lerki og líparíti. Hún er til húsa í Aðalstræti 12, opin kl. 13–17 og stendur til 5. mars nk. Sýningin Auður Austurlands var fyrst opnuð á Hótel Héraði á Egilsstöðum haustið 2005 og var svo sett upp í ársbyrjun á Höfn í Hornafirði. Sýningin er samstarf Handverks og hönnunar og Menn- ingarráðs Austurlands, í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands og Markaðsstofu Austurlands. Auður Austurlands færist næst í Norska húsið í Stykkishólmi í vor. Auður Austurlands á Vetrarhátíð Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. NÝTT NÝTT Jakkar, peysur, pils, stuttkápur og gallafatnaður il ll PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Góður próteingjafi fyrir unga sem aldna. Wheat grass www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express VERÐ 69.900 kr. INNIFALI‹: 30. MAÍ – 6. JÚNÍ Í tilefni af fyrsta flugi Iceland Express frá Akureyri bjó›a Express Fer›ir upp á skemmtilega vikufer› til Kaupmannahafnar. Fararstjóri ver›ur fiorleifur Fri›riksson, sagnfræ›ingur. Fer› um sögusló›ir Kaupmanna- hafnar, dagsfer› til Odense á sló›ir H.C. Andersen, dagsfer› til Malmö í Svífljó› og n‡listasafni› Lousiana sko›a›. Gist ver›ur á Square hótelinu vi› Rá›hústorgi›. Missið ekki af einstakri ferð. Flug, skattar, akstur til og frá flugvelli, lestarfargjöld, gisting á Hótel Square í sjö nætur me› morgunver›i. Íslensk fararstjórn í öllum ferðum. JÓMFRÚARFER‹ AEY–CPH Skemmtun | Karlakór Eyjafjarðar heldur árlega fjáröflunarskemmtun sína á laugardagskvöld, 25. febrúar, í Sjallanum. Þar takast á hagyrðing- arnir Björn Ingólfsson, Einar Kol- beinsson, Pétur Pétursson og Reyn- ir Hjartarson. Stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson. Karlakór Eyja- fjarðar syngur, stjórnandi Petra Björk Pálsdóttir. Daníel Þor- steinsson leikur á píanó og Jónas Þór Jónasson syngur einsöng. Hvanndalsbræður flytja efni. Hljómsveitin Sex ý sveit leikur létt lög og Haukur Harðarson syngur. ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að rekstur háskólans á þessu ári, 2006, horfi mun betur en hvað varðar liðið ár. „Þetta lítur mun betur út núna, en var í fyrra,“ segir hann en gera megi ráð fyrir að halli á rekstrinum fyrir liðið ár nemi um 70 milljónum króna. Nemendur Háskólans á Akureyri efndu til mótmæla í vikunni til að vekja athygli á því sem þeir nefndu fjársvelti háskólans. Rektor telur nauðsynlegt í ljósi umræðna um hallarekstur að fram komi nú að hann og menntamálaráðherra hafi haft nána samvinnu um úrlausn vandans síðustu misserin. Fjárhags- leg vandamál háskólans eru að mestu tilkomin vegna þess að skól- inn hefur stækkað mjög hratt frá árinu 2000. Námsframboð hefur aukist verulega og nemendum hefur fjölgað um 123% en fjárveitingar hafa aukist um 113% á sama tíma. „Vöxtur í starfsemi Háskólans á Akureyri er með því mesta sem þekkist meðal íslenskra háskóla og ljóst er að yfirvöld menntamála hafa sýnt í verki mikinn metnað við upp- byggingu hans,“ segir í yfirlýsingu sem rektor sendi frá sér í gær. Fram kemur þar að stjórnendur háskólans hafa gripið til aðgerða til að hagræða og endurskipuleggja fjölmarga þætti háskólastarfsins með það að leiðarljósi að renna styrkari stoðum undir áframhald- andi uppbyggingu og hafa yfirvöld menntamála komið til móts við þarf- ir háskólans með viðbótarfjárveit- ingum. Mikilvægt er að um þessar aðgerðir ríki öll sú sátt sem mögu- leg er innan háskólans og utan. Við- ræður fara nú fram milli fulltrúa menntamálaráðuneytis og stjórn- enda háskólans um frekari aðgerðir til að styrkja rekstrarstöðu hans. Þær viðræður ganga vel enda eru báðir aðilar sammála um að hin mikla sókn Háskólans á Akureyri hafi skilað verulegum árangri fyrir íslenskt samfélag og að nauðsynlegt sé að efla starfsemi hans enn frek- ar. Hið sama er uppi á teningnum í tilkynningu sem menntamálaráðu- neytið sendi frá sér í tilefni þeirrar umræðu sem orðið hefur um mál- efni háskólans nú. Þar kemur fram að markmið með vinnu starfsmanna ráðuneytis og rektors sé að finna varanlega lausn með samstilltu átaki, „þannig að þessi mikilvæga stofnun geti haldið áfram að vaxa og dafna“. Vandi háskólans stafi af örum vexti fremur en niðurskurði framlaga. Á sama tíma og nemend- um skólans fjölgaði um 123% fjölg- aði nemendum annarra háskóla að meðaltali um 60% og fjárveitingar til þeirra um 52% að meðaltali. Húsaleiga á Borgum, hinu nýja rannsóknahúsi, hefur leitt til kostn- aðarauka í rekstri háskólans og er hún eitt þeirra atriða sem verið er að skoða sérstaklega í sameiginlegri vinnu ráðuneytis og háskólans. Rektor HA og fulltrúar ráðuneytis leita varanlegra lausna Horfur fyrir árið mun betri en voru fyrir liðið ár Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is BÆJARSTARFSMENN í Ólafsfirði unnu að því í vikunni að fjarlægja snjóruðninga víðs vegar um bæinn, en þeir höfðu safnast saman á mörgum stöðum eftir hretið í lið- inni viku. Í stað þess að keyra snjónum í sjóinn eins og oftast er gert var hann keyrður á svæðið við tjörnina og suður úr að enda íþróttavallanna. Í gær var svo verið að troða þennan snjó og gera göngubraut, sem e.t.v. verður grunnur að göngubraut á Skíðamóti Íslands, en nú er einmitt réttur mánuður þar til það byrjar. Ljósmynd/Gunnlaugur Ingi Haraldsson Útbúa göngubraut Tónleikar | Baggalútur efnir til tón- leika á Græna hattinum í kvöld, föstu- dagskvöldið 24. febrúar. Húsið verð- ur opnað kl. 22, en tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 23. Fram koma Baggalútur ástamt Dan Cass- idy, Magnúsi Einarsyni, Guðmundi Péturssyni og Sigtryggi Baldurssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.