Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.02.2006, Blaðsíða 52
Sýni tekin úr álftum ÁLFTIR sáust á flugi yfir Höfn, við Djúpavog og á Mýrum í Hornafirði í fyrradag, greinilega nýkomnar til landsins. Sýni verða tekin úr álftunum sem koma hingað til lands á næstu dögum, en það er liður í skimunum samkvæmt aðgerða- áætlun vegna fuglaflensu. Að sögn Jarle Reiersen, dýralæknis alifuglasjúkdóma, virðist sem þau afbrigði fuglaflensuveir- unnar sem nú geisi í Evrópu leiti sérstaklega í álftir. „Í áætl- anagerðinni sem við erum með vegna skimunar á villtum fuglum eru votlendisfuglar inni í þeim dæmum, þá eru endur, gæsir og álftir meðal helstu fugla sem við skimum,“ segir Jarle. ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Mundu eftir Skólaostinum! Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna vísaði í gær kjaradeilu sam- bandsins við Launanefnd sveitarfélaganna (LN) til ríkissáttasemjara með formlegum hætti. Vernharð Guðnason, formaður sam- bandsins, segir að enginn vilji sé til þess hjá LN að taka á lélegum kjörum slökkviliðsmanna og því stefni allt í verkfall. Undirbúningur að verkfalli sé hafinn og það gæti hafist um miðjan mars takist ekki að semja. Launanefndin lagði í gær fram tilboð um 28% launahækkun á þremur árum. Slökkviliðsmenn höfnuðu því og þar með var viðræðum slitið. Slökkviliðsmenn vísuðu síðan deilunni formlega til sáttasemjara, en forsenda fyrir því að hægt sé að boða verkfall er að hann sé kominn með deiluna og hafi gert sáttatilraun. Ríkissátta- semjari hefur boðað til samningafundar í dag. Vernharð segir að hafa verði í huga að laun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna séu mjög lág. Menntaður slökkviliðsmaður sé með 135 þúsund krónur í mánaðarlaun eftir þriggja ára starf. Byrjunarlaunin séu 105 þúsund krónur. „Slökkviliðsmenn ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá leiðréttingu á sín- um launum. Þeir ætla ekki að fórna lífi og lim- um fyrir skítalaun. Þeir eru búnir að fá nóg af því,“ sagði Vernharð. Aðspurður sagði Vernharð að slökkviliðs- menn krefðust þess að slökkviliðsmaður með þriggja ára starfsreynslu fengi 250 þúsund krónur í laun á mánuði. Hann sagðist telja þetta sanngjarna kröfu en þetta væri vissulega mikil hækkun ef horft væri á prósentur. Taxt- arnir væru hins vegar svo lágir og á því yrði að taka. Víðtæk áhrif af verkfalli Vernharð sagði að kæmi til verkfalls myndi starfsemi eldvarnaeftirlits falla niður, engar út- tektir yrðu gerðar og allt eftirlit með bygginga- framkvæmdum myndi stöðvast. Verkfall gæti haft áhrif á rekstur Reykjavíkurflugvallar. Þá myndu allir almennir sjúkraflutningar leggjast af. En allri neyðarþjónustu yrði sinnt. Slökkviliðsmenn vísa kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara Morgunblaðið/Ómar Slökkviliðsmenn fjölmenntu á fund í gærkvöldi, þar sem einróma niðurstaða varð að ganga í að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfall. Undirbúa verkfall sem hæfist um miðjan mars Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SIGURÐUR Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmál- inu, sagði við flutning málsins fyrir héraðsdómi í gær að því er varðar ákæru fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um árs- reikninga, að tveim fyrrverandi end- urskoðendum Baugs, sem sæta ákæru, hefði borið að spyrna við fót- um sem sérfræðingar vegna um- deildra lána til félaga tengdra Baugi, þ.e. Gaums og Fjárfars, stjórnar- manna og fleiri. Ákærðu Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hefðu vísvitandi fært lán til félaga, sem voru tengd Baugi, ranglega í ársreikningi og leynt þeim fyrir stjórn Baugs. Lánin hefðu verið falin undir liðnum aðrar skammtímakröfur án viðunandi skýr- inga. Sækjandi sagði að endurskoðend- urnir hefðu átt að gera athugasemdir um að skýringar vegna lánanna þyrftu að koma fram samkvæmt árs- reikningslögum. Þeir ættu að endur- skoða reikninga félagsins en ekki taka við fyrirmælum frá yfirmönnum þess. Hins vegar hefði upplýsingum vísvitandi verið haldið leyndum. End- urskoðendurnir hefðu nánast verið framlenging á bókhaldsdeild Baugs, misst hlutleysi sitt og e.t.v. verið háð- ir vilja stjórnenda. Sagði sækjandinn að engu varðaði hvort tjón hefði orðið vegna þessara lánaviðskipta, skulda- staða Gaums og Fjárfars hefði verið sveipuð leynd sem væri refsivert. Tók hann fram að refsing vegna brotanna gæti numið allt að sex ára fangelsi. Ósmekkleg athugasemd Verjendur ákærðu höfnuðu því með öllu að endurskoðendurnir hefðu verið háðir Baugi, og sagði Þórunn Guðmundsdóttir, verjandi endur- skoðendanna, að athugasemd sak- sóknara hefði verið ósmekkleg og með henni væri vegið að starfsheiðri þeirra. Verjendur vísuðu til skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið Price- waterhouseCoopers vann fyrir þá og sögðu að samkvæmt því sem þar kæmi fram hefði ekkert verið gert við vinnslu ársreikninga Baugs sem ekki samrýmdist góðri endurskoðunar- venju. Endurskoðendurnir hefðu átt að spyrna við fótum AÐALMEÐFERÐ Baugsmálsins, sem hófst á mánudag, lauk í gær- kvöldi. Fjölmörg vitni voru leidd fyr- ir dóminn og verjendur, saksóknari og dómarar sátu við frá morgni og oft langt fram eftir degi. Við upphaf þinghalds í gær tók Pétur Guð- geirsson héraðsdómari fram að mál- flutningur Sigurðar Tómasar Magn- ússonar, setts saksóknara í málinu, yrði tekinn upp þar sem dómarar væru orðnir þreyttir. Upptakan myndi tryggja að allt sem fram kæmi væri tiltækt. Málflutningur Sigurðar tók tæpar þrjár klukku- stundir. Málflutningur verjendanna stóð yfir á fimmtu klukkustund. Dómarar þreyttir 87 MILLJÓNUM kr. verður varið í aukið umferðareftirlit lögreglu á þjóðvegum landsins í ár samkvæmt nýjum samningi samgönguráðuneytis, Umferðarstofu og Ríkislögreglustjóra. Í samningnum er m.a. kveðið á um aukið eftirlit lögreglu með hraðakstri, bílbeltanotkun, akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Mun aukið umferðareftirlit lögreglunnar verða á þjóð- vegum landsins og ná yfir tímabilið frá maí fram í september, en áfengiseftirlitið mun fara fram allt árið, hvar sem er á landinu. Í fyrrasumar var gerður samskonar samningur milli Umferðarstofu og Ríkis- lögreglustjóra sem þótt hefur gefa það góða raun að ástæða sé til að halda samstarfinu áfram. | 26 87 milljónum varið í aukið eftirlit á vegum STÚLKAN sem varð fyrir bíl á Bæjarbraut í Garðabæ hinn 15. febrúar lést í gær á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir átta daga legu. Hafði henni verið haldið sof- andi í öndunarvél að loknum aðgerðum eftir slysið. Stúlkan, sem var fimmtán ára gömul, var fótgangandi á leið yfir götuna á gang- braut þegar ekið var á hana. Ekki er hægt að birta nafn hinnar látnu að svo stöddu. Látin eftir slys á Bæjarbraut LÖGREGLAN í Reykjavík lagði í gærdag hald á umtalsvert magn fíkniefna sem fund- ust falin í nágrenni höfuðborgarinnar. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkni- efnadeildar lögreglunnar, er málið nýtil- komið, á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita neinar upplýsingar á þessari stundu. Hann segir rannsókn standa yfir en getur ekki staðfest að einhver liggi undir grun. Ljóst er að enginn hefur verið handtekinn í tengslum við fundinn, enn sem komið er. Ekki liggur fyrir hvers konar efni um ræðir né hvert heildarmagnið er. Fíkniefni fundust í nágrenni Reykjavíkur ♦♦♦ ♦♦♦  Baugsmálið | 10 – 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.