Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Plúsferðir · Hlíðasmára 15 · 200 Kópavogur · Sími 535 2100
www.plusferdir.is
Glæsilegar borgarferðir í vor
Ó borg
mín borg!
Dublin
13.–16. apríl, verð 43.340 kr.
Innifalið: Flug, gisting á Camden Court Hótel
morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Madrid
6.–9. apríl, verð 54.640 kr.
Innifalið: Flug, gisting á Hótel Regina,
morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Ljubljana
23. mars 13. 19. og 28 apríl,
verð frá 47.340 kr.
Innifalið: Flug, gisting á City Hotel 3 nætur,
morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Luxor
VISA-ferð 21. apríl–1. maí,
verð 79.940 kr.
Innifalið: Flug,
gisting á Luxor Sheraton,
morgunverður,
flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Njóttu vorsins í Dublin,
Ljubljana, Madrid eða Luxor
„ÉG hef aldrei heimsótt Ísland en
hef áhuga á að gera það og kynna
mér tengsl mín við Íslendinga,“ seg-
ir Sir Hugh Orde, sem er yfirmaður
lögreglunnar á Norður-Írlandi, en
hann á ættir sínar að rekja í föð-
urætt til hins þekkta lærdómsmanns
Þorleifs Guðmundssonar Repp.
Repp fæddist í Reykjadal í Hruna-
mannahreppi árið 1794 og lést árið
1857. Hann var í 11 ár bókavörður
við The Advocate’s Library í Ed-
inborg.
,,Repp var langalangafi minn.
Hann virðist hafa verið mjög áhuga-
verður maður,“ segir Sir Hugh, sem
á sjálfur merkan feril að baki innan
bresku lögreglunnar. Hefur hann
verið aðlaður fyrir framlag sitt til
löggæslu í Lundúnalögreglunni og á
Norður-Írlandi. Fyrir fimm árum
veitti Elísabet Bretadrottning hon-
um OBE-heiðursorðuna og hinn 6.
september sl. sló drottning Hugh
Orde til riddara breska konungs-
veldisins við sérstaka athöfn. Ber
hann eftir það titilinn Sir Hugh
Orde.
Hann hlær við þegar borið er í tal
að mögulega sé hann fyrsti ein-
staklingurinn af íslensku bergi brot-
inn sem hlotið hefur riddaratign og
segir skemmtilegt til þess að hugsa.
Sir Hugh segist hafa fengið vitn-
eskju um íslenskan uppruna sinn á
níunda áratugnum en ekki gefist
tóm til að kynna sér þessi tengsl sér-
staklega. Ýmsir ættingjar hans og
niðjar Repps séu betur að sér í þeirri
sögu, m.a. hafi frænka hans sótt Ís-
land heim fyrir mörgum árum til að
kynna sér þessi tengsl nánar.
Sömdu sig að siðum Breta
Þorleifur Repp gerði garðinn
frægan í Kaupmannahöfn á sinni tíð,
gekk að eiga danska konu, Nicoline
Petrine, og bjuggu þau í mörg ár í
Bretlandi. Dóttir þeirra giftist inn í
enska menntafjölskyldu sem ber
ættarnafnið Orde og er Sir Hugh
Orde afkomandi hennar.
Öll tengsl við afkomendur Repps
höfðu verið rofin lengi eða þar til
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi rit-
stjóri, hafði upp á þeim fyrir all-
mörgum árum í tengslum við rann-
sóknir sínar á ferli Repps.
Freysteinn Jóhannsson, blaða-
maður á Morgunblaðinu, skrifaði ít-
arlega frásögn af ævi Repps í lesbók
Morgunblaðsins 1. október sl. Í grein
Freysteins er vitnað í dagbók Gísla
Brynjúlfssonar þar sem fram kemur,
„að heimilishald þeirra hjóna; Þor-
leifs og Nicoline, í Kaupmannahöfn
var mjög á brezka vísu og Páll Egg-
ert segir, að þau hjón hafi mjög sam-
ið sig að siðum Breta jafnan í hýbýl-
um og öllum viðtökum og viður-
gerningi innan gátta. Meðan börnin
voru heima talaði fjölskyldan ensku
sín í milli. Guðsþjónustur sóttu þau í
ensku kirkjunni í Kaupmannahöfn. Í
því guðshúsi var Þorleifur Repp
kvaddur í Danmörku á þeim tveimur
tungum; ensku og íslenzku, sem hon-
um voru hjartfólgnastar.
Ekkja Repps flutti til Englands að
honum látnum, en þar hafði elzta
dóttir þeirra, Rósa Anna Elísabet
Saga, setzt að, gift enskum manni.
Nicoline Petrina lézt 1889 og var
lögð til hinztu hvílu í Richmond í
Norður-Yorkshire. Kjartan Ólafsson
komst í samband við barnabörn
Rósu Önnu í Englandi og beitti hann
sér fyrir samtökum, sem létu reisa
Þorleifi Repp bautastein í Suður-
götukirkjugarði,“ segir í grein Frey-
steins sem bar yfirskriftina Séníið
sem sást ekki fyrir.
Kassar með bréfum Repps
Sir Hugh segist varðveita tvo
kassa sem séu fullir af fjöl-
skyldupappírum af ýmsum toga en
að stærstum hluta sé þar um að
ræða bréf sem Repp skrifaði. „Þau
eru á íslensku svo ég hef ekki getað
kynnt mér þau en ég vona að mér
gefist einhvern tíma færi á að kynna
mér hvað þau hafa að geyma,“ segir
hann.
Hann segist einnig hafa fregnað
að dr. Andrew Wawn, háskólapró-
fessor í Leeds, hafi skrifað bók um
Repp, sem ber heitið The Anglo
Man. „Ætli fari ekki best á því að ég
byrji á því að lesa hana og haldi svo
áfram að kynna mér þennan áhuga-
verða mann.“
Sir Hugh hefur verið lögreglufor-
ingi á Norður-Írlandi í þrjú og hálft
ár en þar á undan var hann í Lund-
únalögreglunni í 25 ár. Hann segist
vera sá eini innan ættarinnar sem
hefur lagt löggæslustörf fyrir sig.
Maraþonhlaup eru mikið áhuga-
mál Sir Hugh og segist hann vera að
undirbúa sig þessa dagana fyrir
Lundúnamaraþonið. Kviknar strax
áhugi hans þegar blaðamaður segir
honum frá Reykjavíkurmaraþoninu.
„Mér sýnist það vera mjög áhuga-
vert. Ég ætla að skoða hvort ég get
tekið þátt í því í sumarleyfinu.“
Sir Hugh Orde, yfirmaður lögreglunnar á Norður-Írlandi,
hefur áhuga á að kynna sér íslensk ættartengsl sín
Afkomandi Þorleifs
Repp sleginn til riddara
Elísabet II Englandsdrottning slær Sir Hugh Orde til riddara.
Sir Hugh Orde lögregluforingi er
afkomandi Þorleifs Guðmunds-
sonar Repp.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FJARLÆGÐ einbýlishúsa frá lóða-
mörkum og fjarlægð á milli húsa í
Úlfarsárdal verður víða minni en
lágmarksfjarlægðir sem kveðið er á
um í liðum 75.1–75.3 í byggingar-
reglugerð (441/1998). Önnur ákvæði
í sömu reglugerð heimila meiri nánd
stakstæðra húsa, með sérstökum
skilyrðum. Væntanlegur húsbyggj-
andi í hverfinu vakti athygli Morg-
unblaðsins á því hve stutt yrði á milli
húsanna og taldi það stangast á við
byggingarreglugerð.
Þórarinn Þórarinsson, hverfis-
arkitekt í Úlfarsárdal og verkefna-
stjóri hjá skipulags- og byggingar-
sviði Reykjavíkur, sagði að fyrr-
greindir liðir reglugerðarinnar ættu
m.a. almennt við um stakstæð hús
með glugga á öllum hliðum. Þegar
svo háttaði til væri minnsta fjarlægð
frá lóðamörkum þrír metrar. „Það
þýðir ekki að hvergi megi byggja hús
nær lóðamörkum en þrjá metra,“
sagði Þórarinn. „Þegar farið er nær
lóðamörkum en þrjá metra gilda aðr-
ar og strangari reglur en sú al-
menna.“
Þórarinn sagði byggingarreglu-
gerð gera ráð fyrir að hægt væri að
byggja stakstæð hús nær hvert öðru
en fyrrgreindar reglur kveða á um,
en þá þyrfti að huga sérstaklega að
hönnun með tilliti til brunavarna. Að
ekki væri hætta á að eldsvoði í einu
húsi bærist auðveldlega í næsta hús.
Þess vegna væru kvaðir um glugga-
stærðir eða gluggaleysi á aðliggjandi
veggjum þar sem stutt er á milli
húsa.
Þórarinn sagði að við skipulagn-
ingu byggðar í Úlfarsársdal hefði
verið horfið að nokkru frá hefð-
bundnu úthverfaskipulagi. Þess í
stað var horft til byggðar t.d. í Þing-
holtunum og í Fossvogshverfi. Í Úlf-
arsárdal verður þéttleiki byggðar
svipaður og í Fossvogi en ekki jafn
þéttbýlt og í Þingholtunum. Þessi
stefna var tekin til að nýta betur dýr-
mætt byggingarland sem liggur vel
við sólu.
Gerð væri grein fyrir nálægð húsa
í deiliskipulagi fyrir nýja hverfið í
Úlfarsárdal og sérstakur liður í skil-
málum fjallaði um nálægð húsa í
hverfinu. Þórarinn taldi því að þetta
atriði ætti ekki að koma væntanleg-
um íbúum á óvart.
Stutt á milli húsa í Úlfarsárdal
Morgunblaðið/Kristinn
SIGURÐUR Tómas Magnússon, sett-
ur saksóknari í Baugsmálinu, staðfesti
í samtali við Morgunblaðið í gær að
hann hafi óskað eftir því að lögregla
framkvæmdi rannsókn á nokkrum at-
riðum sem tengjast þeim 32 ákærulið-
um sem finna mátti í upphaflegu
ákærunni í málinu, en Hæstiréttur vís-
aði frá dómi. Í fréttum Ríkisútvarpsins
í gær kom m.a. fram að lögregla hafi
aflað nýrra gagna í málinu og að sak-
borningar í málinu hafi verið boðaðir
til skýrslutöku á næstu vikum, þar
sem spurt verði út í afstöðu þeirra til
nýju gagnanna.
Sigurður Tómas vinnur nú að því að
meta hvort ákært verður að nýju í
ákæruliðunum 32 en vildi ekki tjá sig
um hvernig miðar í því né hversu um-
fangsmikil ákæran yrði. Hann sagði þó
að nú færi að styttast í að ákvörðun
yrði tekin um ákæruna. Leiða má líkur
að því að skýrslutökur sakborninga
spili þar veigamikinn þátt ásamt því að
enn er beðið eftir matsgerð Halldórs
Kristjánssonar verkfræðings og Hjör-
leifs Kristinssonar tölvunarfræðings
um þær rannsóknaraðferðir sem efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
beitti þegar ákveðin tölvugögn voru af-
rituð og prentuð út, og einnig kann-
aður áreiðanleiki þessara aðferða.
Matsgerðinni átti að skila 23. febrúar
sl. en nk. mánudag verður haldinn
matsfundur þar sem endanleg dag-
setning verður líklega ákveðin.
Ákæruliðunum 32 var vísað frá m.a.
vegna þess að ekki var ljóst í hverju
hin meintu brot áttu að felast eða
hvaða lög hefðu verið brotin. Ákæran
hafi á köflum verið óskýr og mótsagna-
kennd og ekki væri skýrt í hverju þátt-
taka hvers og eins hinna ákærðu átti
að felast.
Óskað eftir rannsókn
á nýjum atriðum
í Baugsmálinu
NEYÐARBIRGÐIR af inflúensu-
lyfinu Relenza verða ávallt til í land-
inu til að bregðast við hættulegum
inflúensufaraldri. Samkomulag
þessa efnis var undirritað í gær milli
fyrirtækisins Glaxo Smith Kline ehf.
og heilbrigðisyfirvalda. Það er sótt-
varnalæknir sem formlega semur
við fyrirtækið um neyðarbirgðir
lyfsins með heimild ríkisstjórn-
arinnar. Þetta kemur fram á vefsíðu
heilbrigðisráðuneytisins.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
og Hjörleifur Þórarinsson, forstjóri
Glaxo Smith Kline, skrifuðu undir
samkomulagið. Um er að ræða við-
bótarbirgðir þessa lyfs umfram það
sem áður hafði verið samið um.
Samið um inflúensulyf