Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heppnir fá miðatil Evrópu fyrir tvo 10 Það fær enginn að vita hverju þú svarar ef þú tekur þátt í Launakönnun VR og Fyrirtæki ársins. Niðurstöðurnar eru hinsvegar öflugt vopn sem mun gagnast öllum félögum VR í baráttu þeirra fyrir betri kjörum og lífsgæðum. Þín þátttaka skiptir miklu máli. LAUNAKÖNNUN VR og FYRIRTÆKI ÁRSINS Skilafresturinn hefur verið framlengdur til 14. mars. Svona Magnús minn, hérna þurfum við að hafa ,,litla manninn“, einhvern lítinn sem nær ekki að sjá upp fyrir borðbrúnina. Þinghaldið á Alþingiþessa vikuna hefurfarið úr skorðum vegna deilna um frumvarp iðnaðarráðherra til nýrra vatnalaga. Nýir þingfundir hafa verið settir á, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli stjórnarandstöðunnar; tveir kvöldfundir voru haldnir í vikunni, þar sem vatnalagafrumvarpið var rætt, þingfundi var bætt við dagskrá þingsins í gær og annar þingfundur hefur verið boðaður í dag. Birkir J. Jónsson, þing- maður Framsóknarflokks og for- maður iðnaðarnefndar þingsins, segir að stjórnarflokkarnir leggi áherslu á að frumvarpið verði af- greitt á þessu vorþingi. Stjórnar- andstæðingar leggjast hins vegar gegn því; þeir vilja að frumvarpinu verði vísað frá. Þeir segja að vatn sé sameiginleg auðlind. Með frum- varpinu sé hins vegar verið að festa í lög einkaeignarrétt á því. Stjórn- arliðar vísa því á bug. Þeir segja að dómaframkvæmdir staðfesti að eignarrétturinn á vatni sé skv. nú- gildandi lögum þegar í hendi land- eigenda. Frumvarpið feli því ekki í sér neina efnisbreytingu á núgild- andi lögum; aðeins formbreytingu. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi vatnalög frá árinu 1923. Í athugasemdum frumvarpsins seg- ir að endurskoðun vatnalaganna hafi hafist árið 2001, að frumkvæði iðnaðarráðherra. Í fylgiskjali frumvarpsins segir m.a. að frum- varpið hafi það að markmiði að setja skýrari lagaákvæði en nú gilda um eignarhald á vatni, skyn- samlega stjórnun vatnamála og hagkvæma og sjálfbæra nýtingu vatns. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta löggjafarþingi, en hlaut ekki afgreiðslu. Það var svo lagt fram að nýju, eitthvað endurbætt, síðastliðið haust. Skömmu síðar fór það fyrir fyrstu umræðu og að því búnu til umfjöllunar í iðnaðarnefnd þingsins. Nefndin klofnaði í af- stöðu sinni til frumvarpsins; meiri- hluti nefndarinnar mælir með því að frumvarpið verði samþykkt með örfáum breytingum en minnihlut- inn leggur til að frumvarpinu verði vísað frá. Meirihlutinn leggur m.a. áherslu á, í nefndaráliti sínu, að um form- breytingu sé að ræða „en ekki efn- islega breytingu á inntaki eignar- ráða fasteignareigenda yfir vatni,“ eins og segir í álitinu. „Með setn- ingu vatnalaga nr. 15/1923 var tek- ið af skarið um það að landeigend- ur ættu einir rétt til að hagnýta það vatn sem á landareign þeirra finnst eða um hana rennur, þ.m.t. orkunýtingarrétt. Réttarfram- kvæmdin hefur og til fulls viður- kennt eignarrétt landeigenda að vatnsorku, m.a. þegar vatnsföll hafa verið tekin til virkjunar. Vatnsréttindi eru þannig þáttur í eignarrétti landeigenda og njóta verndar skv. 72. gr. stjórnarskrár- innar. Landeigendur verða því ekki sviptir þessum rétti bóta- laust.“ Minnihlutinn hefur hins vegar efasemdir um að einungis sé um formbreytingu að ræða. Hann seg- ir m.a. í nefndaráliti sínu: „Í fyrstu grein frumvarpsins segir: „Mark- mið laga þessara er skýrt eignar- hald á vatni.“ Það verður að telja vafasamt orðaval ef hér á fyrst og fremst að vera um formbreytingu að ræða [...]“. Minnihlutinn segir einnig m.a. í áliti sínu að umrædd lagasetning, og þar með afnám gildandi vatnalaga, sé ekki tíma- bær á meðan ekki liggi fyrir frum- varp um jarðrænar auðlindir og frumvarp á grundvelli vatnatil- skipunar Evrópusambandsins (ESB). Önnur umræða um frumvarpið hófst á mánudag. Umræðan hélt síðan áfram allan þriðjudaginn, fram á kvöld og fram yfir miðnætti, á miðvikudagskvöld og fram yfir miðnætti og síðan í gær. Þegar henni lauk um klukkan fjögur voru fjórtán þingmenn enn á mælenda- skrá. Henni verður framhaldið í dag. Forseti þingsins, Sólveig Pét- ursdóttir, og formenn þingflokk- anna hafa fundað nokkrum sinnum í vikunni til að reyna að ná sátt um framhald málsins, en án árangurs. Sólveig hefur m.a. upplýst að hún hafi boðist til þess að fresta um- ræðunni um frumvarpið fram yfir helgi, gegn því að henni ljúki á mánudag eða þriðjudag. Stjórnar- andstæðingar hafa ekki fallist á það. Þeir hafa haldið fast við þá kröfu sína að frumvarpinu verði vísað frá. Þeir ítrekuðu þá ósk í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Þeir fóru fram á að afgreiðsla frumvarpsins yrði að minnsta kosti frestað þar til fyrir lægi frumvarp sem byggðist á vatnatilskipun ESB. Síðarnefnda frumvarpið fjallaði um nýtingu vatns og vatnsvernd og því væri eðlilegra að ræða þessi frumvörp samhliða. Með slíkri málsmeðferð væri hægt að „ná sátt um þetta erfiða mál“, sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, er hann hóf um- ræðuna í gærmorgun. Í kjölfarið hófust langar umræður þar sem stjórnarliðar sökuðu stjórnarand- stöðu um málþóf, en stjórnarand- stæðingar sögðust þvert á móti hafa barist gegn frumvarpinu á málefnalegum grunni. Fréttaskýring | Deilt um vatnalagafrumvarp Þinghald úr skorðum Stjórnarandstæðingar segja að verið sé að festa í lög einkaeignarrétt á vatni Rætt var um frumvarpið á kvöldfundum. Önnur umræða hefur stað- ið yfir í 22 klukkustundir  Annarri umræðu um frum- varp iðnaðarráðherra til nýrra vatnalaga verður framhaldið í dag. Þingfundur hefst kl. ellefu. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, sagði í gær að fyrsta umræða um frumvarpið hefði tekið sex klukkustundir. Önnur umræða hefur nú staðið yfir í u.þ.b. 22 stundir. Þegar um- ræðunni lauk klukkan fjögur í gær voru enn fjórtán þingmenn á mælendaskrá. Stjórnarliðar saka stjórnarandstöðu um málþóf. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.