Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐALMEÐFERÐ í máli tónlistarmanns- ins Bubba Morthens gegn 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni, fyrrverandi rit- stjóra Hér og nú, fór fram í gær í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Málið varðar umfjöllun og myndbirtingu í Hér og nú í júní í fyrra- sumar. Birt var mynd af Bubba þar sem hann sat inni í bíl og reykti sígarettu en fyrirsögn á forsíðunni var „Bubbi fallinn“. Krefst Bubbi 20 milljóna króna miskabóta. Bæði Bubbi og Garðar Örn mættu fyrir dóminn og svöruðu spurningum þeirra Sig- ríðar Rutar Júlíusdóttur, sem er lögmaður Bubba, og Einars Þórs Sverrissonar, sem er verjandi Garðars Arnar og 365 prent- miðla. Þá báru Eiríkur Jónsson, sem var blaðamaður á Hér og nú á þeim tíma sem myndbirtingin átti sér stað, og ljósmynd- arinn, sem tók umrædda mynd af Bubba, vitni fyrir dóminum. Bubbi sagði fyrir dóminum að hann hefði ekki haft vitneskju um að til stæði að vera með um- fjöllun um sig í miðlum 365 og enginn starfs- maður þar hefði haft samband við sig. Hann hefði verið staddur í laxveiði þegar blaðið kom út. Um- boðsmaður sinn hefði svo sagt sér frá fyrirsögn- inni. Hann hefði lýst áhyggjum af samningum sem Bubbi hafði gert við aðra aðila. Umfjöllunin hefði haft það í för með sér að hann hefði þurft að hitta viðsemjendur hjá Íslandsbanka og hjá Bif- reiðum og landbúnaðarvélum og láta þá vita að hann væri ekki farinn að nota vímuefni. Einnig hefði hann þurft að ræða við helstu aðstandendur Stjörnuleitarinnar (Idol), en þar hefur Bubbi ver- ið einn dómara. Bubbi sagði viðsemjendur sína ekki hafa tekið forsíðufréttinni öðruvísi en svo að hann væri fallinn í þeim skilningi að hann væri farinn að nota eiturlyf að nýju. Mikið af fjárhags- legri afkomu hans byggðist á því að hann væri „skýr og í lagi“ og vel mætti vera að einhverjir viðsemjendur hefðu fælst frá vegna birtingarinn- ar. Bubbi nefndi ýmis önnur óþægindi sem um- fjöllun Hér og nú hefði haft í för með sér. Hann hefði fundið til vanlíðunar og reiði og væri mjög á varðbergi gagnvart ljósmyndurum eftir atburð- inn. Trúverðugleiki sinn hefð beðið hnekki og kvaðst hann enn finna fyrir ónotakennd vegna umfjöllunar blaðsins. Einar Þór Sverrisson, verjandi Garðars Arnar Úlfarssonar og 365 prentmiðla, spurði Bubba hvort hann hefði einhvern tíma tjáð sig við fjöl- miðla um tóbaksreykingar sínar og svaraði hann því játandi. Spurður um hvað það væri við um- rædda forsíðufrétt sem vakið hefði hjá honum hughrif um eiturlyfjaneyslu, svaraði Bubbi því til að það hefði verið fyrirsögnin „Bubbi fallinn“. Sameiginleg ritstjórnarákvörðun Garðar Örn sagði fyrir dóminum að ákvörðun um að birta myndina af Bubba og textann sem fylgdi henni hefði verið tekin sameiginlega af rit- stjórn Hér og nú. Ekki hefði verið átt við að Bubbi væri fallinn á eiturlyfjabindindi enda hefði blaðið engar heimildir haft fyrir því. Sigríður Rut Júlíusdóttir spurði Garðar Örn hvort ritstjórn blaðsins hefði ekki dottið í hug að fyrirsögnin gæti valdið misskilningi. Garðar kvað svo ekki vera. Mynd hefði birst af stefnanda með sígarettu, en ekki við neyslu eiturlyfja. Garðar Örn var spurður hve lengi hann hefði starfað við þá tegund blaðamennsku sem kölluð væri „slúðurpressan“. Garðar svaraði því til að hann hefði aldrei unnið á slíku blaði. Hér og nú væri blað sem segði fréttir af fólki. Lagt væri mat á það í hvert sinn hvort ástæða væri til að birta tiltekið efni eða ekki og þar á milli væri ósýnileg lína. Blaðið hefði ekki látið það ráða úr- slitum um birtingu efnis að fólk vildi ekki að um- fjöllun um það birtist, heldur metið hvað teldist fréttnæmt og hverju lesendur hefðu áhuga á. Hann sagði að í tíð sinni sem ritstjóri hefði blaðið þó aldrei birt myndir af fólki í „óviðurkvæmilegum“ aðstæðum og blaðið hefði aldrei hvatt fólk til þess að taka svo- nefndar papparazzi myndir. Garðar Örn var spurður um hvernig umrædd mynd hefði komist inn á ritstjórnarskrifstofur Hér og nú. Sagði hann að lausamaður hefði rekist á Bubba Morthens á rauðu ljósi og tekið myndina af honum þar. Á leið heim í hádegismat Maðurinn, sem tók myndina af Bubba sem birtist með fréttinni, bar vitni fyrir dóminum í gær. Hann sagðist vera húsa- smiður en hafa starfað sem ljósmyndari í lausamennsku fyrir DV frá árinu 1996, enda hefði hann mikinn áhuga á ljósmynd- un. Maðurinn kvaðst hafa verið á leið heim í há- degismat og verið á rauðu ljósi á gatnamótum Lönguhlíðar og Flókagötu, þegar hann sá Bubba í bifreið sinni og ákveðið að taka af honum mynd, enda væri hann ávallt með myndavél meðferðis. Engar sérreglur um þekkt fólk Eiríkur Jónsson, sem var blaðamaður á Hér og nú þegar umfjöllunin um Bubba birtist í fyrra, sagðist bæði kannast við umrædda forsíðufrétt og textann sem henni fylgdi. Eiríkur sagði að engar sérreglur hefðu gilt á ritstjórninni um þekkt fólk fremur en um aðra sem blaðið fjallaði um. Bubbi væri meira frétta- efni en margir aðrir – hann væri í Reykjavík það sem Brad Pitt væri í Hollywood. Spurður hvort hann myndi fylgjast með Bubba á götu, svaraði Eiríkur því til að hann hefði lengi fylgst með ferli Bubba Morthens. Hann hefði oft rekist á hann og skrifað um hann, bæði eftir að hafa rætt við hann og án þess að hafa gert það. Eiríkur játaði því að blaðið hefði hvatt fólk til þess að senda inn myndir eða segja fregnir af þekktu fólki, meðan hann var þar við störf. Eitt- hvað af fréttum hefði komið út úr þessu. Eiríkur sagðist jafnframt telja að ekki hefði átt að misskiljast við hvað var átt með fyrirsögninni Bubbi fallinn. Allt eins hefði verið hægt að segja „Bubbi með sígarettu“, en það hefði ekki verið jafn góð fyrirsögn. Í fyrirsögnum væri oft ákveð- in tvíræðni. Aðalmeðferð í máli Bubba Morthens gegn Hér og nú og 365 prentmiðlum Á varðbergi gagnvart ljós- myndurum eftir umfjöllunina Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bubbi Morthens og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður hans, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is TÍMINN er verðmætasta eign mannanna og hann minnkar á degi hverjum, sagði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í um- ræðum á Alþingi í vikunni, en tíminn og vatnið var þá einmitt meginþema þingmanna. Miklar umræður fóru fram um frumvarp iðnaðarráðherra til nýrra vatnalaga; stjórnarandstæð- ingar vilja að frumvarpinu verði vísað frá en stjórnarliðar leggja áherslu á að frumvarpið verði afgreitt á þessu vorþingi. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram á Alþingi fyrir jól, en önnur um- ræða hófst á mánudag. Henni var svo framhaldið á þriðjudag, á mið- vikudagskvöld og svo aftur í gær. Þegar þetta er ritað hafa umræð- urnar staðið yfir í um það bil 28 klukkustundir samanlagt og hafa stjórnarandstæðingar talað mest- allan tímann. Fjórtán þingmenn, að- allega stjórnarandstæðingar, voru enn á mælendaskrá er henni var frestað síðdegis í gær. Henni verður fram haldið í dag. Í starfsáætlun og vikuplani þings- ins var ekki gert ráð fyrir kvöldfundi á þriðjudag og á miðvikudag, ekki var heldur gert ráð fyrir þingfundinum í gær eða í dag. Stjórnarandstæðingar mótmæltu því harðlega að auka- fundir yrðu settir á til að ræða vatna- lagafrumvarpið en Sólveig Péturs- dóttir, forseti þingsins, sagðist ekki eiga annarra kosta völ; ekki hefði náðst samkomulag um það milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ræða málið eftir helgi, þ.e. á mánu- dag og þriðjudag, og ljúka um- ræðunni þar með. Tíminn minnkar og minnkar Þrátt fyrir hávær mótmæli stjórn- arandstæðinga um aukaþingfundi röðuðu þeir sér á mælendaskrá um vatnalagafrumvarpið; þeir sögðust að sjálfsögðu hlýða kalli forseta þings- ins. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gaf þeim hins veg- ar ekki háa einkunn fyrir umræð- urnar. Hún sagði að þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu í sínum löngu ræðum lesið endalaust upp úr umsögnum um frumvarpið og lítið rætt um það efnislega. Aðrir stjórn- arliðar, eins og Guðlaugur Þór Þórð- arson, Sjálfstæðisflokki, sagði að stjórnarandstæðingar væru greini- lega að halda uppi skipulögðu málþófi til að koma í veg fyrir meirihlutavilja Alþingis. Hann sagði að stjórnarand- stæðingar beittu með þeim hætti of- beldi til að koma í veg fyrir mál sem þeir væru ósammála. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæð- isflokki, sparaði hins vegar yfirlýs- ingarnar í þessa veru en spurði þess í stað Jón Bjarnason, þingmann Vinstri grænna, hvort stjórnarand- stæðingar væru í málþófi. Áður en Pétur bar upp spurninguna tók hann þó fram að tíminn væri verðmætasta eign sérhvers manns. „Sá tími sem við höfum í dag er 24 tímum minni en á sama tíma í gær. Þessi tími minnk- ar og minnkar og það þarf að fara vel með hann,“ sagði Pétur og beindi fyrrgreindri fyrirspurn til Jóns. Sá síðarnefndi svaraði því til að hann ætti erfitt með að setja sig inn í per- sónulegar hræringar Péturs, en bætti við: „Tíminn er mjög afstæður og þúsund ár er sem dagur, og svo framvegis, ei meir.“ Skeytin gengu á víxl Umræður héldu áfram um tímann og vatnalagafrumvarpið í upphafi þingfundar í gær; skeytin gengu á víxl milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að stundum þyrfti stjórnarandstaðan að tala til þess að stjórnarliðar næðu að hugsa og skilja hvað þeir væru að gera. Frumvarpið til vatnalaga væri enn ein mistök þeirra. Þeim orðum mótmælti iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir. Jón Bjarnason sagði það vera valdníðslu að keyra mál í gegnum þingið og spurði hvers vegna svo brýnt væri að ljúka um- ræðunni: „Eða óttast ráðherra Framsóknarflokksins að vatnið verði allt runnið burt áður en hann fær tækifæri til að einkavæða það?“ Birk- ir J. Jónsson, þingmaður Framsókn- arflokks, sagði að ræða Jóns end- urspeglaði að þingmenn Vinstri grænna vildu þjóðnýta vatns- auðlindina og gera upptæk réttindi landeigenda hringinn í kringum land- ið; þeir vildu m.ö.o. „þjóðnýta auð- lindina eins og Sovétríkin sálugu“, eins og hann orðaði það, og bætti við: „Og Samfylkingin druslast á eftir Vinstri grænum.“ Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, sagði að vatnalagafrumvarpið snerist um grundvallarmál. „Við er- um að tala um eignarrétt á vatni, þetta er vökvi lífsins, án þessa vökva væri ekkert líf,“ sagði hann og lyfti vatnskönnu. Síðan sagði hann: „Fyrr skal ég dauður liggja en standa að því að samþykkja hér í þessum sal lög um það að vatn verði í einkaeign hér á landi. Vatn er mannréttindi og svo skal það vera.“ Hann bætti því við að hann myndi há orrustu um vatns- dropana til síðasta blóðdropa. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra gerði þessi ummæli að umtals- efni síðar og sagði: „Magnús Þór Hafsteinsson hefur greinilega eitt- hvað misskilið í ræðu sinni í dag hvernig við leiðum mál til lykta hér á háttvirtu Alþingi. Það er ekki þannig að menn eigi að liggja eftir dauðir. Það gerist í einhverjum vopnavið- ureignum en hér á Alþingi leiðum við mál til lykta með atkvæðagreiðslum; það þarf enginn að liggja dauður eft- ir.“ Þingmönnum var greinilega heitt í hamsi í gær og komu sumir upp aftur og aftur til að árétta skoðanir sínar. Magnús Þór var einn þeirra. Hann kom eitt sinn í pontu, fékk sér vænan vatnssopa og sagði: „Best að fá sér vatn meðan það er enn í almanna- eigu!“ Jón Bjarnason kom einnig aft- ur í pontu og spurði sem fyrr hvers vegna stjórnarliðið teldi svo brýnt að ljúka umræðunni um vatnalögin; hvaða náttúruvá væri eiginlega fyrir dyrum. „Ég held að hæstvirtur iðn- aðarráðherra sé mesta náttúruvá landsins.“ Forseti þingsins bað þing- manninn um að gæta orða sinna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór fram á það að forseti setti einnig ofan í við þing- mennina Guðlaug Þór og Birki J. Jónsson m.a. vegna ummæla þeirra um stjórnarandstöðuna, en ekki var orðið við því. Eftir þessa snerru sem stóð yfir í allan gærmorgun, hélt um- ræðan áfram: um vatnalagafrumvarp ráðherra. Um tímann, vatnið og fleiri átakamál á þingi Tíminn og vatnið var meginþema umræðna á Alþingi í vikunni. Arna Schram rekur hér umræðurnar sem fram fóru utan dagskrár. arna@mbl.is SIGRÍÐUR Rut Júlíusdóttir, lög- maður Bubba Morthens, sagði í málflutningi sínum í héraðsdómi í gær að málið snerist í fyrsta lagi um friðhelgisbrot, því um ærumeið- ingu hefði verið að ræða. Fréttin hefði verið sett upp með þeim hætti að það hefði verið meiðandi og sær- andi og hún hefði verið til þess fall- in að fólk héldi að Bubbi væri far- inn að neyta eiturlyfja. Þá væri um að ræða brot gegn friðhelgi einka- lífs, þar sem myndin sem tekin var af Bubba og birt í Hér og nú, hefði verið tekin á stað þar sem hann nyti friðhelgi einkalífs, það er í eigin bíl. Myndin hefði verið tekin af honum í almennum einkalífsathöfnum sem ættu ekki erindi til almennings. Einnig væri eiginleg umfjöllun greinarinnar inni í blaðinu brot á friðhelgi einkalífs, því þar væri ver- ið að fjalla um tóbaksvenjur Bubba. Brot á frið- helgi einkalífs EINAR Þór Sverrisson, verjandi Garðars Arnar Úlfarssonar og 365 prentmiðla, lagði áherslu á það í málflutningi sínum í héraðsdómi í gær að Hér og nú hefði verið heimilt að birta fréttina um Bubba Morthens. Um frétt hefði verið að ræða því Bubbi hefði sjálfur tjáð sig um það við fjölmiðla að hann væri hættur að reykja. Því væri ekki hægt að segja að farið væri út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar út frá sjónarmiðum um friðhelgi einkalífsins. Fram kom hjá Einari Þór að það gæti ekki talist meiðyrði að nota sögnina „að falla“ í um- ræddri frétt. Það væri beinlínis tekið fram í íslenskri orðabók að hún vísaði til þess að falla á reyk- bindindi. Enn fremur kom fram hjá Einari Þór að myndbirtingin hefði verið heimil. Myndin hefði verið tekin í fréttatilgangi, hún væri sönnun þess að fréttin væri rétt og yrði að skoðast í samhengi við hana. Myndin hefði verið tekin á almannafæri á fjölförnustu gatnamótum Reykjavíkur. Heimilt að birta fréttina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.