Morgunblaðið - 11.03.2006, Side 11

Morgunblaðið - 11.03.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 11 FRÉTTIR BJÖRN Ingi Hrafnsson leiðir lista Framsókn- armanna við borgarstjórnar- kosningar í vor. Sameiginlegt kjördæmisþing framsóknar- manna í Reykjavík sem haldið var 8. mars sl. sam- þykkti einróma framboðslistann vegna kosninganna 27. maí nk. Eft- irtaldir skipa listann: 1. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra. 2. Óskar Bergsson húsasmíða- meistari. 3. Marsibil Sæmundardóttir vara- borgarfulltrúi. 4. Ásrún Kristjánsdóttir hönn- uður. 5. Steinarr Björnsson læknir. 6. Helena Ólafsdóttir, íþróttakenn- ari og knattspyrnuþjálfari. 7. Gerður Hauksdóttir þjónustu- fulltrúi. 8. Ingvar Jónsson flugmaður. 9. Hjörtur Gíslason markaðsstjóri. 10. Brynjar Fransson fasteignasali. 11. Fanný Jónsdóttir háskólanemi. 12. Heimir Jóhannesson sölumaður. 13. Jóhanna Hreiðarsdóttir hár- greiðslunemi. 14. Guðlaugur Sverrisson verkefn- isstjóri. 15. Árdís Ármannsdóttir viðskipta- fræðingur. 16. Ragnhildur Jónasdóttir flugfjar- skiptamaður. 17. Elsa Ófeigsdóttir háskólanemi. 18. Einar Ævarsson viðskiptafræð- ingur. 19. Zakaria Elias Anbari versl- unarmaður. 20. Guðbjörg Guðjónsdóttir leik- skólastjóri. 21. Eirný Vals kennari. 22. Kristín Helga Guðmundsdóttir kennari. 23. Haukur Logi Karlsson lög- fræðinemi. 24. Ragnar Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri. 25. Þórunn Benny Birgisdóttir hag- fræðinemi. 26. Guðmundur Halldór Björnsson alþjóðamarkaðsfræðingur. 27. Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrver- andi fræðslustjóri. 28. Valdimar K. Jónsson, fyrrver- andi prófessor. 29. Sigrún Sturludóttir húsmóðir. 30. Alfreð Þorsteinsson borgar- fulltrúi. Listi framsóknar- manna í Reykjavík Björn Ingi Hrafnsson leiðir lista framsóknarmanna í Reykjavík. JÓNA Ingibjörg Han- sen, dönskukennari, lést á heimili sínu 9. mars sl., 71 árs að aldri. Jóna fæddist í Reykjavík 21. apríl 1935. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Magn- úsdóttir Hansen, fót- snyrtir, og Torkell Han- sen. Foreldrar Jónu skildu þegar hún var tíu ára og ólst hún upp hjá móður sinni og bróður í Vesturbæ Reykjavíkur. Jóna gekk í Vestur- bæjarskólann en síðar í Kennaraskólann og útskrifaðist árið 1956. Eftir útskrift hélt hún til frekara náms við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn en hóf kennslustörf við Réttarholtsskóla árið 1958. Árið 1965 hóf hún störf við Haga- skóla þar sem kenndi dönsku, en einn- ig ensku og náttúrufræði, allt til ársins 2002 þegar hún lét af störfum, alls í 38 ár. Meðfram kennslunni starfaði Jóna einnig sem forstöðukona sumardval- arheimilis Rauða kross- ins í Laugarási sumrin 1960–61 og 1963–69. Hún var jafnframt skrifstofu- stjóri hjá ferðaskrifstof- unni Sunnu í Kaup- mannahöfn sumrin 1970–78 og stofnaði, ásamt sr. Frank Hall- dórssyni, ferðaskrifstof- una Víðsýn árið 1979, þar sem hún starfaði til árs- ins 1984. Jóna vann einnig fjöl- mörg nefndarstörf og var í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins frá árinu 1973 og í um tuttugu ára skeið. Hún sat einnig í stjórn Reykja- víkurdeildar Norræna félagsins frá 1976 ásamt því að starfa sem sjálfboða- liði í Neskirkju, bæði við barna- og unglingastarf, og frá 1980 til ársins 2004 að öldrunarstarfi kirkjunnar. Jóna Hansen var ógift og barnlaus. Andlát JÓNA INGIBJÖRG HANSEN VARÐVEISLA götumyndar Lauga- vegarins, áframhaldandi vera flug- vallarins í Vatnsmýrinni, fjölgun lóða án útboðs, gjaldfrjálsar strætó- ferðir fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja og fjölgun hjúkrunar- rýma og efling heimaþjónustu fyrir aldraða eru meðal þeirra mála sem Frjálslyndi flokkurinn setur á odd- inn í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. Frjálslyndir og óháðir kynntu í gær framboðslista sinn til borgarstjórnar og eru fjórar konur í fimm efstu sætum hans. Fyrstu tvö sætin verma Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverris- dóttir, en þriðja sætið skipar Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikritahöfundur. Í fjórða sæti er Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur, en hún lýkur brátt meistaranámi í opinberri stjórnsýslu með áherslu á íbúalýðræði í stjórnun sveitarfélaga. Þá er í fimmta sæti Anna Sigríður Ólafsdóttir, doktor í næringarfræði, en í sjötta sæti situr Kjartan Egg- ertsson, skólastjóri Tónskólans Hörpunnar. Megináherslur F-listans í baráttu sinni varða velferð, umhverfi og ný- sköpun, en listinn fer fram undir kjörorðunum „Umhyggja – hrein- skilni – réttlæti“. Vilja Frjálslyndir styrkja velferðar- og heilbrigðis- þjónustuna, ásamt menntakerfinu, byggja upp heilsdagsskóla með mál- tíðum, íþróttum, list- og verk- greinum frá upphafi skólagöngu og efla sýnilega löggæslu í hverfum borgarinnar. Ólafur F. Magnússon, oddviti og borgarstjóraefni F-listans, segir að með stöðu Guðrúnar Ásmunds- dóttur í þriðja sæti listans skipi F- listinn veigamikla sérstöðu, því þótt aðrir flokkar tali fallega við eldri borgara skilji þeir þá útundan þegar kemur að pólitísku starfi. „Við sýn- um vilja okkar í verki með því að hafa einn úr þessum hópi á okkar lista,“ sagði Ólafur m.a. á blaða- mannafundi þar sem sex efstu menn í framboðslista flokksins voru kynnt- ir. Frjálslyndir kynna framboð sitt til borgarstjórnar Morgunblaðið/Ásdís Frambjóðendur Frjálslyndra og óháðra kynntu stefnumál sín í kosningamiðstöð flokksins í Aðalstræti 9 í gær. Velferð, umhverfismál og nýsköpun á oddinn Við skulum nú sjá snyrtilegan vinning hjá Jóni Viktori Gunn- arssyni gegn átralska FIDE- meistaranum Manuel Weeks. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Manuel Weeks Ítalski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. d3 Rf6 5. c3 d6 6 b3 a6 7. h3 0–0 8. Rbd2 Ba7 9. Rf1 d5 10. De2 d4 11. Rg3 Dd6 12. 0–0 Be6 13. Rh4 Re7 14. c4!?b5 15. Bg5 Re8 Eftir 15. ...bxc4 16. Bxf6!? cxb3 17. Dh5 Bd7 (17. ...gxf6 18. Dh6 Bg4 (18. ...Kh8 19. Dxf6+ Kg8 20.Rh5 og mátar)19. hxg4 f5 20. Dg5+ Kh8 21. Rhxf5 á hvítur mun betra tafl. 16. Rhf5 Bxf5 17. exf5 Rf6 18. Hfe1 Rc6 Sjá Stöðumynd 19. c5! Bxc5 Tapar manni, en eft- ir19. ...Dd7 20. Bxf6 gxf6 21. Dh5 Kh8 22. Dh6 Hg8 23. Dxf6+ Hg7 24. Rh5 er baráttan vonlítil fyrir svart. ÞAÐ gekk á ýmsu í 5. umferðinni á XX. Reykjavíkurskákmótinu, sem tefld var í gærkveldi í Skákhöllinni, Faxafeni 12. Helstu úrslit voru þau, að norska undrabarnið, Magnus Carlsen, tapaði fyrir sænska stór- meistaranum Tiger Hillarp-Persson, Henrik Danielsen tapaði fyrir Hamdouchi, stórmeistara frá Mar- okkó, Hannes Hlífar gerði jafntefli við serbneska stórmeistarann, Pavlovic, Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við Snorra Bergsson og Stefán Kristjánsson vann ungversku skákkonuna Ticiu Gara. Efstu menn, eftir 5 umferðir, eru stórmeistararnir Sargissian (Arme- níu), Hamdouchi (Marokkó) og Hill- arp-Persson (Svíþjóð), með 4½ v. hver. Efstu Íslendingarnir eru Hannes Hlífar, Henrik Danielsen og Stefán Kristjánsson, með 3½ v. 20. Bxf6 Dxf6 21. Re4 De7 22. Hec1 – Nú fellur maður og hvítur vinnur létt. 22. ...Bb6 23. Hxc6 Dd7 24. f6!Dxc6 25. Dg4 g6 26. Dg5 og svartur gefst upp, því að hann verð- ur mát, eftir 26. ...Kh8 27. Dh6 Hg8 28. Rg5 o.s.frv. Athygli skal vakin á því að um- ferðirnar um helgina hefjast kl. 14. Snotur sigur hjá Jóni Viktori Morgunblaðið/Ómar Skákmaðurinn ungi, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er með 2.046 skákstig, sigraði Bandaríkjamanninn E. Mosk- ow, en hann er með 2.248 stig. Sjötta umferð verður tefld í dag í Skákhöllinni við Faxafen. Eftir Braga Kristjánsson bragikr@hotmail.com LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði bifreið á sjötta tímanum í gærmorg- un í miðborginni, reyndist þar vera á ferð góðkunningi lögreglunnar og því talin vera þörf á leit í bílnum. Við leitina fann lögregla nokkurt magn af fíkniefnum, á milli fimm og sex grömm af amfetamíni, auk nokkurra gramma af kannabisefn- um, en við frekari athugun á bif- reiðinni fundust einnig þrír gítarar, fartölva og tölvubúnaður ásamt veski sem ekki var í eigu öku- mannsins og talið er að sé þýfi. Maðurinn, sem er þrítugur, fékk að gista fangageymslur fram á dag þegar hann var yfirheyrður og í kjölfarið sleppt. Með þýfi og fíkniefni í fórum sínum MEÐAL erlendra skákmanna er Ad- ina Maria Bogza, ein af sterkustu skákkonum Rúmeníu um árabil, en hún teflir nú í fyrsta sinn á Íslandi. Hún fékk tafl í afmælisgjöf þegar hún var 10 ára og hefur teflt upp frá því. Hún segir mikils virði að fá að tefla við svo sterka skákmenn eins og hér eru á ferð. Adina kveðst ætla sér stóra hluti á Reykjavíkurskákmótinu og setur sér það markmið að ná 2.400 skákstigum. Ætlar sér stóra hluti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.