Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 14

Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 14
14 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR É g hef komið að þess- um orkumálum í á annan áratug og gef- ist tækifæri til að skoða þessi mál frá mörgum hliðum,“ sagði Helgi. „Eftir að hafa farið vandlega yfir þessi mál hef ég komist að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar séum komnir að ákveðnum kross- götum í virkjanamálum. Það sé kominn tími til að taka þar stefnu- markandi ákvarðanir til langrar framtíðar.“ Helgi á nú sæti í iðnaðarnefnd Alþingis og hefur verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Lands- virkjunar undanfarin sex ár. Hann hefur einnig starfað í stjórn orku- fyrirtækja Reykjavíkur og var m.a. varaformaður stjórnar veitu- stofnana og síðar Orkuveitu Reykjavíkur í átta ár. Þá tók hann m.a. þátt í uppbyggingu raf- orkuvers OR á Nesjavöllum. Helgi sagði að sú niðurstaða sín að taka eigi miðhálendi Íslands frá og friða það fyrir virkjanafram- kvæmdum merki ekki að það eigi að hætta að virkja, hvort heldur vatnsafl, jarðvarma eða aðra orku- gjafa, né heldur að það eigi að hætta að stunda iðnað í landinu. „Ég tel ekki síst mikilvægt að við eigum ekki að leyfa frekari línu- stæði til rafmagnsflutninga á miðhálendinu. Þar með er talin Sprengisandsþverunin sem oft hef- ur verið til umræðu.“ Helgi sagði að ef ákveðið yrði að hætta frekari virkjanafram- kvæmdum á miðhálendinu myndi það koma í veg fyrir gerð fleiri miðlunarlóna vatnsaflsvirkjana. Eðli málsins samkvæmt séu lónin mörg staðsett í lægðum eða á gróðursælli svæðum, eins og nýleg deila um Þjórsárver sýnir glögg- lega. Helgi sagði að þótt miðhálendið yrði friðað þyrfti það ekki að koma í veg fyrir að hægt yrði að virkja og byggja upp stóriðju. Það sjáist vel af þeim virkjanakostum sem nú er verið að skoða í tengslum við orkuöflun fyrir stóriðju í Helguvík, Straumsvík og á Húsa- vík. „Þar er verið að tala um að nota jarðhitann á Norðausturlandi. Mér sýnist að það hefði ekki áhrif á þær fyrirætlanir þótt menn yrðu að halda sig utan miðhálendislín- unnar.“ Hann benti einnig á að vatns- aflsvirkjanir, sem Landsvirkjun er að skoða fyrir áformaða stækkun álversins í Straumsvík, séu rennsl- isvirkjanir í neðri hluta Þjórsár og í byggð. Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að skoða jarð- varmavirkjanir á suðvesturhorninu í því sambandi einnig. Þá hefur Hitaveita Suðurnesja verið að skoða þá kosti sem hún á í jarð- hita á Reykjanesi vegna áforma um álver í Helguvík. Þótt tekin yrði pólitísk ákvörðun um að hætta frekari virkjanastarfsemi á hálendinu, þá myndi hún ekki koma í veg fyrir þessar miklu framkvæmdir. Ný tækifæri í tækni og erlendis „Við höfum verið að spyrja okk- ur að því í hvaða röð við ættum að virkja landið,“ sagði Helgi. „Þar með skoðum við bara eina og eina framkvæmd í senn og hver og ein þeirra getur virst hafa óveruleg áhrif. Ef við höldum áfram að vinna með þeim hætti er hætt við að við vöknum upp við það einn góðan veðurdag við að við höfum spillt heildarmynd landsins svo mjög að ekki verði aftur snúið,“ sagði Helgi. „Að mínu viti eigum við þess vegna að nálgast málið þannig að við ákveðum hvað við viljum varðveita og sendum orku- iðnaðinum skilaboð um það. Að hann eigi einkum að leita tækifæra utan miðhálendisins og þá ekki síður bæði í nýrri tækni og sókn erlendis.“ Varðandi nýja tækni í orku- vinnslu nefndi Helgi rannsóknir sem nú eru hafnar á svonefndri djúpborun á háhitasvæðum. Ef ár- angur næst á því sviði gæti það leitt til miklu betri nýtingar á jarðhitasvæðum en hingað til hef- ur verið kleift. Hann nefndi einnig að nú, þegar einkaaðilar eru að koma inn á orkumarkaðinn í hið nýja samkeppnisumhverfi, sé eðli- legt að þeir sjái tækifæri í að nýta hina miklu verkþekkingu Íslend- inga á orkusviði á erlendum mörk- uðum. „Við höfum vísa að slíkum verkefnum íslensku orkufyrirtækj- anna í Ameríku, Evrópu og Asíu,“ sagði Helgi. „Ég tel til dæmis að sú ákvörð- un Íslandsbanka að einbeita sér sérstaklega að fjárfestingum í end- urnýjanlegum orkugjöfum erlendis og að fá til þess öfluga menn, eins og fyrrverandi félagsmálaráð- herra, sýni mikla framsýni. Það hlýtur að vera mikið umhugsunar- efni að útrásin hefur í mjög litlum mæli náð til þessarar starfsemi, sem er þó sú sem við Íslendingar höfum hvað mesta og beta sér- þekkingu á og heiminn vantar.“ Helgi sagði að það hafi vitanlega ekki verið hlutverk opinberu orku- fyrirtækjanna að ganga mjög langt á því sviði og eðlilegra að láta einkaframtakinu það eftir. Umdeildir virkjanakostir Helgi taldi það öllum ljóst að vatnsaflsvirkjanir verði æ um- deildari. Ekki síst þær sem þurfa uppistöðulón á hálendinu með til- heyrandi aursöfnun og fokhættu sem ógnar gróðri á viðkvæmum svæðum. Með því að hætta slíkum framkvæmdum á miðhálendinu falli út þeir virkjanakostir sem nú eru hvað umdeildastir. Auk Hrafnabjargavirkjunar í Skjálf- andafljóti nefndi Helgi Skata- staðavirkjun, Skaftárveitu í Langasjó og Norðlingaölduveitu. Hann taldi einnig að það yrði allt- af mjög umdeilt að nýta virkj- anakosti sem eru í jarðhita á miðhálendinu. Til dæmis vegna ná- lægðar við staði eins og Land- mannalaugar. „Við í Landsvirkjun höfum auð- vitað verið að rannsaka ýmsa af þessum kostum og ég hef tekið þátt í því að standa að þeim rann- sóknum. En ég held að það bland- ist engum hugur um að t.d. Torfa- jökulssvæðið megi búast við miklum deilum um umhverfisáhrif- in,“ sagði Helgi. „Því valda ekki bara virkjanirnar sjálfar. Margt af því sem fylgir jarðvarmavirkj- ununum má fjarlægja ef þær hætta starfsemi. En allt sem að þeim kemur, ekki síst háspennu- línur í lofti, veldur umhverfis- spjöllum.“ Helgi nefnir að há- spennulínur sé tiltölulega auðvelt að hafa utan miðhálendisins, þrátt fyrir að sjónræn áhrif þeirra séu mikil. En á miðhálendinu hafi há- spennulínur áhrif á mjög stór svæði og breyti þeim úr ósnortn- um víðernum, sem hafa dregið að sér bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn, í manngerð athafna- svæði. Helgi segir að spurt hafi verið hvort ekki megi leysa það með því að leggja háspennulínur í jörð. Því fylgi bæði mikið jarðrask og kostnaður, en kostnaður við að leggja háspennulínu í jörð er tífalt hærri en að spenna hana í lofti. Þessi leið myndi því gera flesta virkjanakosti óhagkvæma. Enn ein rök Helga gegn frekari virkjunum á miðhálendinu er að finna í Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. „Ég held að ef menn skoði þær virkjanir í Rammaáætluninni sem hvað verst koma út þá séu þær flestar á miðhálendinu. Þannig getum við þegar lært af Rammaáætluninni að þarna sé nóg að gert.“ Svæði þjóðarinnar Helgi sagði að miðhálendi Ís- lands, eins og það er skilgreint í svæðisskipulagi, hefði þá skipu- lagslegu sérstöðu að allir Íslend- ingar hafi sitt að segja um það. „Það er auðvitað þannig, í ein- stökum byggðarlögum um landið, að heimamenn hljóta að hafa hvað mest um það að segja hvað er gert á þeirra skipulagssvæði,“ sagði Helgi. „Miðhálendið er hins vegar það sem við eigum öll saman. Þar er að finna svo margar af perlum og sérstöðu Íslands. Þegar við eig- um utan svæðisins, og í sjálfu sér um veröld víða, fjölmarga aðra virkjunarkosti þá eigum við að hætta að ganga á miðhálendið. Annars verðum við fyrr en varir búin að spenna háspennulínur þvert yfir stór landsvæði, byggja upphækkaða vegi, uppistöðulón og blásandi borholur þannig að sér- staða svæðisins í heild verði okkur glötuð.“ Þörf á pólitískri umræðu Helgi sagði að það hafi tekið sig langan tíma að komast að þessari niðurstöðu og þetta sé ekki stefna Samfylkingarinnar. „Við höfum talið rétt, og staðið að því, að þessir virkjunarkostir séu allir rannsakaðir – hvort hægt sé að nýta þá. Þetta er þess vegna af minni hálfu nýtt sjónarmið: Að við eigum að nálgast málin með öðrum og nýjum hætti. Ég tel að það væri spennandi ef við ræddum um það bæði í pólitíkinni og almennt í landinu.“ Helgi kvaðst telja að orkuiðn- aðinum hafi í of miklum mæli ver- ið látið það eftir að marka stefn- una í virkjanamálum. Það geti ekki gengið til lengdar því eðli þessa iðnaðar, eins og annars iðn- aðar, sé að skapa sér ný og ný við- fangsefni. „Ef ekki er mörkuð skýr stefna um það á hinum póli- tíska vettvangi hvaða mörk mönn- um eru sett í því þá munu menn halda áfram þar til búið er að nýta alla kosti,“ sagði Helgi. Íslendingar hafa mikla þekkingu á virkjun endurnýjanlegra orku- gjafa. Helgi sagði það augljóst að þessa þekkingu eigi nýta. „Heim- urinn þarf á því að halda. Við ger- um það miklu betur með því að beina kröftunum í að bæta tæknina á virkjunarsvæðum í byggð, eins og með djúpborunum, og með því að leita nýrra tækifæra erlendis. Það er gríðarlega mikill misskilningur þegar menn halda að það að vinna endurnýjanlega orku hér á Íslandi skipti svo miklu fyrir heiminn. Að okkur sé óhætt að fórna náttúrunni okkar fyrir það. Það er auðvitað gott að við reisum hér umhverfisvænar virkj- anir og bræðum svolítið ál og járn- blendi fyrir heiminn. En við mun- um aldrei leggja til nema brotabrot af þörf heimsins. Þess vegna verðum að spyrja okkur að því hverju við séum tilbúin að fórna á móti. Sumu eigum við bara ekki að fórna til þess og ég held að miðhálendi Íslands sé aug- ljósasta dæmið um það.“ Þjóðgarðar á hálendinu Helgi taldi að ef orkufyr- irtækjum yrði settur stóllinn fyrir dyrnar með frekari framkvæmdir á hálendinu þyrfti að skoða sér- staklega hvort bæta ætti þeim út- lagðan rannsóknakostnað á virkj- anakostum þar með einhverjum hætti. Helgi taldi þó að það væru óverulegar fjárhæðir. Eins sagði hann að áhöld gætu verið um ein- stakar framkvæmdir, t.d. jarð- varmavirkjun við Hágöngur. Þar er nú þegar orkuvinnsla og uppi- stöðulón. „Auðvitað geta verið einhver áhorfsmál um einstaka þætti í þessu, en ég held að við eigum ekki að horfa svo mikið á smáat- riði heldur taka ákvörðun um þau stóru svæði sem við viljum láta vera ósnortin. Það væri ef til vill eðlilegt að skoða í því sambandi hvort við sjáum fyrir okkur að hægt verði að stækka þjóðgarðinn, sem menn hafa ákveðið að stofna í kringum Vatnajökul, eða þjóðgarð- ar geti orðið til á öðrum svæðum á miðhálendinu.“ Vernda á miðhálendið gegn frekari orkuframkvæmdum Helgi Hjörvar, alþing- ismaður og stjórn- armaður í Lands- virkjun, vill vernda miðhálendi Íslands gegn frekari virkj- anaframkvæmdum og byggingu mannvirkja á borð við háspennulín- ur. Guðni Einarsson ræddi við Helga. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslendingar eru komnir að krossgötum í virkjanamálum. Kominn er tími til að taka þar stefnumarkandi ákvarð- anir til langrar framtíðar, að mati Helga Hjörvar alþingismanns.                               ! "# $ !  !  !   %   !  " &  ' # gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.