Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÚR VERINU
NAMMCO, Norður-Atlantshafs-
sjávarspendýraráðið, heldur fimm-
tánda ársfund sinn dagana 14. til 16.
þessa mánaðar. Fundurinn verður að
þessu sinni haldinn á Hótel Selfossi
og setur Einar Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra samkomuna klukkan 10
á þriðjudagsmorgun.
Sendinefndir frá aðildarlöndunum,
Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og
Noregi, munu þar fara yfir helstu
verkefni ráðsins. Þau eru meðal ann-
ars að vernda hvala- og selastofna í
Norður-Atlantshafi og fara yfir veiði-
aðferðir á þeim, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu. Verður þar stuðst
m.a. við ráðleggingar vísindamanna.
Auk aðildarlandanna verða fulltrú-
ar frá ríkisstjórnum Kanada, Dan-
merkur, Rússlands og Japans við-
staddir auk fulltrúa ýmissa samtaka.
Ársþing
NAMMCO
á Selfossi
Grundarfjörður | Nokkur helstu
sjávarútvegsfyrirtæki í Grundar-
firði, Grundarfjarðarbær og Grund-
arfjarðarhöfn, hafa tekið höndum
saman um verkefni þar sem ætlunin
er að meta stöðu og mögulegar
lausnir varðandi umhverfismál fyr-
irtækjanna. Meistaranemendur frá
Alþjóðlegu umhverfisstofnuninni við
Lundarháskóla eru nú á vorönninni
að vinna verkefni með fyrirtækjun-
um og munu fjórir nemendur ásamt
kennara vera í Grundarfirði í lok
mars. Sérstaklega er horft á fráveit-
umál og lífrænan úrgang frá sjáv-
arútvegsfyrirtækjunum. Þau fyrir-
tæki sem aðild eiga að verkefninu
eru Djúpiklettur ehf., Fisk – Seafood
hf., Guðmundur Runólfsson hf., Soff-
anías Cecilsson hf. og Sægarpur ehf.
Ráðgjafarfyrirtækið Alta tekur þátt
í mótun verkefnisins og átti að því
frumkvæði. SSV þróun og ráðgjöf
leggja einnig til aðstoð starfsmanns
við verkefnið.
Metnaður og sameiginleg sýn
Að sögn Sigurborgar Kr. Hann-
esdóttur starfsmanns Alta í Grund-
arfirði byggist verkefnið á þeim
skilningi að umhverfismálin eru
sameiginlegt verkefni. Grundar-
fjörður sé leiðandi byggðarlag á
Vesturlandi á sviði sjávarútvegs og
hafnaraðstöðu og því eigi heima-
menn þá metnaðarfullu sýn að þar
verði öll umgengni um auðlindir
sjávar til fyrirmyndar.
Sjávarútvegsfyr-
irtækin vinna að
umhverfismálum
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Samvinna Forystumenn fyrirtækja og stofnana eftir samningsgerð, f.v.
Kristín Björg Árnadóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir, Runólfur Guðmunds-
son, Guðmundur Smári Guðundsson, Jóhann Ragnarsson, Þórður Magn-
ússon, Jökull Helgason, Björg Ágústsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Eftir Gunnar Kristjánsson
Gleðiblús
Andreu
á morgun
Fyrir Andreu Gylfadóttur
felst kikkið í að taka þátt
í að skapa þann galdur sem
tónlistin er.
SKIPULAGSREGLUR eru helsta
hindrunin fyrir eðlilegri samkeppni á
smásölumarkaði í Bretlandi. Þær
ásamt yfirburðastöðu stærstu keðj-
anna á þessum markaði eru helsta
áhyggjuefni Stofnunar réttlátrar
verslunar (Office of Fair Traid, OFT),
að því er fram kemur í breskum fjöl-
miðlum. OFT er hluti af samkeppn-
iseftirlitinu í Bretlandi og hefur það
hlutverk að fylgjast með því að þar
ríki eðlileg samkeppni.
Í nóvember á síðasta ári höfðu
breskir fjölmiðlar eftir Jim Dowd,
þingmanni breska Verkamanna-
flokksins, sem stýrði sérstakri þing-
nefnd sem falið var að rannsaka stöð-
una á smásölumarkaðinum þar í
landi, að það þyrfti að íhuga lagasetn-
ingu til að taka á yfirburðastöðu
stærstu keðjanna á markaðinum. Í
kjölfarið komu ýmsir fleiri fram sem
tóku undir þetta sjónarmið. Þá var
einnig greint frá því að OFT-stofn-
unin muni íhuga hvort hún muni
leggja til við Samkeppniseftirlitið í
Bretlandi (Competition Commission),
að rannsókn verði hafin á smásölu-
markaðinum þar í landi. Það hefur
OFT nú gert samkvæmt tilkynningu
frá stofnuninni í fyrradag. Í tilkynn-
ingunni segir að OFT hafi óskað eftir
því við Samkeppniseftirlitið, að rann-
sókn verði hafin á smásölumarkaðin-
um, með það fyrir augum að kanna
hvort markaðurinn sé farinn að sýna
merki um fákeppni. Fram kemur í til-
kynningunni að það sé mat OFT að
fyrstu merkin um fákeppni á breska
smásölumarkaðinum hafi farið að
koma fram á árinu 2000.
Stórar keðjur hafa kvartað
Í frétt á fréttavef Financial Times
(FT) segir að stjórnendur smásölu-
keðjanna sem hafi næstmestu og
þriðju mestu markaðshlutdeildina
þar í landi séu væntanlega ánægðir
með fyrirhugaða rannsókn sam-
keppnisyfirvalda á þessum markaði.
Smásölukeðjurnar sem um ræðir
eru annars vegar Asda, sem er með
næstmesta markaðshlutdeild á
breska smásölumarkaðinum, tæplega
17%, og Sainsbury, sem er í þriðja
sæti með tæplega 16% hlutdeild.
Smásölukeðjan Tesco er með mesta
markaðshlutdeild, eða um 30%. Í
fjórða sæti er svo Morrison með tæp-
lega 12% hlutdeild.
Bæði Andy Bond, forstjóri Asda,
og Justin King, forstjóri Sainsbury,
hafa á umliðnum mánuðum kvartað
undan því að skipulagsreglur hafi
hjálpað Tesco til að viðhalda yfir-
burðastöðu sinni á smásölumarkaðin-
um, að því er fram kemur í frétt FT.
Þá segir þar að samkvæmt tilkynn-
ingu OFT virðist sem stofnunin taki
undir sjónarmið forstjóranna tveggja.
Nýir aðilar nánast útilokaðir
Breskir fjölmiðlar hafa eftir John
Fingleton, forstjóra OFT, að aðal-
áhyggjuefni stofnunarinnar sé að það
sé nánast útilokað fyrir nýja aðila að
komast inn á smásölumarkaðinn.
Skipulagsreglur vegi þar þyngst, en
samkvæmt þeim þurfi að sýna fram á
þörfinni fyrir nýja verslun, komi óskir
þar um fram. Staða hinna fjögurra
stærstu sé orðin þannig að erfitt sé
orðið að sýna fram á slíka þörf.
Í tilkynningu OFT segir einnig að
stóru keðjurnar hafi verið að sanka að
sér óbyggðu landsvæði á umliðnum
árum, þar sem þær geti byggt upp
fleiri verslanir. Það ásamt hömlum
samkvæmt skipulagsreglum virki
einnig í þá áttina að minnka mögu-
leika nýrra aðila til að koma inn á
markaðinn. Að því er fram kemur í
FT á þetta helst við um Tesco, sem
hefur fjárfest mikið í lóðum allt frá
miðjum síðasta áratug.
Í frétt FT segir að talsmenn Tesco
hafi ekki viljað tjá sig um væntanlega
rannsókn samkeppnisyfirvalda. Tals-
menn Asda og Sainsbury fagni henni
hins vegar.
Skipulagsreglur helsta
hindrun fyrir samkeppni
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
Stórir Markaðshlutdeild Tesco á
smásölumarkaðnum í Bretlandi er
um 30% sem gerir fyrirtækið að því
stærsta á sínu sviði.
TOYOTA Motor Corporation
(TMC), sem er móðurfyrirtæki
Toyota-samsteypunnar og er í Jap-
an, hefur heiðrað Toyota á Íslandi
sérstaklega fyrir sölumet það sem
sett var á árinu 2005. Toyota-um-
boðið setti Íslandsmet í bílasölu á
síðasta ári þegar seldar voru 4.697
Toyota- og Lexus-bifreiðar. Fyr-
irtækið skilaði einnig sinni bestu
fjárhagslegu afkomu frá upphafi.
Af þessu tilefni afhentu fulltrúar
Toyota í Evrópu Magnúsi Krist-
inssyni, eiganda Toyota á Íslandi,
forláta viðurkenningargrip fyrir
hönd Katsuaki Watanabe, for-
stjóra TMC í Japan, og þökkuðu á
sama tíma fyrir framúrskarandi
umboðsmáta fyrirtækisins fyrir
Toyota- og Lexus-bifreiðar á Ís-
landi.
Magnús Kristinsson var að von-
um ánægður með þennan heiður
og hafði orð á því að þessi árangur
væri að sjálfsögðu öllu starfsfólki
fyrirtækisins að þakka.
„Það er ekkert launungarmál að
við búum yfir gríðarlega öflugum
starfskosti sem veitir framúrskar-
andi þjónustu og setur viðskipta-
vininn ávallt í fyrsta sæti. Þessi
viðurkenning frá TMC er mikilvæg
staðfesting þess og hvetur okkur
að sjálfsögðu til að halda áfram á
sömu braut og ná jafnvel enn betri
árangri en áður,“ sagði Magnús.
Toyota á Íslandi heiðrað
Sölumet Fulltrúar Toyota í Evrópu afhentu íslenska umboðinu viðurkenn-
inguna frá móðurfélaginu, TMC, frá vinstri Axel Bervoets, Magnús Krist-
insson, Guy Kerjouan og Neil Jenkins.