Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 22

Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 22
22 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ( " ) *+,     - - ./*0 123      - - 424 563     - - 563 7% (!      - - 8403  1&9 :& ! !  "  - - ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                              2;  < &  # 2!; # 2&  < &  # =  % < &  # 1 > ? # .@ < &  # .  < &  # $ ">  # 7 A  =  # 7% # @ ">  $ " # 6 ! # 6& ; . &  # *  B=   .C #>  # D #     2& < &  # .   $ " # E= < " # E C #  8;! "; < &  # (F! C # ,G. 2 ; ,! &!  / H  % #   % #   ! .!" 0HC C  #  *  '  *   " # "# $%  840I *  #!          B       B  B  B B    B B  = !H   H #!  B B B B B B B B B B  B B B  B  B B B B B B B B B B B J B-K J B  -K J B-K J B-K J -K B J B -K B J B-K B J B-K B J B-K J B-K J B-K J  -K B J B -K B B B B B B B B J B-K E!"  "   />&  & " L 7  *   #  #  # #   #  # # ## # # B ## # # # #  #  B   B # B B #  B B  #                                                A?#  # 2/E# M 2   .C%"     B     B  B B B  B B Kaupa í Actavis fyrir 2,5 milljarða ● TILKYNNT var til Kauphallar í gær um kaup helstu stjórnenda Actavis á hlutum í félaginu. Keyptar voru 44,6 milljónir hluta á genginu 57,5, eða fyrir rúma 2,5 milljarða króna. Mest keypti félag í eigu Róberts Wessmann, eða fyrir um 754 millj- ónir króna. Aðrir stjórnendur keyptu fyrir 201 milljón króna hver, þau Svafa Grönfeldt aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjórarnir Aidan Kav- anagh, Elin Gabriel, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Jónas Tryggvason, Mark Keatley, Sigurður Óli Ólafsson, Stefán Jökull Sveinsson og Svend Andersen. Þá var gerður samningur við Actavis um sölurétt, sem var framseldur til Straums-Burðaráss. HAGNAÐUR FL Group samstæð- unnar fyrir skatta árið 2005 var rúm- ir 20,5 milljarðar króna samanborið við rúma 4,3 milljarða króna hagnað árið áður. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæpir 17,3 milljarðar króna, samanborið við tæpa 3,6 milljarða króna árið áður. Arðsemi eigin fjár nam 55,2% á tíma- bilinu. Hagnaður af fjárfestingastarf- semi nam rétt rúmum 15,4 milljörð- um króna, en hagnaður af flugrekstri og ferðaþjónustu nam rúmum 1,8 milljörðum. Afkoma fyrirtækisins er í sam- ræmi við spár greiningardeilda Ís- landsbanka og Landsbanka, en nokk- uð yfir væntingum greiningardeildar KB banka, sem spáði fyrir um 16,3 milljarða króna hagnað. Heildareignir í árslok voru 132,6 milljarðar króna og jukust því um 89,1 milljarð króna á árinu. Eigið fé í árslok var 74,4 milljarðar króna. EBITDA rekstrarfélaga var 4,8 milljarðar króna á árinu 2005 og batnar lítillega milli ára og hagnaður rekstrarfélaga fyrir skatta nam 2,2 milljörðum króna og batnar sömu- leiðis lítillega milli ára. Handbært fé frá rekstri hjá rekstrarfélögunum var 5,7 milljarðar króna og batnar um 1,4 milljarða frá fyrra ári. Heildareignir samstæðunnar námu um 132,6 milljörðum króna í lok árs 2005 og jukust því um 89,1 milljarða króna á árinu. Stærstan hluta þessarar aukningar eða um 55,7 milljarða króna má rekja til stöðu- töku í markaðsverðbréfum en hluti þeirrar aukningar var fjármögnuð með hlutafjárútboði félagsins á síð- asta ári. Rekstrarfjármunir hækka um 14,7 milljarða króna, og segir í fréttatilkynningu með ársreikningn- um að þá hækkun megi að stærstum hluta rekja til fyrirframgreiðslna vegna kaupa á fimmtán 737-800 flug- vélum. Þessar fyrirframgreiðslur muni fara út af efnahagsreikningi félagsins við afhendingu vélanna á árunum 2006 og 2007. Aukningu á vaxtaber- andi skuldum megi að öllu leyti rekja til fyrirframgreiðslunnar vegna flug- vélanna og frekari fjárfestinga í verð- bréfum. 17,6 milljarða hagnaður frá áramótum Á kynningarfundi um ársuppgjörið sagði Hannes Smárason, forstjóri FL Group, að stjórnendum samstæðunn- ar hafi orðið það ljóst á haustmán- uðum að miklar líkur væru á geng- islækkun krónunnar og því hafi ákvörðun verið tekin um að dreifa gengisáhættu fjárfestingararmsins með því að selja eignir hér á landi og fjárfesta meira erlendis. Þannig voru innlendar fjárfestingar um 74% af heildarfjárfestingum FL Group við síðustu áramót, en hinn 9. mars síð- astliðinn voru þær 55%. Afkoma af fjárfestingarstarfseminni frá síðustu áramótum til 9. mars er jákvæð um 17,6 milljarða króna fyrir skatta. Afkoma FL Group í samræmi við væntingar Uppgjör FL Group          -!*    ! -  ! .   ! " !    &!     /0102 31452 /'/54 4660/  +3'0'       # 7    14/51 54443 8 !7 *   # !* )  3166 169 '/14 3/'34 //31' 424''  +5/3     '(5'/ /456/ 4(6' 349  !"     #$%$"        &'(  (   Starfslokasamningar upp á um 240 milljónir FORSTJÓRI FL Group, Hannes Smárason, fékk greiddar 53,8 milljónir króna í laun og hlunn- indi frá félaginu á síðasta ári. Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrver- andi forstóri FL Group, fékk 23,8 milljónir króna í laun og hlunnindi og Sigurður Helga- son, fyrrverandi forstjóri, fékk greiddar 35,9 milljónir króna í laun og hlunnindi. Alls 113,5 milljónir króna. Jón Karl Ólafs- son, forstjóri Icelandair, fékk 21,3 milljónir króna í laun og hlunnindi frá félaginu í fyrra. Í ársskýrslu FL Group kemur fram að á síðasta ári voru gerð- ir starfslokasamningar fyrir 238 milljónir króna við Ragnhildi og Sigurð en þau létu bæði af störfum sem forstjórar félagsins í fyrra. Á síðasta ári innleysti Jón Karl kauprétt fyrir 57 milljónir króna við FL Group, Ragnhildur fyrir 65,2 milljónir króna og Sigurður fyrir 108,1 milljón króna. bjarni@mbl.is TM uppfyllir ekki skilyrði um dreifða eignaraðild ● FRAM kom í máli Gunnlaugs Sæv- ars Gunnlaugssonar, stjórnarfor- manns Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), á aðalfundi á fimmtudag að fé- lagið uppfyllti að svo stöddu ekki skilyrði Kauphallar Íslands um dreifða eignaraðild. Mikilvægt væri fyrir TM að á þessu ári yrðu teknar ákvarðanir um hvort félagið ætlaði að vera áfram skráð í Kauphöll, eitt íslenskra tryggingarfélaga. Óneit- anlega fylgdu því kostir og gallar. „Kostirnir eru vitaskuld augljósir fyrir hluthafa hvað það varðar að eiga hluti sem skráðir eru á markaði en hugsanlegir gallar þeir að þurfa að lúta strangari reglum um al- menna upplýsingagjöf á þeim sama markaði umfram keppinautana,“ sagði Gunnlaugur Sævar. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 1.809 milljónir í arð til hlut- hafa, eða 2 krónur á hlut. VÍSITALA neysluverðs í mars hækkaði um 1,12% frá fyrri mánuði. Verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist því 4,5% en að frátöldu hús- næði mælist hún 1,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% sem jafngildir 5,6% verðbólgu á ári en 2,8% án húsnæðis. Hækkun vísitölunnar er meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð fyrir um en þær gerðu ráð fyrir hækkun á bilinu 0,7–0,9%. Hagstofan segir að vetrarútsölum sé nú víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 16,9%. Vísitölu- áhrifin voru 0,72%. Verð á eigin hús- næði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 1,1% og eru vísitöluáhrifin 0,19%. Í Hálffimmfréttum greiningar- deildar KB banka í gær sagði að veiking krónunnar upp á síðkastið, auk kerfisbreytinga sem urðu á út- reikningum vísitölu neysluverðs fyr- ir um ári síðan og leiddu til snöggrar lækkunar verðbólgu í kjölfarið, myndi hafa neikvæð áhrif á þróun verðbólgunnar á næstu mánuðum og myndi verðbólguhraðinn að öllum líkindum fara vaxandi. Segir grein- ingardeildin að líkur á að tólf mán- aða verðbólga fari aftur undir efri þolmörkin á þessu ári hafi verulega dregist saman. Verðbólgan mælist 4,5%    &'(    '(  ')$  *    #$ %&%& %' %( %# ) % %%'&) %*% %%'&)  %'&) + %'&) !+        N N - FJÖLGUN íslenskra stjórnar- manna í dönskum fyrirtækjum veldur nokkrum þarlendum sér- fræðingum áhyggjum, að því er segir í danska blaðinu Børsen, en á fimmtudag var haldinn í Tívolí á vegum blaðsins fundur um ís- lensku innrásina í Danmörku. Seg- ir í blaðinu að þessi fjölgun ís- lenskra stjórnarmanna og aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í danska hagkerfinu geri danskt efnahagslíf viðkvæmara fyrir hugs- anlegum sviptingum í íslenska hagkerfinu. Þrjú verkefni í burðarliðnum Í dag er 371 Íslendingur skráður hjá dönsku hlutafélagaskránni og deila þeir 428 sætum í tæplega 200 dönskum fyrirtækjum. Þá vitnar danska blaðið í Steen Thomsen, prófessor í fyrirtækjastjórnun við Kaupmannahafnarháskóla, og seg- ir hann hina hröðu útrás íslenskra fyrirtækja, og ástand efnahags- mála á Íslandi, minna óþægilega á Japan á níunda áratug síðustu ald- ar. Þá hafi mörg japönsk fyrirtæki fjárfest afar mikið erlendis, sem síðar hafi komið í ljós að hafi verið miður skynsamlegt. Í viðtali við Børsen segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, að fyrirtækið sé með þrjú hugsanleg verkefni í vinnslu í Danmörku, en vill ekki segja nánar í hverju þau felast. Hann segir þó að Baugur sjái aðallega tækifæri á dönskum fasteignamarkaði, þótt ekki séu tækifærin upp urin í öðr- um geirum. Danmörk viðkvæm Árdegi kaupir Róbert Melax út úr Degi Group ÁRDEGI, félag í eigu hjónanna Sverris Berg Steinarssonar og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur, hef- ur keypt alla hluti félaga í eigu Róberts Melax í Degi Group og Nordex og á nú félögin 100%. Kaupverð er ekki gefið upp en fyrir átti Róbert 65% hlut í Degi Group og 35% í Nordex. Í byrjun febrúar sl. seldi Dagur Group Senu til Dagsbrúnar. Dagur Group á og rekur níu BT verslanir, þrjár Skífu- verslanir, tvær verslanir undir nafni Hljóðfærahússins auk Sony Center í Kringlunni. Nordex rekur verslunina Next í Kringlunni. Árdegi rekur einnig verslun NOA NOA í Kringlunni og fer fyrir fjárfestingu í raftækja- keðjunni Merlin, sem rekur 48 verslanir í Danmörku, og er einnig í eigu Baugs og Milestone. Fimm milljarða velta Sverrir Berg segir við Morgun- blaðið að stefnt sé að sameiningu Dags Group og Nordex. Verður þá til eitt af stærri verslunarfyrir- tækjum landsins með áætlaða veltu upp á 5 milljarða króna í 16 versl- unum. Í dag verður opnuð ný og endurbætt BT-verslun í Kringlunni og stærri Next-verslun verður opn- uð í nýrri viðbyggingu Kringlunnar í vor. Varðandi fjárfestinguna í Merlin í Danmörku segir að tekið hafi ver- ið til í rekstrinum, eftir mótbyr að undanförnu, og stefnt sé að hagn- aði á næsta fjárhagsári. Sverrir Berg Steinarsson Úrvalsvísitalan lækk- ar um 1,23% ● HLUTABRÉF lækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 1,23% og er 6.193 stig. Við- skipti með hlutabréf námu 8,8 millj- örðum króna, þar af 2,2 milljörðum með bréf Íslandsbanka. Bréf Avion Group hækkuðu um 0,98%, bréf Dagsbrúnar um 0,43% og bréf Mar- els um 0,29%. Bréf Alfesca lækkuðu um 5,26% og bréf Vinnslustöðvar- innar um 4,75%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.