Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 31
ÓSKAPLEGA hljóta Hafnfirðingar að vera stoltir af tónlistarskóla sín- um. Þeirri hugsun varð ekki varist á tónleikum í Víðistaðakirkju á sunnu- dagskvöld, þar sem Kammersveit Hafnarfjarðar og Kammerkór Hafn- arfjarðar fluttu verk eftir Mozart undir stjórn Helga Bragasonar, hljómborðskennara og aðstoð- arskólastjóra við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Kammerkórinn er skipaður ungu söngfólki, sem margt hefur sungið undir stjórn Helga lengi. Kamm- ersveitin hins vegar, er að mestu skipuð kennurum, þar með talið skólastjóra Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar og örfáum langt komnum nemendum skólans. Á stærri skalanum er Hafnar- fjörður varla meira en smáþorp, og varla hægt að ímynda sér að nokkurs staðar í veröldinni tækist jafn fá- mennri byggð að efna til tónleika af þessu tagi, hvað þá með þeim góða brag sem var í Víðistaðakirkju á sunnudagskvöld. Þetta voru þó ekki fullkomnir tónleikar, og ég hef vissu- lega heyrt kórinn syngja betur; – sópranarnir voru daufir og ekki nógu hreinir í köflum þar sem á reyndi. Hins vegar voru tónleikarnir þrungn- ir músík og gleði, og alveg merki- legum anda, sem ég vil skrifa á það að þarna var lítið, samheldið samfélag tónlistarskólans virkilega að sýna hvað í því býr. Hljómsveitin var hreint afbragð og valin manneskja í hverju rúmi. Ein- leikari kvöldsins, Ármann Helgason, lék Klarinettukonsert Mozarts og gerði það firnavel. Þótt fyrsti þátt- urinn væri ívið of hraður fyrir smekk gagnrýnanda var mikil músík í flutn- ingnum verkið á enda, fallegt legato hjá strengjunum í hæga kaflanum og lokakaflinn sérstaklega fjörmikill og léttur. Missa solemnis er ekki stórt verk af hendi Mozarts, og Helgi gerði það sem áður var tíðkað, að fleyga það annars vegar með kirkjusónötu og hins vegar með einum fallegasta söng Mozarts, Ave verum corpus. Kórinn söng prýðilega, en hefði þurft að vera stærri og hljómmeiri til jafnvægis við hljómsveitina, eða syngja betur út í salinn. Heildar- áhrifin voru þó þau, að þrátt fyrir svo- litla hnökra var flutningurinn mús- íkalskur og fullur af stemningu. Það er ekki óalgengt að kennarar tónlistarskóla taki sig saman um tón- leikahald, og í Tónlistarskóla Kópa- vogs er það til dæmis gert með reglu- bundnum hætti. Það er hins vegar fátítt að svo mikið sé lagt í að stærð og umfangi. Tónlistarkennarar hafa ekki riðið feitum hesti frá samningum um kaup og kjör á undanförnum ár- um og fáar aðrar stéttir myndu láta sér lynda að geta ekki hafið dagvinnu fyrr en eftir hádegi og vinna langt fram á kvöld, eins og tónlistarkenn- arar þurfa víðast hvar að gera eftir einsetningu grunnskólans. Hending hefur ráðið hvort aukavinna, eins og samspil, nemendatónleikar, annar hljóðfæraleikur og verkefni, hefur verið greidd. Samt sem áður finnur þetta fólk sér tíma til að setjast niður og spila enn meira – skapa eitthvað skemmtilegt til að gleðja okkur hin. Ætli stjórnendur sveitarfélaganna átti sig á gildi tónlistarskólanna sinna fyrir samfélagið? En nóg um það. Ágætur tónlistarmaður sagði við mitt rétt fyrir tónleikana, að Mozart væri lumma. Sé svo, var þessi alla vega sæt – og með rúsínum að auki. Mozart í Hafnarfirði TÓNLIST Víðistaðakirkja Flutt voru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Kirkjusónötur í A-dúr KV225 og C-dúr KV329, Ave verum corpus, Klarin- ettukonsert í A-dúr KV622 og Missa Sol- emnis. Einleikari og leiðari í Klarinettu- konsert var Ármann Helgason, stjórnandi var Helgi Bragason. Kammersveit og Kammerkór Hafn- arfjarðar Bergþóra Jónsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 31 MENNING Á MORGUN, sunnudag, kl. 13–14 verða í Gerðubergi sungin lög sem söngkonan ástsæla Ellý Vilhjálms gerði ógleymanleg! Hver kannast ekki við lögin „Vegir liggja til allra átta“, „Ég vil fara upp í sveit“ og „Heyr mína bæn“? Ingveldur Ýr Jónsdóttir leiðir sönginn og Kjart- an Valdimarsson leikur með á pí- anó. Að syngja saman er hugmynd sem fylgir því markmiði Gerðu- bergs að þangað komi fólk til að taka þátt í gleðistund, og að við- burðir séu uppbyggilegir, fræðandi og skemmtilegir. Verkefnið er unn- ið í samstarfi við ÍTR. Lög Ellýjar í Gerðubergi Á MORGUN, sunnudag, heldur Jón- as Ingimundarson píanóleikari tón- leika í Tónlistar- húsinu Laugar- borg í Eyja- fjarðarsveit en tónleikarnir eru liður í vetrardag- skrá Laugar- borgar. Tónleikarnir hefjast á sónötu eftir Mozart, tyrkneska rondoinu. Þá leikur Jón- as sónötu op 57, „Apassionata“ eftir Beethoven og eftir hlé „Fiðrildin“ eftir Schumann. Tónleikunum lýkur síðan með hugleiðingu Brahms um stef eftir Händel. Tónleikarnir hefjast kl. 15. Jónas Ingimundarson í Laugarborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.