Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 32
HVERFIÐ 101 í Reykjavík er m.a.
þekkt fyrir djamm á kvöldin og tal-
að er um að borgin vakni jafnvel
ekki til lífsins fyrr en eftir miðnætti
þegar skemmtanafíklar fara á stjá.
En það er líka líf í borginni á dag-
inn þrátt fyrir lárétta rigningu,
haglél og rok. Mannlífið er fjöl-
skrúðugt og gaman er að fara niður
í bæ, skoða fólkið og sjá þá í leið-
inni hverju það klæðist.
Hettupeysur og
stuttir jakkar
Götutískan í Reykjavík er svo
sannarlega margbreytileg og
ljóst er að Íslendingar eru ekk-
ert endilega allir undir sama
hatti. Þegar rölt er um götur
Reykjavíkur sést að Íslend-
ingar eru sjálfstæðir í hugsun
en fylgjast samt með hvað er
í gangi í tískuheiminum. Hjá
strákum í 101 eru það að-
allega frekar víðar og þægi-
legar gallabuxur en hjá
stelpum má ýmist sjá þess
háttar snið eða þá alveg
þröngar gallabuxur sem er
troðið ofan í stígvél, hvort
sem þau eru háhæluð eða flat-
botna. Einstaka stelpa er þó
líka í pilsi og eru það þá hnésíð og
eilítið víð pils og helst með ein-
hverju mynstri. Strigaskór eru
áberandi en þó líka gönguskór og
hefur veðráttan ábyggilega einhver
áhrif á það. Talandi um hana þá eru
slæður, treflar, húfur, vettlingar og
eyrnabönd líka mjög vinsæl en þá
helst í skærum litum eins og græn-
um og appelsínugulum og eru þeir
þá notaðir til að flikka upp á heild-
arsettið. En þessir litir ásamt rauð-
um, bláum og svörtum eru litirnir
sem virðast hvað vinsælastir en
þeir eru líka meðal tískulitanna í
vetur.
Við afslappað útlit bæði stráka og
stelpna eru hettupeysur innanundir
stuttum jökkum mjög vinsælar og
sjást strákar líka oft með stórar
sendlatöskur. Stelpur eru líka með
hliðartöskur sem eru í stærra lagi
og eru þær aðallega úr taui eða
mjúku leðri. Strákarnir eru flestir í
leðurjökkum sem ná niður að
mjaðmabeini eða þá í vindjökkum.
En þó má sjá einstaka stráka í síð-
ari jökkum sem eru þá í hern-
aðarstíl. Stelpur eru hins vegar með
meiri breidd í jakkavali. Sjást þær í
stuttum vindjökkum eða leð-
urjökkum, mjaðmasíðum jökkum,
eða kápum sem ná niður fyrir rass.
Stuttu jakkarnir eru í þrengri kant-
inum en misjafnt snið er á kápunum
og síðu jökkunum þó að þröngt snið
virðist vera hvað vinsælast.
Loks eru pelsar áberandi og
jakkar með loðkraga. Íslensku
þröngu lopapeysurnar eru enn vin-
sælar og fer maður ekki inn á kaffi-
hús án þess að sjá eina slíka. En
einnig sjást einlitar peysur, þá sér-
staklega í björtum litum eins og
rauðum eða grænum eða þá þver-
röndóttar þægilegar peysur, bæði í
skærum litum og eilítið muskaðar.
101 týpan virðist ekki vera vöru-
merkjatrygg heldur röltir hún frek-
ar um og skoðar hvað sé í boði í
hverri búð. Helst verslar hún þó í
búðum með notuð föt eins og hjálp-
ræðishernum, kolaportinu eða á E-
bay. Allt gert til að minni líkur séu
á að einhver annar eigi sams konar
sett af fötum.
CAT-kassinn er kennsluefni í hug-
rænni tilfinningalegri þjálfun fyrir
börn og unglinga með röskun á ein-
hverfurófi og þá sem eiga í erf-
iðleikum með að tjá sig. Kassinn er
sérstaklega þróaður til að auðvelda
og styðja samræður á einfaldan og
myndrænan hátt.
„Þetta er lífsleikniefni, sem þrír
þekktir sálfræðingar hafa unnið og
þróað undanfarin ár í Danmörku og
reyndar er efnið í stöðugri þróun,“
segir Ásgerður Ólafsdóttir sérkenn-
ari, en hún og Sigrún Hjartardóttir
leikskólasérkennari, sem reka Ein-
hverfuráðgjöfina Ás hafa þýtt efnið
á íslensku. Þetta er stór mappa með
handbók og kennslugögnum og
hafa milli 40 og 50 íslenskir skólar
og stofnanir þegar keypt kassa.
Að skilja tilfinningar
„Það hefur verið skortur á góðu
kennsluefni fyrir börn sem eiga í
erfiðleikum með að skilja og tjá til-
finningar sínar,“ segir Sigrún. „Við
kynntumst kassanum fyrir nokkr-
um árum og sáum strax að þarna
var komið mjög gagnlegt tæki til
kennslu.“
Kassinn kom fyrst út á dönsku ár-
ið 2002 og þegar ákveðið var að
gefa hann út á fleiri tungumálum
fékk íslenska að fljóta með.
Þær Ásgerður og Sigrún hafa
haldið námskeið og kynnt efnið fyr-
ir fagfólki og foreldrum og segir
Ásgerður að áhuginn sé mikill.
Kassinn er hugsaður fyrir foreldra
sem þurfa á nákvæmum og einföld-
um verkfærum að halda í samræð-
um við barnið. Hann er einnig
ætlaður kennurum og öðru
fagfólki sem vill byggja sam-
tölin upp af fagmennsku og
gera þau markvissari, ýmist
til að leysa úr erfiðum að-
stæðum eða til að kenna börn-
unum að tjá hugsanir og til-
finningar.
Ekki fyrir alla
Sigrún bendir á að CAT-
kassinn henti ekki öllum nem-
endum með raskanir á ein-
hverfurófi. Börn frá fjögurra
til fimm ára sem búa yfir tal-
máli geta nýtt sér hann og Ás-
gerður segist hafa reynt hann
við kennslu unglinga á aldr-
inum 16 til 20 ára, sem eru
með einhverfu auk þess að
vera þroskaheft. „Þetta efni
hefur haft ótrúleg áhrif og
hjálpað þeim mikið,“ segir
hún.
„Kassinn styður við samtöl
og kennir þeim að skilja tilfinn-
ingar. Hugmyndafræðin að baki
CAT- kassanum er hugræn atferl-
ismeðferð ásamt hugmyndafræði
skipulagðrar kennslu,“ segir Ás-
gerður og dregur fram blað með
mynd af stórum hitamæli. Blaðið er
notað þegar rætt er um liðna at-
burði, til dæmis afmæli, skólann eða
NÁM | CAT-kassinn fyrir hugræna tilfinningalega þjálfun
Morgunblaðið/Sverrir
Ásgerður Ólafsdóttir sérkennari og Sig-
rún Hjartardóttir leikskólasérkennari eru
þýðendur kennsluefnisins CAT-kassans.
Eftir Kristínu Gunnarsdóttur
krgu@mbl.is
Óþarfi að reiðast upp í tíu
mars
Daglegtlíf
Trefillinn setur svip á klæðnað
þessarar ungu konu.
Frumleg miðbæjartíska
Hettupeysur,
gallabuxur og vind-
jakkar er hefðbund-
inn klæðnaður hjá
strákum og húfur
eyrnabönd og vett-
lingar í skærum lit-
um lífga upp á heild-
armynd stelpnanna.
Stuttir jakkar, gallabuxur og
hettupeysur.
GÖTUTÍSKA | 101 Reykjavík