Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ birti þriðju-
daginn 7. mars grein Hjartar Magna
Jóhannssonar fríkirkjuprests í
Reykjavík um hjónabönd samkyn-
hneigðra. Þar fer hann gegn þeim
skilningi að hjónaband-
ið fái að vera áfram það
samfélagsform og sú
stofnun sem karl og
kona mynda. Rök-
semdir hans byggja á
undantekningum og
undantekningarnar
eiga að réttlæta það að
hjónabandið sé aflagt
sem sambúðarform
karls og konu.
Allt gott og mann-
legt á sér skuggahliðar.
Skuggahliðarnar gera
það samt ekki að verk-
um að við þurfum að
varpa fyrir róða því
sem annars tryggir
ákveðin réttindi, skyld-
ur, ábyrgð og öryggi.
Ef við getum ekki hald-
ið í hjónabandið vegna
skuggahliða sem geta
komið upp innan þess
er full þörf á að endur-
skoða allt þjóð-
skipulagið og stjórn-
arhætti íslenska
ríkisins því alls staðar
leynist möguleiki á
misnotkun eða að fólk
missi fótanna. Biblían
dregur upp skýra
mynd af breyskleika og
synd mannsins og
nauðsyn þess að sið-
ferðisleg mörk séu sett
til að forða okkur frá
falli.
Ekki er ástæða til að ætla fólki að
hafa kaþólskan sakramentisskilning
þó svo haldið sé í þá augljósu stað-
reynd að karlinn er skapaður fyrir
konuna og konan fyrir karlinn með
því sem tilheyrir. Ekki er heldur
ástæða til að lesa inn í orð biskups
um sorphauga annað en þar er sagt:
Sé hjónabandið lagt niður í núver-
andi mynd er það ekki lengur til sem
slíkt. Það sem við notum ekki lengur
hendum við í ruslið, nema við kjósum
að fylla geymslurnar. Biskup var í
nýársræðu sinni að vara við því að
hjónabandið yrði sáttmáli og stofnun
kynlausra einstaklinga. Til eru önnur
sambúðarform til slíks. Hjónabandið
á rétt á að fá vera það sem það hefur
verið.
Hjörtur Magni sparar ekki stimpl-
ana heldur: „Afturhaldsemi“, „bók-
stafstrú“, „fáránlegar kreddur“ og
„einstrengingsleg afstaða“ eru orð
sem skreyta greinina. Að sjálfsögðu
megum við öll halda í ákveðinn skiln-
ing á sjónarmiðum annarra en hug-
takanotkun sem hefur það að mark-
miði að stimpla andstæðinginn og
króa hann þannig af út í horni er ekki
trúverðug. Spörum
stóru orðin og höldum
okkur við málefnalega
umræðu. Stór orð eru
yfirleitt notuð til þess að
skapa eða viðhalda for-
dómum í garð annarra.
Hjörtur Magni segist
heldur ekki sjá þess
merki að fjölkvæni hafi
verið bannað í Biblí-
unni. Þó svo hugsanlega
megi segja að það sé
ekki bannað berum orð-
um er ljóst að Nýja
testamentið hvetur til
einkvænis (Sbr. Mt.
19:1 og áfram og 1. Tím.
3:2) þó svo ekki hafi
annað form verið bann-
að þar sem söfnuðir
frumkirkjunnar voru
með margvíslegan bak-
grunn og ekki ástæða til
að umturna þjóð-
skipulaginu. Við lestur
minn á Gamla testa-
mentinu fæ ég ekki séð
að fjöllyndi og fjölkvæni
Davíðs og Salómons
hafi verið þeim eða
þjóðinni til blessunar.
Færa má rök fyrir því
að þessi háttur þeirra
hafi verið upphafið að
fráfalli þjóðarinnar og
klofningi ríkisins.
Ekki er það nýtt að
reynt sé að bjarga
kirkjunni með því að
dansa í takt við tímann. Slíkar til-
raunir hafa yfirleitt orðið til að veikja
stöðu hennar sem trúarsamfélags þó
svo hún hafi kannski haldið stöðu
sinni sem stofnun. Kirkjan byggir á
Biblíunni. Hún hefur ekkert annað að
byggja á. Látum ekki tímabundin
ákvæði, hugsanlegar skuggahliðar,
endalausar undantekningar eða
ókvæðisorð hamla okkur í að halda
okkur við hana. Jákvæð heildarsýn á
boðskap Biblíunnar, sem kennir okk-
ur hverju við eigum að trúa og hvern-
ig við eigum að breyta, er Guðs gjöf
til okkar, grundvöllurinn og nestið
sem við þurfum á að halda í öllum að-
stæðum lífsins.
Má, má ekki …
Ragnar Gunnarsson svarar
Hirti Magna Jóhannssyni
fríkirkjupresti
’Jákvæð heild-arsýn á boðskap
Biblíunnar, sem
kennir okkur
hverju við eigum
að trúa og hvern-
ig við eigum að
breyta, er Guðs
gjöf til okkar,
grundvöllurinn
og nestið sem við
þurfum á að
halda í öllum að-
stæðum lífsins.‘
Ragnar Gunnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra kristniboðsfélaga.
NÚNA í ár eru 20 ár
liðin síðan Félag sjálf-
stæðismanna í Graf-
arvogi var stofnað. Þeg-
ar félagið var stofnað
var Grafarvogshverfi að
byrja að byggjast og
starfsemin smá í snið-
um. Síðan hefur hverfið
stækkað og félagið með,
svo nú er Félag sjálf-
stæðismanna í Graf-
arvogi ekki aðeins
stærsta hverfafélag
Sjálfstæðisflokksins,
með um 2.500 félaga,
heldur er félagið næst-
stærsta sjálfstæðisfélag á Íslandi.
Það er gæfa félagsins að hafa feng-
ið að vaxa með viðfangsefni sínu,
enda eru félagar og stjórn félagsins
vel meðvituð um þarfir og óskir íbú-
anna.
Í tilefni af þessum merku tímamót-
um býður félagið Graf-
arvogsbúum og öðrum
velunnurum til afmæl-
ishátíðar í dag, 11.
mars, í félagsheimili
sínu við Foldatorg,
Hverafold 5, milli
klukkan 15.00 og 17.00.
Auk afmælishátíð-
arinnar verður stefnu-
skrá félagsins dreift í
hvert hús í Grafarvogi í
dag. Ég hvet alla Graf-
arvogsbúa til þess að
kynna sér vel stefnumál
félagsins svo þeim megi
vera ljóst hver stefna
sjálfstæðismanna er í
þeim málum er snúa
sérstaklega að Graf-
arvogshverfi.
Grafarvogsbúar, fjöl-
mennum á afmælishá-
tíðina og munum að Fé-
lag sjálfstæðismanna í Grafarvogi er
eina stjórnmálaaflið sem lætur sig
málefni Grafarvogs sérstaklega
varða.
Félag sjálfstæðismanna
í Grafarvogi 20 ára
Emil Örn Krist-
jánsson skrifar í
tilefni af 20 ára
afmæli Félags sjálf-
stæðismanna
í Grafarvogi
Emil Örn Kristjánsson
’Það er gæfa fé-lagsins að hafa
fengið að vaxa
með viðfangsefni
sínu …‘
Höfundur er ritari Félags
sjálfstæðismanna í Grafarvogi.
SVO SKAL böl bæta að benda á
annað verra. Þannig hljómar for-
sætisráðherra landsins núna. Hann
sagði að ef Ísland
myndi ekki framleiða
ál myndu aðrir gera
það með meiri mengun.
Þ.e. að ef það er nógu
mikill skítur annars
staðar, þá er allt í lagi
að hafa smáskít hjá sér.
Þetta minnir svolítið á
þættina hjá Skjá 1. Allt
í drasli. Líklega eru
vinsældirnar á þeim
þætti af sama toga. Ef
nógu mikið rusl er hjá
öðrum hlýtur að vera í
lagi að hafa smárusl
hjá mér! En þannig er það bara ekki.
Rusl og drasl hjá forsætisráðherra
er ekket lítið rusl og drasl þótt meira
kunni að finnast hjá öðrum. Reyndar
var gert samkomulag í Kyoto um að
ríki heims ættu að fara varlega í að
losa lofttegundir sem valdið gætu
hlýnun jarðar. Þessar svokölluðu
gróðurhúsalofttegundir. En þar sem
Ísland var svo smátt ríki í hlutfalli
við önnur fékk það undanþágu. Ís-
land má losa meira magn þessara
lofttegunda en önnur ríki, vegna
smæðar. En margt smátt gerir eitt
stórt. Það er margsönnuð speki.
Ísland í fremstu röð ríkja sem
spilla andrúmsloftinu? Já, ef Ísland
fer ekki eftir samkomulagi sem það
hefur gert. Það heimskulegasta sem
Ísland getur gert núna, sem þjóð, er
að standa að frekari uppbyggingu
stjóriðju í landinu. Nú skal enginn
saka mig um það að
vera á móti stóriðju
sem slíkri. Ég hef held-
ur ekkert á móti feitu
kjöti, en sama hvort er;
ef of mikils er neytt
drepur það neytand-
ann. Þetta á við um
reykingar eða hvað
annað það sem menn
neyta í óhófi. Í áratugi
geta menn reykt, en oft
leiðir það til kvalafulls
dauða. Því miður held
ég að þetta sé þróunin
núna. Nautnin af ál-
reyknum er of mikil, þannig að ég
óttast að það leiði til dauða þessara
samfélaga sem best njóta í dag. Við
erum búin að sjúga vel að okkur. Nú
er kominn tími til að anda frá okkur í
rólegheitunum.
Ísland er í öftustu röð núna hvað
varðar umhverfismál. Vegna þess að
þjóðin er svo smá, landið svo lítið,
áhrifin svo smávægileg. Þess vegna
höldum við að við megum menga
eins mikið og við viljum, drasla út
eins og við viljum, verða eins og aðrir
í þessum málum. En, nei. Það meg-
um við ekki verða. Íslendingar
verða, sem smáþjóð, einmitt að fara
öfugt að. Við verðum að sýna að Ís-
land er hreint land. Við verðum að
sýna að Ísland er fagurt land. Við
getum ekki sýnt það með álver í öðr-
um hverjum firði. Við verðum líka að
sýna að Íslendingar eru gáfaðir, þeir
eru útsjónarsamir og tækifær-
issinnaðir.
Núna er tækifærið til að efla há-
tækniiðnaðinn. Þessi fyrirtæki sem
eru að brillera í hugbúnaði, þessi fyr-
irtæki sem þurfa svo mikið á stöðugu
gengi að halda. Að ekki sé talað um
stöðugt aðgengi að gagnaflutning-
um. Sem leiðir hugann að Far-Ice?
Tækifæri til að hafna meiri stóriðju,
til að styrkja sjávarútveginn, tækni-
iðnaðinn, þekkingariðnaðinn, ferða-
mannaiðnaðinn, listamenn, krónuna
og hvað annað það sem lýtur lög-
málum gengisins og gjaldeyris. Nú,
eða að lögleiða evru sem gjaldmiðil,
sem væri svosem sársaukalaust af
minni hálfu.
Kveðja, Valdimar Másson.
Að vera Íslendingur … skiluru
Valdimar Másson fjallar um
framtíðina og hátækniiðnað ’Það heimskulegastasem Ísland getur gert
núna, sem þjóð, er að
standa að frekari upp-
byggingu stjóriðju í land-
inu.‘
Valdimar Másson
Höfundur er skólastjóri.
BORGARRÁÐ gaf nú í vikunni
byggingavöruversluninni Bau-
haus vilyrði fyrir lóð undir starf-
semi sína við rætur Úlfarsfells.
Vonir eru bundnar við að með
þessu eflist samkeppni á bygg-
ingavörumarkaði, borgarbúum til
hagsbóta. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem borgaryfirvöld leggja
sig fram um að efla viðskipta-
samkeppni í borginni. Atlantsolíu
var útveguð lóð við Breiðholts-
brautina, en síðan hefur fyr-
irtækið sjálft útvegað sér skika á
nokkrum stöðum í borginni sem
fengist hefur heimild til að setja
upp litlar bensínafgreiðslur á.
Segja má að olíufélögin hafi set-
ið um hvern lófastóran blett í
borginni árum saman. Engu að
síður hafa þau ekki litið svo á að
borgaryfirvöld hafi brotið gegn
þeim með því að ryðja samkeppn-
isaðila braut inn á markaðinn.
Það kemur því á óvart að
BYKO/Smáragarður skuli gera
athugasemdir við að samkeppn-
isaðili fyrirtækjanna fái lóð í
borginni og að ýjað sé að því að
BYKO eigi undir högg að sækja í
Reykjavík. BYKO er einn þriggja
aðila sem fengu sameiginlega út-
hlutað gríðarmikilli lóð við Vest-
urlandsveginn árið 2002. Eftir þá
úthlutun skrifaði fyrirtækið borg-
inni bréf þar sem framsýni borg-
aryfirvalda var sérstaklega þökk-
uð. Þann 12. janúar 2005 fékk
BYKO/Smáragarður vilyrði fyrir
verslunarlóð við Fiskislóð í Örfir-
isey og svo aftur vilyrði fyrir
stækkun þeirrar lóðar 11. október
2005. Þá fékk BYKO úthlutað
stórri vöruhúsalóð undir timb-
urafgreiðslu á Skarfabakka við
Sundahöfn fyrir aðeins mánuði
síðan, eða 14. febrúar.
Reykjavíkurborg er ánægð
með að hafa getað greitt úr mál-
um Bauhaus, sem komið hafði
bónleitt til búðar eftir tilraunir til
að hasla sér völl í Garðabæ og
Kópavogi. Íbúum höfuðborg-
arsvæðisins alls verður vonandi
akkur í því að fá fyrirtækið í borg-
ina.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Bauhaus og
BYKO í borginni
Höfundur er borgarstjóri.
VÍÐA er pottur brot-
inn í málefnum aldr-
aðra. Bæði þeirra sem
elstir eru og þurfa að
flytja á öldrunarheimili
og einnig yngri hópsins
t.d. vegna skattlagn-
ingar á ellilaunin. Það
er brýnt að þessi mál
séu ítarlega skoðuð í
heild sinni og sett í for-
grunn stjórnmálanna.
Ef ríkisstjórnin hefur brugðist í ein-
hverjum málaflokki síðustu árin eru
það mál sem snerta
aldraða. Þá er sama
hvort átt er við tekju-
mál þeirra eða aðbún-
að á dvalar- og hjúkr-
unarheimilum.
Stjórnvöld sníða okkur
stakkinn í svo mörgum
málum og öldrunar-
málin líða um margt
fyrir að innan mála-
flokksins skarast verk-
svið ríkis og sveitarfé-
laga. Sem dæmi þarf
ríkið að veita fram-
kvæmdaleyfi fyrir
bygginu hjúkrunarheimila þar sem
það á lögum samkvæmt að greiða
85% af stofnkostnaði. Reksturinn er
líka háður framlögum ríkisins, og
því ekki hægt að setja á stofn þjón-
ustu án þess að ríkið hafi áður sam-
þykkt að greiða fyrir reksturinn.
Bæjarstjórn Árborgar hefur
ítrekað beitt sér fyrir uppbyggingu
hjúkrunarheimilis á Selfossi þar sem
gert væri sérstaklega ráð fyrir þörf-
um heilabilaðra og sómasamlegu
persónulegu rými fyrir hvern og
einn. Auk þess hefur bæjarstjórnin
nú síðast samþykkt að greiða 30% í
stað 15% vegna framkvæmda við 3.
hæðina á viðbyggingu sjúkrahússins
til að fjölga megi hjúkrunarrýmum
hér.
Það vekur hjá mér undrun að ekki
sé gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa
sveitarfélaganna í þessari ákvarð-
anatöku þar sem sveitarfélögin eiga
að leggja fram að lágmarki 15% af
stofnkostnaði. Mikilvægt er að halda
áfram að pressa á stjórnvöld í mál-
efnum aldraðra, en vilji stjórnvalda
fer ekki alltaf saman með vilja og
þörf íbúa sveitarfélaganna eins og
dæmin sanna. Árborg er gott dæmi
um viljaskort heilbrigðisyfirvalda til
að byggja upp hjúkrunarheimili
þrátt fyrir mjög mikla þörf.
Mín framtíðarsýn er sú að sveit-
arfélögin taki yfir málefni aldraðra.
Það væri gott skref og yrði að mínu
mati til að efla mjög aðbúnað eldri
borgara í samfélaginu. Verkaskipt-
ing á milli ríkis og sveitarfélaga í
þessum málaflokki er flókin í dag og
engan veginn nægilega skilvirk við-
brögð við því ástandi sem víða er í
málefnum aldraðra. Samfylkingin
ætlar á næstu árum að halda áfram á
þeirri braut sem við höfum verið á
og munum áfram beita okkur fyrir
því að öldrunarþjónusta verði áfram
í fremstu röð í Árborg. Stór skref
hafa verið stigin í rétta átt á yf-
irstandandi kjörtímabili og við mun-
um stefna hærra á því næsta til að
búa öldruðum öruggt og ánægjulegt
ævikvöld í Árborg.
Sveitarstjórnir og
málefni aldraðra
Þórunn Elva
Bjarkadóttir fjallar
um málefni aldraðra
’Bæjarstjórn Árborgarhefur ítrekað beitt sér
fyrir uppbyggingu hjúkr-
unarheimilis á Selfossi
þar sem gert væri sér-
staklega ráð fyrir þörfum
heilabilaðra …‘
Þórunn Elva
Bjarkadóttir
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Árborg.