Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 43
UMRÆÐAN
SKÓGAR Í ÞÁGU
LÝÐHEILSU Á ÍSLANDI
Ráðstefnan – Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi – verður laugardaginn
11. mars nk., í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00.
Ráðstefnan er á vegum
Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, Skógræktarfélags Íslands og Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur.
Ráðstefnan er haldin í tengslum við fulltrúafund skógræktarfélaganna.
Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Ráðstefnustjórar:
Þuríður Yngvadóttir í stjórn Skógræktarfélags Íslands
og Aðalsteinn Sigurgeirsson, varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Dagskrá
13:00 Setning: Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra
Stefnumörkun og skipulag
13:15 Gunnar Einarsson, varaformaður SSH, bæjarstjóri Garðabæjar
Skógrækt frá sjónarhóli bæjarstjóra
13:30 Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands
Skógræktarfélög og Grænir treflar
Lýðheilsa
13:45 Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu
Hafa skógar áhrif á heilsufar fólks?
14:00 Sigrún Gunnarsdóttir, varaformaður Félags um lýðheilsu og fulltrúi félagsins í Landsnefnd
um lýðheilsu
Heilsa í skógi
14:15 Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð
Skógrækt er heilsurækt – Hreyfing í fallegu umhverfi og fersku lofti
14:30 Ingólfur S. Sveinsson geðlæknir
Skógur til að rækta fólk
14:45 Fyrirspurnir
15:00 Kaffihlé
Þéttbýlisskógar og notkun þeirra
15:30 Sherry Curl mannfræðingur og Hrefna Jóhannesdóttir skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins
Viðhorf og notkun Íslendinga á skógum
15:45 Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjavíkur
Náttúra í borg
16:00 Herdís Friðriksdóttir skógfræðingur og Ólafur Erling Ólafsson skógarvörður hjá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur
Hvernig er Heiðmörk í stakk búin að þjóna lýðheilsu? Hverju er ábótavant?
16:15 Jón Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands og Aðalsteinn
Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá
Skógrækt og útivist: Straumar og stefnur í Evrópu
16:30 Desiree Jacobsson, verkefnisstjóri hjá sænsku skógarstjórninni (Skogstyrelsen)
Skógar og endurhæfing. Reynsla Svía (Forests for Rehabilitation using the Greenstages
Model)
Erindi flutt á ensku
16:50 Fyrirspurnir
17:15 Dagskrárlok
MEIRIHLUTI bæjarstjórnar
Kópavogs þarf frið. Sigurrós Þor-
grímsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista í
Kópavogi, brást þannig við þegar
Samfylkingin lagði til að boðað yrði
til skipulegs samráðs við listafólk og
aðra áhugasama við stefnumótun í
menningarmálum. Fyrir þremur ár-
um reyndi meirihlutinn undir forystu
hennar að koma fram með menning-
arstefnu fyrir Kópavog. Í ljós kom að
þá var lögð fram menningarstefna
Reykjavíkur, afrituð og aðlöguð að
hluta að Kópavogi. Sigurrós við-
urkenndi afritunina og dró plaggið til
baka. Nú er menningarstefnan að
mestu leyti samin af einum fulltrúa í
lista- og menningarráði. Einnig eru
þar lýsingar á helstu verkefnum
nokkurra stofnana bæjarins. Sam-
fylkingin vildi boða til opins samráðs
um stefnumótun í málaflokknum og
fá þannig fram nýjar hugmyndir frá
áhugasömum íbúum bæjarins. Meiri-
hlutinn vildi fá frið og felldi tillögu
okkar í bæjarstjórn. Á næsta fundi
lista- og menningarráðs sá ráðið
reyndar að sér og breytti vinnulagi
sínu nokkurn veginn í takt við til-
lögur Samfylkingarinnar. Nú verður
leitað eftir umsögnum ýmissa aðila í
bænum og þeir síðan boðaðir til
fundar við ráðið.
Batnandi mönnum er
best að lifa.
Einleikur
um óperuhús
Annað dæmi af
svipuðum toga má
nefna, þar sem menn
vilja leika einleik.
Það er óperuhúshug-
mynd bæjarstjórans.
Það þykir mjög var-
hugavert að mati
meirihlutans a.m.k.
að aðrir aðilar en
bæjarstjórinn komi nálægt um-
ræðum og athugunum vegna þeirrar
hugmyndar. Ef fleiri koma að því
máli gæti það verið í hættu, hvers
vegna skyldi það vera? Kannski
vegna þess að málið er óundirbúið.
Óperuhúshugmynd hans byggist
hvorki á þarfagreiningu né ígrund-
uðum rekstraráætlunum. Yfirlýs-
ingar bæjarstjórans hafa verið í allar
áttir, allt frá því að húsið myndi ekki
kosta bæjarsjóð neitt til þess að gera
ráð fyrir 400 milljóna króna kostnaði
vegna byggingar hússins á næstu
tveimur árum. Meirihlutinn telur sig
þurfa frið í þessu máli. Íbúar eiga
hins vegar rétt á svörum og annars
konar vinnubrögðum.
Ónæði af íbúaþingi
Fleiri dæmi. Íbúaþing
var haldið í Kópavogi í
nóvember á síðasta ári. Í
kjölfar þess voru helstu
niðurstöður kynntar á
opnum fundi. Þar kom
m.a. fram gagnrýni á
bæjaryfirvöld t.d. um
skort á samráði í skipu-
lagsmálum, ásamt ýms-
um góðum hugmyndum
um þróun og framtíð bæj-
arins. Fram kom á kynn-
ingarfundi að skýrsla yrði
gefin út með niðurstöðum þingsins.
Nú rúmum þremur mánuðum eftir
þingið er skýrslan ekki enn komin
fram. Þegar spurst hefur verið fyrir í
bæjarstjórn um skýrsluna, eru svör-
in á þá leið að við fyrirtækið sem sá
um þingið sé að sakast. Þessu hafa
bæði Gunnsteinn Sigurðsson (D),
formaður skipulagsnefndar, og Mar-
grét Björnsdóttir (D), formaður um-
hverfisráðs, haldið fram í bæj-
arstjórn. Upplýsingar liggja fyrir um
annað, því ekki mun hafa staðið á
skilum á efni frá fyrirtækinu. Ætli
niðurstöðurnar hafi kannski farið
fyrir brjóstið á meirihlutanum og því
hafi þau dregið lappirnar og vonað að
þetta myndi bara gleymast? Best er
auðvitað fyrir þau að fá frið fyrir íbú-
unum og birting niðurstaðna sem eru
ekki bara jákvæðar fyrir meirihlut-
ann veldur vitanlega nokkru ónæði!
Íbúar kvarta
Ónæði skapast einnig hjá meiri-
hlutanum þegar íbúar gera at-
hugasemdir t.d. við skipulagstillögur
og/eða lóðaúthlutanir. Nýlega var af-
greidd deiliskipulagstillaga vegna
Smáralindar. Þá sendu allmargir
íbúar athugasemdir. Dæmi er um að
athugasemd sem var send til bæj-
arins í tölvupósti vegna þessa máls
var ekki tekin til umfjöllunar vegna
mistaka hjá bænum. Ekki vildi
meirihlutinn fresta afgreiðslu skipu-
lagstillögunnar í bæjarstjórn, við-
urkenna mistökin og veita at-
hugasemdum þessara íbúa sömu
meðferð og öðrum. Nei skipulagstil-
lagan skyldi afgreidd hvað sem eðli-
legum og sanngjörnum vinnubrögð-
um leið. Erindi vegna þessarar
málsmeðferðar meirihlutans hefur
verið sent félagsmálaráðuneytinu af
hendi íbúanna.
Fleiri erindi er varða vinnubrögð
meirihlutans í Kópavogi eru til með-
ferðar í félagsmálaráðuneytinu þessa
dagana því komin er fram stjórn-
sýslukæra vegna lóðaúthlutunar á
Kópavogstúni. Þar þurfa bæjaryf-
irvöld að svara ýmsum áleitnum
spurningum sem snerta meðferð um-
sókna um lóðirnar á Kópavogstúni.
Íbúar í Kópavogi eru að vakna til
vitundar um að vinnubrögð meiri-
hlutans í bæjarstjórn eru ekki lýð-
ræðisleg. Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokkur vilja fá að fara sínu fram í
friði fyrir íbúum og sjónarmiðum
þeirra. Kópavogsbúar geta orðið við
óskum þeirra um frið í vor og veitt
þeim lausn frá sínum störfum í kosn-
ingunum í vor.
Að fá frið
Sigrún Jónsdóttir fjallar um
bæjarstjórnarmál í Kópavogi
’Íbúar í Kópavogi eru aðvakna til vitundar um að
vinnubrögð meirihlutans
í bæjarstjórn eru ekki
lýðræðisleg.‘
Sigrún Jónsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
ÞAÐ er mikið rætt um inflúensu
um þessar mundir. Óttinn við að
fuglaflensa berist til Íslands hefur
leitt til þess að þegar
er farið að taka sýni
úr fuglum hér á landi.
Enn vitum við ekki
hvort veiran muni
dreifa sér milli
manna. Hitt vitum við
að ef og þegar það
gerist mun veiran
ekki fara í mann-
greinarálit. Þar verða
allir jafnir. Verði
veiran jafn skæð og
spænska veikin árið
1918 verður fátt til
varna nema bólusetn-
ing, takist að fram-
leiða gott bóluefni í
tæka tíð.
Á ferli mínum hef
ég margreynt að
þekkingu lærðra og
leikra á einkennum
inflúensu er furðu
mikið ábótavant.
Menn nota grein-
inguna flensa (inflú-
ensa) af hirðuleys-
islegri ónákvæmni.
Þetta verður baga-
legra vegna þess að
læknar eru ekki nógu
duglegir við að taka
sýni til að staðfesta
sjúkdómsgrein-
inguna. Einungis með
rannsóknum er það
hægt með vissu. Mér
hefur virzt að höf-
uðástæða þess að menn greina
ekki inflúensu og staðfesta með
viðeigandi hætti sé sú, að þeim yf-
irsést að brjóstkvefið er það sem
einkum einkennir sjúkdómsmynd
inflúensunnar. Fólki er sagt að
„það sé oní því“, það sé með bronc-
hitis eða lungnabólgu og oftar en
ekki eru gefin sýklalyf í stórum
stíl. Það er rétt. Fólk er með bráð-
an bronchitis en inflúensa er ein-
mitt algengasta orsök bráðs
brjóstkvefs. Krónískt brjóstkvef
stafar hins vegar yfirleitt af reyk-
ingum. Gömlu læknarnir kölluðu
bronchitis því lýsandi nafni
brjóstkvef. Þegar þeir lýstu
spænsku veikinni árið 1918 skrifaði
einn þeirra: „Annað eins brjóstkvef
hef ég aldrei séð.“ Fólk hóstaði
jafnvel blóði. Svo skæð var veiran
að slímhúð lungnanna nánast gjör-
eyðilagðist.
Auðvitað veikjast menn misjafn-
lega hastarlega af inflúensuveir-
unni. Flestir búa að mótefnum sem
þeir hafa myndað við fyrri sýk-
ingar. Þar sem inflúensuveiran
breytist yfirlítið lítið milli ára er
óalgengt að fólk fái
inflúensu tvö ár í röð.
Það er hins vegar
stökkbreytt veira,
gjörólík þeim sem áður
hafa þekkzt, sem allir
óttast og reikna með
fyrr eða síðar. Þá duga
gömlu mótefnin
skammt. Inflúensa
byrjar oftast snögg-
lega með almennri
vanlíðan, oftast háum
hita, höfuðverk, bein-
verkjum, hálssær-
indum og hósta, sem
fljótt fer fyrir brjóstið.
Klassíska sjúkdóms-
myndin er því brjóstk-
vef og hóstinn ein-
kennandi.
Sjúkdómurinn stendur
yfir í fimm til sjö daga
og er þá vel sloppið.
Það má líkja inflú-
ensu við eld. Þegar
inflúensa berst til
landsins kraumar hún
oft líkt og eldur sem
leitar færis. Þegar því
marki er náð gýs hún
oft skyndilega upp og
breiðist hratt út, fyrst
meðal þeirra sem eng-
in mótefni hafa gegn
henni. Að þessu sinni
urðu börn og ungling-
ar fyrst fyrir barðinu á
inflúensunni, sem virð-
ist vera af B-stofni, og síðar þeir
fullorðnir sem ekki hafa viðeigandi
mótefni. Inflúensufaraldur stendur
yfirleitt í þrjá til fjóra mánuði.
Inflúensa líkist eldinum einnig
að því leyti að engin veirusýking
leggst á öndunarfærin og skaðar
slímhúð þeirra eins og hún. Bakt-
eríusýkingar eiga því greiðan að-
gang í kjölfarið. Lungun eru oft
lengi að jafna sig eftir inflúensu án
þess að lungnabólga hafi komið til
einnig. Inflúensufaraldrar eru oft
hættulegir þeim sem þegar standa
höllum fæti vegna aldurs og sjúk-
dóma. Bezta ráðið við inflúensu er
að fara vel með sig. Hitt þarf ekki
síður að hafa í huga að í inflúensuf-
araldri geta dulizt aðrir hættulegri
sjúkdómar. Gott samband við
heimilislækni verður ekki ofmetið.
Inflúensa
– brjóstkvef
Jóhann Tómasson fjallar um
inflúensu og einkenni hennar
’Menn notagreininguna
flensa (inflúensa)
af hirðuleys-
islegri óná-
kvæmni. Þetta
verður bagalegra
vegna þess að
læknar eru ekki
nógu duglegir
við að taka sýni
til að staðfesta
sjúkdómsgrein-
inguna.‘
Höfundur er læknir.