Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 44

Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 44
44 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HUGVÍSINDADEILD Háskóla Íslands býður upp á fjölbreyttar námsleiðir á sviði tungumála, bók- mennta, menningar, heimspeki og sögu. Námsgreinarnar skipta tugum og í takt við breytta tíma og meiri kröfur um framhaldsnám fjölgar námsleiðum á meistarastigi í sífellu. Hugvísindadeild mun í ár bregðast við aukinni þörf í samfélaginu á fólki með hagnýta framhaldsmenntun. Í haust verður boðið upp á nokkrar nýjar náms- leiðir við hugvís- indadeild sem allar tengjast atvinnulífinu á margvíslegan hátt. Hér verður bent á þessar nýju leiðir sem miða að hagnýtu námi á ólíkum sviðum, flest- ar á meistarastigi. Hagnýt ritstjórn og útgáfa Markmiðið með námi í hagnýtri rit- stjórn og útgáfu er að gefa nemendum úr ýmsum skorum deild- arinnar kost á að búa sig á skipulegri hátt undir rit- stjórnar- og útgáfustörf af ólíku tagi, t.d. hjá fjölmiðlum, bókaútgáfum og vísindastofnunum. Þetta er viðbót við þá margvíslegu þjálfun sem nem- endur hugvísindadeildar fá í rit- störfum og frágangi texta. Náms- leiðin, sem er 45 einingar á meistarastigi og þverfagleg, er byggð upp á nokkrum sérhæfðum námskeiðum til undirbúnings undir ritstjórn og útgáfustörf, valnám- skeiðum á meistarastigi í deildinni og lokaverkefni, sem er ekki fræðileg lokaritgerð af hefðbundinni gerð heldur ritstjórnar- eða útgáfuverk- efni unnið hjá tiltekinni rann- sóknastofnun eða fyrirtæki, svo sem fjölmiðli eða bókaútgáfu. Hagnýt menningarmiðlun Hagnýt menningarmiðlun er 45 eininga nám á meistarastigi sem vist- að er innan sagnfræði- og fornleifa- fræðiskorar hugvísindadeildar. Í náminu er leitað eftir þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nemendum nýjar leiðir í miðlun rann- sókna sinna og þekk- ingar. Áhersla er lögð á að nemendur ljúki miðl- unarverkefnum, tileinki sér fjölþætta framsetn- ingu efnis og öðlist reynslu sem geri þeim fært að vinna sjálfstætt á sviði miðlunar. Námið skiptist í fjóra meg- inhluta: Grunn- námskeið, valnámskeið, einstaklingsverkefni og lokaverkefni. Með markvissu vali á verk- efnum í einstökum nám- skeiðum, einstaklings- verkefni og lokaverkefni geta nem- endur mótað áherslu- svið sitt í hagnýtri menningarmiðlun. Hagnýt siðfræði Meistaranám í siðfræði er vistað innan heimspekiskorar hugvís- indadeildar. Boðið verður upp á þrjár ólíkar áherslur í náminu, þ.e. við- skiptasiðfræði, heilbrigðis- og lífsið- fræði og umhverfis- og nátt- úrusiðfræði. Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhugi á siðfræði innan starfsstétta enda þurfa sífellt fleiri fagstéttir að takast á við erfiðar siðferðilegar spurningar í starfi sínu. Í náminu kynnast stúdentar helstu kenningum og rannsóknaraðferðum í siðfræði og fá þjálfun í rökræðum um siðferðileg álitaefni á mismunandi sviðum. Í náminu er lögð áhersla á innlent og erlent samstarf bæði við fræðimenn og fólk á vinnumarkaði, þannig að stúdentar fái ekki aðeins sterkan fræðilegan grunn heldur einnig tengsl fræðanna við störf á vettvangi. Nýju námslínurnar í sið- fræði eru hugsaðar fyrir þá sem hafa þegar lokið háskólaprófi og/eða verið lengi á vinnumarkaði en fýsir að kynnast siðfræðinni sérstaklega. Ekki eru gerðar forkröfur um nám í heimspeki. Siðfræðistofnun hefur stjórnsýslulega umsjón með náminu og veitir allar frekari upplýsingar. Hagnýtt nám í samfélagstúlkun Innflytjendum á Íslandi fjölgar hratt og er brýnt að vinna að því að gera samskipti á milli hópa og ein- staklinga kleif og sem greiðust. Hug- vísindadeild Háskóla Íslands vill leggja sitt af mörkum til þessa verk- efnis og hefur því hug á að mennta tiltekinn hóp virkra innflytjenda sem náð hefur góðum tökum á íslensku og þekkir innviði íslensks samfélags nægilega vel til að miðla þeirri þekk- ingu til samlanda sinna og annast samskipti þeirra við Íslendinga þeg- ar þörf krefur. Þetta er orðið ákaf- lega brýnt vegna fjölda útlendinga sem hér eru búsettir og einnig þeirra sem hér ferðast um landið á ári hverju, en þeir eru orðnir umtalsvert fleiri en íbúar landsins. Námið, sem er 45 eininga diplómanám á grunn- stigi, er samvinnuverkefni hugvís- indadeildar HÍ, Alþjóðahússins, Fjölmenningarseturs Íslands og Há- skólaseturs Vestfjarða. Námið er fyrst og fremst hugsað fyrir starf- andi og verðandi túlka í málum sem ekki eru kennd við Háskóla Íslands. Nýtt nám á meistarastigi Auk þeirra námsleiða sem nefndar eru hér að ofan er að hefjast meist- aranám í frönsku, spænsku og þýsku og meistaranám í sagnfræði fyrir kennara. Með nýjum námsleiðum, bæði á meistara- og grunnstigi, kemur hug- vísindadeild til móts við þarfir sam- félagsins og atvinnulífins á fjöl- breyttan hátt. Umsóknarfrestur um framhaldsnám í hugvísindadeild (meistara- og doktorsnám) er til 15. mars. Aðgang að meistaranámi eiga þeir sem hafa lokið BA-prófi með fyrstu einkunn (7,25). Nýjar námsleiðir í hugvísindadeild Rannveig Sverrisdóttir segir frá nýjum námsleiðum í HÍ ’Hugvísinda-deild mun í ár bregðast við auk- inni þörf í sam- félaginu á fólki með hagnýta framhalds- menntun.‘ Rannveig Sverrisdóttir Höfundur er formaður kynning- arnefndar hugvísindadeildar HÍ. Á HVERJUM tíma virðist sem ákveðinn hópur ungra ökumanna sé vegna aksturslags síns stórhættu- legur umhverfi sínu. Í ljósi ítrek- aðra umferðarslysa sem mörg hver má rekja til hraðakst- urs og kæruleysis þessara einstaklinga tel ég það tímabært að huga að hækkun lág- marksaldurs til öku- réttinda í 18 ár. Þessir ungu bílstjórar eru ekki einungis með glæfralegu aksturslagi sínu og/eða jafnvel ölvunarakstri að setja sjálfa sig í stórkost- lega lífshættu heldur einnig farþega sína, aðra ökumenn, far- þega þeirra og síðast en ekki síst gangandi vegfarendur. Varast skal að dæma alla unga ökumenn sem ábyrgðarlausa „glanna“. Því fer fjarri að svo sé. Jafnvel þótt til- hlökkun sé mikil eftir að fá ökurétt- indi eru margir nýir bílprófshafar sjálfir fullir kvíða þegar þeir fara fyrstu ökuferðir sínar. Þeir gera sér því far um að sýna fyllstu að- gætni og eru sérstaklega varkárir fyrstu mánuðina í umferðinni á meðan þeir eru að þjálfa aksturs- hæfni sína og átta sig á aðstæðum. Með því að hækka lágmarksald- urinn í 18 ár má því auðveldlega leiða líkur að því að þessi „upphafs- varkárni“ færist einnig upp um eitt ár. Umræðan um þennan hóp ungra ökumanna er ekki ný af nálinni. Í kjölfar hrinu af alvarlegum umferð- arslysum vakna upp spurningar hvort ekki þurfi að grípa til einhverra að- gerða. Ýmsar leiðir eru án efa færar til að reyna að sporna við þessari slysavá þar sem ungt fólk á í hlut. Ein leið er að hækka lágmarksaldurinn til ökuréttinda í 18 ár. Önnur aðferð hefur verið nefnd en hún er að takmarka ökurétt- indi unglinga með ein- hverjum hætti þar til þeir síðar fái full rétt- indi. Fordæmi eru fyrir slíkum tak- mörkunum í öðrum löndum þ.á m. í Bandaríkjunum. Þessi aðferð er áhugaverð og vel þess virði að skoða. Þó skyldi maður ætla að erf- itt gæti reynst að hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Allar hug- myndir sem varpað gætu ljósi á hugsanlegar lausnir svo alvarlegs máls eru vel þegnar. En tal um þessa hluti er skammgóður vermir ef það verður ekki til þess að tekn- ar verði ákvarðanir til úrbóta. Vitað er að tillaga um að hækka lágmarksaldur til ökuréttinda í 18 ár fellur ungmennum undir 17 ára aldri ekki í geð. Flestir krakkar bíða spenntir eftir að ná tilskildum aldri til að hefja ökunám og taka bílpróf. Sautján ára unglingar eru flestir þeirrar skoðunar að þeir hafi náð nægilegri hæfni til að stjórna bifreið en hafa þeir náð nægilegum þroska? Margir 17 ára unglingar hafa vafalaust náð nægilegum þroska til að axla ábyrgð sem öku- menn. Því er það súrt í brotið að þeir þurfi að líða fyrir þann hóp ungra ökumanna sem eru ekki nægilega þroskaðir til að vera ábyrgir ökumenn. Þeir sem eru andsnúnir því að hækka þennan lágmarksaldur kunna að fullyrða að eitt ár skipti ekki máli í þessu sambandi. Vitað er hins vegar að eitt ár í þroskaferli barna og unglinga skiptir gríð- arlegu máli. Einstaklingurinn er að öllu jöfnu að taka út þroska frá 0– 20 ára og munar mikið um hvert einasta ár. Enda þótt sá þroski sem á sér stað fyrstu árin sé hvað sýni- legastur skal ekki vanmeta þann vitsmuna- og félagsþroska sem ein- staklingurinn öðlast á efri unglings- árum og við upphaf fullorðinsára. Ef við skoðum unglingsárin sér- staklega þá er eitt af einkennum þeirra: áhættuhegðun, áhrifagirni og hvatvísi. Því nær sem dregur fullorðinsárum dregur úr þessum einkennum og einstaklingurinn verður hæfari með hverju ári sem líður til að meta aðstæður, hugsa áður en hann framkvæmir og taka ábyrgð á eigin atferli. Því eldri sem unglingurinn verður því minni líkur er á að hann láti undan fé- lagaþrýstingi eða hafi yfir höfuð þörf fyrir að sýna sig fyrir félögum sínum. Þetta eina ár, frá 17 til 18 ára, gæti skipt sköpum í þessu til- liti. Ef lágmarksaldur til ökurétt- inda er 18 ár er það auk þess í sam- ræmi við lögbundna skilgreiningu okkar að barn er barn þar til það hefur náð 18 ára aldri. Eins og mál- um er háttað nú er þetta ekki eina atriðið er varðar sjálfræðisaldurinn þar sem samræmingar er þörf. Með því að hækka lágmarksaldur til ökuréttinda í 18 ár erum við því að taka skref í rétta átt. Óskandi er að nú fari af stað um- ræða sem leiði til ákvarðanatöku með það fyrir augum að sporna við slysahættum sem ákveðinn hópur ungra ökumanna skapar sjálfum sér og öðrum. Fyrsta skrefið gæti verið að hækka lágmarksaldurinn og í kjölfarið væri ekki úr vegi að skoða með hvaða hætti væri hægt að takmarka ökuréttindin fyrstu 1–2 árin. Lágmarksaldur til ökuréttinda verði 18 ár Kolbrún Baldursdóttir fjallar um hætturnar í umferðinni ’Óskandi er að nú fari afstað umræða sem leiði til ákvarðanatöku með það fyrir augum að sporna við slysahættum sem ákveðinn hópur ungra ökumanna skapar sjálf- um sér og öðrum.‘ Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. VIÐ LIFUM í nútímasamfélagi. Við erum stöðugt minnt á að ýmsar skoðanir sem viðgengust á árum áð- ur dugi ekki lengur. Í „nútímaþjóð- félagi“ er meira umburðarlyndi og meira svigrúm til frjálslyndari skoð- ana en áður hefur við- gengist. Það er að sjálfsögðu allajafna hið besta mál. Fólk áttar sig t.a.m. á því að það er ekki lengur hlut- verk hins opinbera að móta skoðanir okkar eða lífsstíl heldur myndum við okkur skoðanir og tökum ákvarðanir út frá þeim og stöndum síðan og föllum með þeim ákvörðunum. Tján- ingar- og skoðanafrelsi er líklega einn mik- ilvægasti hlekkurinn í frjálslyndu þjóðfélagi. En andstæðinga tjáningar- og skoð- anafrelsisins er víða að finna. Fólk sem er uppfullt af pólitískum rétttrúnaði og getur engan veginn unað því að til séu aðrir sem hafa aðrar skoðanir en það sjálft á lífinu og til- verunni. Því þarf að kæfa þær skoðanir í fæðingu, koma í veg fyrir að þær heyrist með því að viðhalda ótta meðal fólks um einhvers konar fé- lagslega útskúfun, að það verði sett á svarta lista og eigi sér ekki aftur viðreisnar von. Það er einkennilegt þegar „frjálslynda“ fólkið, sem við erum jú vonandi sem flest, ætlar að banna öðrum að hafa skoðanir af því að þær einfaldlega „passa“ ekki við nú- tímann. Samtökin ’78 eru einn slíkra aðila eins og hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fékk að reyna í byrj- un ársins. Og nú hafa samtökin kært Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, fyrir grein sem hann ritaði í Morgunblaðið 26. febrúar sl. þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að það þjónaði ekki hagsmunum barna að alast upp hjá samkynhneigðum pörum. Burtséð frá því hvað fólki kann að finnast um skoðanir Gunn- ars er vert að spyrja hvort það telji rétt að banna forstöðumanni frí- kirkjusafnaðar að hafa þessa skoðun og lýsa henni yfir? Á pastorinn í Kópavogi yfir sér dóm vegna ummæla sinna? (Rétt er að taka fram að ég tel ekki að Samtökin ’78 tali fyrir munn allra samkynhneigðra á Ís- landi.) Gunnar er kærður á grundvelli 233a gr. al- mennra hegningalaga þar sem segir að „hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst op- inberlega á mann eða hóp manna vegna þjóð- ernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Nú skarast á tillits- semi og umburðarlyndi. Samtökin ’78 ætlast til þess að þeim sé sýnd til- litssemi annars eigi sá sem það ekki gerir það á hættu að verða ákærður. Formaður samtakanna hefur borið það eitt fyrir sig að skrif Gunnars hafi „sært“ marga meðlimi samtaka hennar. Það særði lík- lega ekkert sannkristna þegar ung stúlka, „krossfest“, var keyrð fáklædd í vagni niður Lauga- veginn í Gay Pride göngu samtak- anna fyrir örfáum árum? Jú, ætli það hafi ekki gert það, en hins vegar réð umburðarlyndi þeirra ferðinni þrátt fyrir skortinn á ,,tillitssemi“ umsjón- armanna göngunnar. En það furðulegasta við kærumál Samtakanna ’78 er að ef forsvars- menn þeirra eru ósáttir við ummæli Gunnars liggur beinast við að svara honum. Ef hann hefur jafnrangt fyr- ir sér og samtökin vilja meina ætti það að vera hægðarleikur. Það að samtökin skuli hins vegar kjósa að kæra Gunnar bendir ekki til þess að málefnastaða þeirra sé ýkja sterk. Það kemur hins vegar ekki á óvart í tilfelli þessara samtaka sem hafa í gegnum tíðina byggt baráttu sína að stóru leyti á pólitískri rétthugsun og þeirri skoðanakúgun sem hún felur í sér og treyst á að þau gætu þannig kæft niður alla gagnrýni á sig og sinn málstað. Staðreyndin er sú að enginn er yf- ir gagnrýni hafinn, hvorki Samtökin ’78 né aðrir. Samtökin hafa í gegnum tíðina óspart gagnrýnt Gunnar Þor- steinsson og aðra fyrir trú þeirra og skoðanir þeirra á samkynhneigð og m.a. ráðist heiftúðlega gegn Þjóð- kirkjunni, biskupi Íslands og ófáum fríkirkjusöfnuðum. Og sumir þingmenn hafa jafn- mikið umburðarlyndi og Samtökin ’78. Það eru aðeins örfáar vikur síðan þingmaður Samfylkingarinnar hvatti þá presta landsins sem ekki hafa viljað lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að gefa saman samkyn- hneigð pör, að láta af afturhaldssemi sinni og fordómum. Með þessu var þingmaðurinn (fyrirgefið, þingkon- an) að lýsa því yfir að hennar póli- tísku skoðanir væru hafnar yfir trúarsannfæringu séranna. Þeir sem telja að hjónaband sé aðeins á milli karls og konu eru útmálaðir sem for- dómafullir afturhaldssinnar. Skemmst er þó frá því að segja að ís- lenska orðabókin skilgreinir hjóna- band sem samband milli karls og konu. Kannski að ritstjórar hennar séu að sama skapi bara fordómafullir afturhaldssinnar? Pólitísk rétthugsun Gísli Freyr Valdórsson fjallar um samkynhneigð og Samtökin ’78 Gísli Freyr Valdórsson ’Skemmst er þófrá því að segja að íslenska orða- bókin skilgreinir hjónaband sem samband milli karls og konu. Kannski að rit- stjórar hennar séu að sama skapi bara for- dómafullir aft- urhaldssinnar?‘ Höfundur er stjórnmálafræðinemi og ritstjóri Íhald.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.