Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 49
MINNINGAR
✝ Jóhann KristinnGunnarsson
fæddist í Garðshorni
í Flatey á Skjálfanda
28. apríl 1925. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga
á Húsavík 3. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Kristín Gísla-
dóttir, f. á Brekku í
Hvalvatnsfirði 29.
mars 1902, d. 12.
desember 1997, og
Gunnar Guðnason, f.
í Nýjabæ í Flatey 24. ágúst 1899, d.
13. nóv. 1940.
Systkini Jóhanns; Jóhann Sig-
urður, f. 16. janúar 1919, d. 22. jan-
úar 1919, Eysteinn, f. 15. október
1921, d. 30. apríl 1995, Þorgerður,
f. 8. júlí 1923, Þráinn, f. 18. ágúst
1926, d. 30. janúar 1942, Halldór
Sigurður, f. 27. september 1928,
Guðrún, f. 29. mars 1930, Lára, f.
17. júní 1934, d. 3. mars 1994,
Kristmann, f. 26. október 1936, og
Áslaug, f. 26. desember 1938.
Jóhann Kristinn kvæntist 28.
desember 1952 Kristínu Jónu
Kristjánsdóttur frá Hrísey á Eyja-
firði, f. 17. desember 1931. For-
eldrar hennar voru hjónin Guðrún
Jónsdóttir frá Hauganesi á Ár-
skógsströnd, f. 30. október 1893, d.
10. maí 1975, og Kristján Jónasson
frá Höfðahverfi við Grenivík, f. 27.
nóvember 1891, d. 9. sept. 1979.
Börn Jóhanns og Kristínar eru tvö:
1) Guðrún Kristín, verkefnastjóri
fullorðinsfræðslu hjá Þekkingar-
setri Þingeyinga á Húsavík, f. 28.
maí 1953. Var gift Ibrahim Özcan
frá Konya í Tyrk-
landi, f. 20. mars
1955. Synir þeirra
eru: a) Ómar Özcan,
viðskiptafræðinemi
við Háskólann í
Reykjavík, f. 29.
nóvember 1980, og
b) Jakob Özcan,
húsasmíðanemi í
Reykjavík, f. 12.
október 1984. 2)
Gunnar, málara-
meistari og kenn-
aranemi við Kenn-
araháskóla Íslands,
f. 7. maí 1959. Var kvæntur Frið-
riku Baldvinsdóttur frá Rangá í
Ljósavatnshreppi, f. 2. febrúar
1961. Synir þeirra eru: a) Jóhann
Kristinn, nemi og leiðbeinandi á
Húsavík, f. 22. nóvember 1979,
sambýliskona Ágústa Tryggva-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4.
ágúst 1978. Börn þeirra eru: Berg-
dís Björk, f. 15. júní 2001, og
Tryggvi Grani, f. 11. október 2004.
b) Hilmar Valur, nemi á Húsavík, f.
11. júlí 1984.
Jóhann Kristinn ólst upp í Flat-
ey á Skjálfanda og bjó þar allt þar
til hann kvæntist Kristínu Jónu og
þau settust að á Húsavík. Sjó-
mennska var hans starfsvettvang-
ur allt til ársins 1969 er hann hóf
störf hjá Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavík, þar sem hann var m.a.
við afgreiðslu skipa og bíla í tæp
tuttugu ár. Síðustu starfsárunum
varði hann hjá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur.
Jóhann Kristinn verður jarð-
sunginn frá Húsavíkurkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Kveðjustundir liðinna ára hafa
verið allmargar. Þú fórst á vertíðar
þegar ég var lítil og síðar var það ég
sem var á faraldsfæti. En nú er þetta
allt öðruvísi. Kveðjustundin svo ótrú-
lega endanleg. Ég var ekki há í loft-
inu þegar ég felldi tár við að hlusta á
lagið um litlu stúlkuna sem stóð ein
eftir við hliðið þegar pabbi þurfti að
fara. Alla tíð síðan finnst mér þetta
segja allt um mínar tilfinningar á
þeim kveðjustundum sem við höfum
átt. Ég fór ung að heiman til að fara í
nám. Alla leið til Reykjavíkur, þang-
að sem ég aldrei hafði fyrr komið.
Síðar til útlanda og til annarrar
heimsálfu til búsetu um hríð. Ég veit
að þér var ekki alltaf rótt þótt þú
treystir mér fullkomlega.
Þínar uppeldisaðferðir byggðust
ekki á boðum og bönnum eða hávaða
og látum.
Heiðarleiki og virðing fyrir öðru
fólki og skoðunum þeirra var vega-
nestið sem ég fékk út í lífið. Þú sýndir
þessa eiginleika svo augljóslega með
þínu eigin lífi og framkomu.
Þegar ég stóð mig vel í skólanum
eða í hverju öðru sem ég tók mér fyr-
ir hendur sýndir þú mér stolt þitt á
þinn eigin sérstaka hátt og oft án
þess að hafa um það mörg orð.
Gleði og sorgir í einkalífinu voru
ekki bornar á torg. Það skrifaði ég á
áhrif frá uppeldi þínu þar sem veru-
lega reyndi á þig, og örlögin gerðu
þig fullorðinn og ábyrgan strax á
unglingsárum. Aldrei hvarf sú
ábyrgð og umhyggja sem þú hafðir
fyrir velferð ömmu og systkina
þinna.
Hópurinn bara stækkaði sem í
kringum þig var og alltaf var nægi-
legt hjartarúm fyrir alla.
Afastrákarnir báru virðingu fyrir
þér og kepptust um hylli þína og
langafabörnin fengu sinn stað líka.
Við þessa síðustu kveðjustund bið
ég þér góðrar ferðar, elsku pabbi
minn.
Ég veit að minningin sem ég geymi
með mér er sú sama og litla stúlkan
við hliðið hafði;
Og þá er gaman hlegið hátt
og hjalað margt um stórt og smátt.
Og hoppað sungið svalað þrá
uns svefninn lokar brá.
(Freymóður Jóhannsson.)
Þín dóttir,
Guðrún Kristín.
Mig langar til að skrifa nokkur orð
um þig, afi minn.
Sennilega eru mínar fyrstu minn-
ingar af mér og þér syngjandi saman
í sjónvarpsherberginu í Lönguvit-
leysu. Ég man nú ekki alveg hvaða
lög það voru en starfsfólkið á leik-
skólanum spurði mömmu hver það
væri eiginlega sem syngi með
barninu, vegna þess að hann syngi
bara karlakórslög.
Alltaf höfðum við gaman og vorum
mikið að spekúlera í hlutunum sam-
an. Eins og þegar við vorum á göngu í
fjörunni og ég fór að velta því fyrir
mér hvað væri eiginlega langt eftir af
henni. Við stóðum þarna og spáðum
aðeins, og ákváðum svo að mæla það
bara. Og við töldum skrefin þín alveg
út fjöruna. Já, við höfðum mikið gam-
an og þú hafðir alveg einstakt lag á
mér. Því mikið var maður á ferðinni
og átti erfitt með að vera kyrr, en við
gátum alltaf verið einhvers staðar í
rólegheitunum og sungið eða spáð í
hlutina.
Flateyjarferðirnar okkar fjöl-
mörgu eru minningar sem ég á alltaf
eftir að geyma í hjartanu. Þegar við
vorum að fara í kríuegg. Og ég svona
hræddur við að verða goggaður í höf-
uðið og hugsaði meira um það sem
var að gerast fyrir ofan mig heldur en
að leita að eggjum.
Ógleymanlegt er mér þegar þú
labbaðir út á eyju og komst svo til
baka og kríurnar höfðu náð að gogga
þig og þér fannst það ekkert tiltöku-
mál þótt það blæddi. Hvað mér
fannst þú mikil hetja.
Eins var með ferðina sem við fór-
um ég, þú og Siggarnir. Mér fannst
ég svo fullorðinn að fá að fara með í
þá ferð.
Hvað ég gat alltaf skemmt mér
með þér eins og við værum bara jafn-
aldrar. Yndislegt fannst mér að sjá
hvernig það var þegar við vorum í
Flatey. Það var alltaf eins og eitthvað
aukaþrek kæmi yfir þig og maður sá
hvað þér leið vel þar.
Sjóferðirnar á milli lands og eyja
voru líka skemmtilegar. Ég man sér-
staklega eftir því þegar ég, þú og
Siggi vorum að koma heim á Voninni
og ákváðum að sigla með Kinnarfjöll-
unum til að athuga hvort við gætum
ekki lagt net á leiðinni. Við sigldum
þarna alveg við fjöllin í frábæru veðri
og höfðum gaman af og töluðum um
margt.
Seinasta ferðin þín í Flatey er mér
sérstaklega minnisstæð. Það er á
þriðja ár síðan hún var farin. Það var
þá þegar við bræður máluðum þakið
á kirkjunni. Það var svo skemmtileg
ferð og við vorum svo montnir þegar
við sáum hvað þú varst stoltur af okk-
ur fyrir þetta.
Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér
og fannst þér oft gaman að lauma inn
einhverju sem fékk alla til að hlæja.
Alltaf fannst mér þú vera besti vin-
ur minn.
Elsku afi, ég mun ávallt minnast
þín og þakka fyrir að hafa kynnst
þér. Þú kenndir mér ótalmargt sem
ég mun aldrei gleyma. Sárt finnst
mér að kveðja þig en ég veit að þér
líður vel þar sem þú ert.
Hvíl í friði, elsku afi.
Jakob Özcan.
Um leið og ég sendi þér mína
hinstu kveðju afi minn þá langar mig
að rifja upp smá brot af öllum þeim
góðu minningum um þig sem greypt-
ar eru kyrfilega í huga mér.
Fyrst ber að nefna allar ferðirnar
okkar út í Flatey. Klyfjaður töskum,
fötum og pokum gekkstu hröðum
skrefum upp af bryggjunni í átt að
Garðshorni og pínulítill patti hljóp á
eftir alveg að sligast með litla bak-
pokann sinn en reyndi að feta í fót-
spor afa og halda í við hann. Í
kríueggjatínslu í góðu veðri sitjandi á
þúfu út á eyju skimandi í allar áttir
fylgdumst við með kríunum og þú
kenndir mér að sjá hvenær þær sett-
ust á egg og hvenær þær væru bara
að stríða okkur, eða láta okkur
hlaupa að óþörfu eins og þú orðaðir
það. Þú kenndir mér, og raunar okk-
ur frændum öllum barnabörnum þín-
um að gæta alltaf hófs og ganga um
náttúruna af virðingu. Það gekk held-
ur illa hjá okkur að skilja það framan
af en ég held nú að það hafi tekist á
endanum. Báturinn þinn hann Gassi
var notaður til að ferja okkur milli
lands og eyjar en hann var líka mikið
notaður í að veiða á sjóstöng. Margar
góðar minningar á ég úr þeim ferðum
og þar lærði ég margt af þér eins og
alltaf. Þú virtist óþreytandi við að
svara spurningaflóðinu sem bunaði
stundum án afláts. Lítill labbakútur
heimsótti þig oft í vinnuna til að grípa
í smá leik með gúmmíhringina eða
bara til að spjalla um allt og ekkert.
Aldrei neitaðirðu mér um tíma fyrir
slíkar samverustundir og eru þær
mér ómetanlegar í seinni tíð. Stund-
um þurfti óþolinmóður lítill strákur
að bíða meðan þú sinntir vinnunni en
við náðum alltaf á endanum að rúlla
gúmmíhringnum nokkrum sinnum
þvert yfir stóra gólfið í smiðjunni.
Við áttum marga leiki sem við fór-
um í saman. Í garðinum fyrir utan
Lönguvitleysu kenndirðu mér fót-
bolta með brúnum gúmmíbolta. Ég
átti að passa mig á að sparka aldrei
hærra en fjölin náði sem var utan um
blómabeðið hennar ömmu. Þá yrði ég
betri í fótbolta og gluggarnir væru
ekki í hættu. Ungur og misjafnlega
námsfús reyndist mér erfitt að fara
eftir þessum reglum í fótboltanum en
þolinmæði þín átti sér aldrei nein
takmörk. Þetta lærðist og þrátt fyrir
óteljandi klukkutíma fótboltaiðkun í
garðinum brotnaði aldrei neinn
gluggi og aðeins eitt og eitt blóm féll í
valinn fyrir boltanum. Við spiluðum
oft og lengi í einu bara við tveir. Allt-
af sagði ég stoltur frá því að afi minn
kenndi mér fótbolta og hann spilaði
oft við mig. Ég var alltaf Völsungur
þegar við háðum kappleiki. Ég man
ekki hvaða lið þú varst en ég man eft-
ir einu atviki eins og það hafi gerst í
gær þegar kappleikur hafði staðið
lengi yfir. Mér varð brátt í brók og
hljóp inn en kallaði yfir öxlina á mér
eitthvað á þá leið að nú þyrfti Völ-
sungur að fara á klósettið. Þegar ég
kom út aftur nokkru seinna öllu létt-
ari á mér sast þú bara á grasinu tár-
votur og skellihlóst. Við rifjuðum
þetta upp óteljandi sinnum í gegnum
tíðina og alltaf hlógum við jafn mikið.
Þú kenndir mér líka að tefla á eldhús-
gólfinu í Löngu. Þar var gólfið í svona
reitum eins og á taflborði og þar gat
ég loksins lært hvernig bannsettur
hesturinn færðist úr stað. Við tefld-
um oft en skák kostar þolinmæði og
þar hafðir þú mikla yfirburði. Þess
vegna var of augljóst að brögð væru í
tafli þegar ég stóð uppi sem sigur-
vegari. Þá færðist lymskuglott yfir
andlit þitt og svo greinilegur upp-
gerðar undrunarsvipur. Ég var ekki
hár í loftinu þegar ég fór að koma
reglulega til ykkar ömmu í Lönguvit-
leysu til að spila manna. Við spiluðum
óteljandi mörg spil og stundum hljóp
ég til ykkar þegar þið amma voruð
heima í hádegismat til að grípa í
nokkur spil. Þegar ég var í pössun
hjá ykkur ömmu var oft spilað
klukkutímunum saman og yfirleitt
alltaf spiluðum við manna.
Þegar þú lentir í slysinu í vinnunni
og gast ekki unnið þá skiptumst við
bræður á að spila við þig núll og aldr-
ei sagðirðu nei þó annar bróðirinn
væri búinn að spila lengi vel þegar
hinn vildi taka við. Annað slagið
stóðstu þó upp og sagðist þurfa að
fara og æfa þig. Þá fórstu inn í sjón-
varpsherbergi og tókst upp pennann
og byrjaðir að æfa skrift með vinstri.
Ekki gekk að vera með ónýta hægri
hönd og geta ekki skrifað. Með þess-
ari endalausu þolinmæði sem ein-
kenndi þig alla tíð æfðirðu upp fín-
ustu rithönd með þeirri vinstri þrátt
fyrir að vera rétthentur.
Við komumst svo að því fyrir tíu
árum að þú værir kominn með þenn-
an sjúkdóm sem vann vinnuna sína
svo skipulega og felldi að lokum tjald-
ið. Aldrei var að heyra á þér né sjá að
þetta myndi draga úr lífsviljanum og
glaðværðinni. Við héldum áfram að
fara í Flateyjarferðir og gripum jafn-
vel stöku sinnum í spil þó ekki væri
það eins oft og áður. Þegar ég varð
eldri varð það mér meira virði að
sigla með þér út í eyjuna þína. Þegar
við nálguðumst Flatey stóðstu graf-
kyrr uppá dekki og horfðir á hana
nálgast. Maður gat alveg séð friðinn
og ánægjuna sem færðist yfir andlit-
ið á þér á þessum stundum.
Hefð er fyrir graut í hádeginu á
laugardögum í Lönguvitleysu og þar
er oft kátt á hjalla. Margt er rætt og
oft mikið hlegið. Þá áttir þú oftar en
ekki hlut í máli með lúmskum inn-
skotum á hárréttum tíma sem fékk
gjarnan tárin til að renna af hlátri.
Allt fram á kveðjustund hélstu í
hnyttin tilsvör og leiftrandi húmor-
inn sem mér fannst svo skemmtileg-
ur. Mér fannst þú alltaf fyndnasti
maðurinn í heiminum og finnst
reyndar enn. Ég fór að búa og eign-
aðist fjölskyldu sem þú hafðir svo
miklar mætur á. Það var algjör unun
að fylgjast með því hvernig lifnaði yf-
ir þér þegar þú varst innan um börn-
in mín. Svo mikið unnirðu þeim að
þau heimsóttu þig oft í draumum þín-
um síðustu misserin. Svo mikið er
víst að þau munu alltaf fá að vita
hversu heppinn pabbi þeirra er að
hafa átt þig fyrir afa.
Þær eru svo margar minningarnar
sem ég á um þig en ég læt þetta gott
heita núna. Nú er fargi af þér létt og
ég veit að þú fylgist með okkur sæll
og ánægður frá þeim stað sem þú ert
á núna. Ég mun alltaf fylgja fordæmi
þínu og reyna að halda í heiðri öll
heilræðin sem þú hefur gefið mér á
lífsleiðinni. Minninguna um þig
geymi ég næst hjarta mínu alla tíð.
Elsku afi Jói, megi Guð geyma þig og
hvíldu alltaf í friði.
Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Afi Jói er dáinn, hann dó í svefni í
nótt. Sonur minn vekur mig með
þessum orðum að morgni 3. mars sl.
Afi Jói eins og hann var alltaf kall-
aður á mínu heimili var fyrrverandi
tengdafaðir minn. Ég kynntist hon-
um fyrst þegar ég kom ung, aðeins 16
ára og feimin, inn á heimili þeirra
Stínu og Jóa. Hlýjar móttökur fékk
ég og gott viðmót. Hæverska og
traust einkenndi fyrstu kynni okkar.
Síðar þegar „nafni“ kom í heiminn þá
var hann stoltur afi og var óþreytandi
að hafa ofan af fyrir þeim stutta. Það
voru óteljandi fjöruferðirnar eða fót-
bolta- og handboltaleikirnir sem
fram fóru milli þeirra nafna og síðar
þegar Hilmar Valur fæddist þá varð
enn meira fjör og kepptust þeir litlu
um athygli afa. Þolinmæðin var mikil
og sá elsti hafði óskaplega gaman af
þessum leikjum og hafði á lofti fleyg-
ar setningar sem fuku í hita leiksins á
misjafnlega bjöguðu barnamáli. Ekki
er langt síðan hann vitnaði einmitt í
eina slíka er við töluðum saman. Afi
Jói fæddist í Flatey og unni eyjunni
sinni. Til Flateyjar fór hann oft með
okkur og það var yndislegt að upp-
lifa. Drengirnir upplifðu ævintýri
með afa Jóa í Flatey.
Afi Jói fór ekki með hávaða eða lát-
um og hann var ekki margmáll en
fastur á skoðunum sínum. Hann unni
tónlist, hafði gaman af að syngja og
sagði skemmtilegar sögur. Sá um að
þrífa gólfin á heimilinu á laugardög-
um og var reyndar alltaf að dytta að
og lagfæra, féll sjaldnast verk úr
hendi. Þegar tengdir okkar breyttust
þá hélst vinátta okkar óbreytt þó ef-
laust hafi hann ekki verið sáttur. Þá
sá ég og fann hversu traustur afi Jói
var og samskipti okkar héldu áfram
og oftar en ekki er við hittumst eftir
að Ófeigur Óskar var fæddur þá
spurði hann mig hvort ég ætlaði ekki
að fara að koma með litla manninn í
heimsókn. Hann átti líka afa Jóa.
Ekki minnkaði stoltið og gleðin við
langafabörnin tvö sem hann hafði
yndi af. Afi Jói var mikill barnakall.
Fyrir þetta allt og miklu meira vil
ég þakka þér Jói minn nú þegar kom-
ið er að leiðarlokum. Ég er þess full-
viss að þú varst í rauninni ferðbúinn
og fórst sáttur.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Stína, Gunna Stína, Gunni
og afastrákarnir allir, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi minning-
in um góðan eiginmann, föður og afa
veita ykkur styrk.
Friðrika Baldvinsdóttir.
Leiðir okkar Jóa Gunn skárust
fyrst síðsumars 72. Hann á leið til
Þýskalands, ég að koma úr Hafnar-
firði. Þegar að var gáð reyndumst við
eiga margt annað sameiginlegt en
vera af Gunn ættinni. Báðir höfðu
verið til sjós, komnir í land, og lásu
Sjómannablaðið. Það sem skildi á
milli var að Jói batt sín inn og átti í
hillu en ég týndi mínum. Vegna þess-
arar reglusemi og ráðvendni var Jói
orðinn innanbúðarmaður hjá KÞ en
ég úti í kuldanum. Vegna búsetu á
sitthvoru landshorni hittumst við í
sumarfríum og gátum sagt hvor öðr-
um sjóferðarsögur og voru Jóa sögur
alltaf betri en mínar. Svo kunni hann
líka vegavinnusögur, best af þeim var
sagan af vegavinnuverkstjóranum
sem fór í sólbað og fór að dreyma svo
vel, hrökk upp við það að kálfur sem
átti leið um veginn hafði fundið
mömmu sína.
Sumarið ’84 bauð Jói mér í heim-
sókn á æskuheimili sitt í Flatey á
Skjálfanda. Séð eftirá virðist þessi
helgi hafa verið upphafið að endur-
landnámi margra þarna í eynni. Mál-
ið var bara að vönduð hús skemmast
ekkert að ráði við að standa auð í
nokkur ár, það þurfti einhvern til að
segja frá því, ég hafði verið valinn í
það hlutverk af fyrsta sögumanni.
Flateyingar fóru að fara út í ey og
fundu flestir húsin sín heil að mestu.
Líka samkomuhúsið, kirkjuna og
salthúsið. Nýja bryggjan var óslitin
eftir tæp tuttugu ár, bryggjunni sem
kláraðist þrem vikum eftir að þeir
þrjóskustu fluttu á fastalandið.
Alltaf fór maður ríkari heim er
maður hafði heimsótt Jóa. Fyrir tæp-
um 30 árum keypti ég af honum
þýska Grohe-galdrafeiti til að smyrja
með vatnskrana, sú er nú búinn að
lengja líf margra blöndunartækjanna
og er enn til.
Einhvern tímann ætlaði ég að
skoða eina Sjómannablaðabókina,
hún opnaðist eins og fyrir tilviljun á
grein um strand m.s. Eyfirðings,
fimmtíu ára vélarvana tréskips, sem
átti að sigla hlaðið brotajárni til Belg-
íu en fórst við Orkneyjar og áhöfnin
með. Var það tilviljun að bókin opn-
aðist þarna? Að lokum vil ég og mitt
fólk þakka þér og þínum góða sam-
fylgd í aldarþriðjung.
Gestur.
JÓHANN KRISTINN
GUNNARSSON