Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 52
52 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það var sorgarfregn
sem barst síðla kvölds
hinn 2. mars sl. er mér
var sagt að Hjálmur S.
Sigurðsson, fyrrver-
andi skrifstofustjóri Miðfells hf.,
væri látinn. Minningarnar hrönnuð-
ust upp í huga mér frá því á skrif-
stofu Miðfells um hásumar á blóma-
tíma fyrirtækisins, „Siggurnar“ á
skrifstofunni að störfum, þær Sigga
Jóhanns og Sigga Stefáns, og síðar
„Sigga hans Hjálms“.
Bókhaldsvélin gamla tifaði, síminn
hringdi, teleföx biðu, vinnuskýrslur
um allt og launaútreikningur í full-
um gangi, flest handvirkt í þá daga
og ólíku saman að jafna við nútíma-
tækni. Við og við birtist einhver
starfsmanna við skenkinn í erinda-
gjörðum, málið var afgreitt, slegið á
létta strengi og hláturinn ómaði um
allt áður en kvatt var. Hjálmur sat
sallarólegur í næstu skrifstofu, um-
vafinn möppum, pappírum og fylgi-
skjölum í bókhaldið. Endalaus verk-
efni lágu fyrir, ekki síst hjá Hjálmi,
sem bar mikla ábyrgð. Hann var
ungur, efnilegur viðskiptafræðingur,
kvæntur og faðir ungra barna,
glímukappi í fremstu röð og mikill
keppnismaður. Það þótti tíðindum
sæta að svo ungur maður væri ráð-
inn sem skrifstofustjóri Miðfells á
þeim tíma en strax varð ljóst að
Hjálmur var vandanum vaxinn enda
vel metinn af eigendum, starfsmönn-
um sem og viðskiptavinum fyrirtæk-
isins alla tíð. Hjálmur var nánast
eins og einn af fjölskyldu stjórnenda
Miðfells hf., þegar ekki náðist í þá
vegna tafa við framkvæmdir, óveður
geisaði, seinkun eða missir varð á
flugi. Ég man þá tíð að móðir mín
varð ávallt rólegri eftir að hafa
hringt upp á skrifstofu í Hjálm sem
sannfærði hana um að allt væri í fína
lagi og faðir minn eflaust á leiðinni
heim. Oftast var nú reynt að koma
skilaboðum í síma, gegnum talstöðv-
ar eða annað, en það var þó ekki á
tæknina að stóla eins og í dag og
HJÁLMUR
SIGURJÓN
SIGURÐSSON
✝ Hjálmur Sigur-jón Sigurðsson
fæddist í Reykjavík
17. ágúst 1949.
Hann lést á heimili
sínu 2. mars síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Bú-
staðakirkju 10.
mars.
maður undrast hrein-
lega þegar litið er til
baka þau þrekvirki
sem voru unnin á
þessum tíma af starfs-
mönnum Miðfells.
Það er svo margs
góðs að minnast frá
þessum árum sem
voru ævintýri líkust.
Hjálmur var þátttak-
andi af lífi og sál í
starfsemi fyrirtækis-
ins eins og allir aðrir
sannir Miðfellsmenn.
Uppbygging var mikil
og stórframkvæmdir víða um land
og oftar en ekki átti Miðfell hlut að
máli enda hafði fyrirtækið einstak-
lega góða starfsmenn sem unnu allir
eins og einn maður þegar mikið lá
við. Oft var glatt á hjalla inn á milli,
líf og fjör, árshátíðir, ferðalög og
fagnaðir þar sem glaðværðin og hlát-
urinn var aðalsmerki viðstaddra.
En því miður dró sorgarský fyrir
sólu Miðfells sem skinið hafði skært
um tíma, alvarleg áföll, dauðsföll og
heilsubrestur urðu á meðal eigenda,
róðurinn þyngdist og erfiðleikar
urðu í starfsemi fyrirtækisins sem að
lokum varð ekki bjargað. Hjálmur
var farinn til annarra starfa þegar
mest hallaði undan fæti í rekstrinum
en kom þó aftur til starfa um tíma.
Ekki er ólíklegt að meðal annars
þessi áföll hafi sett mark sitt á Hjálm
alla tíð síðan þar sem stór hluti af
hans lífi sem ungs manns var á þess-
um vettvangi, sem síðan fór forgörð-
um.
Síðastliðið vor komu fyrrverandi
starfsmenn Miðfells aftur saman eft-
ir langt hlé og áttu saman afar
ánægjulega kvöldstund þar sem m.a.
var tekin ákvörðum um að hittast
aftur að ári. Nokkru fyrir hófið talaði
ég við Hjálm í hinsta sinn, hann var
þá fyrir norðan og lét ágætlega af
sér, kvaðst þó síður reikna með að
geta komið til endurfundanna en bað
fyrir góðar kveðjur til allra. Það er
sárt að hugsa til þess að Hjálmur
muni ekki heldur verða með okkur
„gömlum Miðfellingum“ í vor eins og
vonir voru bundnar við. Lífið er
hverfult, fátt er dýrmætara en ætt-
ingjar, vinir og góðir samferðamenn.
Minningin um Hjálm lifir í huga okk-
ar allra sem honum kynntumst.
Votta syrgjendum öllum mína
dýpstu samúð.
Þórdís Leifsdóttir.
Enginn bjóst við að Hjálmur hyrfi
sjónum okkar með svo skjótum
hætti. Við hefðum mjög gjarnan vilj-
að hafa samverustundirnar fleiri og
ekki síður segja honum betur hver
gott starf hann væri að vinna og hefði
unnið.
Hjálmur hafði verið nokkuð sýni-
legur í samfélagi okkar hér á Skaga-
strönd um tíma. Hann kom til Skaga-
strandar til þess að sinna stöðu
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, jafn-
framt því að vera framkvæmdastjóri
UMF Fram. Í fyrstu komu hug-
myndir hans okkur undarlega fyrir
sjónir og eflaust höfum við og okkar
sjónarmið ekki verið minna undarleg
í hans augum. Lítil samfélög eins og
okkar geta nefnilega verið nokkuð
lokuð við fyrstu kynni og ekki síst ef
menn eru að reyna breyta hlutum.
En Hjálmur gafst ekki upp. Kynnin
urðu með tímanum góð, Hjálmur
kenndi okkur og við kenndum
Hjálmi. Breytingarnar urðu áþreif-
anlegar. Hann fann hjá okkur Evr-
ópumeistara í íþróttagrein sem við
höfðum ekki einu sinni heyrt talað
um. Eldri borgarar prufuðu leikfimi
og stunduðu reglubundið „ættfræ-
ðigrúsk“ undir stjórn hans. Þannig
var hann sífellt að leita nýrra leiða,
nýta einhverja möguleika. Meira líf
færðist smám saman í félags- og
íþróttalíf unga fólksins á Skaga-
strönd. Farið var í margar keppn-
isferðir og við fengum í heimsókn
marga góða gesti, allt fyrir tilstuðlan
og tengsl Hjálms innan íþróttahreyf-
ingarinnar. Fyrir allt þetta viljum við
þakka. Hjálmur opnaði fyrir okkur
margar dyr innan íþróttanna og við
öðluðumst nýja sýn á hvernig á að
standa að málum. Það eiga allir er-
indi, allir eiga að taka þátt. Þú átt
fyrst og fremst að keppa við sjálfan
þig en ekki aðra við að ná árangri.
Þannig var Hjálmur, sífellt að reyna
að kenna okkur og opna okkur nýja
sýn, draga okkur inn á rétta braut í
hugsun íþróttanna.
Hér á Skagaströnd er það ung-
dómurinn sem mest hefur misst.
Fyrir þeirra hönd vil ég þakka
ánægjuleg kynni og samverustundir.
Aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
F.h. UMF. Fram, Skagaströnd
Halldór G. Ólafsson.
Ég kynntist Hjálmi haustið 1996
þegar hann tók að þjálfa mig í glímu.
Hann tók mér fagnandi og kom alltaf
fram við mig eins og börnin sín. Þeg-
ar ég sagði við hann 1997 að mig
langaði að verða glímukóngur ákvað
hann að hjálpa mér að komast þang-
að. Mig óraði ekki fyrir hversu mikil
vinna væri þar fyrir höndum en það
vissi hann og 7 árum síðar náðum við
takmarkinu. Hann hafði trú á mér
þegar fáir aðrir höfðu það. Hjálmur
hélt mér við efnið öll þessi ár, jafnvel
þau ár sem ekkert virtist ganga.
Hjálmur hafði einstakan hæfileika
þegar kom að skilningi á glímu og
íþróttum. Ég á honum mikið að
þakka, greiða sem ég náði aldrei að
borga til baka. Daginn eftir að ég
varð glímukóngur tók Hjálmur mig
tali og sagði mér að nú væri ég út-
skrifaður úr hans námi, væri stúdent
en að allt háskólanámið væri eftir.
Hann gaf mér ómetanlega þekkingu
um glímu sem ég mun geta byggt á
það sem eftir er. Ég mun alltaf hugsa
til hans með mikilli hlýju og þakk-
læti.
Ég skal ekki ljóða í líking,
ljóst er málið eins og rós.
Burt með alla sálarsýking,
svo að kvikni meira ljós.
Meira afl og meiri spenning,
meiri æfing, fegurð, list!
Til að þróa þessa menning,
þá er glíman okkar fyrst.
Glíman, eins og á að glíma,
íþrótt sönn að hæfi manns,
snögg, í líking loftsins bríma,
létt og heit sem andi hans.
Glíman var á vegum mínum
von og gleði marga nótt;
blámann undan augum þínum
íslensk glíma rekur skjótt.
(Jón Þorsteinsson.)
Ég votta fjölskyldu Hjálms og
nánustu aðstandendum hans mína
fyllstu samúð.
Pétur Eyþórsson.
Verkefnin eru greinilega misstór
sem eru lögð fyrir okkur í lífinu.
Hjálm Sigurðsson er ég einfaldlega
ekki tilbúinn að kveðja svona fljótt,
en ekki er spurt að því hvenær tími
okkar er á enda eða hversu margar
stundir maður fær að njóta með góðu
fólki eins og Hjálmi Sigurðssyni. Ég
hef svo margt gott að segja um sam-
skipti okkar Hjálms í gegnum tíðina
og langar til að segja frá því að
Hjálmur var mér sem faðir, hann
leiddi mig í gegnum ótrúlegustu hluti
og alltaf gat maður leitað til hans
með margskonar hluti. Það sem við
áttum algjörlega sameiginlegt var
hvernig íslenska glíman ætti að vera
og hvað þyrfti til að vera góður
glímumaður. Ég hringdi í Hjálm
fyrripart síðustu viku og áttum við
gott spjall og að sjálfsögðu töluðum
við um glímu og hvernig maður ætti
að bera sig að ef maður færi til
keppni á ný, svarið var einfalt hjá
Hjálmi, gefðu þér góðan tíma og
þjálfaðu þig vel, hann mælti ekki með
að maður færi í Íslandsglímuna í ár
heldur á næsta ári til að geta verið
glímunni til sóma, mæta vel þjálfaður
og hafa fullt vald á því sem ætti að
fara fram á vellinum. Hjálmur
kenndi glímu af list og þekkti íþrótt-
ina út og inn. Okkar samstarf var
einstakt hvað glímu varðar og vil ég
þakka honum fyrir þann tíma sem
hann eyddi með mér í gegnum tíðina
og okkar árangri sem við náðum
saman í glímu. Það er mér mikill
heiður að hafa fengið að kynnast
Hjálmi og starfa svona lengi með
honum, maður sér nú hverskonar
maður var á ferð og ætla ég að halda
minningu hans á lofti meðan ég lifi.
Hjálmur kenndi mér meira,
Hjálmur var góður fjölskyldumaður
frá mínum bæjardyrum séð og talaði
alltaf fallega um fjölskylduna sína og
bar mikla virðingu fyrir henni.
Hjálmur var góð fyrirmynd og þótti
mér og þykir ofboðslega vænt um
hann, hann var prinsipp maður og
maður orða sinna. Hans verður sárt
saknað. Hjálmur var góður maður,
takk fyrir mig.
Ég vil senda fjölskyldu hans
Hjálms allan minn stuðning og styrk
til að komast í gegnum þennan mikla
missi sem þau hafa orðið fyrir.
Ingibergur Sigurðsson.
Hjálmur, mig langar til að fá að
kveðja þig og þakka þér um leið fyrir
okkar samverustundir. Þakka þér
fyrir glímukennsluna.
Þakka þér fyrir rjúpna- og gæsa-
túrana.
Þakka þér fyrir að kenna mér að
reyta og svíða gæsir.
Þakka þér fyrir allar skattaskýrsl-
urnar.
Þú ert góður maður og átt allt gott
skilið fyrir það sem þú hefur gert.
Þú verður alltaf þekktur fyrir að
glíma drengilega við andstæðinga
þína jafnt inni á velli sem utan.
Sigurður S. Nikulásson.
Vinur minn Hjálmur er búinn að
vera partur af mínu lífi frá því við
byrjuðum í barnaskóla. Hann var
alltaf sá sterki og rólegi; það var eng-
in hætta á stríðni ef Hjálmur var
nærri.
Hjálmur las á barnaskólaárunum
flestar Íslendingasögurnar og hann
minnti mann oft á hetju úr þeim.
Hann var mikið í íþróttum og náði
lengst í glímu. Hann varð t.d. glímu-
kóngur Íslands 1974. Pabba heitnum
fannst Hjálmur allaf bera af í prúð-
mennsku þegar hann glímdi, var
beinn og bolaðist ekki. Á vef Glímu-
sambandsins má líka lesa: „Hjálmur
glímdi manna drengilegast og best
en hirti minna um sigur“.
Snemma kynntumst við skáta-
hreyfingunni og vorum saman í
flokki. Seinna var skátasveitin
Herkúles stofnuð með öðrum skátum
úr Sturlungadeild. Hjálmur var þar
einn af máttarstólpunum og setti
sinn svip á starfið. Jafnvel þótt við
höfum verið frekar baldnir, þá hefur
fyrirmynd Hjálms e.t.v. haft þau
áhrif á hópinn að farið var á „manna-
siðanámskeið“.
Það var ósjaldan að ég heimsótti
Hjálm og Siggu í Austurbergið og við
eyddum heilu kvöldunum við að spila
„manna“. Aldrei fann ég annað en ég
væri velkominn enda þótt ég kæmi
nokkuð oft.
Á skátaárunum fórum við Hjálmur
að spila bridge, sem varð seinna að
vikulegum fundum með öðrum
æskuvinum úr Bústaðahverfinu. Við
höfðum varla misst úr skipti í ein 35
ár þegar Hjálmur hélt til starfa á
Skagaströnd haustið 2004. Eftir það
lá spilamennskan niðri nema þegar
Hjálmur kom. Við höfðum ætlað að
fá einhvern í staðinn fyrir Hjálm en
okkur fannst, þegar á reyndi, að eng-
inn annar kæmi til greina. Hjálmur
var sama prúðmennið við spilaborðið
sem annars staðar; við hinir gátum
átt það til að missa stjórn á okkur en
ekki hann. Hjálmur stóð hins vegar
fast á sínu og við fórum ekkert með
hann.
Það er gott að hafa átt Hjálm að
vini, enda þótt hann hafi ekki, frekar
en hetjurnar forðum, borið tilfinn-
ingar sínar á torg.
Hjálms verður sárt saknað og eng-
inn kemur í hans stað.
Ég votta Siggu, börnum hans og
öðrum aðstandendum innilega hlut-
tekningu.
Sigurður Guðjóns.
Fyrstu kynni okkar Hjálms voru á
glímuæfingu fyrir 34 árum þar sem
við glímdum saman eina kvöldstund.
Ég var byrjandi en hann var þá og
lengi síðan einn af fremstu glímu-
mönnum landsins. Slíkan fimleik og
jafnvægi sem hann sýndi hafði ég
hvergi fundið áður. Þá áttaði ég mig í
fyrsta sinn á því að sé glíman rétt
leikin er hún list. Brögð hans og tök
voru öðruvísi og yfir þeim sérstakur
glæsileiki sem mér hefur aldrei síðan
liðið úr minni.
Hjálmur var listamaður sem
glímumaður og þjálfari og að öllum
öðrum ólöstuðum var hann sá maður
á Íslandi sem ég tel hafa haft mestan
skilning á eðli glímunnar og kunnað
hana til hlítar. Hjálmur vann til
æðstu verðlauna glímunnar en hann
var þannig gerður að honum var
meira virði að glíma vel en að sigra.
Hjálmur átti sér þá hugsjón að all-
ir iðkendur glímunnar glímdu vel og
drengilega í sátt og samlyndi. Hann
þjálfaði glímumenn Umf. Víkverja í
15 ár með frábærum árangri og lagði
áherslu á léttleika, tækni og dreng-
skap en var á móti níði og krafta-
glímu. Fyrir þessu barðist hann.
Honum líkaði ekki að sjá til glímu-
manna sem sóttust eftir sigri á
kostnað góðrar glímu. Vonbrigði
hans á seinni árum yfir áhugaleysi
forráðamanna á gæðum glímunnar
urðu til þess að hann hætti afskiptum
af glímu.
Hjálmur starfaði næstum tvo ára-
tugi í stjórn GLÍ og þar áttum við
mikið og gott samstarf. Hann skipu-
lagði fjölda utanlandsferða fyrir
glímumenn og var fararstjóri í mörg-
um þeirra. Hann stjórnaði glímusýn-
ingum heima og erlendis af röggsemi
og fjölmennust var sýning 145 glímu-
manna við opnun Smáþjóðaleika
1997. Hjálmur hafði ákveðnar skoð-
anir á hlutunum en hafði lag á því að
sætta ólík sjónarmið og sá oft lengra
en við hinir hvað betur mætti fara.
Hann var lengi kjölfestan í starfi
GLÍ og framtak hans við að afla
glímunni viðurkenningar og fjár á
íþróttaþingi 1988 tryggði tilveru
hennar til þessa dags.
Með Hjálmi Sigurðssyni er góður
maður genginn. Ótímabært andlát
hans er harmsefni okkur vinum hans
og ég sendi öllum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Jón M. Ívarsson.
Í síðustu viku hringdi ég til Hjálms
að vanda en fékk ekkert svar. Þess í
stað hringdi Pétur Yngvason vinur
okkar og sagði mér andlátsfregn
Hjálms.
Ég hitti Hjálm Sigurðsson fyrst á
Landsflokkaglímu 1967 í Háloga-
landi en þar kepptum við báðir í ung-
lingaflokki, enda jafnaldrar. Fljót-
lega tókust með okkur kynni og síðar
góð vinátta. Hann var fæddur
íþróttamaður og hefði getað verið í
fremstu röð í hvaða grein sem var en
glíman var hans íþrótt. Eftir sjón-
varpsmót á árum áður heyrði maður
oft fólk dást að þessum Hjálmi sem
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta