Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elín SigríðurGústafsdóttir fæddist á Horna- firði 2. júní 1936. Hún lést á lungna- deild Landspítalans í Landakoti 2. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gústaf B. Gíslason frá Papey, f. 5. júlí 1904, d. 10.febrúar 1993, og Þórlaug Bjarnadóttir frá Hraunkoti í Lóni, f. 28. september 1906, d. 22. mars 1960. Systkini Elínar voru Þorvarður, f. 1935, Sigrún, f. 1934, d. 2004, Margrét, f. 1943 og Auður, f. 1946. Hinn 26. desember 1963 giftist Elín Svavari Björgvinssyni, f. 13. ágúst 1931. Foreldrar hans voru Dagmar Snjólfsdóttir frá Vetur- húsum í Hamarsdal, f. 21. maí 1907, d. 6. febrúar 1994, og Björgvin Björnsson frá Djúpa- vogi, f. 4. apríl 1904, d. 23. október 1993. Dætur Elínar og Svavars eru: 1) Sigrún Elín, f. 15.febrúar 1956, maki Jón Arilíus Ingólfsson, f. 12. júlí 1954. Barn: Nökkvi Fannar. 2) Svava Hugrún, f. 11. apríl 1957, maki Sigursteinn Stein- þórsson, f. 29. mars 1954. Börn: Heið- björt og Svavar. 3) Gústa Þórlaug, f. 24. september 1960, maki Stefán Guðmundsson, f. 18. febrúar 1957. Börn: Þröstur Leó og Elín Eik. Einnig ólu þau upp dótturson sinn Nökkva Fann- ar, f. 25. nóvember 1974. Barna- börnin eru tvö, Kolbeinn Þór og Urður Elín. Útför Elínar verður gerð frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Nú er komið að skilnaðarstundu hjá okkur í bili. Það var mikið á þig lagt í þínum erfiðu og löngu veikindum en nú er þeim lokið og þú hefur fengið hvíld- ina sem ég held að þú hafir verið farin að þrá. Þegar ég kom og kvaddi þig í hinsta sinn, var friður og ró yfir þér. Þegar ég horfði á þig og hélt í höndina þína í hinsta skipti sá ég að nú varst þú komin á betri stað. Ég sit hér á fallegum vetrardegi og sólin skín inn um gluggann og hugurinn reikar aftur í tímann. Ég hugsa að ef þú værir hér núna mundir þú segja að það væri nú ekkert vit í að nota ekki góða veðrið í að gera eitthvað því aldrei gastu iðjulaus verið. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, það var allt gert af krafti og alúð. Nú síð- ustu árin skildi ég ekki hvaðan þú hafðir þennan kraft og lífsvilja, sennilega var það Papeyjarþrjósk- an. Það komu frá þér mörg lista- verkin þegar þú varst að sauma, t.d. fallegir blúndukjólar á okkur systurnar og fleira. Ég man að ég var 13 ára þegar ég fékk fyrstu „búðarfötin“ eins og sagt var. Heimilið okkar var fallegt, þú varst húsmóðir af lífi og sál og allt- af var veisluborð hjá þér og enginn fór svangur í burtu. Þú teiknaðir fallegar myndir, sérstaklega man ég eftir fuglamyndunum þínum en þú dáðir alla fugla. Mörg ævintýrin sagðir þú í gegnum myndir þínar og þú sagðir einnig sögur af fólkinu í Papey og Höfn sem þér þótti svo vænt um. Þetta er mér dýrmæt minning. Þú klæddir okkur alltaf upp á sunnudögum þegar við vorum litlar, í fína kjóla og hvíta hanska. Oft var ég óstýrilát og uppátækja- söm í æsku og reyndist stundum þrautin þyngri að láta mig tolla í fötunum og í a.m.k. eitt skipti kom ég nakin heim og fötin horfin. Þau fundust seinna falin í heysátu á túninu. Mamma, einu skal ég lofa þér, að nakin hleyp ég ekki um lengur. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Ég votta pabba samúð mína. Svavar minn biður að heilsa ömmu sinni og saknar hennar. Minning þín lifir með afkomendum þínum. Megir þú hvíla í friði. Þín dóttir Hugrún. Nú hefir lífs þín sól í æginn sigið oss setur hljóð og klökkvi döggvar brár, en andi þinn til æðri heima stigið með öllu frjáls og laus við mannleg sár. (Ingibj. Sumarliðad.) Elsku mamma. Þá er þessari löngu þrautagöngu þinni lokið. Þú sýndir ótrúlegt æðruleysi í þessum veikindum þínum öll þessi ár og aldrei var kvartað. „Það eiga svo margir bágt og eru svo miklu veik- ari en ég,“ sagðir þú alltaf. Það varst þú sem stappaðir í okk- ur stálinu en ekki öfugt þegar vonir um bata eða lækningu brustu. Þú varst meira en mamma, þú varst góð vinkona, klettur í hafinu, sem gott var að leita til og vera hjá. Takk, elsku mamma, fyrir allt sem þú hefur gert og verið fyrir okkur. Oss vantar orð að þakka samfylgd þína og það sem okkur varstu fyrr og síð. En góður guð þér lætur ljós sitt skína og launar þér við sælukjörin blíð. (Ingibj. Sumarliðad.) Kveðja Sigrún og Gústa. Það er mér bæði ljúft og skylt að rita kveðju til hennar Ellu tengda- móður minnar sem nú er búin að fá hvíldina eftir langvarandi og erfið veikindi. Það er margt sem leitar upp í hugann þegar maður lítur yfir farinn veg og margt sem setur þessa konu á sérstakan stall. Ella var einstök kona og sterkur per- sónuleiki sem sýndi sig vel í veik- indum hennar. Alveg fram undir það síðasta tókst henni alltaf að snúa allri athygli frá sínu ástandi og vanlíðan í mannbætandi sam- skipti þar sem húmorinn var ekki langt undan. Það hefur áður þótt viðeigandi í rituðu máli að líkja persónum við „stórveldi“ til marks um skörung- skap þeirra og leitar þetta orð fast upp í huga minn þegar ég hugsa um Ellu. Rausnarskapur, sanngirni, dugnaður, sköpunarhæfni, hand- lagni, áræði, húmor og snyrti- mennska voru hennar manngildi sem ekki verða af henni tekin. Hún var mikill mannþekkjari og ótrú- legt hvað hún tók vel eftir litlu at- riðunum í fari annarra. Fyrir mér var þetta ákveðin snilligáfa. Ella kunni að koma orðum að hlutunum og var mjög hreinskilin. Hún hikaði ekki við að koma meiningu sinni beint til viðeigandi aðila og var ekki að fara í kringum hlutina þótt það væri oft auðveldasta leiðin. Þetta eru mannkostir sem því miður eru oft vanmetnir. Elsku Ella, það er ljóst að nær- veru þinnar verður sárt saknað en það væri eigingirni að vilja eiga þig enn að við óbreyttar aðstæður. Minning þín mun lifa áfram og ég er mjög þakklátur fyrir hana. Elsku Svavar, Sigrún, Hugrún, Gústa og Nökkvi, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Jón Arilíus Ingólfsson. Elsku amma, nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir lengi. Þrátt fyrir að ég viti að þér líði betur þar sem þú ert núna þá er svo erfitt að horfa á eftir þér. Ég efast um að ég eigi eftir að kynnast konu eins og þér aftur. Þú varst einstök. Glaðlyndi, þolinmæði, þrautseigja og kraftur eru orð sem mér finnst lýsa þér vel. Þú varst fyrirmyndar húsmóðir, móðir og amma. En umfram allt varstu traust og góð vinkona sem alltaf var hægt að leita til. Takk fyrir allt, elsku amma. Ó, hve heitt ég unni þér – allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðm.) Heiðbjört. ELÍN SIGRÍÐUR GÚSTAFSDÓTTIR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Halldór Guð-mundsson fædd- ist á Kleifum á Sel- strönd í Stranda- sýslu 20. maí 1935. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 26. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jóhannsson, f. 17. júní 1903, d. 26. október 1977, frá Kleifum á Selströnd, og Ingimunda Gestsdóttir, f. 23. júlí 1904, d. 13. júlí 1998, frá Hafn- arhólmi á Selströnd. Systkini Hall- dórs eru þau Jóhann Guðmunds- son, f. 4. janúar 1929, Ingimundur Guðmundsson, f. 17. ágúst 1930, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 13. nóvember 1946, d. 22. desember 1995. Halldór ólst upp á Kleifum til átta ára aldurs, en þá flutti hann með fjölskyldu sinni til Hólmavík- ur og bjó þar til 13 ára aldurs. Hall- dór lærði til rafvélavirkjunar hjá Jóhanni Rönning hf. og tók sveins- próf þaðan 1958 og fékk réttindi rafvirkja um leið. Halldór starfaði hjá Rönning hf. og Ljósvirkja hf. um stutt skeið eða þar til hann fékk meistarabréf sitt, en varð þaðan í frá rafvirkjameistari Pósts og síma allt til starfsloka. Hinn 29. júní 1957 kvænist Halldór Sól- eyju Gunnvöru Tóm- asdóttur, f. 6. mars 1935 frá Reykjavík. Halldór og Sóley bjuggu fyrstu ár sín á Hlíðavegi og síðar Háaleitisbraut, en flest ár sín bjuggu þau á Víkurbakka í Breiðholti, þótt þau hafi flutt á síðari ár- um á Selfoss. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Þórunn Elín, f. 23. apríl 1957, maki Finnbogi Birgisson, f. 1955, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Hrafnhildur, f. 19. júlí 1958, á hún eina dóttur af fyrra hjónabandi og tvö barnabörn, maki Hersir Freyr Albertsson, f. 1961, og eiga þau tvær dætur. 3) Þorbjörg Hjaltalín, f. 5. apríl 1960, maki Jón Lúðvíksson, f. 1957, og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn, en eitt barna þeirra lést á fjórða aldursári. 4) Halldór, f. 21. júní 1965, maki Jóhanna Hákonar- dóttir, f. 1966, og eiga þau tvær dætur. Útför Halldórs verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku afi. Það var alltaf svo gaman á Selfossi, við fórum að labba út á róló og hjóla. Einu sinni hjóluðum við alla leið niður í Byko og til baka, það var sko gaman, en amma var svo hrædd um að hún væri búin að týna okkur og kom að sækja okkur. Þegar hjólið var bilað þá fórst þú að laga það. Afi, þú spurðir alltaf: „Hver á þig?“ Við söknum þín, afi, og þú átt okk- ur. Þínar „vinnukonur“ Aníta og Katrín. Samstarfsfélagi okkar til margra ára Halldór Guðmundsson rafvirkja- meistari, eða Dóri raf eins og hann var oft kallaður, er nú fallinn frá. Halldór hóf að vinna að verkefnum fyrir Póst- og símamálastofnun upp úr 1960, fyrst sem starfsmaður Rönn- ing, svo sem starfsmaður Ljósvirkj- ans allt fram til ársins 1974 er hann tók við starfi deildarstjóra Rafmagns- verkstæðis Póst- og símamálastofn- unar. Verkstæðið hafði aðsetur að Jörfa við Vesturlandsveg allan þann tíma sem Halldór veitti því forstöðu. Starfsmenn verkstæðisins voru í upp- hafi fjórir en flestir urðu starfsmenn verkstæðisins tíu þegar mest var um að vera. Verkefni Halldórs lutu að öllum þáttum afldreifimála um allt land. Þar má nefna samskipti við veitur og hönnuði, umsjón og eftirlit með raf- dreifikerfum, öryggiskerfum og vara- rafstöðvum auk ráðgjafar, svo eitt- hvað sé nefnt. Við skipingu Pósts og síma hf. í byrjun árs 1998 varð Halldór starfs- maður Símans og starfaði þar uns hann lét af störfum 31. desember 2001. Halldór var traustur, heiðarlegur, ráðagóður og gott til hans að leita. Hann var góður stjórnandi og einkar vinsæll meðal sinna samstarfsmanna. Dóri var léttur í lund, hafði góðan húmor, og sá ævinlega ljósu hliðarnar á málum. Þær eru t.d. skemmtilegar ferðasögurnar sem lifa eftir vinnu- ferðir að Brú í Hrútafirði þar sem Síminn átti vatnsaflsstöð. Við fyrrverandi samstarfsmenn Halldórs sendum eiginkonu hans, Sóleyju, og fjölskyldunni allri innileg- ar samúðarkveðjur. F.h. fyrrverandi samstarfsmanna hjá Símanum, Gunnar Þórólfsson, Valdimar Jónsson, Broddi Þorsteinsson. Þau ár sem ég hafði með höndum afgreiðslu heimtauga hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur átti ég þess kost að kynnast flestum rafverktökum á okk- ar svæði. Reyndar hafði ég lítillega áður haft samband við Halldór hjá símanum meðan ég vann hjá þeirri stofnun um árin og þekkti vel að þar fór maður vandaður sem mátti í flestu treysta á. Þessu annars mjög erfiða starfi raf- verktaka, lá hins vegar ekki við að all- ir þeir sem tóku að sér gætu valdið, þar má vera fyrir vandaður, starfsam- ur og fyrst og fremst agaður maður sem alla hluti passar vandlega. Hins vegar voru og eru þeir fjöl- margir sem fóru og fara af stað í þessu en aldrei þess að vænta að þeir komist fram úr því sem til þarf. Alla þá kosti sem til var ætlast virt- ist Halldór Guðmundsson hafa til að bera og aldrei mér vitanlega komu upp þau mál sem tengdust hans störf- um sem ekki reyndust auðleyst og mátti næstum segja að kæmu aldrei nein. Við vorum alloft búnir að kastast á um ýmsa þætti mála, allt frá því að ég þurfti einhvers við meðan ég var fyrir vestan að einhver af yfirmönnum okkar benti mér á að þarna væri sá sem við gætum stólað á ef eitthvers þyrfti með. Og síðan allan tímann hjá RR að við áttumst oft við og þóttumst stundum í stríðni eiga eitthvað hvor á annan, sem allt að sjálfsögðu leystist strax. Og Halldór var svo góður prívat- maður, það var einhvern veginn svo gott og indælt í öllu hans fari, hvenær sem maður rakst á hann í daglegu amstri og seinast fyrir ekki löngu hér í Mjóddinni, alltaf jafn hress og vina- legur. Minning hans lifir með okkur sem enn hjörum. Afkomendum er vottuð samúð við fráfall hans. Helgi Ormsson. „Sælir eru hógværir, þeir munu landið erfa.“ Félagsstarf aldraðra er með fjöl- breyttu móti á hverjum stað. Fyrir tveimur árum hófust æfingar fyrir eldri borgara á Selfossi í leikjum, liðk- andi æfingum og hreyfingu innan- húss. Strax á fyrsta degi barst okkur góður liðsmaður, leiðtogi sem hafði kynnst þeirri heilsueflingu sem þess- ar æfingar og iðkun gætu veitt fólki á þessum aldri. Halldór kom inn í hóp- inn og veitti honum leiðsögn og ljúf- mannlega forystu. Á næstsíðustu æfingu okkar í febr- úar kom hann með æfingaseðilinn og bað okkur að halda áfram þótt hann treysti sér ekki til að fylgja okkur eft- ir. Með stóískri ró og hugljúfu fasi kvaddi hann hópinn sinn. Reyndar höfðu örlögin áður borið hann fram á fremstu nöf lífshlaupsins. Það gerðist nokkru eftir að við hófum æfingar saman. Hann jafnaði sig vel eftir það atvik. Samt fann hann að næsta til- kynning um brottfarartíma gæti komið með stuttum fyrirvara. Hið óumflýjanlega en oft á tíðum óvænta útkall til æðri stiga ræddum við Halldór okkar á milli. Viðbúnaður og viðbrögð manna eru misjöfn. Hann hafði undirbúið sig til þess- arar æðstu stigtöku og lagt til hliðar það stiggjald sem við öll þurfum að greiða. Hæverska og hlýleiki einkenndi allt hans fas. Síðasta sprettinn með keflið að lokamarki í boðhlaupi lífsins flutti hann æðrulaust og beið þolin- móður þeirrar umbreytingar sem blasti við honum. Við liðsfólk hans úr leikæfingunum þökkum samveruna, alúðina og hlýjuna sem hann veitti okkur til síð- ustu stundar. Innilegar samúðarkveðjur færum við fjölskyldu hans. Blessuð sé hans minning. Hjörtur Þórarinsson. HALLDÓR GUÐMUNDSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.