Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 62
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG Á ALVEG
FRÁBÆRA
VEKJARAKLUKKU
HÚN HEFUR VIT Á ÞVÍ AÐ VEKJA
MIG EKKI SNEMMA
GRETTIR, VEKJARAKLUKKAN ÞÍN ER
AÐ BORÐA MORGUNMATINN ÞINN
NÚ
VERÐ
ÉG AÐ
FARA
„AND-
VARP“
BEST
AÐ
KLÆÐA
SIG
ÞEGAR MAÐUR
KEMUR FYRIR ÆÐSTA
HUND ÞÁ KLÆÐIST
MAÐUR ÁVALLT SVÖRTU
PABBI, HVÍ
ERTU EKKI Í
VINNUNNI?
ÉG TÓK
MÉR FRÍ
PABBI MÁ ÉG
AÐEINS FÁ
SMÁAUG-
LÝSINGARNAR?
ÞEGAR
ÉG ER
BÚINN
MEÐ
ÞÆR
GETURÐU
EKKI LESIÐ
EITTHVAÐ
ANNAÐ Í
STAÐINN?
„NÝR PABBI
ÓSKAST. EIN-
HVER SEM
FERÐAST OFT
OG ER VEL
UNDIRBÚINN.
HAFIÐ
SAMBAND
VIÐ KALVIN Á
SKRIF-
STOFUTÍMA“
ÉG VEIT AÐ HRÓLFUR ER EKKI
MIKIÐ FYRIR AÐ MÁTA FÖT, EN
HANN HEFUR VERIÐ MJÖG
ÞOLINMÓÐUR. ÞETTA ER 27. FLÍKIN
SEM ÞÚ LÆTUR HANN MÁTA
HANN ER SAMT
BÚINN AÐ VERA
FURÐU LENGI INNI Í
MÁTUNARKLEFANUM
ER EINHVER ÖNNUR LEIÐ ÚT
ÚR ÞESSUM MÁTUNARKLEFA?
MAMMA SAGÐIST
HAFA HENT HELLING
AF VAFASÖMUM
RUSLPÓSTI Í
KÖRFUNA
RÓLEGUR,
TARANTÚLA...
...FILMAN
ER BÚIN
EN, ÉG NÁÐI
NOKKRUM MJÖG
GÓÐUM MYNDUM
ÞÚ ERT HÁLFTÍMA
OF SEINN
JÁ, SONUR MINN
MISSTI AF
VAGNINUM
AFTUR! JÁ, KRAKKAR
GETA STUNDUM
VERIÐ SVO
ERFIÐIR
ÉG HÉLT AÐ
KONUR ÆTTU
AÐ SJÁ UM
BÖRNIN
ÉG ER EKKI
HISSA Á ÞVÍ AÐ
ÞÚ SÉRT
EINHLEYPUR
Dagbók
Í dag er laugardagur 11. mars, 70. dagur ársins 2006
Þar sem Víkverji satá einu af kaffi-
húsum bæjarins seint
um kvöld sá hann konu
aka innkaupavagni á
undan sér og stað-
næmast við ruslafötu
fyrir utan kaffihús-
gluggann. Klædd í
skítug og slitin fötin,
með andlit sem bar
vott um erfiða ævi, tók
hún til við að tína upp
úr ruslafötunni hverja
gosdósina og plast-
flöskuna á fætur ann-
arri og setja í poka
sem hún hafði með-
ferðis í kerrunni.
Víkverja varð hugsað til þess
hversu margir stunda þessa iðju í
Reykjavík, og leiddi hugann að því
hvað flestir þeirra fara á kreik í skjóli
nætur þegar við hin erum flest farin
að sofa (og þeir sem vakandi eru sjá
allt í móðu og skilja eftir sig umbúð-
irnar utan af gleði næturinnar á víð
og dreif, fyrir konuna með kerruna
að safna saman).
x x x
Víkverji fór að reikna, og veltavöngum: Það er varla mikinn
pening upp úr þessu að hafa. Ekki
hátt verð sem fæst fyrir
hverja flösku.
Þá myndi þetta fólk
líklega hafa meira upp úr
því að betla, og verður
hver að meta fyrir sjálf-
an sig hverju fylgir meiri
niðurlæging: að róta í
ruslatunnum eða biðja
um ölmusu.
Persónulega þykir
Víkverja verra hlutskipti
að reka höndina ofan í
annarra manna sorp, og
fálma þar eftir flöskum.
Kannski væri það hollt
fyrir samfélagið ef þetta
fólk tæki upp á því að
betla. Kannski að gripið yrði til rót-
tækari aðgerða í velferðarmálum ef
við innganga verslunarmiðstöðvanna
stæðu vesalingar samfélagsins og
bæðu þar um stuðning hinna, sem
koma akandi á jeppunum.
Þá yrði vandi þessa fólks þó kom-
inn í dagsljósið, í stað þess að vera
falinn í nóttinni.
Víkverja grunar að það myndi
gera okkur hinum gott að vera á það
minnt, sem við hendumst í kringlur,
lindir og torg, í hjörðum á eitt alls-
herjar neyslufyllirí, að fyrir utan
standa hinir sem lífið hefur farið illa
með.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Vínarborg | Bandaríski leikarinn John Malkovich tekur sér stöðu fyrir fram-
an myndina „Dauðinn og lífið“ eftir austurríska listamanninn Gustav Klimt í
Leopold-safni Vínarborgar. Tilefnið er heimsókn hans á heimaslóðir lista-
mannsins þar sem hann er að kynna nýja kvikmynd byggða á lífi hans eftir
leikstjórann Raoul Ruiz. Sjálfur leikur Malkovich Gustav Klimt.
Reuters
Kvikmynd um Klimt
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í
mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef
sagt yður. (Jóh. 14, 26.)