Morgunblaðið - 11.03.2006, Side 65
Askja - náttúrufræðahús HÍ | Fulltrúa-
fundur skógræktarfélaganna verður kl. 10–
12 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Ís-
lands, sal N-132. Inngangur gegnt Norræna
húsinu. Opin ráðstefna, Skógar í þágu lýð-
heilsu, hefst í framhaldinu kl. 13 á sama
stað.
Bókasafn Kópavogs | Félagar úr Ásatrúar-
félaginu verða með erindi um ásatrú í
Bókasafni Kópavogs, einnig fyrirspurnir og
umræður. Fer fram 15. mars kl. 17.15–18.15.
Þetta er hluti erindaraðar um trúarbrögð.
Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.
Félag bókagerðarmanna | Aðalfundur AFS
verður haldin að Hverfisgötu 21 kl. 13. „For-
skot til framtíðar“ er heiti málþingsins sem
hefst kl. 14.30. Gestur fundarins verður
m.a. Tachi Cazal, forseti alþjóðasamtaka
AFS.
Kvenfélag Breiðholts | Kvenfélagið heldur
félagsfund 14. mars kl. 20 í safnaðarheimili
Breiðholtskirkju (gengið inn um suðurdyr).
Umræðuefni: Samskipti ólíkra menningar-
heima. Kaffiveitingar.
Maður lifandi | Þorvaldur Þorsteinsson
heldur fyrirlestur fyrir alla sem halda að
þeir séu eitthvað. Hann fjallar um þá hug-
myndakreppu sem einkennir menntun okk-
ar og veltir fyrir sér hvort við séum ef til vill
að misskilja hlutverk okkar í lífinu. Fyrirlest-
urinn fer fram 14. mars kl. 18–19.
Oddi - félagsvísindahús HÍ | Dr. Michael
Rubin, fræðimaður við American Enterpr-
ise Institute og ritstjóri Middle East Quar-
terly, ræðir stefnu Bandaríkjastjórnar í Mið-
Austurlöndum á vegum Alþjóðamálastofn-
unar Háskóla Íslands á opnum fyrirlestri 13.
mars kl. 12.15 í stofu 101 í Odda í HÍ.
ReykjavíkurAkademían | Hallfríður Þór-
arinsdóttir heldur fyrirlestur kl. 12–14: Er
rými í þjóðarsálinni fyrir fólk sem talar ís-
lensku með hreim? Í hverju felst íslenskt
þjóðerni? Geta innflytjendur orðið alvöru
Íslendingar? Er íslenskukennslu fyrir inn-
flytjendur nægjanlega sinnt?
Salur FÍ | Ferðafélag Íslands og umhverfis-
og náttúrverndarsamtök landsins halda
ráðstefnu til að heiðurs Hjörleifi Guttorms-
syni sem nýlega varð sjötugur. Þar verður
fjallað um óbyggðir Íslands, alþjóðlegt sam-
starf og náttúruvernd á Norðurskautinu.
Ráðstefnan verður 25. mars kl. 13–17.
Styrkur | Fundur í Skógarhlíð 8 þann 14.
mars kl. 20. Dagskrá: Reykingar og lungna-
krabbamein. Sigríður Ólína Haraldsdóttir
lungnalæknir ræðir um reykingar og Halla
Skúladóttir krabbameinslæknir ræðir um
lungnakrabbamein. Kaffi.
Fréttir og tilkynningar
Ferðafélagið Útivist | Jeppaferð á Eyja-
fjallajökul – Mýrdalsjökul verður 11.–12.
mars, brottför frá Hvolsvelli kl. 10. Þátttaka
er háð samþykki fararstjóra. VHF-talstöð
er skilyrði í allar vetrarferðir. Félagsmenn
geta fengið Útivistarrásina. Einnig er hægt
að leigja talstöðvar á skrifstofunni.
GA-fundir| Er spilafíkn að hrjá þig eða þína
aðstandendur? Hægt er að hringja í GA-
samtökin (Gamblers Anonymous) í síma
698 3888.
Samtök sykursjúkra | Samtök sykursjúkra
halda fræðslufund fyrir sykursjúka og að-
standendur þeirra kl. 14 í fundarsal Heil-
brigðisstofnunar Austurlands (HSA), Laug-
arási 17, Egilsstöðum. Gengið inn hjá
sjúkraþjálfun. Allir velkomnir.
Frístundir og námskeið
Mímir - símenntun ehf. | Námskeið um
Kenýa í samvinnu Mímis og Úrvals-Útsýnar
verður haldið 15. og 22. mars kl. 20–22. Á
námskeiðinu verður fjallað um menningu,
sögu og dýralíf Kenýa. Umsjón með nám-
skeiðinu hafa Elín Þorgeirsdóttir og Borgar
Þorsteinsson. Skráning í s. 580 1800 eða á
www.mimir.is.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 65
MENNING
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Bergmál líknar- og vinafélag | Berg-
mál verður með opið hús í Blindra-
heimilinu Hamrahlíð 17, 2. hæð, 12.
mars kl. 16. Gestir koma í heimsókn,
m.a. sr. Sigfús B. Ingvason og Bar-
dukha. Sigmundur Júlíusson leikur
undir fjöldasöng. Matur að hætti
Bergmáls, veislustjóri verður Kolbrún
Karlsdóttir. Tilkynna þarf þátttöku
hjá eftirtöldum: Karl Vignir s.
552 1567, 864 4070 og Hólmfríður
862 8487.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Snúður og Snælda sýnir leikritið
„Glæpi og góðverk“ í Iðnó 12. mars kl.
14. Miðapantanir í Iðnó s. 572 9700.
Einnig eru seldir miðar við inngang-
inn. Með þessari leiksýningu hefst af-
mælisvika Félags eldri borgara í
Reykjavík. Dansleikur sunnudags-
kvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Gönguhópur byrjar í dag, lagt af stað
frá Kirkjuhvolskjallaranum kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Opnar list-
sýningar Judithar Júlíusd. og Sigrún-
ar Björgvins, listakonurnar kl. 13–16.
Strætó S4, 12 og 17 stansa við
Gerðuberg.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans
verður í Ásgarði Stangarhyl 4. Spila-
mennskan hefst kl. 20. Kiddi Bjarna
leikur fyrir dansi fram eftir nóttu.
Vesturgata 7 | Farið verður á leik-
sýningu hjá leikfélaginu Snúði og
Snældu í Iðnó að sjá leikritið Glæpir
og góðverk 15. mars kl. 13.30. Skrán-
ing í síma 535 2740.
Kirkjustarf
Áskirkja | Safnaðarfélagið býður til
kaffihlaðborðs kl. 15, til eflingar safn-
aðarstarfi eftir guðsþjónustu sem
hefst kl. 14. Kirkjubíllinn ekur: Klepps-
veg, Dalbraut, Brúnaveg v/Hrafnistu,
Norðurbrún og Austurbrún.
Grensáskirkja | Aðalfundur Kven-
félagsins verður haldinn í safn-
aðarheimilinu 13. mars kl. 20. Léttur
málsverður og venjuleg aðalfund-
arstörf.
KFUM og KFUK | Samkoma kl.
20.30. „Verið ætíð reiðubúin að
svara hverjum manni.“ Ræðumaður
er Ragnar Gunnarsson. Vitnisburð
hefur Þráinn Haraldsson. „Trú Dase-
netsmanna“, kristniboðsþáttur. Keith
Reed syngur.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs
heldur tónleika í Háskólabíói
sunnudaginn 12. mars kl. 14.
Þetta eru umfangsmestu tón-
leikar hljómsveitarinnar á starfs-
árinu þar sem um 140 ungmenni
koma fram og sýna afrakstur
vinnu sinnar í vetur. Mikil vinna
hefur verið lögð í undirbúning tón-
leikanna með vikulegum æfingum
ásamt æfingabúðaferðum enda
mikill metnaður í unga fólkinu að
standa sig vel þegar á hólminn er
komið. Ýmis skemmtileg tónverk
verða á efnisskrá tónleikanna og
allir geta þar fundið eitthvað við
sitt hæfi. Flutt verður tónlist úr
kvikmyndum á borð við Star Wars
og Pirates Of The Caribbean,
hefðbundin lúðrasveitatónlist eins
og Pomp and Circumstance og
English Folk Song Suite, innlend
og erlend þjóðlög og klassískar
perlur eins og Karnival dýranna.
Á sunnudaginn koma krakkarnir
fram í þremur hljómsveitum sem
skipt er í eftir aldri og getu, þeir
yngstu eru 9 ára gamlir en þeir
elstu komnir um tvítugt.
Skólahljómsveit Kópavogs er
ein virkasta skólalúðrasveit lands-
ins og heldur árlega um 80–90
tónleika við hin ýmsu tækifæri,
auk þess að fara í tónleikaferðir
bæði innanlands og utan. Síðasta
sumar fór elsta sveitin í tónleika-
ferð til Noregs og Svíþjóðar og
kórónaði góða frammistöðu þar
með því að vinna frækinn sigur í
norrænni hljómsveitakeppni í
Gautaborg.
Eftir tónleikana munu sveitirnar
fara í hljóðver og taka upp efni af
tónleikunum fyrir geisladisk sem
gefinn verður út á næsta ári, á 40
ára afmæli hljómsveitarinnar.
Stjórnandi Skólahljómsveitar
Kópavogs er Össur Geirsson.
Morgunblaðið/Golli
Um 140 krakkar koma fram á vortónleikum Skólahljómsveitar Kópavogs.
Blásið í lúðra
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT unga
fólksins heldur tónleika í Kirkju-
lundi í Keflavík á morgun, sunnu-
daginn 12. mars, kl. 17 og í Nes-
kirkju mánudagskvöld 13. mars kl.
20. Á efnisskránni eru Langnætti
eftir Jón Nordal, hornkonsert nr. 1
í Es-dúr eftir Richard Strauss og
sinfónía nr. 7 eftir Ludwig van
Beethoven.
Einleikari með hljómsveitinni er
Sturlaugur Jón Björnsson en hann
hefur nýlokið meistaranámi í horn-
leik í Boston. Hljómsveitin leikur
undir stjórn Gunnsteins Ólafs-
sonar.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
er skipuð úrvals nemendum af höf-
uðborgarsvæðinu. Hún var stofnuð
haustið 2004 og eru tónleikarnir
nú fimmta verkefni hennar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins er skipuð úrvalsnemendum og leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
Ungfónían í Keflavík og í Neskirkju
SVEINBJÖRG Hallgrímsdóttir
sýnir nú nokkurn fjölda stórra tré-
rista í baksalnum hjá Gallerí Fold,
sömuleiðis má sjá tréristur af sama
toga í Gallerí Svartfugli sem hún
starfrækir á Akureyri. Myndefni sitt
sækir hún að nokkru leyti til náttúr-
unnar, fuglar og tré eru þar fyr-
irferðarmest og litirnir vetrarlegir,
gráir og bláir með nokkrum und-
antekningum. Nafngiftirnar segja til
um stemningu þessara verka, Vetr-
arsinfónía, Vængjuð nótt, Vetrartár.
Heildaryfirbragð þeirra er þokka-
fullt og mýktin ráðandi í línum og lit-
um. Sveinbjörg sækir til náttúrunn-
ar en þó er ekki raunsæi ríkjandi í
línum, formum eða litum heldur er
líkast því að táknmyndir fugla, trjáa,
snjókorna og gróðurs séu notuð til
að skapa náttúrustemningar. Inn á
milli lifna þó línurnar og teikningin
nær að gæða myndirnar lífi sem
snertir áhorfandann dýpra en ella.
Sveinbjörg hefur ágæt tök á fíngerð-
ari þáttum mynda sinna en ekki
myndi saka að skapa aukna spennu
með meiri breidd bæði í heild-
arnálgun við myndefni og í vinnu-
brögðum innan hverrar myndar.
Litróf hennar er mjög varkárt en
þar sem gulir og appelsínugulir litir
gægjast inn sést að opnara litróf er
ekki slæmur kostur fyrir þessi verk.
Sveinbjörg nær einnig að skapa
áferðarfallega hrynjandi og hreyf-
ingu í myndunum. Það dugar þó
tæpast til að skapa sterka og per-
sónulega sýningu, bæði vinnuaðferð,
myndmál og myndefni eru of kunn-
ugleg til þess. Aukin áhersla á teikn-
inguna sjálfa og undursamleg og
dásamlega flókin og fjölbreytt form
náttúrunnar gæti að mínu mati
skapað áhugaverðari og sjónrænt
meira spennandi verk. Sveinbjörg
býr augljóslega yfir hæfileikum sem
óhætt er að virkja enn frekar og
gera meiri kröfur til. En tréristan er
þakklátur miðill í sjálfu sér og býr
yfir hlýju og lífi sem myndir Svein-
bjargar njóta góðs af. Stærð þeirra
gæðir þær meiri krafti en annars,
það er ánægjulegt að sjá verk unnin
í þennan miðil og forvitnilegt að sjá
frekara framhald á tréristunni hjá
Sveinbjörgu.
Fuglar í tré
Eitt verka Sveinbjargar Hallgríms-
dóttur í Galleríi Fold.
MYNDLIST
Gallerí Fold
Til 12. mars. Opið á verslunartíma.
Tréristur, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
Ragna Sigurðardóttir
SÝNINGIN Náttúruafl hefur
verið opnuð í Listasafni Reykja-
nesbæjar. Náttúra Íslands hef-
ur verið viðfangsefni margra
listamanna í íslenskri myndlist
á 20. öld. Hún hefur verið upp-
spretta mismunandi tjáning-
arforms innan myndlistarinnar
og hefur átt ríkan þátt í að
skapa viss einkenni innan ís-
lenskrar listasögu. Á sýning-
unni getur að líta marga ólíka
tjáningarmiðla, málverk og
skúlptúra, vefnað og graf-
íkmyndir eftir íslenskar konur,
þær Ásgerði Búadóttur, Bryn-
hildi Þorgeirsdóttur, Guðmundu
Andrésdóttur, Hafdísi Ólafs-
dóttur, Hildi Hákonardóttur,
Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu
Tryggvadóttur, Ragnheiði Jóns-
dóttur Ream, Sigrid Valt-
ingojer, Valgerði Hauksdóttur
og Þorbjörgu Höskuldsdóttur.
Verkin á sýningunni eru öll
unnin á seinni hluta 20. aldar og
er ætlunin með þessari sýningu
að miðla náttúruhrifum og
kröftum íslenskrar náttúru.
Verkin eru í eigu Listasafns Ís-
lands og sýningarstjóri er
Harpa Þórsdóttir. Sýningin er í
sýningarsal Listasafns Reykja-
nesbæjar í Duushúsum. Hún er
opin alla daga frá 13 til 17.30 og
stendur til 23. apríl.
Guðmunda Andrésdóttir: Glæður.
Náttúruafl
íslenskra kvenna