Morgunblaðið - 11.03.2006, Blaðsíða 67
Hlutverk
leikhússins
Það hefur verið afskaplegaskemmtilegt að fylgjastmeð íslensku leikhúsi á und-
anförnum árum og misserum. Svo
ég tali fyrir mitt leyti þá gerist
það æ oftar að ég geng snortinn
og þakklátur að lokinni leiksýn-
ingu. Það er kannski yfirleitt
vegna þess að af einhverjum
ástæðum hef ég vanmetið leikhúsið
og ekki almennilega gert mér
grein fyrir möguleikum þess. Þar
til nú. Af einhverjum ástæðum er
það farið að hreyfa meira við mér.
Því er einna helst að þakka sjálf-
stæðu leikhópunum sem eru farnir
að skjóta upp kollinum í vaxandi
mæli með nýjar og ferskar hug-
myndir um breytt leikhús. Að sjálf-
sögðu er ekkert nýtt að slíkir leik-
hópar komi fram með nýjar
hugmyndir og breyttar áherslur.
Það er í rauninni þeirra hlutverk
að sjá til þess að leikhúsið staðni
ekki, að endurskoða formgerðina
og koma auga á nýja möguleika.
Þannig á leikhúsið að geta sinnt og
verið móttækilegt fyrir komandi
kynslóðir leikhúsgesta. En ég held
samt að það verði að segjast að
sjaldan hefur kraftur nýrrar kyn-
slóðar verið jafn mikill og áber-
andi í íslensku leikhúslífi og núna.
Leikhópurinn Vesturport hlautenn eina fjöðrina í hattinn nú
á dögunum þegar Barbican Centre
í London óskaði eftir því að fá
Woyzeck aftur til sýningar næsta
sumar. Vesturport er prýðilegt
dæmi um leikhóp sem verður til af
hugsjónaspjalli leiklistarnema þar
sem nemendurnir setja sér mark-
mið um að halda í hugsjónina þeg-
ar þeir eru útskrifaðir. Í því felst
t.d. að falla ekki umsvifalaust að
umhverfinu sem er fyrir, heldur að
nýta sköpunargleðina og eldmóð-
inn til að skapa eitthvað nýtt. Og
það hafa þau gert og það gengur
líka svona glimrandi vel, bæði hér
heima og erlendis. Eftir rúmlega
fimm ára starfsaldur hefur leik-
hópurinn staðið fyrir tíu leiksýn-
ingum og tveimur kvikmyndum.
Ég minnist sérstaklega á Vest-urportið í þessu samhengi en
þó eru nokkrir leikhópar aðrir
sem hafa fengið mig til að velta
fyrir mér nýjum straumum í ís-
lensku leikhúsi. Ég var t.d. af-
skaplega hrifinn af leiksýningunni
Glæpur gegn diskóinu sem Steypi-
baðsfélagið Stútur stóð fyrir og
eins hafa sýningar Nemendaleik-
hússins og leikverk Jóns Atla orðið
til að efla álit mitt á íslensku leik-
húsi. Sérstaða þessara verka felst
kannski einkum í því að þetta eru
samtímaverk sem taka á samtíma-
legum álitaefnum. Það virðist alla-
vega falla sérstaklega vel að yngri
kynslóð leikhúsgesta sem hefur
venjulega lítið látið sjá sig í leik-
húsinu.
Það virðist sem leikhúsið eigi íeinhverjum vandræðum með
að skilgreina menningarlegt hlut-
verk sitt. Sérstaklega virðist það
vera vafamál hverju það eigi að
miðla og fyrir hvern. Fyrir
skemmstu var haldið málþing í
Borgarleikhúsinu um hlutverk
leikhússins í tengslum við sakamál.
Þar var spurt af hverju íslenska
leikhúsið sinnti ekki sakamála-
áhuga þjóðarinnar í ljósi þess að
sakamálasögur hafa sjaldan verið
eins vinsælar og nú. Umræðan
snerist einkum í kringum leikhúsið
sem afþreyingarmiðil. Þetta er
vissulega góð spurning. Og vissu-
lega er þetta vandamál þar sem
stóru atvinnuleikhúsin, sem hafa
hvað mest að segja í íslensku leik-
húslífi, eru í rauninni ekki nema
tvö og þar af leiðandi er hlutverki
þeirra takmörk sett. Þau getur
varla sinnt öllum. En engu að síður
mætti leikhúsið gjarnan sinna
fleirum og því fagna ég þessum
umræddu leikhópum sem eru að
opna það fyrir nýjum leik-
húsgestum.
’Það virðist sem leik-húsið eigi í einhverjum
vandræðum með að skil-
greina menningarlegt
hlutverk sitt.‘
Morgunblaðið/Ómar
Leikarar og höfundur verksins Glæpur gegn diskóinu.
thorri@mbl.is
AF LISTUM
Þormóður Dagsson
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 67
MENNING
EKKI er til þess vitað að á Íslandi
hafi nokkru sinni verið leikið á það
undrahljóðfæri sem kallað er gler-
harpa. Það gerist þó um næstu
helgi á tónleikum Kammersveitar
Reykjavíkur, þegar leikin verða
verk frá dögum Mozarts, samin
fyrir glerhörpuna og fleiri hljóð-
færi. Eitt nýtt verk verður frum-
flutt á tónleikunum.
Erlendis er hljóðfærið þekkt sem
glass harmonica, eða armonica, en
á þó í raun hvorki neitt skylt við
munnhörpur, né hörpur, hvað þá
harmónikkur. Hljóðfærið er byggt
úr skálum eða glösum af mismun-
andi stærð, sem raðað er upp á
ákveðinn hátt. Glösin voru upp-
haflega slegin með litlum slegli eða
núin með fingri og mismiklu af
vatni hellt í hvert þeirra. Slík hljóð-
færi voru til að fornu og á ýmsum
menningarsvæðum. Það var sjálfur
Benjamin Franklin sem átti mikinn
þátt í auknum vinsældum glerhörp-
unnar, með því að smíða nýja út-
gáfu hljóðfærisins, árið 1761, í sam-
vinnu við Charles James sem var
kunnur glerblásari í London. Gler-
harpa Franklins var vígð árið 1762,
og á hana lék Marianne Davis.
Nokkur hljóðfæri frá þessum tíma
hafa varðveist til dagsins í dag. Í
glerhörpu Franklíns er glösunum
raðað upp á tein, inn í hvert annað
– án þess þó að þau snertist. Fót-
stig, líkt og á gömlum saumavélum,
snýr teininum til að auðvelda hljóð-
færaleikaranum spilamennskuna.
Með því móti getur fingralangur
glerhörpuleikari líka spilað hljóma
og stærri tónbil.
Glerharpan komst í tísku, og vin-
sælustu tónskáldin sömdu auðvitað
tónlist fyrir slíkt hljóðfæri. Gluck,
C.P.E. Bach, Mozart, Beethvoen,
Donizetti og fleiri sömdu verk, þar
sem glerharpan kemur við sögu, og
jafnvel tónskáld sem lifðu langt
fram á 20. öld, eins og Richard
Strauss. Hljóðfærið var svo vinsælt
að jafnvel Marie Antoinette sótti
kennslustundir í glerhörpuleik.
Vinsældir glerhörpunnar dvín-
uðu til muna, þegar sú sögusögn
fór að spyrjast að fólk yrði sturlað
af glerhörpuleik. Þýski tónlistar-
fræðingurinn Friedrich Rochlitz
skrifaði grein í það virta tímarit
Allgemeine Musikalische Zeitung,
að glerharpan hefði örvandi áhrif á
taugakerfið, svo mjög að hörpuleik-
arinn gæti fundið til mikillar dep-
urðar, jafnvel alvarlegs þunglyndis
og sjálfseyðingarhvatar. Hann
lagði til að þeir sem fyndu fyrir
taugaveilu eða taugaveiklun, létu
það algjörlega eiga sig að leika á
glerhörpuna – og varaði jafnframt
þá frísku við áhættunni sem fylgdi
því að leika á þetta spilverk.
Aldrei hefur verið sýnt fram á að
glerhörpuleikur hafi nokkra hættu
í för með sér, og auðvitað fór það
svo þegar tónlist fyrri alda gekk í
endurnýjun lífdaga á síðustu öld,
að einhverjum datt í hug að endur-
lífga glerhörpuna. Sá sem það
gerði hét Gerhard Finkenbeiner.
Glerharpan hans var vígð árið 1984
eftir tilraunir og hljóðpróf í þrjátíu
ár.
Á tónleikum Kammersveitar
Reykjavíkur næsta sunnudag leik-
ur franskur sérfræðingur í gler-
hörpuleik, Thomas Bloch.
Glerharpa að hætti Benjamins Franklins.
Var talin valda sturlun
Tónlist | Leikið á glerhörpu í fyrsta sinn á Íslandi
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Hlíðasmára 11, Kóp.
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar
Notaðir Bílar - Bíldshöfða 10
587-1000 - Bílasalan SkeifanTilboð kr. 5.390.000,-
Mercedes Bens ML-350
Nýskráður 8.2005
Ekinn 11.000 km.
Sjálfskiptur, glertopplúga, ESP stöðuleikarbúnaður,
leðuráklæði, leiðsögukerfi, litað gler, innbyggður sími,
hraðastillir, rafdrifin sæti, o.m.fl.