Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 6
ASÍ leggur til að fólk frá nýjum aðild-
arríkjum Evrópusambandsins fái að
koma til landsins til að leita sér að
vinnu, en verði að leggja fram ráðn-
ingarsamninga sem staðfesti að farið
sé eftir gildum kjarasamningum.
Halldór Grönvold aðstoðarfram-
kvæmdastjóri segir að þetta sé sama
leið og Danir hafi farið við aðlögun
nýrra aðildarríkja ESB að vinnu-
markaði sambandsins.
„Við leggjum til að íbúar þessara
nýju aðildarríkja að Evrópusam-
bandinu geti komið hér og leitað að
starfi eins og allir aðrir EES-borg-
arar í allt að sex mánuði. Ef viðkom-
andi fær starf á þessu tímabili þá ein-
faldlega leggi hann fram gagnvart
stjórnvöldum fullgildan ráðningar-
samning og ef ráðningarsamningur-
inn er í samræmi við íslenska kjara-
samninga þá einfaldlega fær
viðkomandi staðfestingu um að hann
sé í fullum rétti á íslenskum vinnu-
markaði.
Við erum því ekki að tala um að
viðkomandi einstaklingar eða fyrir-
tæki, sem þeir ætla að ráða sig hjá
þurfi að sækja um atvinnuleyfi og
stjórnvöld þurfi í framhaldi af því að
taka ákvörðun um hvort það er veitt
eða ekki.“
Verið að notfæra sér
vankunnáttu fólks
Halldór sagði að fólk sem væri að
koma frá ríkjum Austur-Evrópu sem
nýlega gengu í Evrópusambandið
þekkti í mörgum tilfellum ekki reglur
eða kjarasamninga. „Við höfum því
miður reynslu af því að fyrirtæki séu
að reyna að notfæra sér þetta og við
þekkjum dæmi um að þetta fólk nýt-
ur ekki þeirra kjarasamninga og
þeirra réttinda sem því ber. Þetta
fólk á rétt á að njóta sömu kjara og
aðrir sem eru á vinnumarkaði. Þetta
birtist m.a. í því að fólk sem er með
langa starfsreynslu og jafnvel starfs-
réttindi í viðkomandi grein er ráðið
hér sem ófaglært verkafólk á byrj-
unarlaunum.“
Áhersla á að tryggja fólki laun í
samræmi við starfsreynslu þess
Halldór sagði að ASÍ legði mikla
áherslu á að koma í veg fyrir þetta,
bæði til að tryggja þessu fólki laun í
samræmi við starfsreynslu sína og
fagþekkingu og eins til að stuðla að
því að fjöldi starfsmanna frá þessum
ríkjum verði ekki slíkur að hér verði
grundvallarbreytingar á kjörum og
samskiptum á vinnumarkaði.
Í minnisblaði sem ASÍ lagði fram á
fundi með félagsmálaráðherra í vik-
unni er talað um að fresta ákvæði um
frjálsa för launafólks frá nýju aðild-
arríkjunum í þrjú ár. Halldór sagði að
þó þetta væri lagt til fæli það alls ekki
í sér óbreytt ástand. ASÍ væri að
leggja til verulegar breytingar en
sambandið væri þeirrar skoðunar að
nauðsynlegt væri að vera með al-
menn skilyrði til að tryggja að hér
væri farið að kjarasamningum og líka
til að hér yrðu áfram til upplýsingar
um fjölda starfsmanna sem koma frá
þessum löndum.
Halldór sagði að Bretar hefðu ekki
nýtt sér þann möguleika að fresta
ákvæði um frjálst flæði á vinnumark-
aði. Því færi hins vegar fjarri að
pólskir verkamenn gætu komið til
landsins án þess að hafa skráð sig.
Finnar ætluðu að falla frá fyrirvar-
anum í vor en eftir sem áður þyrfti
erlent starfsfólk að skrá sig. Halldór
sagðist ekki vera viss um að það væri
svo mikill munur á stefnu Finna og
Breta og þeirrar stefnu sem ASÍ væri
að leggja til að fylgt yrði hér á landi.
„Alvarlegustu málin sem við fáum
inn á okkar borð eru þegar erlend eða
íslensk fyrirtæki eru að ráða starfs-
fólk hingað til lands á grundvelli
þjónustusamninga eða starfsmanna-
leiga og í raun og veru að borga þessu
fólki langt undir því sem því ber. Við
höfum hundruð dæma um þetta. Við
hvetjum stjórnvöld til að skoða þetta
mál í heild sinni.“
Halldór sagðist gera sér vonir um
að ef þessi „danska leið“ yrði farin
yrði minna um að menn nýttu sér
starfsmannaleigur og gerðu þjón-
ustusamninga. Fyrirtæki gætu þá
ráðið til sín fólk, í mörgum tilvikum
áður en það kæmi til landsins og því
ættu engar tafir að verða á því að það
gæti hafi störf vegna afgreiðslu á
leyfisumsóknum.
„Því miður eru hins vegar til aðilar
með starfsemi hér á landi sem eru að
nota þessar starfsmannaleigur og
gera þessa þjónustusamninga ein-
faldlega til þess að skjóta sér undan
öllum skyldum. Það tengist þessari
starfsemi, því miður, skattasnið-
ganga og aðrir hlutir sem eru á mörk-
um hins löglega. Þessir aðilar eru
kannski ekki tilbúnir að ráða til sín
Letta eða Pólverja, gefa út ráðninga-
samninga sem eru í lagi hafandi
hættuna af því að þetta fólk fari að
leita réttar sín einhvern tímann síð-
ar,“ sagði Halldór.
6 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
fermingargjöf
Flott hugmynd að
Kira 3
Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
18
24
03
/2
00
5
Fermingartilboð
8.990 kr.
Verð áður 10.990 kr.
Tjöld frá 5.990 kr.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
VEGNA yfirlýsinga Vilhjálms
Egilssonar, framkvæmdastjóra
SA, í hádegisfréttum RÚV um að
„stjórnvöld hafi gefið SA vilyrði
fyrir því að öllum hömlum á
flæði vinnuafls yrði aflétt frá 1.
maí í tengslum við endurskoðun
kjarasamninga í nóvember,“ vill
ASÍ koma eftirfarandi á fram-
færi:
„ASÍ kannast ekki við að Sam-
tökum atvinnulífsins hafi í
tengslum við endurskoðun kjara-
samninga í nóvember sl. verið
gefin fyrirheit um að hömlum á
frjálsu flæði vinnuafls verði al-
gjörlega aflétt þann 1. maí nk.
Þegar SA tóku málið upp við ASÍ
í tengslum við endurskoðun
kjarasamninganna var um það
rætt að þríhliða nefnd félags-
málaráðuneytisins um málefni
EES-svæðisins, þar sem ASÍ, SA
og félagsmálaráðuneytið eiga
fulltrúa, myndi fjalla efnislega
um þróun vinnumarkaðarins sl.
tvö ár til að undirbúa ákvarð-
anatöku um næstu skref. Af
hálfu ASÍ hefur verið lögð tals-
verð vinna í að undirbúa slíka
umfjöllun og lagðar fram mót-
aðar tillögur um viðbrögð, sem
m.a. fela í sér talsverða tilslökun
frá núverandi fyrirkomulagi um
frjálst flæði vinnuafls frá þessum
ríkjum, en jafnframt að aðhald
með þjónustuviðskiptum verði
aukið og að tekin verði upp
ábyrgð notendafyrirtækja á
kjörum starfsmanna sem sinna
þjónustu við þau. Það eru Al-
þýðusambandi Íslands því al-
gjörlega nýjar fréttir hafi stjórn-
völd verið búin að gefa SA
fyrirheit um efnislega nið-
urstöðu þessara viðræðna, áður
en þær fóru í gang, þegar í nóv-
ember á síðasta ári.“
Engin fyrirheit gefin að mati ASÍ
ASÍ vill að fólk frá nýjum aðildarríkjum ESB verði að leggja fram ráðningarsamninga
Leggja til að all-
ir EES-borgar-
ar geti komið og
leitað að vinnu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
ASÍ leggur til að fólk frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins fái að koma til landsins til að leita sér að vinnu,
en verði að leggja fram ráðningarsamninga sem staðfesti að farið sé eftir gildum kjarasamningum.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÓSKAR Vigfússon,
fyrrverandi formaður
Sjómannasambands
Íslands, lést fimmtu-
daginn 23. mars, 74 ára
að aldri. Óskar fæddist
8. desember 1931 í
Hafnarfirði, sonur
hjónanna Epiphaníu
Ásbjörnsdóttur, hús-
móður, og Vigfúsar
Vigfússonar, sjómanns.
Óskar kvæntist Nicol-
ínu Kjærbech Vigfús-
son, f. 27. september
1937, og eignuðust þau
þrjú börn.
Óskar lauk barnaskólaprófi frá
Lækjarskóla í Hafnarfirði, og starf-
aði fyrst um sinn sem verkamaður
og iðnverkamaður hjá Rafha og
Venusi. Hann var háseti á ýmsum
skipum á árunum 1948–1967.
Óskar starfaði hjá Sjómannasam-
bandi Hafnarfjarðar
frá 1970–1976, þar af
sem formaður frá 1974.
Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir
sjómenn, og tók við
formennsku Sjó-
mannasambands Ís-
lands árið 1976 og var
formaður félagsins til
1994. Óskar sat í stjórn
sjómannasambandsins
til 2005 og í stjórn
Hrafnistu til dauða-
dags.
Samhliða öðrum
störfum sat Óskar í
fulltrúaráði Sjómannadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði frá 1970–
1985. Hann sat í miðstjórn Alþýðu-
sambands Íslands frá 1976, í stjórn
og varastjórn Fiskveiðasjóðs frá
1982 og í ráðgjafarnefnd um stjórn
fiskveiða frá 1983–1990.
Andlát
ÓSKAR VIGFÚSSON
ALLS bárust 124 tillögur að nýju
nafni sameinaðs sveitarfélags Húsa-
víkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxar-
fjarðarhrepps og Raufarhafnar-
hrepps. Eins og búast mátti við eru
tillögurnar misjafnar eins og þær
eru margar og á meðal tillagna voru
Orkan, Perlan, Gósenland, Sveitar-
félag Garðars Svavarssonar og
Framtíðarbyggð. Verkefnisstjórn
um nýtt nafn bíður hið viðamikla og
erfiða verkefni að fækka í hópnum
og bera þau undir örnefnanefnd og í
kjölfarið á því, bera þau undir íbúa
sveitarfélagsins í skoðanakönnun en
hún verður haldin í maí.
124 tillögur um nýtt nafn