Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það er svo þægilegt að díla við ykkur Íslendinga. Þið eruð ekki með neitt sársaukaskyn.
Eldri kona hafðisamband viðMorgunblaðið og
benti á að á skorti að mat-
vöruverslanir byðu upp á
heimsendingarþjónustu.
Íbúar í þjónustuíbúðunum
þar sem konan býr geta
fengið keyptan mat virka
daga. Um helgar og á öðr-
um frídögum er matsalur-
inn lokaður. Hún þarf því
að kaupa í matinn og ým-
islegt annað til heimilisins.
Félagslega heimaþjónust-
an hefur ekki getað lið-
sinnt fólki að þessu leyti,
en með breyttum vinnureglum
gæti það breyst.
Heimsendingum
fjölgar hjá Nóatúni
Tólf verslanir Nóatúns á höfuð-
borgarsvæðinu og á Selfossi bjóða
upp á heimsendingarþjónustu.
Kristinn Skúlason rekstrarstjóri
sagði að þessi þjónusta væri mikið
notuð og eftirspurn eftir henni
færi ört vaxandi. Viðskiptavinirn-
ir ýmist hringja og panta vörur
eða senda innkaupalista í tölvu-
pósti. Aðallega er það eldra fólk
sem notfærir sér þessa þjónustu
og mikið er um fasta viðskiptavini.
Höfuðborgarsvæðinu er skipt í
þrjú hverfi og sérstakir bílar aka
vörunum heim.
Heimsendingin kostar 450
krónur en ekki er tekið sérstak-
lega fyrir að taka vörurnar saman.
Pantanir eru sendar heim sam-
dægurs og yfirleitt eru vörurnar
staðgreiddar með peningum af
viðtakanda. Aðrir láta gjaldfæra
viðskiptin á greiðslukort.
Póstverslun Hagkaups
sendir heim vörur
Póstverslun Hagkaups býður
upp á heimsendingarþjónustu. Að
sögn Guðbjargar Jónu Jóhanns-
dóttur eru teknar 200 krónur fyrir
að taka til vörurnar og 600 krónur
fyrir að senda þær heim til viðtak-
anda á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig bætast alltaf 800 krónur
ofan á vöruverðið. Gefa þarf upp
númer á greiðslukorti til að greiða
fyrir vörurnar og sendinguna.
Ef pantað er fyrir hádegið á
pöntunin að fara út samdægurs,
að sögn Guðbjargar Jónu. Hag-
kaup eru með sérstakan bíl sem
ekur vörum til fastra viðskipta-
vina á morgnana og síðan fer hann
með sendingar til einstaklinga.
Guðbjörg Jóna kvaðst hafa það
á tilfinningunni að það færðist í
vöxt að fólk fengi vörur sendar
heim. Viðskiptavinir sumra Hag-
kaupsverslana geta komið í búð-
irnar, valið vörur og greitt og
fengið þær síðan sendar heim.
Póstverslunin er hins vegar eina
Hagkaupsverslunin sem afgreiðir
pantanir án þess að viðskiptavinir
mæti á staðinn. Sjö matvöruversl-
anir eru í samtökunum Þín versl-
un. Heiðdís Ingvadóttir, starfs-
maður á skrifstofu Þinnar
verslunar, sagði að verslanirnar
þrjár á höfuðborgarsvæðinu byðu
ekki upp á heimsendingarþjón-
ustu til einstaklinga.
Ekki hefur komið til tals hjá
Bónus að bjóða upp á heimsend-
ingarþjónustu, að sögn Guðmund-
ar Marteinssonar framkvæmda-
stjóra. Hann sagði að þeir gætu
ekki sinnt slíkri þjónustu því þeir
hefðu ekki starfsfólk til þess. Það
væri talsvert tímafrekt að taka til
vörur og senda og slíkt myndi út-
heimta fleira starfsfólk.
„Við höfum ekki boðið upp á
þetta og þar sem ég þekki til, t.d. í
Bretlandi, er þetta frekar á und-
anhaldi heldur en hitt. Þar úti þarf
fólk að borga sérstaklega fyrir
þessa þjónustu,“ sagði Guðmund-
ur. Sala á kosti í skip er ekki leng-
ur á hendi Bónuss og hefur verið
flutt til birgðaverslunarinnar
Stórkaupa, sem er innan Haga-
keðjunnar.
Hjá Krónunni hefur komið til
tals að bjóða heimsendingarþjón-
ustu en engin ákvörðun verið tek-
in um að fara út í það. Árni Þór
Freysteinsson rekstrarstjóri
sagði að þessi þjónusta væri tals-
vert tímafrek og því kostnaðar-
söm. Krónuverslanir, aðallega úti
á landi, selja kost í skip. Þær hafa
þó ekki tekið saman vörur fyrir
einstaklinga og sent heim.
Reglur til endurskoðunar
Hjá Velferðarsviði Reykjavík-
urborgar er verið að endurskoða
reglur um félagslega heimaþjón-
ustu, m.a. um meðferð fjármuna
notenda þjónustunnar. Ellý Þor-
steinsdóttir, skrifstofustjóri á Vel-
ferðarsviði, sagði að starfsfólki fé-
lagslegrar heimaþjónustu hafi
verið bannað, samkvæmt gildandi
reglum, að fara með fjármuni not-
enda þjónustunnar. Þetta hefur
m.a. komið í veg fyrir að starfsfólk
geti farið í sendiferðir fyrir þá
sem njóta félagslegrar heima-
þjónustu.
„Það hefur verið bent á að þetta
geti verið óhentugt og verið nokk-
ur umræða um það. Búið er að
gera drög að nýjum reglum þar
sem þetta er með öðrum hætti.
Það er verið að vinna í þessu og
nýju reglurnar eru nú til umsagn-
ar,“ sagði Ellý. Verði drögin að
nýju reglunum samþykkt taldi
Ellý að notendur félagslegrar
heimaþjónustu gætu fengið meiri
þjónustu. Hún sagði ekki hægt að
dagsetja hvenær nýju reglurnar
tækju gildi, en taldi að það ætti að
geta orðið í vor.
Fréttaskýring | Heimsendingarþjónusta
matvöruverslana til einstaklinga
Heimsending
kostar sitt
Eldri borgarar eiga margir erfitt með
að sinna innkaupum fyrir heimili sitt
Sumir eiga erfitt með að kaupa inn.
Ódýrustu verslanirnar
senda ekki heim vörur
Öldruð kona, sem býr ein í
þjónustuíbúð, kvartaði yfir því
við Morgunblaðið að sérstaklega
væri tekið fyrir heimsendingar-
þjónustu matvöruverslana. Slík
þjónusta er ekki í boði hjá lág-
vöruverðsverslunum og þótti
konunni það miður, því eldri
borgarana munaði um hverja
krónu. Af því tilefni var kannað
hverjir bjóða upp á heimsending-
arþjónustu á matvörum til ein-
staklinga.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is