Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 23
Auglýsing
um kjördæmisfundi í kjördæmum Kirkjuþings
Kjörstjórn við Kirkjuþingskjör 2006 boðar hér með til kjördæmisfunda í
kjördæmum Kirkjuþings, sbr. 5. gr. starfsreglna um kjör til Kirkjuþings og ákvæði
til bráðabirgða í sömu reglum. Kjördæmisfundum er ætlað að ganga frá
tilnefningum á leikmönnum til kjörs til Kirkjuþings og eru þeir einir í kjöri sem
tilnefndir eru á kjördæmisfundi.
Kjördæmisfundir í kjördæmum Kirkjuþings verða haldnir á þeim stöðum og
tímum sem greinir á vef Þjóðkirkjunnar kirkjan.is.
Fundinn sækja formaður eða einn fulltrúi úr sóknarnefnd hverrar sóknar í
kjördæminu. Þá er leikmönnum sem njóta kosningarréttar í kjördæminu heimilt
að sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Ennfremur eiga þeir sem tilnefndir hafa
verið af sóknarnefndum til kjörs kost á að mæta á fundinn til að kynna sig.
Dagskrá hvers fundar er sem hér segir:
1. Formaður sóknarnefndar eða fulltrúi úr sóknarnefnd þeirrar sóknar
kjördæmisins þar sem flestir þjóðkirkjumenn eru setur fundinn og fram fer
kosning fundarstjóra og ritara.
2. Fundarstjóri kallar eftir og kynnir tilnefningar sóknarnefnda kjördæmisins á
kjörgengum leikmönnum til kjörs.
3. Fram fer kynning á þeim sem sóknarnefndir hafa tilnefnt til kjörs.
4. Fundurinn tilnefnir kjörgenga leikmenn, hafi ekki nægilega margar
tilnefningar borist frá sóknarnefndum í kjördæminu.
5. Leynileg kosning, ef fleiri eru tilnefndir en tilnefna skal í kjördæminu. Hver
sóknarnefnd hefur eitt atkvæði.
6. Fundarslit.
Vakin er athygli á því að sóknarnefndir geta tilnefnt kjörgenga leikmenn til kjörs
fram að kjördæmisfundi og skilar formaður sóknarnefndar, eða fulltrúi
sóknarnefndar á kjördæmisfundinum, tilnefningunni á kjördæmisfundi.
Miðbær | Reiðhjól er ágætis
farartæki í miðbænum, sér-
staklega á annatímum í umferð-
inni. Fólk kemst jafnvel hraðar
yfir en á bíl. Það er ekki algengt
að fólk sjáist tvímenna á hjól-
hestunum sem þó var raunin í
því tilviki sem ljósmyndarinn
festi á filmu.
Morgunblaðið/Ómar
Tvímennt á hjólhestinum
Umferðin
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland
Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími
569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Skólaþing var haldið í Hafralækjarskóla í
síðustu viku og gafst foreldrum og starfs-
fólki skólans þar möguleiki á að tala um
skólastarfið og þótti mörgum þetta kær-
komið tækifæri til þess að segja skoðun
sína og heyra álit annarra.
Rætt var um margt það sem vel er gert
og líka það sem mætti vera öðruvísi, en í
umræðum kom fram vilji sveitafólks til
þess að skólinn hætti fyrr á vorin en nú er.
Í því sambandi var talað um lögbundna
frídaga, skipulagsdaga, vetrarfrísdaga, við-
taladaga og frídaga í tengslum við árshátíð
og góugleði. Þá kom fram að páskamán-
uðurinn er oft ódrjúgur til náms, en á þessu
ári eru einungis tólf skóladagar í apríl.
Hugmyndin gengur út frá því að þjappa
einhversstaðar saman til þess að skólinn
geti hætt a.m.k. viku fyrr frá því sem nú er,
því auðvitað vilja sumir sveitamenn hafa
krakkana meira heima í vorverkunum.
Framkvæmdahugur er í mörgum bænd-
um enda hefur víða birt til í búskapnum.
Það er samt ekki allsstaðar auðvelt því
mjög erfitt er að fá iðnaðarmenn til starfa
því allir eru þeir uppteknir.
Múrarar og rafvirkjar liggja ekki á lausu
og langur biðtími er eftir smiðum. Þá eru
pípulagningamenn ekki á hverju strái.
Á síðasta ári sótti einn Þingeyingur um
að læra pípulagnir í Verkmenntaskólanum
á Akureyri en það var því miður ekki hægt
þar sem enginn annar umsækjandi fannst
og deildin því ekki starfrækt.
Vorið er í nánd og í góða veðrinu á dög-
unum viðruðu margir bændur kindur sínar
og fengu þær að fara í göngutúra um túnin.
Það var kærkomið að geta þurrkað ullina
áður en rúið er, því rakt er í mörgum fjár-
húsum.
Vetrarbeit í því formi sem áður var er
löngu aflögð og ekki lengur reiknað með að
hægt sé að drýgja fóður með því að beita
utan túns. Þessi tími var kærkominn fyrir
skepnurnar því eitt er víst að engin útihús,
hversu vel sem þau eru gerð, geta komið í
staðinn fyrir góða útivist.
Úr
sveitinni
LAXAMÝRI
EFTIR ATLA VIGFÚSSON FRÉTTARITARA
sem gert er og markar
áframhaldandi vinnu
fyrir allt hálendið. Eftir
að efnt hefur verið til
æfingar á Langjökli
samkvæmt þessu nýja
skipulagi mun verða
hugað að öðrum svæð-
um.
Undir samkomulagið í
Jaka skrifuðu Stefán
Skarphéðinsson sýslu-
maður í Borganesi, Har-
Gert hefur veriðsamkomulag umaðgerðaáætlun
fyrir leitar- og björg-
unarstarf á Langjökli.
Skrifað var undir sam-
komulagið í skálanum
Jaka í Þjófakrókum, við
rætur Langjökuls.
Að samkomulaginu
standa björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, ríkislög-
reglustjórinn og lög-
reglustjórarnir á Sel-
fossi, Borgarnesi og
Blönduósi. Fram kemur
í fréttatilkynningu frá
Landsbjörgu að að-
gerðaáætlunin geri allt
leitar- og björgunarstarf
á Langjökli markvissara
með því að boðun björg-
unarsveita og stjórnun
og leitarskipulag er
ákveðið fyrirfram.
Samkomulagið er hið
fyrsta sinnar tegundar
aldur Johannessen rík-
islögreglustjóri,
Sigurgeir Guðmundsson
formaður Landsbjargar,
Ólafur Helgi Kjart-
ansson sýslumaður á
Selfossi og Bjarni Stef-
ánsson sýslumaður á
Blönduósi. Að undirritun
lokinni hélt hópurinn í
björgunarsveitarbílum á
hábungu jökulsins en
þar var skyggni slæmt.
Aðgerðaáætlun fyrir Langjökul
Vísa eftir RúnarKristjánsson mis-ritaðist í gær.
Hann orti um skaðsemi
reykinga og snerist
merkingin við, meina-
siður varð að heilsusið.
Hér er vísan rétt:
Skorið getur skjótt á grið
skapað dauðakynni
að magna slíka meinasið
móti heilsu sinni.
Halldór Blöndal fór
með í síðustu þingveislu:
Maddama Framsókn finnst
mér hnuggin, guggin;
mjög að henni er sótt og sorfið
og svo er KEA merkið horfið.
Magnús Geir Guð-
mundsson orti þegar
Steingrímur J. Sigfússon
birtist á sjónvarps-
skjánum og tjáði sig um
brotthvarf hersins:
Létti hér vissan læt ég í té,
er laufgast senn barrið á
trjánum.
Og Steingrím nú aftur
stálhraustan sé,
í stuði á sjónvarpsskjánum!
Framsókn
guggin
pebl@mbl.is
Miðbær | Fegurð í Fókus, ljósmyndasýn-
ing Fókuss, félags áhugaljósmyndara,
verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss
Reykjavíkur í dag, laugardag, klukkan 14.
Sýninguna prýða ljósmyndir eftir sautján
félaga í Fókus.
„Fegurðin er allt í kringum okkur en við
skynjum hana með mismunandi hætti.
Myndir sem valdar eru saman á sýningu
með fegurðina í huga eru því ólíkar, eins og
ljósmyndararnir sjálfir,“ segir í fréttatil-
kynningu félagsins. Þeir sem sýna eru
Andri Már Helgason, Arnar Már Hall Guð-
mundsson, Daníel Sigurðsson, Guðmundur
Albertsson, Hallsteinn Magnússon, Hauk-
ur Gunnarsson, Helgi Bjarnason, Jóhann-
es Johannessen, Jón Sigurgeirsson, Jón
Sigurjónsson, Jónas Erlendsson, Kristinn
Sigurjónsson, Páll Guðjónsson, Pálmi Guð-
mundsson, Skúli Þór Magnússon, Sæþór
L. Jónsson og Þorsteinn Ásgeirsson.
Ellefta sýning félagsins
Fegurð í Fókus er ellefta ljósmyndasýn-
ing Fókuss og sú þriðja í röð viðameiri sýn-
inga félagsins sem haldnar eru annað hvert
ár. Sýningin verður opin á opnunartíma
Ráðhússins til sunnudagsins 9. apríl, nema
laugardaginn 1. apríl, þá verður hún opin
gestum frá klukkan 14.
Fókus hefur starfað í sjö ár. Félagið er
opið öllu áhugafólki um ljósmyndun, jafnt
byrjendum sem lengra komnum. Fé-
lagsmenn voru 66 í upphafi ársins. Mark-
mið Fókuss er að virkja ljósmyndun sem
áhugamál hjá fólki og skapa um leið öfl-
ugan vettvang fyrir félagsmenn til að sinna
þessu áhugamáli sínu.
Fegurð í Fók-
us í Ráðhúsinu
♦♦♦
Reykjavík | Hafin var smíði á 1.257 íbúð-
um í Reykjavík á árinu 2005 og hefur sú
tala aldrei verið hærri. Lokið var við smíði
782 íbúða á síðasta ári, samkvæmt skýrslu
byggingafulltrúa sem lögð var fram í borg-
arráði síðastliðinn fimmtudag.
Í skýrslunni kemur fram að íbúðarhús-
næði var um helmingur alls húsnæðis sem
fullgert var á árinu í fermetrum talið.
Vörugeymslur og bílskúrar námu 16%,
verslunar- og skrifstofuhúsnæði 15%,
stofnanahúsnæði 13% og um 6% nýbygg-
inga í Reykjavík árið 2005 var iðnaðarhús-
næði. Skýrsluna í heild er að finna á vef
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is.
Aldrei fyrr byrj-
að á jafnmörg-
um íbúðum