Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 29
DAGLEGT LÍF Í MARS
Ég fer ekkert endilega ímargra daga gönguferðireða sigra fjöll til þess aðfá hreyfingu, ég geri það
fyrst og fremst til að komast í snert-
ingu við náttúruna og sem næst
fögrum stöðum,“ segir Jóna Lísa
Gísladóttir, sem er mikill göngu-
garpur og kann hvergi betur við sig
en í umhverfi þar sem mannshöndin
hefur hvað minnst komið við sögu.
„Stundum þegar ég er stödd lengst
inni í óbyggðum þá læt ég þau orð
falla að þar vilji ég búa, en sam-
ferðamenn mínir hlæja bara að mér
og skilja ekkert í þessari sérvisku.
En fyrir mér er þetta lífið.“ Jóna
Lísa segist þrífast á návígi fjalla
sem fylli hana orku og hún nýtur
friðarins fjarri mannabyggðum.
Ein með hundinum í bústaðnum
Hún býr í Reykjavík en hugurinn
leitar stíft til æskuslóðanna heim í
Skaftártungu. „Ég er fædd og upp-
alin á Flögu. Foreldrar mínir voru
bændur og frelsið sem ég bjó við í
sveitinni er enn innra með mér, sem
verður til þess að ég vil komast sem
oftast út fyrir borgina. Fyrir um
fimmtán árum þegar ég var stödd á
Flögu þá tætti ég bræður mína út í
brjáluðu moldroki til að hjálpa mér
við að steypa undirstöður fyrir sum-
arbústaðinn minn, því mér lá svo á
að reisa hann. En tíminn leið og bú-
staðurinn kom ekki fyrr en fyrir
þremur árum. Þar vil ég helst vera
allar helgar, ein með sjálfri mér og
hundi dóttur minnar en hann býr
hjá Sigurgeiri bróður mínum sem er
bóndi á Flögu. Þarna er mikil ró og
ég fer gjarnan í nokkurra klukku-
tíma gönguferðir sem hressa sál og
líkama. Mér finnst alltaf jafn erfitt
að snúa aftur til Reykjavíkur.“
Skemmtilegt fólk gerir
góða göngu betri
Jóna Lísa er að sjálfsögðu í Skaft-
fellingafélaginu ásamt öðrum burt-
fluttum Skaftfellingum og með fólki
úr því félagi gengur hún tvisvar í
viku í Reykjavík. „Við förum í
klukkutíma röskan göngutúr á mið-
vikudögum og svo tveggja tíma
lengri ferðir á laugardögum og þá út
fyrir þéttbýlið, til dæmis upp í Heið-
mörk, á Úlfarsfell, Esjuna eða að
Hvaleyrarvatni. Við köllum okkur
Skálmara því gönguhópurinn heitir
Skálm, eins og ein áin í sýslunni
okkar.“ Auk þess gengur Jóna Lísa
einu sinni í viku með samstarfskonu
sinni um Elliðaárdalinn. „Svo fer ég
í lengri ferðir á sumrin með Skálm-
urunum sem eru skemmtilegt fólk
og mikið gert af því að setja saman
vísur og hafa gaman af því að vera
til. Í fyrra fórum við á Lónsöræfi og
ég hitaði upp með því að ganga
Laugaveginn með nokkrum spræk-
um konum. Eftir að ég kom af Öræf-
unum skellti ég mér í göngu um
Fögrufjöll sem eru við Langasjó og
við enduðum á toppi Sveinstindar,
og það var unaðslegt,“ segir Jóna
Lísa og tekur fram að hún þurfi ekki
að fara langt til að finna „brjál-
æðislega staði“ og nefnir þar sem
dæmi Hrífunesheiði og Flöguheiði í
heimahögunum.
Gleymi að athuga með myrkfælni
Í lok maí stefnir Jóna Lísa á að
ganga á Hvannadalshnúk með
nokkrum vinum. „Ég sneri upp á
höndina á Sigurgeiri bróður mínum
og fékk hann til að koma með mér í
þessa þrekraun ef ég þyrfti að láta
bera fyrir mig birgðirnar svo ég
komist nú örugglega alla leið. Þetta
er tólf tíma ganga og ég hlakka
virkilega til. Það jafnast ekkert á við
fjallafriðinn, að vera laus við allt
áreiti sem ergir mann í hversdags-
lífinu.“
Jóna Lísa iðar í skinninu þegar
vorlyktin kemur í loftið og hún ætl-
ar að bruna í sveitina um helgina og
eiga góðar stundir ein með sjálfri
sér í bústaðnum. „Margir spyrja
mig hvort ég sé ekki myrkfælin þeg-
ar ég er þarna ein í svarta myrkri á
veturna en ég svara eins og satt er
að ég viti ekki hvort ég sé myrkfæl-
in af því ég gleymi alveg að athuga
það.“
FERÐALÖG | Óbyggðirnar kalla á Jónu Lísu Gísladóttur
Þrífst á návígi við fjöll
Þegar Jóna Lísa gekk um Fögrufjöll endaði hún á Sveinstindi og þar var þessi mynd tekin.
Göngugarpurinn Jóna Lísa inni við Landmannalaugar síðastliðið sumar.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is