Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BOÐUNARDAGUR Maríu er í dag, 25. mars, en í dag sendir Smekk- leysa frá sér geisladiskinn „Til Máríu“ með söng Kammerkórs Suðurlands. Á diskinum er trúarleg tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson tón- skáld og lagasmíðar hans við ærsla- vísur Æra-Tobba. Einsöngvarar á diskinum eru Hallveig Rúnars- dóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Hrólfur Sæmundsson og Sverrir Guðjónsson, en Sverrir er jafn- framt listrænn stjórnandi disksins. Undirleikari er Kári Þormar, org- anisti í Áskirkju. Kammerkór Suðurlands var stofnaður 1997 af Hilmari Erni Agnarssyni, organista og söng- stjóra í Skálholtskirkju, sem stjórn- að hefur kórnum frá upphafi. Áður hefur kórinn gefið út diskinn „Ég byrja reisu mín“. Kórinn heldur útgáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu 1. apríl kl. 15. Þar kemur fram auk einsöngv- ara og kórs gítarleikarinn Símon H. Ívarsson. Sungið „Til Máríu“ Kammerkór Suðurlands ásamt Hilmari Erni Agnarssyni. BRYNJÓLFSMESSA eftir Gunnar Þórðarson verður frumflutt í Íþrótta- akademíunni í Keflavík í dag kl. 16. Flytjendur á tónleikunum eru kórar Keflavíkurkirkju, Skálholtskirkju og Grafarvogskirkju, ásamt Barnakór Keflavíkurkirkju, Kammerkór Bisk- uptungna og Unglingakór Graf- arvogskirkju. Þá leikur hljómsveitin Jóns Leifs Camerata með söngv- urunum, en einsöngvarar í messunni eru þau Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenór og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran. „Ég skrifaði messu árið 2000 og langaði þá strax að gera aðra, og þá með latínutextanum,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið, aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að skrifa messu. „Því það er nú það sem menn hafa verið að fást við gegnum aldirnar. Hin messan var hins vegar á íslensku.“ Og er þetta þá svona skemmtilegt form að semja í? „Já, ég fann að þetta hentaði mér ágætlega. Þetta er söng- ur, ekki bara hljóðfæraleikur, og svo fannst mér áskorun að skrifa fyrir kór. Þannig var þetta reyndar allt, því þó textinn sé mikill dýrðarsöngur verða líka að vera einhver átök í mús- íkinni – það þarf að byggja upp og draga úr. Það var gaman að eiga við það,“ svarar Gunnar, sem segir þó margar fallegar stemmningar að finna í verkinu. Sú ákvörðun að kenna messuna við Brynjólf kom til nokkuð seinna, að sögn Gunnars. Hann segist hafa átt gott samstarf við kórstjóra hinna þriggja kóra sem syngja í messunni; Hákon Leifsson, sem verður stjórn- andi á öllum tónleikunum, Hilmar Örn Agnarsson og Hörð Bragason, og í samræðu við þá, eftir að ákveðið var að sameina kórana þrjá, kom upp hugmyndin að kenna messuna við Brynjólf – enda notar Gunnar texta Brynjólfs að hluta í verkinu. „Hann skrifaði á latínu, og samdi meðal ann- ars heillangan texta sem er einskonar óður til Maríu meyjar. Ég tók bara úr honum það sem passaði fyrir mig, enda held ég að hann sé einar tíu síð- ur,“ útskýrir Gunnar. „Gunna Þórðar“-melódíur Aðspurður hvort á tónlistinni sé einhver „Gunna Þórðar“-blær, eða hvort hann sé að færa sig út fyrir sitt hefðbundna svið, segir Gunnar tón- listina á vissan hátt öðruvísi en kirkjukórar séu vanir að syngja. „Fyrir mig er þetta líka aðeins öðru- vísi vinna – í staðinn fyrir þriggja mínútna lög eru kaflar í messunni allt upp í 8–9 mínútur, sem er nýtt fyrir mig. En melódíurnar eru ekkert ólík- ar mér, það held ég alls ekki. Um- gjörðin er bara önnur.“ Þannig að fólk sem er hrifið af þinni tónlist ætti að kunna að meta messuna? „Já, ég held það.“ Gunnar segist hlakka til frumflutn- ingsins, enda hafi æfingar hingað til gengið að óskum. „Það var stórt og mikið sánd maður, þegar þetta fór að hljóma,“ segir hann að síðustu. Tónlist | Brynjólfsmessa Gunnars Þórðarsonar frumflutt í Keflavík í dag „Stórt og mikið sánd“ Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Brynjólfsmessa Gunnars Þórð- arsonar verður flutt í Íþrótta- akademíunni í Keflavík í dag kl. 16. Messan verður einnig flutt í guðs- þjónustu í Skálholtskirkju annað kvöld kl. 20 og í Grafarvogskirkju, miðvikudagskvöldið 29. mars, kl. 20.30. Morgunblaðið/Ómar Sex kórar, hljómsveit og tveir einsöngvarar taka þátt í flutningi messunnar sem verður flutt þrisvar sinnum. PÉTUR Halldórsson er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, Middlesex University of London og School of Visual Arts í New York. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum bæði hér heima og er- lendis. Í dag opnar hann sýningu í Galleríi Sævars Karls. Abstrakt, meta-náttúra, veðruð skilaboð, plokkaðir fletir og mjötviður mær er meðal þess sem þar má finna. „Þetta eru nokkuð stór olíuverk, unnin með blandaðri tækni,“ segir Pétur sem hefur unnið að þessum verkum á síðastliðnum fimm árum. Hann útskýrir þessa tækni þannig að hann ber í verkið alls konar efni og svo rífur hann efnið af. Eftir rift- unina stendur eftir mynd sem er síðan meira áberandi en það sem hann hefur málað á verkið. „Þetta er svona að búa til myndir úr efni sem er talið ónýtt,“ útskýrir Pétur. Sýningin stendur yfir til 8. apríl. Pétur Halldórsson Veðruð skilaboð hjá Sævari Karli TÓNLEIKAR Schola cantorum eru í Hallgrímskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 16.00 – en ekki í dag eins og misritaðist í umfjöllun blaðsins um tónleikana í gær. Tónleikar Schola cantorum eru á morgun Í DAG leikur hin hálfíslenska Theresa Bokany fiðluleikari ásamt Adam György píanóleikara á TÍBRÁRtónleikum í Salnum í Kópavogi. Theresa, sem er ungversk í hina ættina, vakti verðskuldaða athygli þegar hún lék fyrst í Salnum ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara árið 2004. Adam György er ungur og margverðlaunaður píanóleikari frá Búda- pest. „Þetta er í annað skipti sem ég spila hér á landi, en í fyrsta skipti sem ég og Adam spilum saman opinberlega,“ segir Theresa sem er að- eins 22 ára gömul. „Ég og Adam erum æsku- vinir en við vissum þá ekki að við yrðum bæði atvinnutónlistarmenn, vinskapurinn hefur alltaf haldist í gegnum árin og núna ákváðum við að það væri kominn tími til að spila saman.“ Theresa stundar nám í fiðluleik í Þýskalandi við Tónlistaskólann í Munchen. „Ég byrjaði fimm ára að læra á fiðlu og var svo heppin að læra hjá Tibors Vargar sem var einn af meist- urum fiðlunnar á 20. öld. Þegar ég kláraði stúd- entsprófið 18 ára varð ég að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekki annað til greina en að læra meira í tónlist.“ Spilar sónötu eftir Béla Bartók Theresa ferðast núna nokkuð mikið um Evr- ópu og til Japan til að spila. „Mér finnst skemmtilegast að spila í Þýskalandi því það er svo mikið að gerast þar í klassískri tónlist. Fólkið þar þekkir klassíska tónlist mjög vel og hlustar öðruvísi á hana en annarsstaðar.“ Núna er Theresa í löngu páskafríi frá skól- anum. Auk þess að koma hingað til lands að spila mun hún dvelja í Japan í heilan mánuð við spilamennsku í fríinu. „Ég er ennþá í grunn- námi og á eftir tvö ár af því. Að því loknu ætla ég í mastersnám.“ Á tónleikunum, sem hefjast kl. 16.00, leika Theresa og Adam samleik í c-moll, sónötu Griegs, og auk þess munu þau flytja fjögur ein- leiksverk. Theresa spilar sónötu fyrir fiðlu eftir landa sinn Béla Bartók en Adam leikur umrit- anir fyrir píanó á þremur verkum eftir Johann Sebastian Bach og Mendelssohn. „Adam spilar frekar líflega tónlist og ég spila verk eftir Bartók sem er frekar öflugt og eitt af þeim erfiðari fyrir fiðlu.“ Það verða aðeins þessir einu tónleikar í dag með þeim en Theresa vonast til að spila fyrir Íslendinga fljótt aftur. Tónlist | Ungir tónlistarmenn á Tíbrártónleikum í Salnum Æskuvinir leika saman sónötu Griegs Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Þetta er í annað skipti sem ég spila hér á landi, en í fyrsta skipti sem ég og Adam spilum saman op- inberlega,“ segir Theresa sem er aðeins 22 ára gömul, en þau Adam eru æskuvinir. Miðasala á tónleikana fer fram í síma 570-0400 og á netinu á www.salurinn.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.