Morgunblaðið - 25.03.2006, Page 33

Morgunblaðið - 25.03.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 33 UMRÆÐAN RÁÐHERRAR segja stundum: „við vorum kosnir til að taka ákvarðanir“. Það er alls ekki rétt. Það var flokksstjórn sem ákvað að tefla þeim fram sem ráðherraefn- um að kosningum loknum. Flokks- stjórnir eru ekki kosnar af al- menningi heldur fámennum landsfundum stjórnmálaflokka. Þingmenn eru kosnir til að setja landinu lög Ráðherrar eiga bara að fram- kvæma það sem lögin fela þeim að gera. Einföld breyting og nauðsynleg á stjórn- arskránni er sú að banna að þingmenn séu ráðherrar. Þing- menn eru afar illa fallnir til að vera ráð- herrar. Það er svo freistandi að nota skattpeninga til að kaupa sér vinsældir með misvitr- um og glórulausum hugmyndum. Stjórnarskráin er fljótlesin, átta- tíu greinar og einni betur. Hún er auðskiljanleg og á sér hliðstæðu í lögum flestra félaga á landinu nema að í stjórnarskránni kemur hvergi fram til hvers við erum hér á þessari eyju. Fyrsta grein segir að stjórn skuli vera þingbundin. Það þýðir að meirihluti þings þarf að styðja stjórnina. Þetta kalla menn þing- ræði og telja best leyst með að meirihluti þings skipi ríkisstjórn. Næstu tuttugu og átta greinar fjalla um forsetann. Hann er hand- hafi framkvæmdavaldsins. Það þýðir að ráðherrar eru skipaðir af forseta og stjórna í hans umboði en ekki öfugt. Ef hann segir „þetta er ekki gott ráðherraefni, ég skipa hann ekki“ þá verður sá maður ekki ráðherra. Réttur ráðherra er ekki mikill samkvæmt stjórnarskrá. Af áttatíu og einni grein stjórnarskrárinnar fjallar bara ein um réttindi ráð- herra og segir þar að þeir megi taka þátt í störfum þingsins en hafi ekki atkvæðisrétt nema að þeir séu þingmenn líka. Þingbönd eða þing- ræði, þýðir ekki að ráðherrar eigi að vera þingmenn. Í stjórn- arskránni segir bara að menn /konur/ ráðherrar þurfi að vera þingmenn til að mega greiða atkvæði á þingi. Tuttugu og átta greinar fjalla um þing og þingmenn. Athygli vekja greinar 38, 51, og 55 en þær sýna að ekki er sjálf- gefið að þingmenn séu ráðherrar. Utanþingsstjórn er ekki nefnd í stjórnarskrá, en greinilega gert ráð fyrir henni þar sem ráðherra sem ekki er þingmaður og því án atkvæðisréttar á þingi er jú klár- lega „utan þings“. Þrjár greinar fjalla um dóms- vald og þrjár um kirkjuvald. Ein grein fjallar um skattamál, ein um sveitarstjórnir. Ein grein fjallar um lagabirtingar og tvær greinar um stjórnarskrána sjálfa. Ellefu greinar stjórnarskrárinnar eða sem næst 1 / 8 fjalla um mannrétt- indi. Þar ber auðvitað hæst 65. greinina, sem er fallegasta grein stjórnarskrárinnar: ,,Allir skulu vera jafnir fyrir lög- um og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, lit- arháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karl- ar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna.“ Þetta er grein sem hafa ætti yfir á hverjum morgni á öllum heim- ilum og í öllum skólum landsins. Forseti er fullkomlega frjáls að því að velja ráðherra. Hann verður bara að hafa samþykki meirihluta þings fyrir vali sínu. Sá meirihluti getur legið þvert á flokkslínur. Væri líklega hollast að hann gerði það, því það er kominn tími til að brjóta niður flokksræðið á Íslandi. Allir ráðherrar líka forsætisráð- herra þiggja embætti sitt frá for- seta. ,,Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“. Stj.skr. 15. grein. Þetta þýðir að forsetinn gæti strax á morgun skipt út þeim ráð- herrum sem verst standa sig og fengið okkur aðra betri í staðinn. Mikið væri óskandi að hann gerði það. Nýja ráðherra takk! Stefán Benediktsson fjallar um stjórnskipun og vald forsetans ’Þetta þýðir að forsetinngæti strax á morgun skipt út þeim ráðherrum sem verst standa sig og fengið okkur aðra betri í staðinn.‘ Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og frambjóð- andi í borgarstjórnarkosningum í vor. SAMKVÆMT frásögn Fréttablaðsins 22. marz sl. lýsti forsætisráðherra yfir því, í al- þingi deginum áður, að rík- isstjórnin bæri ekki ábyrgð á þeim miklu væntingum, sem ríkja um stóriðju. Það væri fólk á Norðurlandi, á Reykjanesi og í Hafnarfirði sem væri að biðja um stóriðju. Þá vita menn það. En hversvegna skyldi fólk vera að óska eftir atvinnufyr- irtækjum í byggðarlög sín? Tóku menn ekki eftir svörum ungra manna á Húsavík, þegar þeir voru spurðir í sjónvarpi um afstöðu sína til álverksmiðju og hvers vegna þeir fögnuðu slík- um áformum? Þeir svöruðu: Kvótinn er far- inn og rækjan er farin. Auðvitað flýja íbúar sjáv- arplássanna þegar aðalat- vinnuvegurinn er brotinn á bak aftur. Þeir neyðast til að yf- irgefa verðlausar eignir sínar eða selja þær við smánarverði. Þarf að fara í grafgötur með hver ber alla ábyrgð á þeim hörmungum, sem kvótakerfi fiskveiða hefir leitt yfir lungann úr sjávarþorpum landsins? Þess þarf auðvitað ekki, þar sem ráðstjórnarmenn hæla sér af kerfinu og kalla hið bezta í veröldinni. Og nýi sjávarútvegs- ráðherrann predikar yfir Norð- mönnum og lýsir því fjálglegur fyrir þeim, hvernig fisk- veiðistjórnunarkerfið hafi ,,stuðlað að eflingu byggðar í sjávarþorpum“ (sbr. Mbl. 18. feb. 2006). Á þessum sama þingfundi lagði forsætisráðherrann áherzlu á, ,,að ekki hafi verið samið um neinar aðrar stór- iðjuframkvæmdir en þær á Reyðarfirði og Grundartanga.“ Húsvíkingar þurfa að muna eftir þessum ummælum þegar Framsókn fer að betla um at- kvæði þeirra í næstu alþing- iskosningum, enda munu fram- bjóðendur flokksins reyna að telja fólki trú um að reist verði álver við Húsavík. Það var hræddur forsætisráð- herra, sem talaði í alþingi á vor- jafndægri. Skelfingu lostinn við þá ógnarspennu, sem hætta er á að muni sliga efnahagskerfið. Og greip í það hálmstrá að kenna fjölmiðlum um að fara of- fari í fréttum af áliti grein- ingadeilda heimskunnra fyr- irtækja eins og Merill Lynch og Fitch Ratings! Reyndar sleit Morgunblaðið hálmstráið úr höndum hans í leiðara daginn eftir. Það er ekki að undra þótt ráðstjórnarmenn vilji víkja sér undan ábyrgð, eins og nú er komið. Það mun þeim hinsvegar ekki takast. Svo staurblind er þjóðin ekki. Sverrir Hermannsson Ekki benda á mig! Höfundur er fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Sheer Driving Pleasure BMW X5 www.bmw.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.