Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 34
G eir H. Haarde utanrík- isráðherra átti fund með Sergei V. Lavr- ov, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í gær. Meðal þess sem ráðherrarnir ræddu var hin nýja staða sem upp er komin í varnarmálum Íslands. Geir segir að Lavrov hafi verið sér sammála um að mikilvægt væri að stöðugleiki ríkti á N- Atlantshafi. Lavrov bauðst á fund- inum til að selja Íslendingum tæki og búnað frá Rússlandi sem tengj- ast vörnum landsins, m.a. þyrlur. Ræddu tvíhliða samskipti Langt er síðan þessi fundur Rússlands og Evrópusamb (ESB). Hvað svæðisbundn vinnu varðar ræddu ráðhe um Eystrasaltsráðið, en Í situr þar nú í forsæti, og fund þess sem haldinn ver Reykjavík í júní nk. og um urskautsráðið en þar situr land nú í forsæti. Auk þes uðu ráðherrarnir um mále Barentsráðsins og norðlæ ESB en að henni standa R Norðmenn og Íslendingar ESB. Loks ræddu þeir sa Rússlands og Atlantshafs- bandalagsins en bandalag um tveggja ára skeið haft skrifstofu í Moskvu. Ráðherrarnir skiptust á unum um málefni Írans en hafa Rússar haft ákveðið ráðherranna var ákveðinn, en á fundinum ræddu þeir um tvíhliða samskipti ríkjanna, svæðisbundna samvinnu og alþjóðamál. Ráðherr- arnir ræddu samskipti ríkjanna á sviði viðskipta- og efnahagsmála, fiskveiða, flugsamgangna, menn- ingarmála, orkumála og samvinnu Íslands við nokkur héruð í Rúss- landi. Viðræður um loftferðasamn- ing tengist hugmyndum um beint flug milli Íslands og Péturs- borgar. Ráðherrarnir voru sam- mála um að kannaðir skyldu möguleikar þess að gera nýjan menningarsamning milli ríkjanna en núverandi samningur er frá 1961, samning um samvinnu á sviði orkumála og nýjan vega- bréfasamning sem myndi grund- vallast á nýgerðum samningi Bauðst til að selj Íslendingum tæk Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisrá Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Sergei V. Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddu m.a. á fundi sínum í Moskvu í gær um nýja stöðu í varnarmálum Íslands. Geir sagði að Lavrov hefði verið sér sammála um að mikilvægt væri að stöðugleiki ríkti á N-Atlantshafi. Geir H. Haarde ræddi við Sergei V. Lavrov, utanríkisrá Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is UPPLÝSINGAR UM EINSTAKLINGINN Fjármálaeftirlitið hefur sentfrá sér dreifibréf til líftrygg-ingarfélaga þar sem segir að það sjái ekki ástæðu til að gera at- hugasemdir við að tryggingarfélög óski upplýsinga um heilsufar og þar á meðal fjölskyldusögu þess sem óskar eftir persónutryggingu á borð við líf- eða sjúkdómatryggingu. Seg- ir að eftirlitið telji að það gæti þó þurft að taka til athugunar verklag tryggingarfélaga við úrvinnslu upp- lýsinga um heilsufar. Þessi niðurstaða Fjármálaeftir- litsins er algerlega á skjön við álit Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu í haust að trygg- ingarfélögum sé óheimilt að afla upplýsinga um ættgenga sjúkdóma þeirra, sem óska eftir að kaupa til dæmis líf- eða sjúkdómatryggingu. Persónuvernd vísar í áliti sínu til laga um vátryggingar þar sem segir í 2. mgr. 82. gr: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er félaginu óheimilt, fyrir eða eftir gerð samnings um persónu- tryggingu, að óska eftir, afla með einhverjum öðrum hætti, taka við eða hagnýta sér upplýsingar um erfðaeiginleika manns og áhættu á því að hann þrói með sér eða fái sjúkdóma. Félaginu er einnig óheim- ilt að óska eftir rannsóknum sem teljast nauðsynlegar til þess að kost- ur sé á að fá slíkar upplýsingar. Framangreint bann gildir þó ekki um athugun á núverandi eða fyrra heilsufari mannsins eða annarra ein- staklinga.“ Fjármálaeftirlitið telur að þessi málsgrein komi ekki í veg fyrir að tryggingarfélög óski upplýsinga um fjölskyldusögu, en samkvæmt áliti Persónuverndar getur ákvæði um undantekningu frá bannreglu ekki haft í för með sér að meginreglunni sé útrýmt. Meðferð persónulegra upplýsinga er viðkvæm og vandasöm. Deilan milli Persónuverndar og Fjármála- eftirlitsins ber því vitni hversu mik- ilvægt það er að lagabókstafurinn sé skýr og afdráttarlaus. Samkvæmt túlkun Fjármálaeftirlitsins hefur sú málsgrein vátryggingarlaga, sem vitnað er til hér fyrir ofan, enga merkingu. Í upphafi hennar er það bannað, sem síðan er leyft í síðustu setningu hennar. Það getur ekki hafa verið ætlun löggjafans að leggja bann við því að tryggingar- félög afli sér tiltekinna upplýsinga í einni andránni og veita síðan alls- herjarundantekningu frá banninu í þeirri næstu. Á Íslandi gætir um þessar mundir ríkrar tilhneigingar til þess að veita ótakmarkaðan að- gang að upplýsingum um einstak- linga. Þetta á við um stofnanir og – eins og tryggingarfélögin í þessu til- felli – fyrirtæki. Aðfinnslur Per- sónuverndar má hins vegar ekki af- greiða sem kvabb. Einstaklingurinn á að hafa vald á upplýsingum um sjálfan sig í eins miklum mæli og unnt er. Það á að vera á hans valdi hvaða upplýsingar hann lætur af hendi umfram það sem sanngjarnt má teljast og eðlilegt í viðskiptum, hvort sem það er við tryggingarfélag eða aðra. Og lög um meðferð upplýs- inga eiga að vera þannig úr garði gerð að þau séu afdráttarlaus og engar smugur að finna. 34 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í TVEIMUR nýlegum greinum í Morgunblaðinu hef ég sýnt að skattbyrði almennings á Íslandi hefur aukist óvenju mikið á síð- ustu árum. Einnig að skattbyrðin jókst langmest hjá lágtekju- og meðaltekjufólki, en lækkaði hjá hátekjufólki og stóreignafólki. Í þessari grein mun ég sýna hvern- ig þessi þróun hefur komið við tvo þjóð- félagshópa: eldri borgara og öryrkja. Eldri borgarar Ellilífeyrir al- mannatrygginga hef- ur ekki hækkað til jafns við lágmarks- tekjur á vinnumarkaði frá 1995. Verra er þó að skattbyrði lífeyr- isþega hefur aukist stórlega. Þetta hefur gert að verkum að kaupmáttur margra eldri borgara hefur aukist mun minna en hjá landsmönnum almennt. Eldri borgarar hafa því ekki fengið að njóta góðærisins til jafns við aðra. Á mynd 1 er sýnt hvernig eldri borgarar sem hafa hámarkslífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eru sífellt að greiða skatt af stærri hluta tekna sinna. Eins og sést á myndinni fóru skattleysismörkin (bláu súlurnar) að rýrna í krónutölu frá og með 1993 og drógust svo aftur úr líf- eyrinum og launaþróuninni í þjóðfélaginu. Það gerði að verk- um að þessir lífeyrisþegar misstu smám saman skattfrelsi sitt. Há- markslífeyrir frá TR var skatt- frjáls til ársins 1996 en frá 1997 hefur skattlagning hans aukist með sívaxandi þunga. Það er tímabilið þar sem gráa svæðið fer upp fyrir bláu súlurnar, til hægri á mynd 1. Ef skattleysismörk hefðu fylgt launaþróuninni, eins og eðlilegast hefði verið, væru þau nú um 130.000 krónur og bláu súl- urnar árið 2006 væru vel fyrir ofan línu ellilífeyrisins á myndinni. Ellilíf- eyririnn væri þá skattfrjáls í dag eins og hann var fram til ársins 1996. Það virðist því sem Íslendingar vilji ekki veita ellilífeyr- isþegum sambæri- leg skattkjör í dag og þeir höfðu 1996 og fyrr. Árið 2006 lítur dæmið hjá elli- lífeyrisþeganum svona út: Há- markslífeyrir einhleyps eldri borgara er 108.620 krónur á mánuði. Af þessum tekjum greið- ir hann nú 10.860 krónur í skatt á mánuði, eða 130.300 krónur á ári. Það er ígildi fimm til sex vikna tekna sem hann þarf að gefa eftir í skatt, umfram það sem hefði þurft 1996 og fyrr. Ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþeg- ans eru nú 97.766 krónur á mán- uði, sem varla telst mikið til að lifa af í einu dýrasta landi heims. Nærri lætur að um þriðjungur eldri borgara á Íslandi bú við kjör sem eru svipuð e illega betri en þetta. Ef eldri borgarar sem þ lifa af lífeyri almannatryg hefðu fengið að búa áfram skattbyrði áranna 1988 til væru kjör þeirra umtalsv en er í dag. Það hefði ger skattleysismörk hefðu fyl launaþróuninni í landinu. Fjármálaráðherra lands ir hins vegar að skattar h lækkað á þessum tíma. E borgarar vita betur. Öryrkjar Í rannsóknarvinnu minn gerð skýrslunnar Örorka ferð á Íslandi, sem birt va desember síðastliðinn, kom að því að afkoma öryrkja ekki batnað jafnmikið og Vaxandi skattbyrði eld Eftir Stefán Ólafsson Stefán Ólafsson Mynd 2: Skat Gre 7.4 8.0 9 0.0 2.0 4.0 6.0 8.0 10.0 12.0 14.0 16.0 18.0 1995 1996 19 % Úrvinns NORÐMENN Á FJÖLLUM Í bílablaði Morgunblaðsins í gær ersagt frá hópi 22 Norðmanna, sem komu hingað um liðna helgi til þess að aka á fjöll. Í umfjölluninni kemur fram að jeppamenning sé með allt öðru sniði í Noregi en hér á landi. Í Noregi er bannað að aka til fjalla eða upp á jökla til að láta reyna á jeppana, þótt fyrir hendi sé áhugi fyrir jeppa- mennsku við erfiðar aðstæður. „Það er bannað að aka í skógum eða á fjöllum þótt það sé leyfilegt á Ís- landi,“ segir Trygve Haug, sem var í för með Norðmönnunum. Hann byrj- aði á að taka félaga sína með sér og aka í skíðabrekku fyrir utan Ósló. Fyrir þremur árum stofnaði hann jeppaklúbb og eru nú 170 félagar í honum. „Við leikum okkur ekki leng- ur í skíðabrekkunni heldur hefur ver- ið útbúið torfærusvæði fyrir okkur í Svastad þar sem við fáum að leika okkur í skóginum og fjöllunum,“ segir Haug í greininni. Það hlýtur að vera alvarlegt um- hugsunarefni þegar Norðmenn eru farnir að leita til Íslands til að gera það, sem þeim er bannað að gera heima hjá sér. Það er ekki að ástæðu- lausu, sem Norðmenn banna akstur í skógum og á fjöllum. Það er gert til þess að vernda umhverfið og náttúr- una. Hér komast menn hins vegar í feitt á jeppunum sínum. Íslensk náttúra er ekki síður við- kvæm en norsk og hún hlýtur því að eiga skilið sömu vernd og sú norska. Og náttúran er ef til vill ekki síst við- kvæm þegar vetur eru mildir eins og nú og jörð er víða auð þar sem í venju- legu árferði mætti búast við snjó. Þá má búast við því að jarðvegurinn sé sérstaklega viðkvæmur vegna þess að það er frost í jörðu þannig að vatn- ið kemst ekki niður í jörðina og yf- irborðið breytist í drullusvað, sem þungir jeppar spæna upp. Það er athyglisvert að Trygve Haug og félagar geta þó fengið útrás fyrir áhuga sinn á því að aka jeppum í sínu heimalandi. Eins og kom fram hér fyrir ofan hefur verið útbúið handa þeim torfærusvæði þar sem þeir fá að leika sér, svo notað sé orða- lag Haugs. Ef til vill er þetta leið til þess að eigendur jeppa geti fengið út- rás, en umhverfið notið verndar. Hægt væri að útbúa sérstök svæði þar sem hentaði að aka um á jeppum hvernig sem árar. Markmiðið væri fyrst og fremst að vernda umhverfið fyrir ágangi, en einnig mætti líta á það sem öryggisatriði að á slíku svæði mætti gera ráð fyrir því að allar hætt- ur væru kunnar og því öruggara að fara þar um, en utan þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.