Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 35
gæta á N-Atlantshafi hljóti að
hafa áhuga á að þar ríki stöð-
ugleiki. Hann tók undir það. Það
er í allra þágu að þessi mál leysist
sem fyrst.
Rússar nefndu einnig alveg eins
og Frakkarnir, sem ég hitti fyrir
skömmu, að þeir gætu selt okkur
tæki og búnað,“ sagði Geir.
Áður en fundur utanrík-
isráðherranna hófst lagði Geir H.
Haarde utanríkisráðherra blóm-
sveig á gröf óþekkta hermannsins
í Moskvu. Utanríkisráðherra
heimsótti einnig skrifstofu Actavis
í Moskvu og kynnti sér starfsemi
hennar á Rússlandsmarkaði.
Geir mun eftir helgina hitta ut-
anríkisráðherra Þýskalands og
ræða við hann m.a. um varnarmál
Íslands.
kvæði. Einnig ræddu þeir málefni
Sameinuðu þjóðanna og framboð
Íslands til Öryggisráðsins. Geir
sagði að venjan væri að ríki sem
eru með fast sæti í Öryggisráðinu
gæfu ekki upp afstöðu sína varð-
andi kosningu nýrra ríkja í ráðið,
en Lavrov hefði farið mjög vin-
samlegum orðum um það hlutverk
sem Ísland gæti gegnt á þessum
vettvangi. Lavrov er fyrrverandi
sendiherra Rússlands hjá Sþ.
Stöðugleiki á N-Atlantshafi
mikilvægur
„Ég gerði honum nokkuð ít-
arlega grein fyrir nýrri stöðu í
varnarmálum á Íslandi. Rússar
hafa auðvitað mikinn áhuga á
þeim málum. Ég sagði við hann að
allir þeir sem eiga hagsmuni að
bandsins
na sam-
errarnir
sland
leiðtoga-
rður í
m Norð-
r Rúss-
ss fjöll-
efni
æga vídd
Rússar,
r auk
amskipti
-
gið hefur
t opna
á skoð-
n þar
frum-
ja
ki og búnað
Reuters
áðherra Rússlands, áttu fund í Moskvu í gær.
áðherra Rússlands
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 35
úi í dag
ða lít-
þurfa að
gginga
m við
l 1996
ert betri
rst ef
gt
sins seg-
hafi
ldri
ni við
og vel-
ar 1.
mst ég
hefur
hjá íbú-
um landsins almennt á síðustu tíu
árum. Ein af ástæðum þess er sú
að öryrkjar, sem margir voru
með litla eða enga skattbyrði árið
1995, voru farnir að greiða um-
talsverðan hluta af tekjum sínum
í skatta árið 2004, samkvæmt nið-
urstöðum Hagstofu Íslands á
greiningu allra skattframtala í
landinu.
Í skýrslunni kom t.d. fram að
einhleypir öryrkjar höfðu að jafn-
aði greitt rúmlega 7% af heildar-
tekjum sínum í skatt árið 1995 en
árið 2004 voru þeir farnir að
greiða um 17% af tekjum sínum í
skatt. Á mynd 2 er sýnt hvernig
skattbyrði öryrkja jókst á tíma-
bilinu. Þar eru taldar allar tekjur
öryrkja samanlagðar (frá al-
mannatryggingum, lífeyrissjóðum
og atvinnutekjur) og nettóskatt-
greiðslur sýndar sem hlutfall af
heildartekjum. (Nettóskattar eru
tekjuskattar og eignaskattar
samanlagðir að frádregnum
barna- og vaxtabótum). Þetta er
mikil aukning á skattbyrði, úr 7%
í 17%, sem hefur haft mjög nei-
kvæð áhrif á afkomu öryrkja í
landinu.
Öryrki sem einungis lifir af líf-
eyri frá Tryggingastofnun rík-
isins var skattfrjáls frá 1988 til
1996, en hefur síðan þá greitt sí-
vaxandi skatta af hámarkslífeyr-
inum, líkt og eldri borgarar.
Í dag lítur dæmið svona út hjá
einhleypum öryrkja sem lifir ein-
ungis á lífeyri frá almannatrygg-
ingum: Hafi hann orðið öryrki 18
ára eða yngri fær hann hærri líf-
eyri en eldri borgarar því aldurs-
tengda uppbótin leggst til fulls
ofan á hámarkslífeyrinn, alls kr.
132.590 á mánuði. Af þessu greið-
ir hann nú kr. 19.660 í skatta á
mánuði (alls 235.900 kr. á ári).
Ráðstöfunartekjur hans eru því
112.930 kr. á mánuði. Flestir ör-
yrkjar eru hins vegar með lægri
lífeyri en þetta frá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Ef skattleysismörk hefðu fylgt
launaþróuninni, eins og eðlilegast
hefði verið, væri öryrki með há-
markslífeyri frá TR nærri skatt-
laus í dag eins og hann var 1996
og fyrr. Hann hefði því um
235.000 krónum meira í ráðstöf-
unartekjur á ári en nú er.
Aldurstengda uppbótin, sem
samið var um milli Öryrkja-
bandalagsins og ríkisstjórn-
arinnar skömmu fyrir kosningar
2003, nemur nú kr. 22.870 á mán-
uði. Þegar búið er að draga
skattinn (kr. 19.660) frá lífeyri
þess öryrkja sem fær hámark ör-
orkulífeyris frá ríkinu heldur
hann um 3.200 krónum eftir af
uppbótinni. Megnið af upphæð
aldurstengdu uppbótarinnar
rennur því aftur til ríkisins í
formi skatta. Þannig hefur aukna
skattbyrðin étið upp kjarabætur
sem ríkisstjórnin samdi um að
veita öryrkjum.
Er það sjálfsagt að leggja svo
auknar skattbyrðar á lág-
tekjufólk eins og öryrkjar sann-
arlega eru?
Í hópi öryrkja eru meðal ann-
arra blindir, hreyfihamlaðir,
heyrnarlausir, þroskaheftir, geð-
fatlaðir, fólk sem hefur slasast
illa í umferðarslysum og fólk sem
glímir við afleiðingar erfiðra
sjúkdóma.
Skattlagning fátæktar
Þróun skattlagningar á Íslandi
á síðustu árum ætti að vera
mörgum umhugsunarefni, af
ýmsum ástæðum. Þjóðinni hefur
verið sagt að skattar væru að
lækka. Þvert á móti hafa skattar
á almenning hækkað meira en í
nokkru öðru OECD-ríki frá 1995
til 2004, um leið og skattar á fyr-
irtæki og stóreignafólk hafa
lækkað. Rýrnun skattleysismark-
anna hefur fært skattheimtuna
sífellt neðar í tekjustiga þjóð-
arinnar, þannig að lágar tekjur
sem áður voru skattfrjálsar eru
nú skattlagðar í sívaxandi mæli.
Lægsti lífeyrir og lægstu tekjur
á vinnumarkaði eru ekki lengur
skattfrjáls, þó erfitt sé að draga
fram lífið á þeim kjörum.
Fólk sem hefur kjör undir fá-
tæktarmörkum er farið að greiða
skatta, án þess að kjarastaða
þess hafi á nokkurn hátt batnað
umfram kjör annarra í þjóðfélag-
inu. Í reynd hafa kjör lág-
tekjufólksins dregist afturúr
kjörum meðal- og hátekjufólks.
Hvaðan kom annars sú hug-
mynd að gera fátæktarkjör að fé-
þúfu fyrir skattakló hins op-
inbera?
dri borgara og öryrkja
’Er það sjálfsagt aðleggja svo auknar skatt-
byrðar á lágtekjufólk
eins og öryrkjar sann-
arlega eru? ‘
Höfundur er prófessor við
Háskóla Íslands.
ttbyrði einhleypra öryrkja 1995 til 2004
iddir skattar sem % heildartekna
.2
9.9
11.9 12.1
14.3 13.9
14.6
17.1
997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
sla Hagstofu Íslands úr öllum skattframtölum öryrkja
Mynd 1: Vaxandi skattlagning ellilífeyris frá 1997
0
20.000
40.000
60.000
80.000
100.000
120.000
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006
K
r.
á
m
á
n
u
ð
i
-
v
e
rð
la
g
h
v
e
rs
á
rs
Ellilífeyrisþegi: hámarkslífeyrir í krónum
Skattleysismörk
Skattaður hluti lífeyris
Lífeyrir skattfrjáls til 1996
MARSMÁNUÐI fylgir gjarnan
sú tilfinning að vorið sé rétt
handan við hornið. Það birtir
bæði í náttúrunni og í sálartetr-
inu við þá tilhugsun og af og til
verða sporin manns svo undurlétt
og leikandi – rétt eins og vorið
sjálft sé í kroppnum.
Hugurinn hvarflar aftur í tím-
ann, um 28 ár. Páskarnir voru
snemma á ferðinni það árið, skír-
dagur var hinn 23.
mars. Það var fal-
legur dagur með vori
í lofti og lítill drengur
ákvað að tími væri
kominn til að leggja
af stað í lífsferðalagið
stóra. Ferðalag sem
átti eftir að leiða
hann um ljúfar götur
og hættuleg einstigi
og að lokum í svart-
nætti sem engu eirði
og gleypti líf hans áð-
ur en það fyllti tvo
tugi ára.
Þó svo það séu orðin átta ár
frá því hann ákvað að lífið væri
ekki þess vert að lifa því er
minningin um daginn skelfilega
þegar ég frétti lát hans jafn
sterk og það hefði gerst í gær.
Lítill drengur með fallegt bros er
mér sífellt í huga. Einhvern veg-
inn tekst tímanum ekki að skæna
yfir sárið stóra sem varð til þeg-
ar hann hvarf. Fyrst í undir-
heima borgarinnar og svo yfir
móðuna miklu, rétt fyrir tvítugs-
afmælið sitt.
Í hvert sinn sem ég sé frétt um
ungt fólk á afbrotabraut, heim-
ilislaus ungmenni og skelfilegar
afleiðingar eiturlyfjanotkunar fæ
ég sting í hjartað. Ég fyllist reiði
í garð þjóðfélags sem getur leyft
ungu fólki að vera á götunni, sem
horfir á ung líf tapast vegna þess
að annað er í forgangi.
Mig langar til þess að skamm-
ast út í kerfið sem er svo lokað í
sínum fílabeinsturni að það sér
ekki vandann. Kerfi sem er
stundum svo ósveigjanlegt að
ekkert pláss er fyrir einstakling-
inn og segir blákalt að enginn
vandi sé til staðar nema hann sé
til í skýrslum.
Við, foreldrar þeirra barna og
ungmenna sem farið hafa þessa
leið; að nota eiturlyf og/eða
stunda afbrot, jafnvel farið á ver-
gang og í kjölfarið tekið eigið líf,
berjumst alla daga við hugsunina:
Hvað ef?
Hvað ef strax í leikskóla og
barnaskóla væri tekið á
vanda sem ljóst er að verð-
ur miklu stærri síðar?
Hvað ef til
væri stuðn-
ingskerfi sem
bregst við því
að það eru
ekki allir eins
Hvað ef hver
fjölskylda
fengi utan um
sig stuðnings-
net fagfólks
sem legði
brautina sem
fjölskyldan svo
gengi eftir?
Hvað ef rétt-
arkerfið áttaði sig á því að
fullorðinsfangelsi eru ekki
fyrir börn?
Hvað ef-in eru mörg og hægt
að halda lengi áfram. Þau snúa
líka að okkur sjálfum: Hvað gerði
ég rangt? Af hverju breytti ég
svona en ekki hinsegin? Var ég
ómögulegt foreldri? Hverju hefði
það breytt ef … ?
Betur má ef duga skal
Það hefur ýmislegt áunnist á
undanförum árum og endalaust
er reynt að finna ný ráð, nýjar
leiðir. En mitt álit er að miklu
meira þurfi að gera. Um það bera
vitni þau fjölmörgu ungmenni
sem bíða meðferðar vegna neyslu
á fíkniefnum og þeir alltof mörgu
sem enn eiga hvergi sínu höfði að
halla.
Ég vil skora á alla þá sem ein-
hverju ráða að taka höndum sam-
an og ekki gleyma því að horfa á
einstaklinginn um leið og búnar
eru til stærri lausnir. Þegar um
líf og framtíð barnanna okkar er
að tefla á ekki að telja krónur og
aura. Til þess er líf þeirra of mik-
ils virði.
Kæra foreldri sem átt barn í
vanda. Það er sárara en orð geti
lýst að horfa á eftir barninu sínu
stefna í glötun og finna sig van-
máttugan. Að bíða alla daga eftir
að heyra frá lögreglu sem til-
kynnir að það sé í gæslu vegna
afbrota, að kvíða því stöðugt að
næsti gestur sé sá sem tilkynnir
lát barnsins og vita um leið að nú
sé öll von úti.
Ekki reyna að heyja þessa bar-
áttu á eigin spýtur. Leitaðu
stuðnings, talaðu við aðra for-
eldra í sömu sporum, talaðu við
alla þá sem hugsanlega geta
styrkt þig og aðstoðað og skilja
hvað það er sem þú gengur í
gegnum.
Leggðu þitt lóð á vogarskál-
arnar svo hægt sé að koma í veg
fyrir að fleiri tapi lífinu í þessari
baráttu.
Kæri unglingur. Áður en þú
tekur ákvörðun um að prófa eit-
urlyf og kannski fara inn á af-
brotabraut, hugleiddu um stund
hvað það getur kostað þig og fjöl-
skyldu þína. Mundu að þú átt
foreldra, systkini og aðra ætt-
ingja sem finna til vitandi það að
þú ert á slóðum sem geta valdið
þér miklu tjóni. Ég veit að þetta
er þér ekki efst í huga þegar að
því kemur að skemmta sér en
reyndu samt. Fyrir mömmu og
pabba sem elska þig meira en allt
annað.
Lífið er allt of dýrmætt til þess
að kasta því á glæ fyrir and-
artaks glys.
Minningin ein eftir
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur ’Einhvern veginn teksttímanum ekki að skæna
yfir sárið stóra sem varð
til þegar hann hvarf.
Fyrst í undirheima
borgarinnar og svo yfir
móðuna miklu, rétt fyrir
tvítugsafmælið sitt.‘
Vigdís Stefánsdóttir
Höfundur er blaðamaður og
stundar nám í Cardiff.
Á FUNDI Geirs H. Haarde og
Sergei Lavrov bar tengsl
Lavrovs við Ísland á góma,
en þannig er að móðir hans
vann í gamla utanríkisvið-
skiptaráðuneytinu í Sov-
étríkjunum og annaðist þar
Íslandsviðskipti. „Það eru
áreiðanlega ýmsir sem tóku
þátt í þeim viðskiptum á sín-
um tíma sem muna eftir
henni. Lavrov sagði mér að
hann hefði snemma áttað sig
á Íslandi og fékk sem strákur
íslenska ullarpeysu. Móðir
hans kom nokkrum sinnum
til Íslands,“ sagði Geir.
Lavrov gekk
í íslenskri
ullarpeysu