Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 37

Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 37 UMRÆÐAN UMFJÖLLUN um dómsmál í fjölmiðlun gerist sífellt fyrirferð- armeiri og má hafa það til marks um vaxandi hlut dómsvaldsins í mótun réttarins, en sá hængur er þó á að fjölmiðlar virðast tæp- lega valda þessu verk- efni. Allt of oft nær hún ekki lengra en að fréttamaður tekur tali lögmann sem flutt hef- ur mál og hann lýsir síðan skoðun sinni; hins vegar stendur það á sér að rökstuðning- urinn í dóminum sjálf- um sé reifaður og skili sér til almennings. Tapsárir lögmenn fá tækifæri til að koma gagnrýni sinni á fram- færi, þannig að stund- um er svo að skilja sem dómarar séu úti á þekju við störf sín. Fjölmiðlamenn geta vafalaust borið því við, að þeir eigi óhægt um vik að koma röksemd- um dómara á framfæri í stuttu og skýru máli, enda þurfi tíma og sér- kunnáttu til. Ef sú er raunin verður fjölmið- ill sem vandur er að virðingu sinni að ráða kunnáttumenn til starfa; öðrum kosti verða dómstólar koma sér upp blaðafulltrúa. Af skoðanakönnunum má ráða að dómstólar njóti ekki fulls trausts almennings og má vafalaust um kenna ófullnægjandi fréttaflutn- ingi og óheppilegri umræðu. II Mánudaginn 20. marz var haldinn fundur í Háskólanum í Reykjavík um sýknudóm Héraðsdóms Reykja- víkur 15. marz sl. í svokölluðu Baugsmáli og er frásögn að fund- inum í Morgunblaðinu 21. marz sl. Framsögu höfðu þau Áslaug Björg- vinsdóttir dósent við lagadeild og Stefán Svavarsson dósent við við- skiptadeild. Niðurstaða beggja var sú að dómurinn hafi túlkað 43. gr. laga nr. 144/1994 um ársreikninga of þröngt og því sé hæpið að dómurinn fái staðizt. Síðan fara þau um víðan völl. Áslaug með skírskotun til Evr- ópuréttar, meðal annars hvort „4. tilskipun félagaréttar Evrópusam- bandsins sé lögleidd með réttum hætti í okkar regluverk“ og Stefán með vísan til þess að fyrirtækjum beri að veita upplýsingar um hvers konar fyrirgreiðslu til tengdra aðila. Síðan er haft eftir honum: „Þá gildir einu hvort það er í einhverjum við- skiptalegum tilgangi eða ekki.“ Síð- an skírskotar hann til þess að til- gangur 43. gr. sé mikilvægur til þess að viðskipti á fjármagnsmarkaði í tengslum við fjárfestingar, hluta- bréfaviðskipti og lánveitingar geti gengið snurðulaust fyrir sig og farið fram með eðlilegum hætti. Loks varpar hann fram þeirri spurningu hvort ákvæði tilskipunar ESB séu rétt þýdd í ís- lenzkum lögum. III Það er grundvall- aratriði við túlkun texta að einstakir hlut- ar hans séu settir í samhengi við heildina. Í samræmi við þetta verður að skoða hverja lagagrein í samhengi við þau lög þar sem hún er og lögin í samhengi við það svið lögfræð- innar þar sem þeim er skipað. Þannig kann svo að fara að sama eða samhljóða ákvæði verði ekki túlkuð á sama veg eftir því á hvaða sviði úrlausnarefnið er. Hin- ir ákærðu voru sýkn- aðir af ákæru meðal annars fyrir brot á 43. gr. laga um ársreikn- inga sem varðað getur allt að 6 ára fangelsi. Málið er með öðrum orðum refsimál og snýst þá um hvort 43. gr. sé fullnægjandi refsiheimild. Í VIII. kafla dómsins er skírskotað til „viðurkenndra sjónarmiða um skýr- ingu og beitingu refsiheimilda í ís- lenzkum rétti…“ Þau sjónarmið sem þar skal hafa í huga eru einkum, að vafa beri að túlka sökunaut í hag, að refsiheimild sé skýr, framvirk og af- dráttarlaus. Af því, sem rakið er hér að framan og reist er á frásögn Morgunblaðsins, virðist ljóst, að á fundinum hafa mál ekki verið rædd á þessum grundvelli, heldur með það að leiðarljósi hvernig viðskiptalög- gjöf, félagaréttur og reiknings- skilalöggjöf geti bezt tryggt snurðu- laus viðskipti. Reifuð eru margvísleg álitamál sem þar verða fyrir, einkum hvort íslenzk löggjöf samræmist Evrópulöggjöf sem fráleitt verður talin gild refsiheimild að íslenzkum rétti. Allt styður það eindregið sýknudóm í refsmáli. Eigi að síður er niðurstaða fyrirlesara sú að hæp- ið sé að dómurinn standist. Hér er langt seilst til að gera dóminn tor- tryggilegan. Fræðafundur eða áróðursfundur Sigurður Líndal fjallar um Baugsmál og fundinn í HR ’Allt styður þaðeindregið sýknu- dóm í refsimáli. Eigi að síður er niðurstaða fyr- irlesara sú að hæpið sé að dóm- urinn standist. Hér er langt seilst til að gera dóminn tor- tryggilegan.‘ Sigurður Líndal Höfundur er prófessor emeritus. ÞAÐ HEFUR verið fróðlegt að undanförnu að fylgjast með um- ræðum um móð- urmálið. Það sem vakti umræðuna var meðal annars yfirlýsing rekt- ors á Bifröst um „mál- farsfasisma“, en það orð taldi hann við hæfi að nota um sjónarmið þeirra sem vilja fylgja viðteknum reglum um málnotkun. Góðar greinar til mótvægis hafa meðal annars kom- ið frá Ingvari Gíslasyni, fyrrum mennta- málaráðherra, Ingu Rós Þórðardóttur, kennara, og Pétri Gunnarssyni, rithöfundi, og sjálfsagt fleirum. Þeir sem erlendis búa fylgjast margir með fréttum og umræðum á netinu, sem gefur þó hreint ekki full- komna mynd af því sem sagt er og skrifað. Þakkað skal íslenskum fjöl- miðlum fyrir netþjónustuna, sem þeir veita. Hún er mikils virði. En lengi getur gott batnað. Ótrúlega margir málsóðar ganga lausir í netfjölmiðlum. Prófarkales- arar virðast oft víðsfjarri eða valda ekki verkefni sínu. Á stundum virðist þó málvillan eiga sér rætur utan fjöl- miðlanna. Nokkur nýleg dæmi: Mbl.is. 15.03.2006 „Þetta er gamanleikur um Saddam Hussein og félögum hans,“ sagði Saddam við dómarann. NFS á visir.is 14.03.2006 „Og mér finnst, hæstvirtur forseti, að sem formanni nefndarinnar harmi ég þessar rangfærslur,“ sagði ........, formaður iðnaðarnefndar. Ruv.is 09.03.2006 Róbert segir að bankarnir séu tek- in út og metin af þar til bærum stofn- unum og engin ástæða til að bregðast of hart við fyrr en þeirra mat breyt- ist. Fréttablaðið 09.03.2006 Útlit er fyrir gríð- arlegri uppskeru í ár. Mbl.is. 05.03.2006 Rússneskir embætt- ismenn, m.a. utanrík- isráðherra landsins, Sergei Lavrov, hefur ekki tekist að fá Hamas til þess að breyta stefnuskrá sinni. Mbl.is. 04.03.2006 Þegar björg- unarsveitirnar komu á staðinn var ekkert að sjá og kom þá í ljós að vegfarandinn, sem tilkynnti strandið hafði missýnst. DV. 28.02.2006 „Manni blöskrar fjáraustrið í utan- ríkisráðuneytinu.“ Ummæli höfð eftir alþingismanni. NFS á visir.is 28.02.2006 „Fundur í kjaradeilu Landsam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna og Launanefndar sveitarfé- laganna er lokið hjá ríkissáttasemjara....“ NFS 24. febrúar 2006 Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, hefur verið vikið úr starfi í mánuð fyrir ummæli sín um blaða- mann af gyðingaættum. Mbl.is 20.02.2006 „Það varðar við þjóðaröryggi þeg- ar við erum haldin í orkugíslingu af erlendum þjóðum sem líkar ekki við okkur,“ sagði Bush í Milwaukee í dag. Úr myndatexta. Orðalagið var end- urtekið í meginmáli fréttar. Mbl.is 17.02.2006 Hæstiréttur taldi, að Vest- mannaeyjabær hafi verið í lófa lagið að hrekja þessar staðhæfingar manns- ins með því ...Var Vestmannaeyjabær því dæmdur til að greiða manninum fjárhæð, sem svaraði til fjögurra mán- aða biðlaunum hans. Þetta eru bara nokkur dæmi um málfar í netmiðlum að undanförnu og hefur þá verið horft framhjá aug- ljósum innsláttarvillum og stafvillum. Einhverjir munu sjálfsagt telja þennan lista smásmugulegan sparða- tíning. Þeir um það. En er það svona, sem við viljum að móðurmálið breytist? Ég held ekki. Hér með er skorað á forstöðumenn fjölmiðla að víkja nú af vegi „run- ólfskunnar“ og ráða fleiri próf- arkalesara og sýna móðurmálinu þá virðingu sem það verðskuldar. En umfram allt ættu þeir þó að ráða til starfa fólk sem kann að skrifa og tal- ar gott mál. Látum hugsunarhátt reiðareksmanna ekki ráða för. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Málfarslegur metnaður hefur um sinn orðið hornreka. Það má aldrei til lengdar verða í fjölmiðlum sem eru vandir að virð- ingu sinni. Vinsælt er um þessar mundir að stofna svokölluð vinafélög ýmissa stofnana. Hvað um vinafélag íslenskrar tungu ? Það gæti sem best heitið Málvina- félagið. Prófarkalesarar óskast Eiður Guðnason fjallar um íslenska tungu ’En er það svona, semvið viljum að móðurmálið breytist?‘ Eiður Guðnason Höfundur er sendiherra og áhugamaður um íslenska tungu. eidurgudnason@gmail.com. Ásbúð 20 - Opið hús Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 16.00 Í einkasölu mjög gott raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr samtals um 166,3 fm. Eignin er á mjög góðum barnvænum stað þar sem er stutt í skóla, leikskóla og framhaldsskóla. Fallegur garður í suður. Eignin skiptist í forstofu, hol, vinnuherbergi, baðherbergi, tvö góð herbergi, geymslu og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi ásamt sjónvarpsholi á millilofti. Góðar innréttingar og gólf- efni eru parket og flísar. María tekur á móti. Verð 39,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Ef þú bókar bílaleigubílinn heima á Íslandi bíður hann þín á áfangastað. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Bókaðu bílinn núna í 50 50 600 og tryggðu þér meira öryggi og betri þjónustu á ferðum þínum erlendis hvert sem leið þín liggur. 50 50 600 • www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 16 24 03 /2 00 6 Tilboð Bókaðu fyrir 1. apríl og fáðu 1.000 Vildarpunkta fyrir leigu hvar sem er í heiminum V I L D A R P U N K T A R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.