Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 38

Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 38
38 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er margt líkt með stjórn- málamönnum og fjármálaspek- ingum. Þegar vel gengur í þjóð- félaginu hika stjórnmálamenn ekki við að hrósa sjálfum sér og sínum flokki fyrir hvað þeir eru sniðugir. Þegar vel gengur á fjármálamark- aðnum brosa stjórn- endur út í annað og þakka árangurinn nýj- asta viðskiptamódelinu sínu sem þeir lærðu í MBA námi. En þegar illa gengur vilja stjórnmálamenn kenna öllum öðrum um. Þegar taugatitr- ingur er á markaðnum eða þegar illa fer, þá kenna spekingarnir markaðnum um. Að saka Morg- unblaðið um að fjalla of mikið um skýrslur matsfyrirtækjanna sem leiddi til þess að markaðurinn lækkaði „of mikið“ finnst mér vera vitleysa. Þá er verið að kenna mark- aðnum og Morgun- blaðinu um lækkunina. Þeir sem bregðast of „harkalega“ við frétta- flutningi á síðum Morgunblaðsins um fjármálamarkaðinn ættu ekki að fá að rölta um í hlutabréfa- partíinu nema í fylgd með „fullorðins-fjár- festum“, alvöru fjár- festum. Þeir ættu í það minnsta að endurskoða fjárfestingastefnu sína og hætta að þiggja hlutabréfaráð- gjöf frá ömmu sinni. Íslenski markaðurinn er ekkert einsdæmi um svona viðbrögð. Rannsóknir hafa sýnt að fólk bregst harðar eða með ýktari hætti við neikvæðum fréttum en jákvæð- um fréttum og það hefur áhrif á hlutabréfaverð (Debondt & Thaler 1985 Journal of Finance). Þegar fólk endurmetur skoðanir sínar á hlutabréfum hefur það tilhneigingu til að „yfirvigta“ nýjar upplýsingar og „undirvigta“ eldri upplýsingar. Þetta getur leitt til of harkalegra viðbragða eins og spekingarnir hafa verið að tala um. En þetta er ekkert nýtt af nálinni og er svo sannarlega ekki hægt að sakast við Morgunblaðið. John Maynard Keynes var meðal fyrstu manna til að ræða um of sterk viðbrögð markaðarins (General Theory of Employment, Intrest and Money, 153-154) fyrir rúmum 60 árum. Þessi harkalegu viðbrögð verka í báðar áttir, en fjármálaspeking- arnir kvarta einungis þegar það kemur sér illa fyrir þá. Sem er skiljanlegt í ljósi þess að þeir vilja hámarka hagnað og partur af því er að draga úr öllum neikvæðum frétt- um sem geta lækkað gengi hluta- bréfa í þeirra fyrirtæki. Fjárfestar ýta hlutabréfaverði út fyrir eðlileg verðmörk (upp og nið- ur) sem geta ekki haldist til lengd- ar. Trekk í trekk nota þeir núver- andi tekjustreymi til að reikna út framtíðartekjustreymi (extrapol- ate) og hunsa þá flóru af slembi- göngu- (e. random walk) eig- inleikum hlutabréfaverða og taka ekki tillit til þeirrar tilhneigingar að sundurleitni frá meðaltalsávöxtun leit- ar aftur til síns með- altals, stundum kallað afturhvarf að með- altalinu. Þessi til- hneiging eyðileggur á endanum partíið hjá „meiri fíflunum“ sem hafa keypt hlutabréf á uppsprengdu verði með tröllatrú á að þeir geti selt bréfin aftur og grætt á tá og fingri. Að sama skapi leiðir þetta til hækk- ana á fyrirtækjum sem þeir bölsýnu hafa ýtt verðinu á of „harka- lega“ mikið niður. Gengi fjármála- fjárfestinga er með já- kvæðan halla. Þ.e.a.s ef þú gerir graf af verði hlutabréfa sem fall af tíma þá er línan sem lýsir hvernig verð á mörkuðum þróast með tímanum, upphall- andi til hægri. Aftur á móti flökta hlutabréfa- verð slembikennt um þessa jákvæðu línu. Ég hef ekkert rann- sakað það en persónu- lega hef ég þá skoðun að þar sem gengi markaðarinns er upphallandi, ætti tíðni jákvæðra frétta að vera hærri en tíðni neikvæðra frétta. Á móti kemur að meira vægi er lagt í neikvæðar fréttir en jákvæðar. Flestir fjárfestar leggja frekar áherslu á nýjar og auðskildar upp- lýsingar sem hafa afleiðingar strax en á torskildari upplýsingar sem ráða gengi til lengri tíma litið (Bernstein, Journal of Portfolio Management). Það skiptir líka miklu máli hvort nýju upplýsing- arnar eru eitthvað sem markaður- inn væntir eða hvort það kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þar að auki skiptir máli hvert ástandið er á markaðnum á þeim tíma er upplýsingarnar berast, sem og gæði þeirra upplýsinga sem ber- ast. Meðalfjárfestirinn bjóst ekki við þessum upplýsingum matsfyrirtæk- isins Fitch, ella hefði markaðurinn verið löngu búinn að núvirða/ innleiða þær inn í gengi bréfanna. Einnig skildist honum að upplýs- ingarnar væru frá virtu erlendu greiningarfyrirtæki sem hlyti að vita hvað það væri að gera. Þetta eru nokkrar ástæður þess að mark- aðurinn brást svona við. Fama & French (1993, 1996) og fleiri koma með sínar tilgátur um það af hverju hlutabréfaverð bregst sterkar við neikvæðum fréttum en góðum fréttum. Það er því ekki hægt að fullyrða að það sé umfjöllun Morg- unblaðsins sem leiddi lækkunina. Keynes lýsti markaðnum sem feg- urðarsamkeppni þar sem tilgangur hvers fjárfestis var ekki að velja sætustu konuna heldur að velja þá sem hann taldi að hinum þætti sæt- ust. Þetta þýðir að að fjárfestar spá um framtíðar-hlutabréfaverð í stað framtíðar-tekna fyrirtækjanna. Verðið í dag er spá fjárfestis um hvað hann heldur að verðið á morg- un verði, í stað mats á núvirði framtíðar-greiðsluflæðis og vænt- ingar, svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið og viðbrögð fjármála- markaðarins Victor Blær fjallar um fjármálamarkaðinn Victor Blær ’Flestir fjár-festar leggja frekar áherslu á nýjar og auð- skildar upplýs- ingar sem hafa afleiðingar strax en á torskildari upplýsingar sem ráða gengi til lengri tíma litið.‘ Höfundur er nemi í fjármálaverkfræði við HR. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í MORGUNBLAÐINU 12. mars sl. skrifar formaður Meistarafélags húsasmiða grein þar sem hann fjallar um galla í nýbyggingum, byggingarstjóra og lög- gildingarnámskeið. Þar dregur hann til ábyrgðar umhverfisráðuneyti, Fé- lag byggingarfulltrúa, Magnús Sædal, bygging- arfulltrúa í Reykjavík, Samtök iðnaðarins og undirritaðan starfsmann SI. Í greininni leiðir hann líkur að því að fyrr- greindir aðilar hafi með löggildingarnámskeiðum hleypt inn á markaðinn iðnmeisturum sem hafi fengið heimild til að starfa sem bygg- ingarstjórar eftir að hafa setið slíkt námskeið en séu ófærir um að stýra verklegum framkvæmdum enda beri þeir sem byggingastjórar aðalábyrgð á að göllum í nýbyggingum hafi fjölg- að undanfarin misseri. Þessari fullyrð- ingu er hér með vísað til föðurhús- anna. Í áðurnefndri grein er fullyrt að námskeiðin hafi verið haldin fyrir at- beina Samtaka iðnaðarins og að þar hafi annarleg sjónarmið legið að baki. Þeirri fullyrðingu er sömuleiðis vísað til föðurhúsanna enda á hún ekki við nein rök að styðjast. Formaður Meist- arafélags húsasmiða í Reykjavík ætti að hafa í huga að með gildistöku skipulags- og byggingarlaga í janúar árið 1998 og túlkun umhverfisráðu- neytisins á löggildingarákvæðunum iðnmeistara var málum þannig háttað að fjöldi iðnmeistara tapaði rétti sín- um til að bera ábyrgð á bygging- arleyfisskyldum verkum og þar með möguleika á að starfa sem bygging- arstjórar. Þar á meðal voru fé- lagsmenn í Meistarafélagi húsasmiða enda sóttu þeir líka áðurnefnd löggild- inganámskeið. Samtök iðnaðarins vildu rétta hlut þeirra meistara sem af fyrrgreindum ástæðum misstu rétt til að gegna hlut- verki byggingarstjóra. Þau tóku því upp viðræður við umhverfisráðu- neytið og kröfðust breytinga á túlkun lag- anna hvað þessi ákvæði varðar. Niðurstaða þeirra viðræðna varð ekki samkvæmt ýtr- ustu óskum Samtaka iðnaðarins en ráðu- neytið ákvað að halda löggildinganámskeið. Ég tel einnig rétt að geta þess að áður en umhverfisráðuneytið tók ákvörðun um lög- gildinganámskeiðin kallaði það fulltrúa Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík til fundar og leitaði álits þess á nám- skeiðunum. Félagið gat því eins og aðrir komið í veg fyrir að námskeiðin yrðu haldin hefði það talið þau þarf- laus með öllu. Í ljósi þess, sem að framan greinir, er rétt að lýsa í stuttu máli hvernig ábyrgð byggingarstjóra og iðnmeist- ara er háttað. Samkvæmt núgildandi skipulags- og byggingarlögum skal ráða byggingarstjóra til allra bygg- ingarleyfisskyldra framkvæmda. Í sömu lögum segir einnig að bygging- arstjóri sé framkvæmdastjóri fram- kvæmdanna. Hann ræður eða sam- þykkir ráðningu iðnmeistara sem hver um sig ber ábyrgð á fram- kvæmdum á sínu svið. Bygging- arstjórinn sinnir hvorki smíðum né pípulögnum en það gera iðnaðarmenn undir stjórn og á ábyrgð iðnmeistara. Samkvæmt þessu ber hver iðn- meistari ábyrgð á því að starfsmenn hans sinni starfi sínu þannig að kröf- um um öryggi, endingu, útlit og hag- kvæmni bygginga sé fullnægt. Bygg- ingarstjóranum ber að stýra framkvæmdum með þeim hætti að byggt sé samkvæmt samþykktum teikningum en iðnmeistarinn ber ábyrgð á að faglega sé unnið. Síðastliðin ár hafa nefndir á vegum umhverfisráðuneytisins unnið að end- urskoðun Skipulags- og bygging- arlaga. Í nefndinni, sem fjallar um drög að byggingarlögum, hefur m.a. mikið verið rætt um byggingarstjóra, hlutverk þeirra og hverjir mega starfa sem slíkir. Þetta er eitt af mörgum atriðum sem hafa verið rædd og fyrirhugað er að breyta en hér verður ekki farið nánar út í það. Vinnu nefndarinnar er ekki lokið en hún hefur sent út drög að frum- varpi til ráðgjafahóps en hann skipa aðilar sem málið varðar. Nefndin á síðan eftir að vinna úr þeim at- hugasemdum sem fram koma. Samtök iðnaðarins vilja veg iðn- meistara mikinn. Það þjónar hvorki hagsmunum SI að ýta iðnmeisturum út úr hlutverki byggingarstjóra né rýra meistararéttindi. Það er því al- rangt hjá Meistarafélagi húsasmiða í Reykjavík að Samtök iðnaðarins berjist leynt og ljóst gegn iðnmeist- urum. Þau hafa einmitt með þátttöku í nefndarstarfi umhverfisráðuneyt- isins haldið á lofti sjónarmiðum iðn- meistara og verktaka í byggingariðn- aði. Meistarafélög og byggingaverktakar innan Samtaka iðnaðarins hafa tekið þátt í að móta skoðanir SI í því starfi. Byggingarstjórn og gallar í nýbyggingum Eyjólfur Bjarnason svarar Baldri Þór Baldvinssyni, formanni Meistarasambands húsasmiða ’Meistarafélög og bygg-ingaverktakar innan Samtaka iðnaðarins hafa tekið þátt í að móta skoð- anir SI í því starfi.‘ Eyjólfur Bjarnason Höfundur er starfsmaður Samtaka iðnaðarins á byggingar- og verktakasviði. ÞVAGMISSIR í svefni er algengt vandamál meðal barna alls staðar í heiminum og eru íslensk börn þar engin undantekning. Mun fleiri strák- ar en stelpur pissa undir, en nærri lætur að um 30% barna undir sjö ára aldri og allt að 10% unglinga séu að glíma við vanda- málið. Það er skelfilega hátt hlutfall. Pissi börn undir kemur yfirleitt að þeim tímapunkti að þau vaxa upp úr vandamálinu með tíð og tíma og mik- illi þolinmæði. For- eldrum skal þó bent á að leita læknis til að úti- loka veikindi, sjúkdóma eða aðrar hugsanlegar líkamlegar ástæður. Í fyrstu atrennu má hugsa sér lækn- ispróf og rannsókn á þvagprufu barnsins. Börn ná meiri stjórn á þvagblöðr- unni eftir því sem þroskinn færist yfir, en við fimm ára aldur eru langflest börn hætt að missa þvag í svefni. Fram að þeim tíma er vandamálið síð- ur en svo óalgengt, jafnvel þótt það sé pirrandi og reyni mjög á þolgæði for- eldranna. Alls ekki er nauðsynlegt að grípa til sérstakra ráðstafana eða láta börn á meðferð út af þessu hvimleiða vandamáli fyrir fimm ára aldur. Það gæti þvert á móti haft skaðleg áhrif á ungviðið. Það er ekki á allra vitorði að þvag- missir í svefni getur legið í fjöl- skyldum því rannsóknir hafa sýnt að ef annað foreldrið hefur átt við vanda- málið að glíma í æsku, eru 40% líkur á að barn þess muni eiga í sömu glímu við þessi næturslys. Kannist báðir for- eldrarnir við vandamálið frá eigin æskuárum, aukast líkurnar á að af- kvæmi þeirra pissi undir upp í 70%. Þegar „slysin“ gerast, er ekki hægt að rekja ástæðurnar til of mikils drykkjarþambs fyrir háttinn. Þaðan af síður er hægt að skella skuldinni á geðveilu eða hegð- unarvanda. Þetta gerist heldur ekki vegna þess að barnið er of latt til að fara úr rúminu til að fara á klósettið. Börnin missa heldur ekki þvag í rúmið sitt til þess eins að skap- rauna foreldrunum. Sumra orsaka má hinsvegar leita í:  Erfðum.  Erfiðleikum við að vakna.  Hægvirku mið- taugakerfi, sem veldur því að barnið nær ekki að tæma þvagblöðruna á kvöldin.  Hormónavanda, sem veldur því að magn þvags frá nýrum minnkar.  Þvagrásarsýkingum.  Afbrigðileika í mænu.  Erfiðleika við að halda þvagi í lang- an tíma vegna smæðar þvagblöðr- unnar. Langflest börn vaxa upp úr vanda- málinu án þess að grípa þurfi til sér- stakra ráðstafana eða meðferða. Á hinn bóginn er það skylda foreldra að hjálpa börnum sínum við að yfirstíga vandamálið og halda sér þurrum í svefni. Sé vandamálið viðvarandi má grípa til tvenns konar meðferð- arúrræða, annars vegar til hegð- unarmeðferðar og hinsvegar til lyfja- meðferðar. Læknirinn skrifar út lyfin á meðan hegðunarmeðferðinni er ætl- að að kenna barninu að bleyta ekki rúmið sitt. Breyttu mynstri má m.a. ná fram með því að leiða barnið á kló- settið klukkan eitt á hverri nóttu. Í öðru lagi má æfa barnið í að halda þvagi í blöðrunni. Í þriðja lagi mætti hugsa sér að láta barnið sjálft skipta á rúminu ef það pissar undir. Og loks eru verðlaun alltaf vel þegin fyrir „þurrar“ nætur. Dáleiðsla, matarkúrar og sálfræði- meðferð eru meðferðarform, sem ekki hafa mikið verið notuð á börn, sem pissa undir, þótt þetta geti gefið góða raun í einstaka tilfellum. Matur, sem talinn er auka á vandamálið, eru mjólkurafurðir, súkkulaði, súrir ávextir og djús. Þvagmissir getur auðveldlega leitt til hegðunarvandamála hjá börnum, sem pissa undir, vegna sektarkenndar og skömmustutilfinningar. Það er hinsvegar mikilvægt að láta barnið ekki líða fyrir eitthvað, sem það hefur ekki stjórn á. Nauðsynlegt er að barn- ið sé fullvissað um að þvaglátið er ekki því að kenna. Refsing fyrir að pissa undir skilar engum árangri. Þess í stað er uppörvun og jákvæður tján- ingarmáti við barnið um vandamálið talið árangursríkara. Það gæti líka verið gott að fræða barnið sitt um að enginn veit nákvæmlega um ástæður þess af hverju börn pissa undir þótt erfðafræðilegar vísbendingar séu hvað sterkastar. Tár án orða Birgitta Jónsdóttir Klasen fjallar um líkamleg vandamál ’Það gæti líka verið gottað fræða barnið sitt um að enginn veit nákvæm- lega um ástæður þess af hverju börn pissa undir þótt erfðafræðilegar vís- bendingar séu hvað sterkastar.‘ Birgitta Jónsdóttir Klasen Höfundur er náttúrulæknir og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.