Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 39
UMRÆÐAN
NÚ ER komið að því, kæru borg-
arbúar. Við höldum okkar eigið þing
og látum rödd okkar heyrast. Þau
íbúasamtök sem virk eru í Reykjavík
hafa stillt saman strengi sína og efna
til borgaraþings í Ráðhúsi Reykja-
víkur laugardag-
inn 1. apríl.
Á þinginu mun
verða tekið á
mörgum atriðum
sem snerta líf
okkar allra m.a.
íbúalýðræði, um-
ferðarmálum,
sjálfbærri þróun,
skipulagsmálum,
almennings-
samgöngum, sjálfsmynd Reykvík-
inga, félags- og velferðarmálum.
Áhrif á stefnumál flokkanna
Á þinginu flytja erindi nokkrir borg-
arbúar, m.a. arkitektar, fræðimenn,
fjölmiðla- og kvikmyndagerð-
armenn. Á milli erinda verða mynd-
aðir umræðuhópar á vinnuborðum,
þar sem borgarbúar fá tækifæri til
að ræða markvisst brýnustu málefni
borgarinnar. Niðurstöður vinnu-
borðanna verða svo teknar saman og
kynntar fyrir pallborði sem í taka
þátt formenn íbúasamtakanna auk
fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem
bjóða fram í sveitastjórnarkosning-
unum í vor og fá þeir þá tækifæri til
að tjá sig um niðurstöður vinnuborð-
anna og taka þátt í gagnvirkum um-
ræðum. Niðurstöður þingsins verða
síðan teknar saman í greinargerð og
birt sem innlegg íbúasamtaka í kosn-
ingaumræðuna.
Við hvetjum alla Reykvíkinga til
að grípa tækifærið til að hafa skoð-
anaskipti um mál sem varða okkar
heimabyggð og mæta á þing okkar
allra í Ráðhúsinu laugardaginn 1.
apríl. Þingið hefst kl. 10 og stendur
til kl. 15. Dagskráin verður kynnt
síðar.
Fyrir hönd íbúasamtaka Grafar-
vogs, Laugardals, Vesturbæjar
norður, Vesturbæjar suður, Þriðja
hverfis og Samtaka um betri byggð,
DÓRA PÁLSDÓTTIR,
kennari og meðlimur í undirbún-
ingshópi íbúasamtakanna.
Blessuð sértu, borgin mín – Reykvíkingar,
látum rödd okkar heyrast á borgaraþingi
Frá Dóru Pálsdóttur
Dóra Pálsdóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í FRÉTT í Ríkisútvarpinu um dag-
inn var talað um að Bandaríkjamenn
ætluðu að arfleiða Íslendinga. Þarna
er röng málnotkun. Sá sem arfleiðir
er að gera ráðstafanir til að veita
fjármunum að sér látnum til ein-
hvers, sem eru á lífi. Bandaríkja-
menn eru ekki að geispa golunni,
Guði sé lof. Þarna er um að ræða að
þeir hyggist ánafna, gefa fé eða fast-
eignir.
Þessum mun í orðanotkun má
ekki gleyma. Mikilvægt er að nota
orð í réttri merkingu til að valda
ekki ruglingi.
PÉTUR PÉTURSSON
þulur.
Ánafna, ekki
arfleiða
Frá Pétri Péturssyni
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Haust
Skógarh l í› 18 • 105 Reykjav ík
S ími 595 1000 Fax 595 1001 • www.heimsferd i r . i s
Heimsferða
ævintýri
Kynntu þér haustbækling Heimsferða
Bæklingurinn
er kominn
Aldrei glæsilegra úrval
- frábært verð
Heimsferðir kynna glæsilegar haustferðir sínar árið 2006.
Við fljúgum beint til vinsælustu borga Evrópu og bjóðum frábærar
ferðir með sérflugi til Karíbahafsins, bæði til Kúbu og Jamaica.
Kynntu þér glæsilegasta ferðaúrvalið og tryggðu þér lægsta
verðið í eftirsóttustu ferðirnar strax.
Jamaica
99.690 kr.
Kúba
89.990 kr.
Kraká
34.790 kr.
Ljubljana
44.590 kr.
Róm
58.990 kr.
Prag
29.990 kr.
Búdapest
35.590 kr.
Barcelona
29.990 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
20
96
6