Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Helga-dóttir fæddist í Gautsdal í Barða- strandasýslu 30. september 1915. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum 20. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helgi Helgason, f. 1871, d. 1945 og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 1895, d. 1918. Móðir hennar lést þegar hún var þriggja ára og ólst hún upp frá þeim aldri í Gautsdal hjá föður sínum og konu hans Ingi- björgu Friðriksdóttur, f. 1874, d. 1967. Börn þeirra og systkini Mar- grétar voru: Sigrún, f. 1898., d. 1925, Ólafur, f. 1903, d. 1998, Karl, f. 1904, d. 1981, Ingólfur, f. 1913, d. 1997 og Helgi, f. 1914, d. 2005. Margrét giftist hinn 15. október 1942 Bjarna Pálssyni frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, f. 1912, d. 1987. Foreldrar hans voru Ragnhildur Einarsdóttir, f. 1879, d. 1955, og Páll Lýðsson, f. 1869, d. 1943. Börn Margrétar og Bjarna eru: 1) Ragnhildur, f. 1945, eiginmaður Friðbjörn Hólm. Börn þeirra eru Valdís Björk og Atli Freyr. Sam- býlismaður Valdísar er Kristján Pétur Vilhelmsson, dætur þeirra eru Katla og Glóey. Fyrri eigin- maður Ragnhildar var Ingi B. Ár- sælsson. Sonur þeirra er Bjarni Páll. 2) Helgi, f. 1947, eiginkona Svanhildur Edda Þórðardóttir. Börn þeirra eru Finnur Þór og Hulda Rós. Fyrri kona Helga var Sigríður Margrét Hermannsdótt- ir, börn þeirra eru Margrét Valgerður og Hafþór Helgi. Eiginmaður Mar- grétar er Guðmund- ur Daníelsson og börn hennar eru Hafdís Rún, Daníel Már og Kjartan Helgi. Sambýlis- kona Hafþórs er Halldóra Daníels- dóttir, sonur þeirra er Hjalti Hrafn. 3) Ingibjörg, f. 1952. Dóttir hennar og Guðmundar Stefánssonar er Mar- grét, sonur hennar er Pétur Birg- ir. Dætur Ingibjargar og fyrrum eiginmanns hennar, Sigurjóns Jakobssonar, eru Inga Lára og Guðrún Ósk. 4) Páll, f. 1959, sam- býliskona Ólöf Anna Guðjónsdótt- ir. Margrét stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi á ár- unum 1933–1934 og sinnti eftir það ýmsum störfum á Blönduósi og í Gautsdal. Hún veiktist af berklum 1938 og lá á Landakots- spítala í tæp þrjú ár og kynntist þar eiginmanni sínum Bjarna Pálssyni. Þau reistu sér hús að Reynivöllum 4 á Selfossi og áttu þar heima allan sinn búskap. Bjarni var byggingafulltrúi og skólastjóri Iðnskólans á Selfossi, Margrét var heimavinnandi hús- móðir. Hélt hún heimili á Reyni- völlum eftir að Bjarni lést árið 1987 þangað til hún flutti á hjúkr- unarheimilið Ljósheima síðastlið- ið sumar. Útför Margrétar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Látin er í hárri elli elskuleg tengdamóðir mín, Margrét Helga- dóttir, en lifandi er hún fyrir hug- skotssjónum mínum sem smávaxin kona og kvik í hreyfingum, bros- mild og þjónustulipur, veitul og gef- andi, hæversk og naut sín jafnan best með stórfjölskyldu sinni. Aldrei voru neinar hindranir í samskiptum okkar þau ár sem við þekktumst. Við gátum rætt um allt milli himins og jarðar, en velferð fjölskyldunnar og barnanna var henni efst í huga. Með elsku sinni og umhyggju hændi hún að sér barnabörnin sín, var nærgætin í ná- vist þeirra og aldrei heyrði ég um- vandanir eða styggðaryrði í þeirra garð, heldur einkenndust samskipti þeirra af jákvæðni og uppbyggilegu hugarfari. Enda sakna þau hennar sárt. Við fjölskyldan sóttumst eftir návist hennar og okkur leið hálfilla ef við gátum ekki einhverra hluta vegna komið við á Reynivöllunum á leið okkar til eða frá sumarbústaðn- um, en leiðin að honum liggur í gegnum Selfoss. Margrét var höfðingi heim að sækja. Í hverri heimsókn til hennar bar hún okkur mat eða kaffi og með því, frægastar eru bollurnar með rækjusalatinu og jólakökurnar hennar. Fyrir Margréti var alla tíð lítið mál að halda jólaboð og aðrar veislur og matföng framreiddi hún með mikilli snilld. Má t.d. minnast afmælisveislunnar þegar hún varð 85 ára en þá ákvað hún að halda veisluna sjálf og helst mátti enginn hjálpa henni. Yfir heimili Margrétar sveif andi menningar og virðuleika. Margrét hafði yndi af tónlist, las töluvert og fylgdist vel með þjóðmálum allt fram á síðasta ár. Hún hafði skoð- anir á ýmsum hlutum og gat verið föst fyrir ef því var að skipta. Mar- grét hafði góða nærveru og var það ávallt góð tilfinning og viss tilhlökk- un að opna útihurðina og stíga inn fyrir þröskuldinn, ég vissi að alltaf yrði vel tekið á móti mér og mínum, á milli okkar ríkti ávallt gagnkvæm hlýja. Ég á eftir að sakna þeirrar hlýju og þess viðmóts sem hún sýndi mér ætíð. Margrét var heilsteypt kona sem bjó vel að sínum, fór hóflega með alla hluti sem mætti vera öðrum til eftirbreytni í hinu hraða samfélagi nútímans. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Margréti og hafa átt hana sem tengdamóður. Ég votta börnum hennar og öðr- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Svanhildur Edda Þórðardóttir. Hún var amman sem öll börn ættu að eiga. Heimili hennar var fullt af kyrrð og ró, matarilmi og mjúkum hornum sem hægt var að láta fara vel um sig í. Minningar okkar frá ömmu og afa tengjast flestar rólegum stundum þar sem setið var og lesið og teiknað eða spjallað saman í ró og næði. Úr ys og þys hins daglega lífs lítilla barna þá sóttum við í þessa öruggu höfn þar sem við vorum ávallt aufúsu- gestir. Við tókum stundum upp á því að reyna að fela okkur þegar kom að því að foreldrar okkar vildu halda heim á leið og stöku sinnum bar það árangur og við fengum að gista yfir nóttu. Þá var búið um okkur í skrjáfandi hvítum damask- sængurfötum og ekkert til sparað að vel færi um okkur og að okkur skorti ekkert. En þegar börnin í fjölskyldunni komu saman færðist oft fjör í leik- inn og þá sérstaklega eftir orku- miklar og ríkulegar veitingar. Þá var glamrað á píanóið, hoppað og farið í eltingarleiki úr einni stofu í aðra. Stóri garðurinn og húsið sjálft voru eins og ævintýraheimur þar sem endalaust var hægt að finna upp á einhverju nýju. Það skipti engu hversu uppátækjasöm og fyr- irferðarmikil við vorum, amma kom alltaf fram við okkur af hlýju og umhyggju og gladdist alltaf jafn mikið yfir hverju sem við tókum upp á. Amma var vönd að virðingu sinni en kom þó ávallt eins fram við alla, stóra sem smáa, og var annáluð fyr- ir gestrisni. Hún hafði óbilandi trú á okkur og þrátt fyrir að val okkar í lífinu kæmi henni oft á óvart og væri henni illskiljanlegt, þá virti hún það og hafði trú á hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hjá henni slíkan samastað þar sem við vorum umvafin skilyrðis- lausri umhyggju og alúð. Valdís Björk, Bjarni Páll og Atli Freyr. Amma tók í hönd mína á mínum fyrstu ævidögum og hélt sínum verndandi höndum yfir mér alla tíð. Hún gætti mín þegar ég var korna- barn og böndin sem mynduðust þá héldust allt fram til dauðadags. Ástúðleg umhyggja gagnvart unga- barni breyttist í ómetanlega vináttu þegar fram liðu stundir og í huga mínum var amma ein af mínum bestu vinkonum. Hún var amman sem öll börn mættu eiga. Það var amma sem kenndi mér að lesa, nennti að hlusta á falskar fingraæfingar á píanóinu og gaf góð ráð þegar unglingurinn stóð ráð- þrota frammi fyrir vandamálum heimsins. Kekkir í uppstúf eða magakveisa í ungviði – ráðin voru alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Dyrnar á Reynivöllum 4 stóðu ætíð opnar og þar var að finna ást, umhyggju, nýbakaðar kökur og nægan tíma. Ég var svo lánsöm að búa bæði á heimili ömmu og afa, og síðar steinsnar frá þeim á Selfossi, á fyrstu æviárunum. Stærsta sorgin við að flytja til Reykjavíkur var til- hugsunin um að vera án ömmu og afa. Flutningurinn hafði þó engin áhrif á samband okkar. Við hringd- um reglulega hvor í aðra og skipt- umst á fréttum. Smám saman þró- aðist hringingakerfið þannig að við hringdum alltaf til skiptist, oftast á mánudögum. Skipti þá engu máli hvort ég hafði komið í heimsókn þá helgina. Ef ég hringdi tvo mánu- daga í röð var amma alveg eyðilögð því það væri alltof dýrt. Þegar ég fluttist til Danmerkur fyrir sex árum leist ömmu ekki of vel á ráðahaginn, en tók af mér lof- orð um að ég flytti aftur heim. Reyndar fyrirgafst mér útþráin þar sem Kaupmannahöfn varð fyrir val- inu. Borgin var henni afar kær, afi stundaði þar nám í nokkur ár og hafði sagt henni margar sögur frá borginni við Sundið. Ég heyrði sig- urtón í rödd hennar þegar ég svar- aði fyrstu hringingu hennar til Dan- merkur. Henni óx það mjög í augum að slá inn allar þessar tölur og þurfti að telja í sig kjark til að hefja verkið, sagði hún mér síðar. Amma spurði í hverju símtali hve- nær ég flytti aftur heim. Í hverri Ís- landsheimsókn fékk ég líka góðfús- lega ábendingu um að ég væri búin að vera nógu lengi búsett ytra. Hún dró engan dul á það að henni liði best að hafa alla sína afkomendur búsetta sem næst sér. Þegar ég til- kynnti henni fyrir stuttu að ég væri flutt heim á ný sá ég votta fyrir sig- urglampa í augunum og hún hvísl- aði að það væri nú gott að heyra. Eitt af því sem einkenndi ömmu var endalaus nægjusemi og þakk- læti eftir því. Við máttum aldrei dekra við hana, en allir þeir sem komu á Reynivellina upplifðu henn- ar einstöku gestrisni. Á sjötíu og fimm ára afmælisdegi ömmu tókst mér að fá hana með mér út að borða á Lækjarbrekku. Töfrakokkurinn, sem alltaf bauð upp á aðalrétt og eftirrétt, þáði einungis súpu sem var alveg dæmigert fyrir nægju- semi hennar. Súpan var gómsæt og okkur umtalsefni lengi á eftir. Við endurtókum leikinn þegar hún varð áttræð en þá hélt hún því fram að kokkarnir hefðu bætt karríi út í súpuna sem reyndist rétt þegar betur var að gáð. Við náðum ekki að fá okkur súpu á síðustu tveimur stórafmælum vegna Danmerkur- dvalar minnar en vorum sammála um að fara saman á Lækjarbrekku í huganum á þessum hátíðardögum. Amma hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni. Hún vildi sjá konur heimavinnandi að sinna börnum sínum enda leit hún alltaf á heimilisstörf og barnauppeldi með mikilli virðingu. Ég, afkvæmi rauð- sokkukynslóðarinnar, reyndi að verja málstað útivinnandi kvenna og út frá því spunnust oft skemmti- legar umræður. Sjálfstæðisflokkur- inn getur varla átt marga jafn- dygga stuðningsmenn og ömmu. Hún var einlægur aðdáandi Davíðs Oddssonar og fylgdist vel með hon- um þar sem hann ólst upp í næsta húsi og hún sá hann vaxa úr grasi. Engu samtali lauk án þess að við ræddum aðeins stjórnmál og sitt sýndist hverjum í þeim efnum. Svo sterkan svip setti Davíð á þessi samtöl okkar að hann kom upp í okkar síðasta samtali áður en amma veiktist alvarlega. Þá sátum við andspænis ljósmynd af afa Dav- íðs á hjúkrunarheimilinu Ljósheim- um og amma rifjaði upp gamla tíma þegar Davíð var að taka fyrstu skrefin á blettinum fyrir framan húsið. Nú er svo komið að því að kveðja þessa einstöku konu sem kenndi mér svo ótal margt um lífið sem ég fæ aldrei fullþakkað. Samveru- stundunum er lokið en eftir standa fagrar minningar greyptar í hjarta mitt sem ég mun ylja mér við um ókomna tíð. Margrét Valgerður Helgadóttir. Elsku amma mín. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért allt í einu dáin. Nú rifjast upp allar þær minningar sem ég átti með þér. Ég man að í hvert skipti sem við komum til þín gengum við upp tröppurnar á litla einbýlishús- inu þínu á Selfossi. Við dingluðum bjöllunni og opnuðum síðan hurðina af því að það var alltaf opið. Inni tókstu á móti okkur með bros á vör. Svo settumst við niður og þú sagðir: „Má ekki bjóða ykkur upp á kaffi?“ Mamma og pabbi þáðu það oftast og þá komstu með litla fallega kaffi- stellið þitt og kók handa mér og Finni. Og alltaf áttirðu til bestu jólakökuna og langbestu bollurnar. Þær voru svo góðar. Þegar við vor- um að fara og keyrðum burt, södd af öllu þínu góðgæti, stóðstu alltaf á tröppunum og veifaðir með drottn- ingarkveðju. Ég á margar minningar úr hús- inu þínu. Það var teppi á gólfinu í stofunni og á unga aldri hætti ég ekki að gera kollhnísa og þar lærði ég einnig að standa á haus í fyrsta skiptið og ég sýndi þér stundum ýmsar fimleikaæfingar. Mér fannst svo gaman að leika mér úti í garði á sumrin og fá mér rabarbara og jarðarberin sem þú ræktaðir. Mér fannst einnig gaman að spila á píanóið fyrir þig og finna hvað þér þótti það skemmtilegt. En ég verð víst að sætta mig við að hitta þig aldrei aftur í þessu lífi, þó að það sé mjög erfitt. Ætli þú sitjir ekki uppi í himnaríki núna við hlið afa þar sem þið borðið bollur og síðan veifar þú til okkar með drottningarkveðju til að kveðja? Vertu sæl, elsku amma mín. Hulda Rós Helgadóttir. Lítill snáði kemur til ömmu og afa í heimsókn, hann hefur ekki stoppað lengi þegar amma kemur honum á óvart og opnar heila gull- kistu. Vá, hugsar hann með sér, þetta hlýtur að vera galdrakista því í kistlinum undir fatahenginu sér hann allt heimsins dót allt frá dúbló til pleimó. Ungur drengur kemur í heim- sókn til ömmu. Hann er hættur að opna kistilinn, lítur á hann sem lít- inn dótakassa. Það líður ekki á löngu þar til amma kemur honum á óvart. Hún opnar efri skápinn í gestaherginu. Vá, hugsar drengur- inn með sér, önnur galdrakista. Við honum blasa allar heimsins teikni- myndasögur, allt frá Andrési Önd til Ástríks. Ungur maður kemur í heimsókn til ömmu. Hringir bjöllunni á Reynivöllunum og hún kemur til dyra í rauðri peysu og svörtu pilsi með hárið örugglega nýkomið úr lagningu. „Nei komdu sæll, mikið er nú gaman að sjá þig“. Hann sest og hún notar hið gamalkunna bragð töframansins að dreifa athygli áhorfandans og talar við hann um daginn og veginn. Eftir tíu mínútna spjall lítur hann á borðið. Vá, hugs- ar hann, hvernig fer konan að þessu? Á borðinu eru allar heimsins kræsingar allt frá volgum hveiti- bollum til hinnar víðfrægu Edits súkkulaðuköku. Fullorðinn maður kemur til ömmu í heimsókn á húkrunarheim- ilið. Hún er lasin og þreytt. Í þetta skiptið er það hans að koma á óvart. Upp úr töfrahattinum gægjast stór augu og litlar hendur sem teygja sig til hennar. Það er eins og allar heimsins þjáningar séu horfnar og brosið sem hún sendir honum jafn- breitt og hans eigið forðum daga. Það er gulls ígildi að skapa góðar minningar og eitt er víst að það er galdur sem amma kunni svo sann- arlega. Takk elsku amma fyrir þær allar og megi guð geyma þig. Hafþór H. Helgason. Það var nærri jólum árið 1959 að ég man fyrst eftir Möggu Helga. Ég fékk að fljóta með krökkunum í götunni að skoða nýfæddan frænda minn, hann Palla. Kynni okkar Margrétar hófust þó fyrr því hún var guðmóðir mín. Fyrir mér var það engin spurning ég leit á hana sem minn verndara frá því að ég man eftir mér. Heimili okkar Bjarna- og Hjalta- staðafólksins voru nánast samofin. Bæði var steinsnar á milli þeirra, frændsemi og vinátta mikil sem stóð á föstum merg. Margrét var ljúf og glaðleg kona með alveg ein- stakt lag á því að láta manni líða vel í návist sinni. Ég man ekki eftir því að hafa bankað á dyrnar á Bjarna- stöðum heldur gekk ég alltaf rak- leitt inn, kastaði kveðju á heimilis- fólkið og gekk beint inn í eldhús þar sem ég hélt að Margrét væri. Gjarnan opnaði hún skúffu þar sem rúsínur voru geymdar og gaf mér eins og ég vildi. Rúsínuskúffan varð mín eign uppfrá því. Margt brölluðum við frændurnir á þessum uppvaxtarárum. Margrét fylgdist með okkur og reyndi af sinni næmni og umhyggju að leið- beina okkur á réttar brautir. Þetta hefur ekki verið létt verk og í minn- ingunni man ég ekki eftir öðru en ljúfum ábendingum, aldrei skömm- um og sjaldan var rómurinn hækk- aður þó eflaust hafi oft verið ástæða til þess. Ég set nú ekki öll uppá- tækin á prent en læt þó nokkur flakka s.s. púðurgerð í kaffikvörn heimilisins, fjallgöngur á Ingólfs- fjall án leiðsagnar, siglingar á tuðru í Ölfusá og fleira. Margrét hefur reynst mér og fjölskyldu minni einstaklega vel. Dætur mínar áttu vísan stað í hjarta hennar. Heimili hennar stóð þeim opið og vildi hún allt fyrir þær gera. Amma mín í Danmörku talaði ætíð um Margréti sem ,,den glade kone“ og finnst mér það eiga vel við hana vegna þess að henni fylgdi gleði og hlýja sem þeir nutu sem henni kynntust. Elsku Palli, Raggí, Helgi og Inga, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð við fráfall Margrétar. En minningin um þessa frábæru konu mun ylja manni um ókomna tíð. Kærar þakkir fyrir mig og mína. Gestur Hjaltason. Látin er nú í hárri elli Margrét Helgadóttir, eiginkona Bjarna heit- ins Pálssonar, móðurbróður míns. Þau voru um áratugi samferða- menn mínir og því ekki nema eðli- legt að margar minningar og þakkir komi fram. Bjarni frændi minn var langt kominn með árangursríkt nám sitt í arkitektúr í Kaupmannahöfn er hann veiktist af berklum vorið 1939 og lagðist inn á Landakot. Við hon- um blasti nú annað líf en undir MARGRÉT HELGADÓTTIR Elsku langamma Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hafdís Rún, Daníel Már og Kjartan Helgi. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.