Morgunblaðið - 25.03.2006, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jónas Helgasonfæddist hinn 30.
apríl 1918. Hann dó
á Sjúkrahúsinu á
Húsavík hinn 17
mars síðastliðinn,
sonur hjónanna
Helga Jónassonar
náttúrufræðings og
bónda á Gvendar-
stöðum og konu
hans Halldóru Jóns-
dóttir frá Fornastöð-
um.
Jónas var elstur
átta systkina: Næst-
ur var Ingi, f. 1919, d. 1984, kvænt-
ur Guðnýju Þórhallsdóttur frá
Ljósavatni, þau eignuðust fjögur
börn; Rannveig, f. 1921, hennar
maður var Þorvaldur Helgason úr
Reykjavík, hún eignaðist einn son;
Forni, f. 1923, d. 1981, bjó á Gvend-
arstöðum með systkinum sínum;
Sæmundur, f. 1925, kvæntur Guð-
björgu Guðmundsdóttur frá Haf-
þórsstöðum í Norðurárdal, þau
eiga fimm börn; Oddur, mjólkur-
fræðingur í Reykjavík, f. 1926; Jór-
unn, f. 1928, hennar
maður var Guð-
mundur A. Jónsson,
hún á eina dóttur og
Kristín, f. 1930, býr á
Gvendarstöðum,
hún á einn son.
Jónar var á Al-
þýðuskólanum á
Laugum í 2 vetur,
seinni veturinn í
smíðadeild, vann við
smíði á brúnni yfir
Skjálfandafljót neð-
an Ófeigsstaða einn-
ig vann hann við
húsbyggingar hjá sveitungum og
víðar. Hann var mikill félagsmála-
maður, var í ungmennafélaginu
Gaman og alvara, var þar formað-
ur um tíma, sat í hreppsnefndinni
um skeið, var í Skógræktarfélagi
Suður-Þingeyinga. Jónas var mik-
ill bindindismaður og var lengi
áfengisvarnafulltrúi hreppsins.
Útför Jónasar fer fram frá Þór-
oddstaðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verður
í heimagrafreit á Gvendarstöðum.
Í dag er til moldar borinn ástkær
mágur minn, Jónas Helgason frá
Gvendarstöðum.
Við hjónin, Sæmundur og ég, nut-
um frá upphafi kynna okkar ríku-
legrar vináttu hans og ástríkis bæði
gagnvart okkur sjálfum og síðan
okkar afkomenda á meðan hann lifði,
þökk sé honum. Hann lifði bara of
stutt eins og allir þeir er við vildum
ekki missa.
Fyrir nokkrum árum datt okkur
hjónunum í hug að setja niður svona
til að prufa og skreyta umhverfið,
nokkrar trjáplöntur. Fyrr en varði,
var Jónas kominn á jeppa sínum með
20 plöntur sem hann plantaði sjálfur
í örlítinn auðan reit norðan við bæinn
okkar. Ár eftir ár kom Jónas með
fleiri plöntur í reitinn sinn sem í dag
er orðinn stærðar garður og heitir í
höfuð honum: Jónasarreitur.
Jónas var mikill skógræktarunn-
andi og þótti afar vænt um skóg-
ræktina sína. Það var svo gaman
þegar við komum að Gvendarstöðum
og hann fór með okkur á jeppanum
sínum upp í hlíðina fyrir ofan bæinn
svo við gætum horft yfir veldi hans,
skóginn hans allan. Það voru yndis-
legar stundir Sá erfiði sjúkdómur er
lagði hann að velli er eftir á að
hyggja varla samboðinn þeim manni
er Jónas hafði að geyma því honum
varð ekki svo heitið gæti misdægurt
alla sína ævi. Hann var sterkbyggður
maður til líkama og sálar og bar veik-
indi sín með hetjulund til síðasta
dags og kvaddi jarðvist sína með
reisn. Guð veri með sálu hans, ég veit
að hann fær góða heimkomu þar sem
hann er nú.
Jónas, hjartans þakkir fyrir öll
okkar kynni og innileg kveðja frá
bónda mínum.
Þín mágkona,
Guðbjörg.
Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu,
sem festu rætur í íslenzkri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og skörð,
börðust til þrautar með hnefa og hnúum
og höfðu sér ungir það takmark sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt.
Þessi orð skáldsins Davíðs Stef-
ánssonar komu mér í hug er ég frétti
andlát gamals sveitunga míns og
frænda, Jónasar Helgasonar á
Gvendarstöðum. Jónas var mikill og
góður ræktunarmaður í bestu og víð-
ustu merkingu þess orðs. Heimahag-
arnir bera því fagurt vitni, en þeir
voru honum afar kærir og gott er til
þess að vita að þar skuli honum búin
hinsta hvíla.
Nágrannar mínir á Gvendarstöð-
um eru órjúfanlegur hluti bernsku-
minninganna. Upp í hugann koma
ótal svipmyndir. Jónas var af þeirri
kynslóð sem fæddist á fyrsta fjórð-
ungi síðustu aldar. Kynslóð sem trú-
lega hefur lifað meiri breytingar en
nokkur önnur frá því að landið
byggðist. Ólst upp við það að berjast
áfram og brjóta land til ræktunar áð-
ur en vélaöldin hóf innreið sína.
Fyrsta kynslóðin sem kynntist drátt-
arvélum og þeirri byltingu sem þær
höfðu í för með sér. Fyrst litlar vélar,
Farmall A, Farmall Cub og gamli
Ferguson um miðja síðustu öld. Síð-
ar kröftugri dísilvélar í kringum
1960. Jónas átti eina af þeim öflug-
ustu í sveitinni á þeim tíma, Fordson
Major.
Ein af minningunum tengist þeirri
vél. Vorverk stóðu yfir á túni útundir
merkjum Hlíðar og Gvendarstaða.
Klaki að fara úr jörð og sums staðar
ansi blautt. Dráttarvélin á kafi og
greinilega mikið erfiði framundan að
ná henni upp. Hafist var handa við
mokstur og grjótburð. Þá heyrðist
hinn djúpi en þýði Fordson hljómur
og hann sást koma akandi norðan
slóða milli bæjanna. Brátt var Jónas
kominn í bláa samfestingnum sínum,
kaðall bundinn milli véla og málið
leyst. Deginum bjargað. Ekkert
sjálfsagðara. Eitt dæmi af mörgum
um góða granna.
Jónas var óþreytandi landbóta-
maður. Dæmi um það eru ferðir hans
til að hefta fok og uppblástur. Oft
hafði hann samband við unglinga í
nágrenni sínu og síðan var Fordson
notaður til að ná öllum saman og aka
á þær slóðir þar sem sáð var fræi og
áburði dreift. Stundum inni á Vatns-
endamelum, stundum norðan og
vestan í Fellinu. Þegar ég hugsa til
baka undrast ég hve okkur þótti
þetta sjálfsagt, en sé nú að áhugi
Jónasar og umræða hafði þessi áhrif.
Enginn sá eftir sér við þetta þó ekk-
ert væri kaupið, annað en ánægjan
og Jónas sjálfur hefur örugglega
orðið fyrir verulegum kostnaði
vegna þessarar hugsjónar sinnar.
Síðan liðu árin. Ég fluttist úr sveit-
inni en Jónas bjó áfram sínu búi.
Samskiptin urðu minni en þegar ekið
var um Kinnina leyndi sér ekki ár-
angur Jónasar af trjárækt. Einn
góðviðrisdag, 22. maí 2003, ákvað ég
að aka austur í Kinn og heimsækja
Jónas. Hann var að sinna vorverkum
þegar ég kom í Gvendarstaði. Engu
að síður gaf hann sér tíma til að ræða
landsins gagn og nauðsynjar. Við
settumst upp í grænu Löduna og ók-
um upp í tunguna fyrir ofan bæinn,
eftir vegi sem ég lagði með jarðýtu
20 árum áður og hafði ekki farið síð-
an. Nú var hann gróinn og það sem
meira var, fallegur skógur var að
skjóta rótum allt um kring og neð-
anvert voru komin ásjáleg tré. Jónas
hafði orð á því að mikið verk væri
framundan við grisjun og hirðingu
og því þyrfti hann að sinna næstu ár-
in. Enginn bilbugur þar.
Við fórum til baka og gengum um
eldri skóginn, þar sem mikið er af
stórum og fallegum trjám, enda var
Helgi bóndi og grasafræðingur, faðir
Jónasar, mikill áhugamaður um
ræktun þannig að Jónas átti ekki
langt að sækja áhugann. Þarna fund-
um við músarindilshreiður, en það
hafði ég ekki áður séð, og umhverfið
allt ómaði af klið vorsins. Þetta var
ógleymanlegur dagur, einn af þess-
um dögum á lífsleiðinni sem ég hefði
alls ekki viljað missa af.
Síðast hitti ég Jónas á sjúkrahús-
inu á Húsavík í maí 2005. Þó að ekki
leyndi sér að sjúkdómurinn væri far-
inn að ganga ansi nærri honum var
andinn óbugaður. Hann sagðist endi-
lega þurfa að komast heim til vor-
verka. Það gekk eftir og hann hefur
vafalaust notið þess að grisja og
snyrta trén sem honum voru svo
kær.
Nú nálgast aftur vor en skarð er
fyrir skildi á Gvendarstöðum. Eftir
stendur þó gróandi minnisvarði,
skógurinn sem á eftir að vaxa og
dafna og bera landbótamanninum
Jónasi á Gvendarstöðum fagurt vitni
um langa framtíð.
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fífilkolli innan í
óvöknuð blöðin hrærir,
svo vermir fögur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
frjóvgar og blessun færir.
Þessi eftirmæli kvað listaskáldið
góða Jónas Hallgrímsson og mér
finnst þau eiga vel við um nafna hans
Helgason. Ég kveð minn gamla ná-
granna með þökk fyrir góða og lær-
dómsríka viðkynningu og votta um
leið aðstandendum öllum mína
dýpstu samúð.
Valtýr Sigurbjarnarson.
Jæja, nú er Jónas frændi fluttur.
Ég spurði hann fyrir mörgum ár-
um hvort hann hefði ekki áhuga á að
skoða sig um erlendis og hann svar-
aði: „Ég hef nægan tíma til þess þeg-
ar ég er fluttur hinum megin.“
Jónas var mikill áhugamaður um
skógrækt og ræktaði sinn heima-
skóg að Gvendarstöðum af ótrúlegri
alúð og elju nánast til síðasta dags.
Hann náði að skoða alla helstu skóga
Íslands og vissi raunar meira um þá
en flestir er að þeim standa því hann
las og það sem hann var búinn að lesa
var aðgengilegt úr hans gagna-
grunni alla tíð eftir það til þeirra er á
nenntu að hlýða og helst rökræða.
Mér er minnisstætt er ég fór með
JÓNAS
HELGASON
Ástkær systir okkar og frænka,
ÞURÍÐUR SVALA JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
áður búsett í
Bólstaðarhlíð 64,
lést á Landsspítalanum í Fossvogi miðvikudag-
inn 15. mars
Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu miðviku-
daginn 29. mars og hefst athöfnin klukkan 13.00.
Baldur Jónsson,
Katrín Jónsdóttir,
Dómhildur Glassford,
Jón Erlendsson,
Oddur Ólafur Jónsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
ÞORGEIR ÞÓRARINSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
22. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Helga Haraldsdóttir,
Lúther Þorgeirsson, Bryndís Svavarsdóttir,
Ragnhildur Jóna Þorgeirsdóttir,
Ragnar Rúnar Þorgeirsson, Penkae Phiubaikham,
Haraldur Þorgeirsson, Helga Haraldsdóttir,
Hafsteinn Þorgeirsson, Áslaug Jakobsdóttir,
Sverrir Þorgeirsson, Birna Rut Þorbjörnsdótir,
Grétar Þorgeirsson, Diana Von Ancken,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTHILDUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Tjaldanesi,
andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi fimmtudaginn 23. mars sl.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 30. mars nk.
og hefst athöfnin kl. 15.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristjón, Hólmfríður og Lára Sigurðarbörn,
Ásthildur, Guðrún og Þórarinn Magnúsarbörn.
Ástkær faðir minn og bróðir okkar,
GARÐAR PÁLMASON
bílapartasali,
Básavegi 4,
Reykjanesbæ,
varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn
22. mars.
Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskapellu
mánudaginn 27. mars kl. 12.30.
Jarðsett verður á Akureyri, nánar auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Áki Heiðar Garðarsson
og systkini hins látna.
Elskuleg móðir mín og systir,
AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR
frá Hraunsási,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi fimmtudaginn 23. mars sl.
Sigurður Jónsson,
Erlingur Jóhannesson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓSKAR VIGFÚSSON,
Álfaskeiði 3,
Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 23. mars.
Útförin auglýst síðar.
Nicolina Kjærbech Vigfússon,
Valborg Kjærbech Óskarsdóttir,
Óskar Ásbjörn Óskarsson, Hjördís Ólöf Jónsdóttir,
Ómar Óskarsson, Erla María Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn,
HENNING NIELSEN
rafvirki,
Dalsgerði 3,
Akureyri,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli fimmtudaginn
23. mars.
Ragnheiður Valgarðsdóttir,
Valgarður Stefánsson, Guðfinna Guðvarðardóttir,
Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir, Sigurður Klausen,
Ragnheiður Haraldsdóttir, Veturliði Rúnar Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.