Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Epískt meistarverk frá Ang Lee eeeee L.I.B. - Topp5.is V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com walk the line MARTIN LAWRENCE 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga www.xy.is Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó BEYONCÉ KNOWLES STEVE MARTIN KEVIN KLINE JEAN RENO Bleiki demanturinn er horfinn og heimsins frægastarannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!! The Producers kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.45 Sýnd í Lúxus kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.45 Big Momma´s House 2 kl. 1, 3.40, 5.45, 8 og 10.15 Rent kl. 8 og 10.45 B.i. 14 ára Yours Mine and Ours kl. 4 og 6 Pink Panther kl. 1, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Zathura m / ísl tali kl. 1 B.i. 10 ára Tristan & Isolde kl. 5.45, 8 og 10.20 Big Momma´s House 2 kl. 4, 6 og 8 The New World kl. 10 The Pink Panther kl. 4 Nanny McPhee kl. 2 (400 kr.) Yours, Mine & Ours kl. 2 (400 kr.) A lan Moore er að öðrum ólöstuðum æðstiprest- ur nútíma myndasagna. Það er varla að hann drepi niður penna án þess að myndasöguáhugamenn og gagnrýnendur syngi honum lof- gjörð. Undanfarið hefur kórsöng- urinn þó dofnað sökum þess að Moore hefur að eigin sögn að mestu sest í helgan stein í myndasögugerð. Hann hefur snúið athyglinni að galdramennsku en sú iðn virðist liggja hjarta hans næst. Það hefur bersýnilega komið í ljós í nokkrum verka hans; svo sem The Birth Caul og Snakes and Ladders sem eru ný- endurútgefnar saman í frábærlega eigulegri bók og From Hell sem samkvæmt mínum útreikningum er ein af þrem bestu myndasögum allra tíma. Moore hefur sjálfur sagt að þessi verk endurspegli hugmyndir hans um myndasögur hvað best og að annað efni ofurhetjutengt sé gert í fljótheitum til peningaöflunar. Þrátt fyrir þessa léttúðlegu að- komu að ofurhetjusögunni hefur Moore skapað margar af bestu (sumir segja allar bestu) ofur- hetjusögur síðustu tveggja áratuga. Fyrsta verk Bretans Moore í Bandaríkjunum; Swamp Thing var samfélagslega meðvituð hrollvekja sem hélt dampi yfir lengra tíma í heildstæðari fléttu en áður hafði þekkst. Watchmen skóp ný viðmið í myndasögum ásamt The Dark Knight Returns eftir Frank Miller sem kom út á sama tímabili sneri Watchmen hefðinni á haus og færði ofurhetjuna til fullorðnari lesenda. Moore tókst á við Batman í líki Jók- ersins í The Killing Joke og skilaði þar af sér einni bestu Batmansögu allra tíma (lofgjörðin heldur áfram). The League of Extraordinary Gent- elmen var svo frábær endurgerð á klassískum ævintýrum með grodda- legu ívafi. Moore hefur nú í vinnslu þriðju League-bókina og segir um hana að þar sé á ferðinni ekki bara besta myndasaga allra tíma, ekki bara besta bók allra tíma heldur ein- faldlega það besta sem til verður í heiminum um alla framtíð. Háleit markmið þar á ferð. Ein af fyrstu myndasögum Moor- es var V for Vendetta. Sú saga birt- ist fyrst á síðum breska tímaritsins Warrior á árunum 1982–3 teiknuð af David Lloid. V fjallar um unga konu sem lendir undir hæl laganna í Eng- landi framtíðarinnar sem þá er orðið að lokuðu fasistaríki með hugs- analöggur á hverju strái. Líklegt þykir að Moore hafi þar verið að vísa í endurkosningu Margareth Thatch- er sem þá var við stjórnvölinn og Moore var síst hrifinn af. Sagan hefst á því að stúlkunni Evey er bjargað af skringilegum manni íklæddum skikkju með grímu sem minnir á Guy Fawkes hinn forn- fræga glæpamann sem reyndi á 17. öld að brenna þinghúsið í Westmin- ister og er minnst á hverju ári í Eng- landi nútímans þar sem brúður af honum eru brenndar. V þessi er þó ekki allur þar sem hann er séður og teldist lítt miskunnsamur samverji þar sem hann lætur Evey ganga í gegnum mikinn hreinsunareld og heilaþvott áður en hann setur hana í vinnu við að berjast gegn því illa heimsveldi sem hann hefur einsett sér að koma á kné. Með hryðjuverk- um og ógn kemur hann illa við kaun- in á leiðtogum þessa orwellska þjóð- skipulags. Eins og önnur verk Moores er V for Vendetta margslungin saga. Spennusaga fléttast saman við heimspekilegar vangaveltur um hlutverk valds og kúgunar og hversu langt megi ganga í baráttunni fyrir hugsjónum. Spurningar um hvaða meðöl skuli nota í réttlátu stríði og hvenær frelsishugsjónin víki fyrir hefndarþorsta er kastað fram án þess að skýr niðurstaða fáist. Les- andanum er treyst til að fylla í eyð- urnar og mynda sína eigin skoðun. Moore og kvikmyndabransinn Nú um helgina var frumsýnd kvikmynd byggð á V for Vendetta. Myndina átti að frumsýna í júlí 2005 en sökum samfellunnar í frásögninni og hryðjuverkanna í Lundúnum stuttu áður var ákveðið að fresta sýningunni. Myndin er runnin und- an rifjum Wachowsky-bræðra sem gerðu allt vitlaust með Matrix- þríleiknum. Þeir eru miklir mynda- söguáhugamenn og höfðu hugsað sér að eiga gott samstarf við Moore um gerð myndarinnar. Það fór þó á annan veg. Þrjár aðrar myndir hafa verið gerðar eftir sögum Moores; From Það hefur verið hljótt um Alan Moore undanfarin ár. Kvikmyndagerðarmenn halda þó uppi nafni hans með því að koma sögum hans á hvíta tjaldið. Heimir Snorrason fjallar hér um myndasögur Moores og bíómyndina sem hann afneitaði. V fyrir vandræði Galdrakarlinn Alan Moore.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.