Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vika í Boston kr. - ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima fyrir 1. apríl - og fáðu 1000 Vildarpunkta *Verð gildir eftir 1. apríl. Miðað við gengi 1. mars 2006 18.200Verð frá * GÓÐ STAÐA Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra segir að þrátt fyrir nokkurt umrót á fjármálamarkaði að und- anförnu sé staða íslensks efnahags- lífs góð. Í samtali við Morgunblaðið gagnrýnir Halldór Bandaríkjamenn fyrir einhliða ákvörðun um að kalla varnarliðið heim. Leitað lausna á vanda TR Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að leita verði lausna á þeim vanda sem blasi við Trygg- ingastofnun, en umboðsmaður Al- þingis vakti athygli ráðherra á löngum afgreiðslutíma hjá TR og að ekki fengist fé til að ráða nægt starfsfólk til að afgreiða verkefni. Ráðherra segir ekki ljóst hvort hægt verði að veita meira fé fyrr en við fjárlagagerð fyrir árið 2007. Ekki framlengt Kaupendur skuldabréfa íslensku bankanna í Bandaríkjunum hafa ákveðið að framlengja ekki samn- inga að andvirði samtals rúmlega 1,5 milljarða Bandaríkjadala, sem svar- ar 115,7 milljörðum króna. Kaup- endur skuldabréfa Glitnis ákváðu að endurnýja ekki samninga að and- virði 775 milljóna dala, sem sam- svarar 56,9 milljörðum króna. Að sögn Ingvars H. Ragnarssonar hjá Glitni kemur þetta þeim ekki á óvart þar sem miklar sveiflur hafa verið á markaði. Aðstoðuðu Rússar Íraka? Gögn sem Bandaríkjamenn kom- ust yfir í Írak benda til þess að Rússar hafi, skömmu eftir að inn- rásin hófst 2003, látið stjórn Sadd- ams Husseins í té upplýsingar sem þeir komust yfir um hernaðaráform bandamanna. Bent er á að Rússar hafi átt mikilla fjárhagslegra hags- muna að gæta. Írakar skulduðu þeim mikið fé og einnig vonuðust Rússar til að gera ábatasama olíu- samninga við Saddam. Fá birta fræðigrein Tveir íslenskir málfræðingar, Þórhallur Eyþórsson og Jóhanna Barðdal, eru höfundar fræðigreinar sem birtist í nýjasta tölublaði mál- vísindatímaritsins Language. Grein þeirra nefnist Aukafallsfrumlög: Sameiginlegur germanskur arfur. Þar eru færð rök fyrir því að auka- fallsfrumlög, sem nú er aðeins að finna í íslensku, færeysku og þýsku, séu í raun germanskur arfur sem er horfinn úr öðrum tungumálum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Myndasögur 60 Hugsað upphátt 31 Dagbók 60/63 Menning35/37, 65/73 Víkverji 60 Sjónspegill 34 Velvakandi 61 Forystugrein 38 Staður og stund 62 Reykjavíkurbréf 38 Leikhús 64 Umræðan 40/50 Bíó 70/73 Bréf 50 Sjónvarp 74/75 Hugvekja 51 Staksteinar 75 Minningar 51/55 Veður 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HARÐUR árekstur þriggja bíla varð á Bústaðaveginum laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun skammt frá gatnamótum Suðurhlíðar. Átti atvikið sér þannig stað að tveir bílar sem óku í austurátt rákust saman með þeim afleiðingum að sá fremri fór yfir umferðareyju og hafnaði á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru tveir ökumenn fluttir á slysadeild með sjúkrabíl, með brjóstverki auk þess sem grunur lék á rifbeinsbroti. Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur ÞVERPÓLITÍSK samstaða var um að þörf væri á að taka upp iðkendastyrki til íþróttafélaganna í Reykjavík með svipuðum hætti og víða hefur ver- ið gert í nágrannasveitarfélögunum á opnum fundi Íþróttabandalags Reykjavíkur með fulltrú- um framboðanna í Reykjavík í sveitarstjórnar- kosningunum í vor, en fundurinn var haldinn í tengslum við ársþing ÍBR sem nú stendur yfir. Fulltrúar framboðanna töldu hins vegar að finna þyrfti bestu leiðina í þessum efnum til að tryggja að styrkirnir kæmu að sem bestum not- um til að tryggja jafnræði barna og unglinga til íþróttaiðkana og hindra brottfall og þyrfti að huga að ýmsum þáttum í þeim efnum. Miklu skipti að tryggja sem best jafnræði í aðgengi barna að íþróttastarfi. Margt annað bar á góma í framsögum fulltrúa flokkanna og í fyrirspurnum í kjölfar þeirra. Voru fulltrúar flokkanna sammála um mikilvægi starfs íþróttafélaganna í borginni, ekki hvað síst hvað snertir forvarnargildi íþrótta. Var bent á að mikl- ir fjármunir hefðu verið lagðir í uppbyggingu íþróttamannvirkja víðs vegar um borgina und- anfarin ár, en nú þyrfti að hyggja betur að und- irstöðu reksturs íþróttafélaganna meðal annars til að tryggja sem best nýtingu þessara mann- virkja. Þá hefði reynslan af samningum um íþróttafulltrúa á vegum félaganna verið mjög góð. Aukið samstarf við skóla Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði nauðsynlegt að auka frekar á samstarf íþrótta- félaga og skóla, sérstaklega í yngstu bekkjum grunnskóla og taka íþróttastarfið í auknum mæli inn í skólana. Kjartan Magnússon, Sjálfstæðisflokki, sagði meðal annars að hyggja þyrfti að skipulagi og uppbyggingu íþróttaaðstöðu vegna þéttingar byggðar. Víða skorti á slíka aðstöðu og hefðu sjálfstæðismenn lagt til að úr því yrði bætt. Þá hefðu þeir lagt til að slík aðstaða kæmi á slipp- svæðinu. Einnig þyrfti að bæta aðstöðu jaðar- íþrótta. Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokknum, sagði að góð þverpólitísk samstaða væri um að hlúa að íþróttastarfi í borginni. Mikilvægasta hlutverk íþróttanna væri forvarnargildið og auka ætti samvinnu skóla og íþróttafélaganna. Tryggja þyrfti jafnræði í aðgengi frá fyrstu tíð. Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, sagði að tímabært væri að reisa annað knatthús í borg- inni. Það myndi gerast fyrr en flesta grunaði og myndi gera það að verkum að betur yrði hægt að þjóna vesturhluta borgarinnar í þeim efnum en hingað til hefði verið hægt. Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, sagði að þeim væri mjög umhugað um að jafna aðgengi barna og legði mikla áherslu á félagslegt réttlæti og jöfnuð. Forvarnargildi íþrótta væri ótvírætt og leita þyrfti leiða til að styðja börn beint og fjöl- skyldur þeirra til iðkunar íþrótta. Einnig var rætt á fundinum um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í nýjum hverfum og voru fulltrúar flokkanna sammála um að hún þyrfti að vera tilbúin fyrr og helst um leið og íbúarnir flyttust í hverfin. Þverpólitísk samstaða í borginni um iðkendastyrki Skemmra í knatthús í vesturborginni en margir hafa reiknað með Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is LUNDÚNABLAÐIÐ Times fjallar í gær um þá ákvörðun bandarískra fjárfesta að segja upp skuldabréfum íslenskra banka. Vitnað var í Rich- ard Thomas, sérfræðing hjá grein- ingardeild fjárfestingarbankans Merrill Lynch, sem sagði þetta dæmigerð merki um að bankakerfið hafi teygt sig of langt og að rauð ljós blikki. „Bankarnir eru verulega ber- skjaldaðir og ljóst að viðhorfið er að snúast gegn þeim,“ sagði Thomas. Einnig er vitnað í Alex Birry, sér- fræðing hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings, sem segir að fjármögnunar- kostnaður bankanna muni aukast, sem muni takmarka frekari vöxt þeirra. Í frétt í danska blaðinu Berlingske Tidende í gær sagði að brunaútsala hafi verið á hlutabréfum í íslenskum bönkum og á krónunni á föstudag. Er vitnað í Jakob Brøchner Madsen, prófessor við Hagfræðistofnun Kaupmannahafnarháskóla, sem seg- ir ákvörðun peningamarkaðssjóð- anna mjög neikvæða þar sem ekki sé hægt að selja skuldabréfin nú, sem leiði hugann að bankakreppu. Segir rauð ljós blikka ALMANNAVARNAÆFINGIN Bergrisinn er haldin nú um helgina, en hún er lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætl- ana fyrir áhrifasvæði náttúru- hamfara frá Mýrdals- og Eyja- fjallajökli. Æfingin er tvískipt og fór fyrri hluti hennar fram í gær, en þá var æfingasvæðið Vestur- Skaftafellssýsla en í dag fer seinni hluti æfingarinnar fram í Rangár- vallasýslu. Það er almannavarnadeild Rík- islögreglustjórans sem sér um skipulagningu æfingarinnar, en til að tryggja samhæfingu allra þeirra sem gegna lykilhlutverki við slíka atburði er stjórn viðbragðsáætlana í höndum þeirrar deildar. Auk lögregluumdæma og full- trúa viðbragðsaðila, stofnana og fyrirtækja sem koma að æfingunni eru íbúar og sumarbústaðaeigend- ur hvattir til að taka þátt í henni. Fá þeir SMS-boð þar sem kemur fram að æfingin sé hafin og þeir beðnir um að fara í fjöldahjálpar- stöðvar á viðkomandi svæði. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þráinn Ársælsson og Ólafur Ögmundsson frá björgunarsveitinni Víkverja biðja Ragnhildi Ársæsldóttur í Vík að rýma hús sitt vegna æfingarinnar. Æfa viðbrögð við náttúruhamförum FYRSTU lóur ársins sáust snemma í gærmorgun við Ósland á Höfn í Hornafirði. Það voru fé- lagsmenn úr Félagi fuglaáhuga- manna á Hornafirði sem komu auga á lóuna og sagði Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður, að þetta væri eðlilegur komutími fyrir fyrstu lóur ársins en síðustu 8 ár hafa fuglarnir fyrst sést á tímabilinu 20.–31. mars. Brynj- úlfur taldi að lóan myndi láta sjá sig í stærri hópum í fyrstu vikum aprílmánaðar. Lóan er komin Morgunblaðið/Ómar Engu líkara er en að þessi lóa sé að reyna að verjast ágengni ljós- myndara Morgunblaðsins, en hún er einn af gestum fyrri ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.