Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Costa del Sol Frá 39.696kr. frá 39.696 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 3 börn, 2-11 ára, vikuferð 18. eða 25. maí. Castle Beach íbúðahótelið. Margar brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Bókaðu núna áwww.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 20 62 5 Egilsstöðum | Enginn vafi er á því að á næstu árum mun sú starfsemi Ís- lenskra orkurannsókna (ÍSOR) fara vaxandi sem lýtur að ráðgjöf til ann- arra þjóða,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra við upphaf ársfundar ÍSOR á Egilsstöðum sl. föstudag. Valgerður segir hagkvæmni jarð- hitans fyrir íslenskt samfélag hafa fyrir fáum árum verið metna á 10–15 milljarða árlega m.v. að upphitunar- aðferðir frá 1970 hefðu verið óbreyttar. „Möguleikar á aukinni nýtingu jarðvarma til upphitunar eru verulegir með bættri tækni og rannsóknum. Þá virðast möguleikar á aukinni raforkuframleiðslu á há- hitasvæðum landsins vera meiri en áður hefur verið reiknað með. Eftir því sem vísindum, tækni og þekk- ingu hefur fleygt fram hafa útreikn- ingar okkar færustu vísindamanna breyst í takt við fyrirliggjandi stað- reyndir hvers tíma,“ sagði Valgerður með tilvísun til nýútkominnar bókar Andra Snæs Magnasonar, þar sem hann reyni m.a. að gera álit ýmissa sérfræðinga á sviði orkumála tor- tryggilegt. Að sögn ráðherra verða nk. haust á vegum íslenska jarðhitaskólans tvö námskeið í jarðhitaleit, annars vegar fyrir Afríkuríki og hins vegar Mið- Ameríkuríki og verða námskeiðin haldin í Kenýa og Costa Rica af ís- lenskum jarðhitasérfræðingum og fyrrum nemendum jarðhitaskólans. Þá stendur til að Íslendingar aðstoði Grænlendinga við rannsóknarboran- ir á Diskóeyju í sumar. Annríki í rannsóknum háhitasvæða til raforkuvinnslu Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, sagði liðið ár hafa verið annríkt hjá fyrirtækinu, unnið hefði verið að margvíslegum rannsóknar- og ráð- gjafarverkefnum, bæði í tengslum við virkjanir í byggingu og undirbún- ing nýrra virkjana. Tengdist stærsti hluti vinnu ÍSOR áformum um nýt- ingu háhitasvæða til raforkuvinnslu og bar þar hæst vinnu tengda bygg- ingu raforkuveranna á Hellisheiði og Reykjanesi. Að sögn Guðrúnar H. Brynleifsdóttur, stjórnarformanns ISOR, hefur mótun stefnu til næstu ára fyrir fyrirtækið verið í brenni- depli og er einhugur um að ÍSOR verði áfram leiðandi rannsóknar-, þróunar- og ráðgjafarfyrirtæki í jarðhitamálum og í fremstu röð slíkra fyrirtækja á heimsvísu. Gildi þá einu hvort fyrirtækið verði áfram í eigu hins opinbera eða gert að hlutafélagi og selt, sem Guðrún telur ólíklegt að svo stöddu. Rúmlega 100 manns sóttu fund- inn. Rætt um rannsóknir á jarðvarma og nýtingu á ársfundi Íslenskra orkurannsókna Auknir möguleikar með meiri tækni og þekkingu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ársfundur ÍSOR fór fram á Egilsstöðum og beindist athyglin m.a. að jarðhita- og neysluvatnsleit á Austurlandi. REKSTUR Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2005 og var umtalsvert betri en gert var ráð fyrir í fjár- hagsáætlun sem samþykkt var í desember 2004. Var rekstrarnið- urstaða sveitarfélagsins, sam- kvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta, jákvæð um 514 millj. kr. Þetta kemur fram í ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2005 sem lagður var nýverið fram til kynn- ingar fyrir bæjarráð og vísað til bæjarstjórnar. Fyrirhugað er að fyrri umræða um ársreikninginn verði í bæjarstjórn hinn 29. mars og að seinni umræða verði 12. apríl nk. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 3.062 millj. kr. sam- kvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.808 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2005 nam 1.840 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af nam eigið fé A hluta 1.304 millj. kr. Eiginfjárhlutfall hækkar því milli ársloka 2004 og 2005 úr 25% í 33% og í A hluta úr 18% í 29%. Jákvæð afkoma Mosfellsbæjar TÆPLEGA sautján þúsund gestir sóttu sýninguna Verk og vit 2006. Rúmlega 120 fyrirtæki tengd byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum tóku þátt í henni. Lögðu sýnendur mikla vinnu og metnað í að gera sýning- arbása sína sem glæsilegasta og var mikil áhersla lögð á kynningu fyrirtækjanna af starfsfólki þeirra. Mörg stærstu fyrirtæki og félög í byggingariðnaði tóku þátt í sýn- ingunni. AP sýningar, sem er í eigu AP almannatengsla ehf., sáu um framkvæmd sýningarinnar í samvinnu við iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið, Reykjavíkur- borg, Samtök iðnaðarins, Lands- banka Íslands og Ístak. Um 17.000 heim- sóttu Verk og vit SKÓGARÞRESTIRNIR eru ekkert tiltakanlega snemma á ferðinni þetta árið. Ástæðan er án efa norð- lægir vindar og kuldar sem þeim fylgja. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðaustur- lands á Höfn sagði að um 20 skógar- þrestir hefðu komið til Hafnar 22. mars, en í fyrra sáust fyrstu skóg- arþrestirnir 20. mars. Ekki hefðu sést neinir þrestir síðan, en þeir myndu örugglega koma um leið og blása færi úr austri eða suðaustri. Morgunblaðið/Sverrir Kalt hjá skógar- þröstunum VÍÐA er það svo að starfsfólk fyrir- tækja notar þorra bílastæða sem eru í kringum vinnustað þess, hvort sem starfsemin er verslun, viðskipti eða þjónusta. Með nýju kortunum ættu fyrirtæki að ná að losa fleiri stæði fyrir viðskipta- vini. Þetta segir Hörður Gíslason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Strætó bs., en hjá fyrirtækinu er í þróun nýtt strætó- kort sem sérstaklega verður sniðið að fyrirtækjum. Skemmtileg nýjung Hörður segir að vísast til verði kortinu beint að stærri fyrirtækjum en um verður að ræða langtímakort fyrir allmarga starfsmenn – til að halda niðri kostnaði. „Þarna er um að ræða umtalsverðan sparnað fyrir einstaklinginn, heimilin og ekki síst fyrirtækin því það kostar að hafa bílastæði fyrir starfsmenn sem myndu annars nýtast fyrir við- skiptavini,“ segir Hörður en tekur fram að kortin séu en í þróun og því ekki komin endanleg mynd á út- færsluna. Ljóst er þó að slík kort geta komið sér afar vel fyrir fyrir- tæki, s.s. í verslunarmiðstöðvum á annatíma eða í miðborginni þar sem ævinlega er kvartað vegna skorts á bílastæðum. Hörður reiknar með að Strætó bs. fari að bjóða upp á vinnustaðakortin fljótlega en fyrirtækið hefur unnið að forvinnslu að undanförnu með nokkrum fyrirtækjum á höfuðborg- arsvæðinu. Eftir þá vinnu efast Hörður ekki um að viðbrögð fyrir- tækja verði jákvæð, ekki síst þar sem mörg fyrirtæki eru með um- hverfisstefnu sem þessi þjónusta ætti að falla að. „Þetta er ágæt og skemmtileg nýjung til að fá fólk til að taka stræt- isvagn. Góður valkostur í allri um- ræðu um vistvæna borg og byggðir,“ segir Hörður. Mikill áhugi í kjölfar „Skagavagnsins“ Strætó hóf áætlunarferðir til Akraness í byrjun árs.. Í kjölfarið hafa því vaknað spurningar um hvort Strætó hafi í hyggju að hefja strætisvagnaferðir frá Reykjavík til Árborgar eða Reykjanesbæjar. Hörður segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um áætlunarferðir til nærliggjandi byggða en merkir mik- inn áhuga frá báðum bæjarfélögun- um. „Þetta er heilmikið úrlausnarefni og það tók ákveðinn tíma að þróa það gagnvart Akranesi,“ segir Hörð- ur og bætir við að Skagavagninn svokallaði sé mikið notaður og hafi þurft að grípa til þess ráðs að setja stærstu gerð af vagni í tilteknar ferðir, þ.e. að morgni og síðdegis. Hann sér því ekki ástæðu til þess að ætla að viðtökurnar yrðu síðri í Ár- borg eða á Suðurnesjum. „Það eru margir sem sækja orðið vinnu og ekki síst skóla frá þessum stöðum og það liggur alveg fyrir. Sú mynd styrkist í sífellu að þetta sé orðið eitt atvinnu- og skólasvæði.“ Strætó undirbýr útgáfu vinnustaðakorts Skapa fleiri bílastæði fyrir viðskiptavini Eftir Andra Karl andri@mbl.is LEIÐRÉTT Starfandi stjórnarformaður Ranglega var sagt í blaðinu í gær að Lýður Guðmundsson tæki við sem forstjóri Exista. Hið rétta er að Lýður verður starfandi stjórnarfor- maður Exista. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessu. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.