Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 10
M
ikið umtal hefur verið
um íslenskan fjár-
málamarkað að undan-
förnu, einkum vegna
greininga erlendra
fjármálastofnana. Um
leið hefur gengi krón-
unnar veikst og orðið lækkun á íslenskum
hlutabréfamarkaði. Engu að síður segir Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra að í grunn-
inn sé staða íslensks efnahagslífs mjög góð,
ríkið standi vel og skuldir hafi aldrei verið
lægri. En hann bætir við að umsvif hafi verið
gífurleg hér á landi á undanförnum árum.
„Einstaklingar hafa staðið í miklum fjár-
festingum og sveitarfélög og bankar vaxið
mjög mikið,“ segir hann. „Það er þensla í
þjóðfélaginu og spurningin hefur verið sú
hvenær dregur úr þeirri þenslu. Það hefur
legið í loftinu lengi að gengið myndi laga sig
að þessum aðstæðum. Við áttum von á því að
sú gengisaðlögun kæmi seinna en nú hefur
orðið. En ég tel gott að þessi aðlögun hafi átt
sér stað núna. Sú umræða hefur legið alltof
lengi í loftinu að gengið myndi breytast. Það
hefur kallað á spákaupmennsku sem er alltaf
óæskileg.
Ýmislegt hefur orðið til þess að gengið
hefur verið svona sterkt, m.a. mikil kaup er-
lendra banka á bréfum í íslenskum krónum
og vaxtahækkanir Seðlabankans. En nú er
þessi tími liðinn.“
– Má ekki búast við hærri verðbólgu í kjöl-
farið á veikingu krónunnar?
„Það má búast við einhverjum verðbólgu-
áhrifum og ég geri mér ekki grein fyrir því
hversu mikil þau verða. En þá ber að hafa í
huga að sterk staða krónunnar virðist ekki
hafa komið fram nema að litlu leyti í verð-
lækkunum. Ég geri ráð fyrir því að íbúða-
verð við þessar aðstæður muni ekki hækka,
fremur lækka eitthvað, sem hefur þá jákvæð
áhrif á vísitöluna og vegur þannig á móti
hugsanlegum áhrifum gengislækkunar.“
Dregur fyrr úr viðskiptahalla
Engu að síður er sú staða sem nú er uppi
alvarleg, að sögn Halldórs. „Umræðan sem
hefur átt sér stað um íslenskt efnahagslíf og
íslensku bankana er nokkuð sem við verðum
að taka alvarlega. Umræðan er að hluta til
byggð á því að staða íslenska þjóðarbúsins
sé slæm. Ég tel það alrangt. En þetta verður
til þess að það þrengir að bönkunum. Fjár-
magnið sem þeir hafa til ráðstöfunar verður
dýrara og þeir hafa úr minna fjármagni að
spila. Þannig að það hlýtur að draga stórlega
úr útlánum. Ég lít svo á að þetta verði til
þess að það dragi úr viðskiptahallanum fyrr
en gert hafði verið ráð fyrir, sem er auðvitað
jákvætt. Og þess vegna muni aðlögunin, sem
við gerðum ráð fyrir, eiga sér stað fyrr.“
– En telur þú að lendingin verði harkaleg?
„Það tel ég ekki. Ef við berum ástandið
núna saman við stöðuna árið 2001, þá er það
að því leyti öðruvísi að þá vorum við með
fast gengi og menn voru að reyna að halda
genginu óbreyttu alltof lengi. Við sáum það
eftir á. Nú hefur þegar orðið veruleg geng-
isbreyting, sem ég tel af hinu góða. Hluta-
bréf hafa fallið í verði, sem er að sumu leyti
óeðlilegt vegna þess að í reynd ættu hluta-
bréf að hækka við það að gengið veikist. Þá
skánar afkoma fyrirtækjanna og framtíð-
armöguleikar verða meiri. En ég held að við
verðum að taka tillit til þess að gengi hluta-
bréfa hefur hækkað miklu meira hér á landi
en í kringum okkur. Eins og stendur er að-
eins að ganga til baka sú mikla hækkun sem
hefur orðið frá áramótum.“
Misvísandi skilaboð að berast
En Halldór tekur fram að auðvitað viti
hann ekki nákvæmlega hvað geti gerst á
mörkuðum. „Það getur gripið um sig mikil
taugaveiklun og þá sitja menn úti um allan
heim með skjái og tölvur og það berast alls-
konar skilaboð og þennan hraða ræður oft á
tíðum enginn við. Danski fjármálaráðherr-
ann sagði einhvern tíma að menn á fjár-
málamarkaði ynnu eins og taugaveiklaðar
konur og fékk afskaplega bágt fyrir þau um-
mæli, enda er mín reynsla sú að við karl-
mennirnir séum nú frekar taugaveiklaðir
heldur en konurnar, en það er nokkuð til í
því að það er oft mikið um að vera á
fjármálamörkuðum. Og undanfarna daga
hafa verið að berast misvísandi skilaboð.
Þarna hafa verið á ferð aðilar sem þekkja
nánast ekkert til íslensks efnahagslífs. Ég
veit ekki til þess að Danske Bank hafi verið í
miklum viðskiptum hér á landi eða menn á
hans snærum þekki hér mikið til. Ég spyr:
Af hverju eru þeir að gera greiningu á Ís-
landi? Ég kem því ekki heim og saman. Af
hverju eru menn að gefa út greiningar sem
hafa varla tekið eitt einasta viðtal á Íslandi.
Það hafa hinsvegar verið hér aðilar frá
matsfyrirtækjum sem hafa reynslu af Ís-
landi. Þeirra umsagnir hafa allar verið já-
kvæðar. Þau hafa bent á hættumerki, en
gera sér grein fyrir hvað íslenskt efnahagslíf
er gífurlega sveigjanlegt og hvað við erum
fljót að laga okkur að nýjum aðstæðum. Ég
upplifði það sterkt sem sjávarútvegsráðherra
hvað sjávarútvegurinn var fljótur að breyta
til. Síðasta loðnuvertíð var sú lélegasta í
Ekkert nýtt að aðrir séu van-
trúaðir á getu lítillar þjóðar
Morgunblaðið/ÞÖK
Halldór Ásgrímsson segir að staða íslensks efnahagslífs sé góð og enginn hafi tapað á því að lána Íslendingum peninga.
Mikið umrót hefur verið í íslensku
samfélagi á undanförnum vikum og
mánuðum. Pétur Blöndal talaði við
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra m.a. um stöðu íslensks efna-
hagslífs, væntanlegt brotthvarf
hersins og útkomu Framsókn-
arflokksins í skoðanakönnunum.
10 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ