Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sjálfsagt rifjast atburðirnir,kenndir við 11. september,upp fyrir bíógestum, þegarV for Vendetta rúllar afstað. Þeir sjá Þinghúsið – The House of Parliament, tákn vest- rænnar siðmenningar og Lundúna- borgar sprengt í tætlur. Verknaðinn fremja svartklæddir uppreisnar- menn með grímu fyrir andlitinu. Vaffið í titlinum stendur fyrir eina aðalpersónu myndarinnar V, eða William Rockwood (Hugo Weaving), grímuklæddan leiðtoga hryðjuverka- samtaka sem berjast gegn yfirvöld- um á Bretlandseyjum. Þær eru undir stjórn þýskra fasista, sigurvegara þriðju heimsstyrjaldarinnar, sem lok- ið er í náinni framtíð. Önnur aðalpersóna er stúlkan Evey Hammond (Natalie Portman), sem V bjargar frá pínu og kvöl yf- irvaldanna og tekur undir sinn vernd- arvæng. Um sama leyti hefst morð- alda í hinu nýja, „Greater Britain“, eða „Stærra Bretlandi“ eins og Bret- landseyjar nefnast þegar hér er kom- ið sögu. Drápin tengjast innbyrðis og líta út fyrir að vera blóðhefndir. Í al- ræðisríkinu fullvissa stjórnvöld íbúana um að hefndarmorðin séu hluti af umsátri „hryðjuverkamanns- ins“, V. Hinn leyndardómsfulli leið- togi andstöðunnar kemur hinsvegar þeim skilaboðum til landa sinna að þeir séu fórnarlömb fasistanna. Hið nýja, Stærra Bretland sé ein, risavax- in prísund og eyjarskeggjar í raun allir fangar í eigin landi. Línan á milli hetju og skúrka er glögg. Öðruvísi teiknimyndasagnahetjur Myndin er byggð á einni rómuð- ustu teiknimyndasögu Alans Moore, sem margir telja fremstan slíkra penna (The League of Extraordinary Gentlemen, From Hell, o.fl.). Fram- leiðandinn Joel Silver (Lethal Weap- on- og Matrix-bálkarnir), festi kaup á bókinni þegar hún kom út fyrir 15 ár- um. Þegar hann taldi tímabært að kvikmynda söguna leitaði hann til Wachowski-bræðra með handrits- gerðina, en það varð úr að Matrix- þrennan var sett framar í forgangs- röðina. Bræðurnir, sem eru meðframleið- endur V for Vendetta, hófust handa við handritsgerð teiknimyndasög- unnar árið 2004 og ákváðu fljótlega að láta þar við sitja en gefa James McTeigue tækifæri til að leikstýra verkinu. McTeigue var aðstoðarleik- stjóri bræðranna við gerð Matrix- myndanna og Star Wars: Episode II – Attack of the Clones (’02), þar sem hann var nánasti aðstoðarmaður Georges Lucas. Hann hafði því hlotið umtalsverða reynslu og hefur fengið mikið lof fyrir byrjendaverkið. Tökur á V for Vendetta hófust fyrir réttu ári í Babelsberg-kvikmynda- verinu í Berlín. Bræðurnir gerðu ýmsar breytingar á sögunni til að laga hana að kvikmyndinni, en gættu þess að halla hvergi á hina dularfullu söguhetju, V. Hann er enn eitt, en öðruvísi, ofurmenni þessa feyki vin- sæla bókmenntageira til kvikmynd- unar. Andfélagslega sinnaður, hálf- geggjaður, andófsmaður Orwellsks stjórnkerfis sem beitir m.a. lyfjagjöf- um til að halda andstæðingunum í láginni; óviðjafnanlegur bardaga- maður með groddahúmor sem hefur orðið að þola fangelsanir og pynting- ar af hálfu stjórnenda einræðisríkis- ins. V hefur notað krafta sína til að blekkja fjölmiðla, koma harðstjórun- um fyrir kattarnef á hugmyndaríkan hátt og sprengja byggingar í loft upp. (Glottandi gríman sem hann ber, mun vera gerð eftir myndum af Guy nokkrum Fawkes – sem vann sér það helst til frægðar að gera mislukkaða tilraun til að sprengja breska þing- húsið í loft upp árið 1605.) Hinn svartklæddi refsivöndur er að hefja hefndaraðgerðir gegn ger- mönskum kvölurum sínum og bresku þjóðarinnar sem ráðið geta úrslitum. Hann er ábúðarmikill leiðtogi sem hvetur samborgarana til blóðugrar andstöðu, til að taka virka afstöðu gegn kúgurum sínum. Bókaflokkurinn um V er óbærilega myrkur, umhverfið ömurleg framtíð- arsýn Stóra Bretlands, sem komið er, líkt og í Fatherland, eftir Robert Harris, undir harðstjórn og einræði Húnanna handan Ermarsundsins Viðfangsefni við hæfi bræðranna Það liggur í augum uppi hvers- vegna sagan höfðar til bræðranna Larrys og Andys Wachowski. Líkt og Matrix-myndirnar fjallar V for Ven- detta um valdabaráttu og frelsi þegna úr ánauð í spennuhlöðnum og háska- legum framtíðartrylli. Slíkar sögu- slóðir þekkja þeir manna best. Framleiðandinn, Joel Silver hafði gert margar og misjafnar spennu- myndir áður en röðin var komin að Matrix, sem breytti viðhorfum hans til greinarinnar – hann komst að því að hinn almenni bíógestur vill eitt- hvað bitastæðara en vanabundnar harðhausamyndir. Keanu Reeves var kallaður til leiks og áður en yfir lauk höfðu Matrix-myndirnar skilað yfir 600 milljónum dala í kassann í Banda- ríkjunum einum og einum milljarði til viðbótar á heimsvísu. Slík auðæfi myndast ekki öðru vísi en að menn taki áhættu. Eftir Matrix-æðið var kominn tími til að dusta rykið af handritinu V for Vendetta og ákveða að nú væri þess tími kominn. Sem fyrr segir ákváðu bræðurnir að umbuna sinni dyggu, hægri hönd meðan á vandasamri gerð Matrix-myndanna stóð, og gáfu McTeigue stóra tækifærið. Með því sýndu þeir hvílíkt traust þeir bera til hans því ljóst er að verkefnið er ekki á hvers manns færi. Viðfangsefnið bauð upp á margvís- leg, óvenjuleg og ögrandi atriði. T.d. gengur V með grímu og hárkollu út alla myndina, sem var meira en leik- arinn James Purefoy þoldi, en hann var fyrsta val bræðranna í hlutverkið. Hann gafst upp eftir mánuð og Mat- rix-leikarinn Weaving tók við. Hann stóðst þolraunina og eyddi miklum tíma í tilraunir að kanna hvort þessi grímuklædda persóna virkaði betur með þessu móti eða öðru, á tjaldinu. Aðrar og ekki síður krefjandi lausnir varð að finna á mörgum hug- myndafræðilegum vandamálum sem skutu upp kollinum. Fyrir það fyrsta er V for Vendetta mynd um hetju sem er hryðjuverkamaður. Þó svo að áhorfandinn viti að hann vinnur gegn einræðisherrum í ógnarstjórn kúgaðs framtíðarríkis þar sem hverskyns fordómar og spilling veður uppi, er þetta samt sem áður náungi sem hag- ar sér eins og illvirkjar samtíðarinn- ar. Sprengjandi sögufrægar bygging- ar í heimsborginni London – og nýtur þess fram í fingurgóma. Slík hegðun var yfrið nógu andstyggileg þegar Moore skrifaði bækurnar – tveimur áratugum fyrir 11. september, hvað þá í dag. Ekki batnaði innihaldið eftir sprengjutilræðin í London á síðasta sumri. Áhættusöm kvikmyndagerð Margir efuðust um að gerð rán- dýrrar myndar um hryðjuverk og eyðileggingu sögulegra kennileita stórborga væri siðferðilega réttlæt- anleg. Aukinheldur þar sem hetjan er hryðjuverkamaður sem birtist íklæddur vesti, áþekku þeim sem sjálfsmorðsbrjálæðingar nota til að sprengja sig og aðra í Austurlöndum nær. Framleiðendurnir voru í vafa fram að frumsýningardegi hvort bandarískir bíógestir væru almennt tilbúnir til að kaupa slíka kvikmynda- hetju. Aðsóknartölurnar sýndu að óttinn var a.m.k. ástæðulítill, því að- sóknarlega bar V for Vendetta höfuð og herðar yfir keppinautana yfir frumsýningarhelgina. Móttökur gagnrýnenda voru engu síðri. Eftir þessi góðu viðbrögð reikna framleiðendurnir með að framtíðar- sýn þeirra fái jafnvel enn betri við- tökur í Evrópu og gangi vel á öðrum markaðssvæðum. Aðeins sjötta mynd bræðranna Lukkan hefur leikið til þessa við þá Larry og Andy, sem báðir eru á besta aldri. Sá fyrrnefndi aðeins fertugur, hinn tveimur árum yngri. Eins og nafnið bendir til eru þeir af pólsk- bandarísku foreldri, fæddir og upp- aldir í Chicago. Móðir þeirra var hjúkrunarkona en faðirinn starfaði í viðskiptaheiminum. Bræðurnir stunduðu nám við ýmsa skóla í borg- inni en hvorugur lauk menntaskóla- stiginu. Bekkjarsystkinin minnast þeirra sem latra námsmanna með lif- andi áhuga á leiklist, kvikmyndagerð og leikaraskap. Þeir unnu við sjón- varp og leikhús skólans áður en þeir hættu, og Andy hélt til Boston þar sem hann innritaðist í kvikmynda- skóla. Kennararnir minnast hans sem afburðanemanda sem hvarf á braut þegar hann féll á prófi. Larry hélt til Bard-skólans í New York-fylki og var ferill hans hliðstæður. Bræðurnir hafa verið einstaklega samýndir frá fyrstu tíð og lentu í besta bróðerni í ýmsum hremming- um áður en velgengnin tók við í kvik- myndaheiminum. Að lokinni enda- sleppri skólagöngunni komu þeir m.a. við í teppaiðnaðinum í fæðingarborg- inni, meðfram vinnu við gerð teikni- myndasagna þar sem frumdrögin að Matrix urðu til. Sléttur áratugur er liðinn síðan nafnið Wachowski heyrðist á vestur- ströndinni, er þeim lánaðist að selja Silver og leikstjóranum Richard Donner handritið Assassin, sem úr varð auðgleymd hasarmynd með Sylvester Stallone árið 1995. Ári síðar varð til fyrsta mynd bræðranna, þeir voru báðir titlaðir handritshöfundar og leikstjórar Bound, ógleymanlegrar, bleksvartrar kómedíu sem var engri annarri lík. Aðalpersónurnar eru tvíkynhneigðar kvenmerar (frábærlega leiknar af Jennifer Tilly og Ginu Gershon); maf- íósar og smákrimmar (í stórkostleg- um meðförum Joeas Pantoliano og Johns P. Ryan.) Myndin hlaut afbragðs dóma og bræðurnir komu Matrix-æðinu á kreik árið 1999. Alls urðu bíómynd- irnar í bálknum þrjár talsins, auk fjölda sjónvarpsmynda, teiknimynda og tölvuleikja. Wachowski-bræður voru komnir á beinu brautina. Þessir hæfileikaríku bræður hafa ætíð gætt þess vel að vernda einka- lífið. Andy er giftur og ráðsettur, en málin eru flóknari hvað Larry snert- ir. Hann skildi við konu sína og æsku- unnustu fyrir fjórum árum og býr með Karin Winslow og búa þau í sadómasókísku sambandi. Þar á ofan hyggur Larry á enn frekari breyting- ar, er í hormónameðferð og eins gott að menn búi sig undir að kalla per- sónuna Lönu eða Laurencu Wach- owski. Hvað sem því líður eru uppi sögu- sagnir um að breytingarnar sem orð- ið hafa í lífi Larrys að undanförnu, eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Hann á gnótt fjár og hefur dregið sig í hlé. Iðnaðurinn hefur ekki grænan grun um hvort, né hvenær, Larry, Lana eða Laurenca hefur störf að nýju. Fyrir allnokkrum árum gerði Johnny Depp B-myndaleikstjórann Ed Woods ódauðlegan í samnefndri mynd. Vonandi verða örlög Larrys ekkert á borð við söguhetju kunnustu myndar Woods, Glen & Glenda. Hvað sem segja má um framhaldsmyndirnar Reloaded og Revolutions var Matrix (’99) eitt merk- asta kvikmyndaafrek ofanverðrar síðustu aldar. Sæbjörn Valdimarsson hefur, líkt og aðrir bíógestir, beðið spenntur eftir næsta verki Wachowski-bræðra, en V for Vendetta er frumsýnd um helgina. Myndin var í efsta sæti vestan hafs fyrir viku og hlaut óspart lof gagnrýnenda og bíógesta. saebjorn@heimsnet.is Evey Hammond (Natalie Portman), sem V bjargar frá pínu og kvöl. V, eða William Rockwood (Hugo Weaving), leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sést aldrei án grímunnar. Big Ben ásamt breska þinghúsinu , tákni Lundúnaborgar, er sprengdur í tætlur. H fyrir hefnd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.