Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 25 framtíðarstöðu Kósóvó, því það sé margskonar „sannleikur“ á sveimi um það hvað raunverulega gerðist í stríðinu. Að þá þurfi að ræða, sætta. Hvað áttu við með þessu? „Það er gífurleg afneitun í gangi, bæði á meðal Serba og Albana um hvað gerðist í stríðinu og af hverju þetta stríð var háð. Afneitunin er nánast svo mikil að það er eins og menn séu að tala um sitthvort stríð- ið. Í öllum átökum þegar miðlun frétta hrynur og orðrómurinn tekur við, eru sögur smíðaðar bæði eftir bestu upplýsingum en einnig eftir hentugleika. Orðrómurinn verður síðan að sannleika og þannig byggja menn skoðun sína á „hinum“. Sann- leikurinn er því ekki bara saman- safn staðreynda, heldur frekar túlk- un á staðreyndum og orðrómum. Þetta ferli, hvernig staðreynd verð- ur að sannleika, þarf að rífa niður og endurskoða, annars verður af- neitunin ekki brotin niður. Og svo komum við, alþjóðasamfélagið, og segjum Albönum og Serbum hvern- ig allt gerðist og hverjum það sé að kenna, við vitum þetta allt vegna þess að við lásum bókina. Alþjóðasamfélagið þarf því einnig að skoða hvernig það nálgast lausn- ir. Svona nefnd myndi safna saman staðreyndum um stríðið og ástæður þess, á trúverðugan hátt, til dæmis með vitnisburði fórnarlamba og þeirra sem frömdu glæpi. Þannig má draga úr orðrómum sem hafa umbreytt sér í staðreyndir um hvað „hinir“ eru mikil illmenni og hvers vegna þeir séu réttdræpir.“ Sjálfstæðisumræða Svartfjallalands gerir Serbum erfiðara fyrir Við höfum talað um slíka nefnd í tengslum við þróun í átt til sjálf- stæðis Kósóvó, en ef ákveðið verður að Kósóvó verði hérað innan Serb- íu? Það er óneitanlega þrýstingur í þá áttina í ljósi þess að Svartfell- ingar, sem nú eru í ríkjasambandi við Serbíu, ætla að ganga til þjóð- aratkvæðagreiðslu í maí næstkom- andi um sjálfstæði frá Serbíu? „Sjálfstæðisumræða Svartfjalla- lands gerir Serbum erfiðara fyrir, en Kósóvó skiptir þá meira máli. Ef ákveðið verður að Kósóvó verði hér- að innan Serbíu er nokkuð ljóst að það verður annað stríð. Þá er líka mikilvægt að sannleiks- og sátta- nefnd verði síðar sett á laggirnar. Í augum sumra Kósóvó-Albana eru flestir Serbar stríðsglæpamenn og eiga ekkert erindi í Kósóvó. Jafnvel þótt þeir séu fæddir þar og aldir upp, og hafi aldrei gert neinum mein. Hvernig getum við ætlast til að Serbar snúi aftur til Kósóvó þeg- ar þessi skoðun er uppi? Hvers kon- ar lýðræði getum við haft þegar meirihlutinn hatar minnihlutann? Hvernig stofnanir getum við byggt upp þegar minnihlutahópar fá ekki aðgang að þeim, eða er gert mjög erfitt fyrir? Get ég sem Serbi sent barnið mitt í skóla þar sem því er bannað að tala serb- nesku og kennt að Serbar hafa að markmiði sínu að út- rýma Albönum? Ef okkur tekst ekki að auka skilning á milli hópa og draga úr hatrinu þá er sagan að endurtaka sig. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að menn vilja ekki gefa Kósóvó fullt sjálfstæði, því menn treysta ekki Kósóvó-Albönum til að veita minnihlutahópum vernd. En ef Albanar myndu setja svona nefnd sem skilyrði fyrir sjálfstæði, – að þeir ætli að tryggja réttindi minnihluta með virkum hætti, myndi það styrkja þeirra rök- semdafærslu og róa gagnrýnisradd- ir. En til þess þarf að vera einlægur vilji.“ Þú segir flesta leiðtoga sem hafa reynt að byggja „réttlátt samfélag“ að loknum vopnuðum átökum, við- urkenna nauðsyn þess að sáttaum- leitanir séu miðlægar í uppbygging- arstarfi eftir stríð. Svo segirðu „hins vegar getur verið erfitt að selja gildi fyrirgefningarinnar og pólitísk skilaboð sem því fylgja“. Geturðu útskýrt þetta nánar? „Eftir átök sem þessi er þjóðern- ishyggja oft miklu betri söluvara en sættir. Þú færð fleiri atkvæði fyrir að boða hefndir en að reyna að segja fólki sem hefur horft upp á ættingja sína myrta og hús sín brennd að nú verði allir að kyssast og vera vinir. Stjórnmálamenn missa ekki bara atkvæði fyrir slíkan boðskap, þeir missa líf sitt. Ein- göngu mjög sterkir leiðtogar geta sent út slíkan boðskap. Ég man um morguninn þegar átöku brutust út í Kósóvó í mars 2004, þá kepptust leiðtogar Kósóvó-Albana um að réttlæta aðgerðirnar, sem eðlilega útrás fyrir reiði og brostna þolin- mæði. Nema Ramush Haradinaj, síðar forsætisráðherra, hann skar sig úr og bað menn um að sýna stillingu, ofbeldi væri ekki rétta leiðin. Sama er að segja núna um Agim Ceku. Hluti af ræðunni hans, þegar hann tók við embætti for- sætisráðherra Kósóvó nú á dögun- um, var á serbnesku þar sem hann sagði við Serba að Kósóvó tilheyrði öllum íbúum héraðsins, – líka Serb- um, og að saman myndu þau skapa samfélag sem tryggir frelsi og jafn- rétti. Að Serbar ættu að berjast með Albönum fyrir framtíð Kósóvó með því að taka þátt í stjórnmálum. Báðir þessir menn börðust gegn Serbum í Kósóvó, og Ceku einnig í Króatíu. Báðir eru álitnir stríðs- glæpamenn í Belgrad. En þeir eru nógu sterkir til að geta sent þessi skilaboð.“ Hvað segir það okkur fyrir sjálf- stæðisumræðuna að Ceku, stríðs- glæpamaður, er orðinn forsætisráð- herra? „Þetta var auðvitað eins og köld vatnsgusa framan í Serba. En Oliver Ivanovic, leiðtogi Serba í Kósóvó, útilokaði alls ekki að starfa með Ceku, sem hefur mikil völd meðal Kósóvó-Albana, er einn af þeirra frelsishetjum. Ivanovic sagð- ist vilja sjá verkin tala áður en hann gæti lofað einhverju um frekara samstarf.“ Hvernig sérðu þessa hugmynd, um sannleiks- og sáttarnefnd, fyrir þér í ljósi þess að Milosevic er lát- inn, áður en mikilvægum réttar- höldum yfir honum er lokið? „Umræðan um sannleiks- og sáttanefnd hefur aldrei verið brýnni en núna. Vonin um að Milosevic réttarhöldin myndu varpa einhverju ljósi á hvað gerðist í Kósóvó er svo til úti. Sjálfstæði hlýtur að vera bundið skilyrðum um virðingu fyrir minnihlutahópum, sem verður vart að raunveruleika nema skilið sé á milli staðreynda og orðróms um hvað gerðist í stríðinu.“ Lýðræði er afstætt Nú hefur Javier Solana krafist þess fyrir hönd Evrópusambands- ins að regla um 55% meirihluta verði að ráða úrslitum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Svartfjalla- landi. Verði þetta ekki gert myndi Evrópusambandið ekki viðurkenna úrslitin og Solana sagðist muna þrýsta á um að ÖSE fylgdist ekki með kosningunum. Þetta skilyrði hefur verið sam- þykkt af þinginu í Svartfjallalandi og í leiðara Morgun- blaðsins var þetta harðlega gagnrýnt. Þar var sagt að að- ferðir Solana beri vitni um „hroka og valdníðslu og segja margt um það hvað er að marka mál- flutning ESB um lýðræði og lýðræðisvæðingu á Balk- anskaga þegar á reynir“. Hvað finnst þér um þetta? „Lýðræði er afstætt, það hefur mismunandi þýðingu við mismun- andi aðstæður. Kosning um aðskiln- að Svartfjallalands frá Serbíu er mikilvægari en til að mynda kosn- ing um lengingu opnunartíma sölu- staða. Það verður að vera skýrt að niðurstaðan sé studd af skýrum meirihluta þeirra sem taka afstöðu. Stöðugleiki á svæðinu er í húfi. Mér sýnist að Solana sé að tryggja að Svartfellingar hafi skýran vilja og að þeir sýni þennan vilja í kosning- unum. Í Kósóvó eru til að mynda reglur um fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna sem yrðu aldr- ei samþykktar á Íslandi. Hroki og valdníðsla? Kannski, kannski rétt- lætanleg í augum Solana og kannski réttlætanlegt undir þessum kring- umstæðum. Mér finnst hins vegar eðlilegt að nota reglur sem henta ’Í augum sumraKósóvó-Albana eru flestir Serbar stríðsglæpamenn og eiga ekkert er- indi í Kósóvó.‘ Skráningardagur Kauphöll Íslands hf. hefur samflykkt a› skrá víxla MP Fjárfestingarbanka hf., vi› útgáfu hvers flokks enda uppfylli fleir skilyr›i skráningar. Útgáfa víxlanna ver›ur tilkynnt í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf. hverju sinni en fleir eru rafrænt skrá›ir hjá Ver›bréfaskráningu Íslands hf. Flokkar MPB 06 0417, MPB 06 0516 og MPB 06 0616 ver›a skrá›ir flann 29. mars 2006. Skráningarl‡sing og önnur gögn sem vitna› er til í l‡singunni er hægt a› nálgast hjá MP Fjárfestingarbanka hf. og á heimasí›u félagsins www.mp.is Au›kenni Útgáfudagur Gjalddagi ISIN númer MPB 06 0417 16.01.2006 17.04.2006 IS0000011971 MPB 06 0516 16.02.2006 16.05.2006 IS0000011989 MPB 06 0616 16.03.2006 16.06.2006 IS0000011997 MPB 06 0717 17.04.2006 17.07.2006 IS0000012003 MPB 06 0816 16.05.2006 16.08.2006 IS0000012011 MPB 06 0918 16.06.2006 18.09.2006 IS0000012029 MPB 06 1016 17.07.2006 16.10.2006 IS0000012037 MPB 06 1116 16.08.2006 16.11.2006 IS0000012045 MPB 06 1218 18.09.2006 18.12.2006 IS0000012052 MPB 07 0116 16.10.2006 16.01.2007 IS0000012060 MPB 07 0216 16.11.2006 16.02.2007 IS0000012078 MPB 07 0316 18.12.2006 16.03.2007 IS0000012086 Skráning víxla MP Fjárfestingarbanka hf. í Kauphöll Íslands hf. Útgáfa víxla á árinu 2006 Skipholti 50d | 105 Reykjavík | sími 540 3200 | www.mp.is Skilmálar víxlanna Víxlarnir eru vaxtalausir og óver›trygg›ir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.