Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 31 Það fór þó aldrei svo að her-inn færi ekki úr landi.Eftir að hafa staðið af séralls kyns úlfúð, slag-orðaglamur og umtalsvert hark í gönguskóm svo áratugum skipti lítur út fyrir að ameríski her- inn sé um það bil hættur og farinn frá Íslandi. Það kaldhæðnislega við það er að hann skuli fara einmitt núna, löngu eftir að úlfúðin vék fyrir einskæru áhugaleysi, slagorðin urðu krútt- legur hluti af retrótískunni og gönguskórnir öðluðust nýtt og heil- brigðara líf á fjöllum. Herinn sem málefni var í raun fallinn í þvílíka gleymsku að það er með herkjum að hörðustu Keflavík- urgöngugarpar nenni að eyða orðum að þessu. Þetta eru líka stórum verri tíðindi fyrir yfirlýsta vildarvini Bandaríkja- stjórnar. Þeir búnir að verja þetta herlíki suður á Velli með ráðum og dáð í alls kyns samtökum, í ræðu og riti frá því á menntaskólaárunum, loksins komnir til æðstu metorða og farnir að sigla lygnan varnarmálasjó, eða að minnsta kosti næstum mótbáru- lausan, og þá fer hann bara. Meira að segja eftir að þeir skráðu þjóðina í sjálfan bandaríska innrás- arherinn í Írak. Þetta eru þakkirnar. Er nema von að þeim sárni? Í kjölfar þessara mestu hernaðartíðinda á Ís- landi síðan 10. maí 1940 hef ég verið að leita í sarpi minninganna að reynslu til að deila með komandi kynslóðum um veru bandaríska hersins á Keflavíkurvelli. Þar reyn- ist fátt um fína drætti. Sannast sagna hefur návist hinnar voveiflegu hernaðarmaskínu Bandaríkjanna mikið til farið framhjá mér. En þó ekki alveg. Ég man eftir hliðinu við völlinn þar sem þurfti að stoppa og íslensk og amerísk lögga veifuðu til manns. Ég man líka eftir vegatollbúrinu á Keflavíkurveginum þar sem al- íslenskur embættismaður tók við greiðslu fyrir að hleypa okkur út úr Hafnarfirði. Ég man líka eftir að hafa séð hið menningarfjandsamlega Kana- sjónvarp nokkrum sinnum þar sem ég kom í æsku sem gestur á heimili fólks sem átti sjónvarpstæki. Man eftir fjölbragðaglímukappanum Bobo Brazil og rúnum ristu stríðs- görpunum úr Combat, Vic Morrow og Ricky Nelson. Á mínu sjálfstæð- isheimili var ekkert sjónvarp fyrr en það íslenska hóf útsendingar. Svo rámar mig í að ég hafi fundið í útvarpinu bæði Kanann og Radio Luxembourg á táningsaldri. Það eft- irminnilegasta af þeim vettvangi var viðtal sem ég heyrði í Kanaútvarp- inu við lagasmiðinn góða, Gunnar Þórðarson, þáverandi meðlim Kefla- víkurbítlanna Hljóma, sem lýsti því fyrir áhugasömum Bandaríkjamanni að þverflautan væri hljóðfæri sem væri erfitt að komast inn í. Ég hafði heyrt lögin þeirra í Lögum unga fólksins í útvarpinu en þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði talað við einhvern úr íslenskri popp- hljómsveit sem málsmetandi mann. Þetta er nú allt og sumt. Varn- arliðið kenndi mér sem sagt hvað fjölbragðaglíma og leikið sjónvarps- efni er, sýndi mér fram á að sá sem spilar rokk eða popp getur líka haft frá einhverju að segja og gerði mér ljóst að löggur eru mjög svipaðar þegar þær veifa út um glugga, frá hvaða landi sem þær koma. Ég mun ekki kveðja herinn með söknuði, né heldur hlakka yfir brott- för hans. Flest annað skiptir meira máli. Líka á sviði utanríkis- og varn- armála. Her minninganna HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 20. mars spiluðu Borgfirðingar tvímenning með þátt- töku 16 para. Jón H. Einarsson úr Borgarnesi hefur lengi glatt okkur Borgfirðinga með nærveru sinni. Nú mætti hann með konu sína Guð- björgu Andrésdóttur og hafi frétta- ritari gripið það rétt þá var hún að mæta í fyrsta sinn í keppnisbridge. Ekki var nú að sjá neinn byrjanda- brag á handbragðinu né heldur að hún bæri virðingu fyrir andstæðing- um sínum. Það var í það minnsta ekki að sjá þegar hún doblaði Lárus Pétursson í hæpnum spaðasamningi og uppskar topp fyrir vikið og bæði bros og hrós frá makker. Fór svo að lokum að þau hjón tryggðu sér glæsilega annað sætið. Úrslit urðu annars sem hér segir: Sveinbjörn Eyjólfss.– Lárus Pétursson 246 Jón H. Einarss. – Guðbjörg Andrésdóttir 220 Guðmundur Kristinss. – Ólafur Flosason 189 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 187 Anna Einarsdóttir – Kristján Axelsson 184 Næsta mánudag verður spilaður einmenningur. Til hægðarauka fyrir formenn er þess óskað að menn skrái sig fyrirfram hjá formanni, Jóni á Kópareykjum. Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda Butler-tvímenn- ingi lauk með öruggum sigri þeirra Ragga Björns. og Sigga Sigurjóns. Lokastaðan: Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 127 Heimir Tryggvas. – Leifur Kristjánss. 96 Björn Jónsson – Þórður Jónsson 75 Jón Páll Sigurjónss. – Stefán R Jónss. 56 Loftur Péturss. – Eiríkur Kristóferss. 52 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Jón Páll Sigurjónss. – Stefán R Jónss. 71 Ármann Lárusson – Eggert Bergsson 60 Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 37 Björn Jónsson – Þórður Jónsson 32 Næsta keppni er þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Skráning hjá Lofti í s. 897 0881. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 14 borðum fimmtudaginn 13. marz. Beztum ár- angri náðu í NS: Guðm. Magnússon - Kristinn Guðmss. 351 Inga L. Guðmundsd. - Jóna Magnúsd. 310 Dóra Friðleifsd. - Jón Stefánsson 291 Þorsteinn Laufdal - Tómas Sigurðss. 288 AV Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. 332 Guðmundur Pálss. - Stefán Friðbss. 306 Óli Gíslason - Guðni Þorsteinss. 303 Páll Guðmundss. - Filip Höskuldsson 303 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 23.3. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Ragnar Björnss. - Pétur Antonsson 256 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 255 Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 251 Árangur A-V Oliver Kristóferss. - Magnús Halldórss. 272 Viggó Nordqvist - Einar Einarsson 263 Björn Péturss. - Gísli Hafliðason 257 Bridsfélagið Muninn og Bridsfélag Suðurnesja Hafin er þriggja kvölda hrað- sveitakeppni þar sem pör voru dreg- in saman í sveitir. Mörg pörin voru brokkgeng í nýju umhverfi en staða efstu sveita er þessi: Sveit Dags Ingimundarsonar 567 Sveit Lilju Guðjónsdóttur 551 Sveit Grethe Iversen 481 Mótinu verður fram haldið nk. miðvikudagskvöld. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Fréttir í tölvupósti gullmolinn á höfuðborgarsvæðinu Akraland ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík sími 599 4000, fax 599 4001 hz et a 6 4 2 9 7 5 3 1 10 8 6 4 2 9 7 5 3 1 12 10 8 6 4 2 7 5 3 1 9 2 4 6 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 1 3 5 7 9 8 6 4 2 1 3 5 Da lak ur Gó ða ku r Vesturakrar Br eið ak ur By gg ak ur Frj óa ku r Gu lla ku r Nánari upplýsingar um lóðirnar, stærð þeirra og nýtingu ásamt upplýsingum um hvernig væntanlegir kaupendur bera sig að við tilboðsgerð er að finna á vefsíðu Akralands, www.akraland.is Mikilvægt er að tilboðsgjafar kynni sér vel öll tilboðsgögn, s.s. tilboðsskilmála, tilboðsskrá, sölu- og skipulagsskilmála en öll tilboð taka mið af þessum skilmálum. Akraland ehf. er nú að hefja sölu lóða í 2. áfanga Akra- hverfis í Garðabæ. Um er að ræða 35 lóðir undir einbýlis- hús. Framkvæmdir og uppbygging í Akrahverfinu hófust 2005. Þar er að rísa glæsilegt hverfi þar sem mikill metnaður ræður ríkjum varðandi hönnun, arkitektúr og alla uppbyggingu í metnaðarfullu sveitarfélagi. Lóðirnar eru frábærar eignarlóðir og hverfið er vel stað- sett á grónu svæði á besta stað í Garðabæ. Þetta eru góðar byggingarlóðir á frjósömu svæði mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru staðsettar rétt við greiðar og fljótfarnar umferðaræðar sem liggja til allra átta. Tilboðum í lóðirnar skal skila eigi síðar en 6. apríl 2006 kl. 15:00. Tilboðunum skal skila á skrifstofu Akralands í Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík þar sem allar nánari upplýs- ingar eru veittar um lóðirnar. Fasteignasalan Borgir mun einnig annast milligöngu um sölu lóðanna og geta þeir sem hafa áhuga snúið sér þangað. Tilboðsfrestur 6. apríl, kl.15.00w w w . a k r a l a n d . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.