Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 33
unnið mikið með Peter Jensen sem
er danskur fatahönnuður. Peter
deildi vinnustofu með Åbäke og
þau hönnuðu fyrir hann ýmislegt
eins og bréfsefni og nafnspjöld en
fyrr en varði voru þau farin að
hanna mynstur og jafnvel ýmsar
flíkur inn í línu Jensen. Mynstrin
eru mjög falleg og byggjast upp af
dýrum sem finnast í skandinavísk-
um skógum, umferðarhnútum og
illmögulegum pýramídum gerðum
úr mannslíkömum.
Einu sinni í mánuði setja Åbäke
upp veitingahús í samstarfi við
Martino Gamper sem er húsgagna-
hönnuður með ástríðu fyrir horn-
um. Samstarfið hófst á því að
Martino vantaði stað til að sýna
húsgögn sín en hafði ekki ráð á að
opna sitt eigið sýningargallerí. Úr
varð að þau stofnuðu saman veit-
ingastað sem heitir Trattoria og er
opinn aðeins einu sinni í mánuði.
Åbäke sér um að leggja á borð
en Martino skaffar húsgögnin. Nú
elda þau þar einu sinni í mánuði og
fólk kemur eins og á venjulegt veit-
ingahús og nýtur matarins, en
skoðar um leið húsgögn Martinos.
Jákvæð skemmdarverk
Åbäke hélt námskeið í Fabrica á
Ítalíu og námskeiðið kallaðist „See
Treviso and Not Die“ Þau báðu
nemana að fara út í borgina, Trev-
iso, og velja sér stað sem skipti þá
einhverju máli. Síðan fengu þeir
verkefnið að búa til „jákvætt“
skemmdarverk á staðnum og bæta
þannig við staðinn persónulegum
áhrifum sínum. Markmið þeirra
með námskeiðinu var að fá fólk til
að hætta að bíða eftir skipunum að
ofan heldur fara sjálft út og skapa
sér verkefni.
Einnig vildu þau fá nemendurna
til að prófa nýja hluti eins og að fá
þá til að skapa með höndunum sem
í fyrstu var ómögulegt fyrir suma
sem unnu öll sín verkefni í tölvu.
Eitt verkefni sem Åbäke vinnur
sem hliðarverkefni er eins konar
for-ferðalag í formi póstkortaseríu.
Þau heimsækja sendiráð þeirra
landa sem þau er að fara til og taka
myndir og senda svo út sem póst-
kort. Póstkortin eru einskonar
sönnun fyrir því að þau hafi þegar
komið til landsins þar sem sendiráð
eru sögð tilheyra landi sínu þrátt
fyrir að vera í staðsett í öðru landi.
Þannig for-ferðuðust þau til Sví-
þjóðar þegar þau voru í London,
heimsóttu Zürich áður en þau fóru
til Sviss þegar þau voru í Svíþjóð
og þegar þau voru í Berlín heim-
sóttu þau Kanada. Þau eiga að vísu
eftir að heimsækja Kanada, það er
að segja alvöru Kanada, en eru að
leita leiða til að koma sér þangað.
Þau hafa einnig sýnt áhuga á að
koma til Íslands, en ekki finnast
heimildir um for-ferðalag þeirra
hingað.
Stuttermabolahönnun frá Kitsuné.
Höfundur er vöruhönnuður.
hannar@mbl.is
- Kynning á dönsku leiðinni -
Opin ráðstefna SI og VFÍ á Grand Hótel miðvikudaginn 29. mars:
GERÐARDÓMAR
Í MANNVIRKJAGERÐ
Tekið er við skráningum hjá VFÍ í síma 568 8511, netfang vfi@vfi.is
og hjá SI í síma 591 0100, netfang skraning@si.is
Ráðstefnustjóri:
Óskar Valdimarsson, forstjóri
Framkvæmdasýslu ríkisins
Samtök iðnaðarins og Verkfræðingafélag Íslands efna til ráðstefnu um gerðardóma í mannvirkjagerð
miðvikudaginn 29. mars á Grand Hótel. Ráðstefnan, sem fram fer í fundarsalnum Hvammi, hefst
kl. 10:00 og stendur til 12:15. Hún er öllum opin en þátttökugjald er kr. 2.000.
9:45
10:00
Dagskrá:
Fyrirspurnir
- Per Helwigh, framkvæmdastjóri
gerðardómsins í Danmörku
- Per Clausen, aðstoðarvegamálastjóri
og formaður gerðardómsins í Danmörku
Danska leiðin
Hvernig er staðan á Íslandi?
Kolbeinn Kolbeinsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Ístaks hf.
Árni M. Mathiesen
Ávarp fjármálaráðherra
Setning ráðstefnu
Steinar Friðgeirsson, formaður
Verkfræðingafélags Íslands
Skráning gesta
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar
hefur gefið nýju heilsugæslustöð-
inni í Hafnarfirði, Firði, fyrsta
flokks hjartarita í tilefni af opnun
stöðvarinnar 6. janúar sl. Í Firði
verður veitt almenn læknis- og
hjúkrunarþjónusta og slysa- og
bráðaþjónusta.
Heilsugæslustöðin Fjörður er
um 1.000 fermetra húsnæði á
þriðju og fjórðu hæð í norðurturni
verslunarmiðstöðvarinnar í miðbæ
Hafnarfjarðar.
Myndin er frá afhendingu
hjartaritans, f.v.: Páll Pálsson þá-
verandi stjórnarformaður SPH,
Magnús E. Magnússon sparisjóðs-
stjóri, Ingibjörg Edda Ásgeirs-
dóttir hjúkrunarforstjóri Fjarðar,
og Guðrún Gunnarsdóttir yfir-
læknir.
SPH gefur heilsugæslustöð hjartarita
KVENNADEILD slysavarnafélagsins Lands-
bjargar á Dalvík og Sparisjóður Svarfdæla
færðu nú í vikunni embætti lögreglunnar á
Dalvík að gjöf nýtt sjálfvirkt hjartastuðtæki til
að hafa í lögreglubílnum. Um er að ræða létt
og tiltölulega einfalt tæki sem gætt er
mennsku máli, þ.e. tækið greinir ástand hjart-
ans og sé talin þörf á „stuði“ gefur tækið það
til kynna og leiðir notandann í gegnum notk-
unarferlið á íslensku. Ef um slys eða áföll er að
ræða er lögreglan oft fyrst á vettvang og í
sumum tilvikum geta sekúndur skipt máli
varðandi það hvort viðkomandi lifir eða deyr.
Hjartastuðtæki hafa margsannað gildi sitt og í
raun oft bjargað mannslífum segir á dag-
ur.net, sem greinir frá gjöfinni.
Gáfu lögregl-
unni hjarta-
stuðtæki