Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.vitusbering.dk NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á dönsku • Veltækni • Veltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Frá 26. mars til 5. apríl eru fulltrúar frá Vitus Bering, Johan Eli Ellendersen og Jørgen Rasmussen á Hótel Plaza. Hringið í síma 590 1400, leggið inn skilaboð og við munum hringja tilbaka, eða hringið beint í Johan í síma 845 8715. UNIVERSITY COLLEGE VITUS BERING DENMARK CHR. M. OESTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5803 EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK V I T U S B E R I N G D E N M A R K U N I V E R S I T Y C O L L E G E Eldmessa: Málþing um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík Sunnudagur 2. apríl 2006, kl. 13-17. Að málþinginu standa: Kirkjubæjarstofa, Guðfræðistofnun, Jarðvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskólans ásamt Vísindafélagi Íslendinga. Dagskrá: 13:00 -13:15 Jón Helgason: Setning. 13:15 -13:45 Einar Sigurbjörnsson: Séra Jón Steingrímsson, hirðir í neyð. 13:45 -14:15 Þorvaldur Þórðarson: Framvinda Skaftárelda og hnattræn áhrif þeirra. 14:15 -14:45 Sigurður Steinþórsson: Lýsingar Jóns Steingrímssonar á Skaftáreldum í ljósi samtíma- og síðari þekkingar. 14:45 -15:05 Hlé. 15:05 -15:15 Bréf séra Jóns Jónssonar um Skaptáreldinn 1783. Gunnar Þór Jónsson les. 15:15 -15:45 Guðmundur Hálfdánarson: Mannfall í móðuharðindum. 15:45 -16:15 Sveinbjörn Rafnsson: Viðbrögð stjórnvalda á Íslandi og í Danmörku við Skaftáreldum. 16:15 -16:40 Örn Bjarnason: Jón Steingrímsson: Líkn og lækningar. 16:40 -17:00 Umræður EUROCONFORTO komnir í sumarlitunum, 10 fallegir litir. Einnig hinir vinsælu gull og silfur skór. Stærðir: 35-43 • Verð: 4.400 EUROCONFORTO HEILSUSKÓRNIR HAFA SLEGIÐ Í GEGN Á ÍSLANDI Útsölustaðir: Valmiki Kringlunni - Euroskór Firðinum - Kron Laugavegi - Galenía Selfossi - Nína Akranesi - Heimahornið Stykkishólmi - Mössubúð Akureyri - Töff föt Húsavík - Okkar á milli Egilsstöðum - Jazz Vestmannaeyjum. Fréttir í tölvupósti VÍDALÍNSMESSA eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður frumflutt í Vídalínskirkju á morgun kl. 11.00. Hildigunnur samdi messuna sér- staklega fyrir Garðasókn en þetta er þriðja messan sem hún semur. „Jón Baldvinsson, organisti Vídalíns- kirkju, talaði við mig og spurði hvort ég væri til í að semja messu við texta Jóns Vídalín og mér fannst það spennandi viðfangsefni,“ segir Hildi- gunnur. „Þetta er klassísk messa fyr- ir kór, tvo einsöngvara og litla hljóm- sveit og það eru kaflar á milli klassískra messukafla með útlegg- ingum á textum Jóns Vídalín. Textinn er sunginn sem tenórsólóaríur og settur fram eins og Jón sjálfur sé að tala.“ Hildigunnur segir þetta vera nýklassíska en mjög hlustendavæna tónlist. Fjölskylda Hildigunnar spilar stór- an þátt í þessu verki. Systkini hennar, Ólafur Rúnarsson tenór og Hallveig Rúnarsdóttir sópran syngja einsöng og foreldrar þeirra eru í kórnum. „Ég er uppalin í Garðabæ svo ég hef teng- ingu í þessa sókn. Auk þess sem ég sjálf er söngvari og hef sungið m.a. í kirkjukórum í langan tíma.“ Þegar Hildigunnur samdi messuna hugsaði hún mikið um texta Vídalíns- postillu. „Þetta er ekki aðgengileg bók, Jón Vídalín var mjög langorður maður og predikanir hans tóku oft um klukkutíma. En við fundum texta sem eiga við messuliðina.“ Messan er samin við hefðbundinn latneskan messutexta, þ.e. Kyrie (Miskunn- arbæn), Gloria (Dýrðarsöngur), Sanctus (Heilagur) og Agnus Dei (Guðs lamb). Á milli þriggja seinni kaflanna syngur Ólafur einsöng við textana úr Vídalínspostillu. Í mess- unni verða auk þess flutt tvö sálmalög eftir Hildigunni, í upphafi og í lokin. Hildigunnur segir þetta ekki verða eina flutninginn á Vídalínsmessu því það standi til að setja hana aftur upp í vor. Tónlist | Sungið úr Postillu hr. Jóns Vídalín Nýklassísk messutónlist Morgunblaðið/Kristinn Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld segir þetta vera nýklassíska en mjög hlustendavæna tónlist. OLGA Bergmann mun ræða um sýn- ingu sína „Innan garðs og utan“ klukkan þrjú í dag á Listasafni ASÍ. Olga hefur í samvinnu við hliðarsjálf hennar doktor B. um nokkurt skeið krukkað í möguleika erfðavísind- anna og hugsanleg áhrif þeirra á þróunarsöguna er til langs tíma er litið. Á sýningunni eru m.a. vett- vangsathuganir Olgu á atferli dýra, postulínsstyttur og leynisafn. Verkin á sýningunni fjalla um villta náttúru og tamda, dýralíf og hugmyndir um framtíðina sem meðal annars tengj- ast ævintýrum og óljósum minn- ingum. Aðgangur er ókeypis. Sýningin inniheldur meðal annars vettvangsrannsókn á dýrum. Listamannaspjall í Listasafni ASÍ KYRRALÍFSMYNDIR voru hluti af list Rómverja og Grikkja til forna en greinin lagðist síðan af öldum saman. List miðalda snerist aðallega um trúarlegt myndefni og það var ekki fyrr en á sautjándu öld að kyrralíf varð vinsælt mynd- efni málara og listunnenda. Ávext- ir og blóm voru vinsæl en einnig dauð dýr og matur og drykkur. Sérgrein innan kyrralífsins var nefnd vanitas og sýndi hluti sem táknuðu hverfulleika mannlífsins, hauskúpa var þá gjarnan til staðar á myndinni. Kyrralífsmyndir voru um langt skeið ekki hátt skrifaðar og það var ef til vill ekki fyrr en á síðari hluta nítjándu aldar og á 20. öld að kyrralífið hlaut uppreisn æru, þegar málverk voru síður flokkuð eftir myndefni en meðferð á viðfangsefninu. Impressionistar eins og Renoir máluðu kyrralífs- myndir, Matisse og Picasso gerðu slíkt hið sama að ógleymdum epla- meistaranum mikla, Cézanne, en hann málaði mikið af kyrralífs- myndum. Slíkt hið sama gerðu kúbistarnir sem birtu myndefnið þá gjarnan frá fleiri en einu sjón- arhorni í einu. Pétur Gautur hefur þá sérstöðu í íslenskri málaralist að hafa ein- göngu helgað sig kyrralífs- myndum, þekktastar eru myndir hans af ávöxtum á borði. Hann sýnir nú bæði myndir af blómum og ávöxtum. Litaval hans er nokk- uð litríkt og afgerandi, dökkir flet- ir minna á málverk 16. og 17. aldar og ljá myndunum sígilda áru. Upp- bygging verkanna er tiltölulega abstrakt en sígild um leið, Pétur skiptir myndum sínum jafnan af- gerandi niður í einfalda litafleti en gætir þess að halda jafnvægi í myndbyggingu. Blómamyndir hans eru nýrra myndefni, sumar þeirra minna á málverk Eggerts Péturs- sonar, aðrar eru hefðbundnar myndir af t.d. túlípönum í vasa á hvítum fleti. Að mínu mati er það ekki myndefnið sem ræður úrslit- um um það hvort málverk eru áhugaverð eða ekki eins og nöfn málaranna sem ég nefndi hér áðan gefa til kynna. Það er því ekki sú staðreynd að myndir Péturs sýna ávexti og blóm sem verður til þess að sýning hans er helst til einhæf. Pétur sýnir töluverðan fjölda mynda og ekki færri en 26 þeirra eru merktar árinu 2006, það hlýtur að teljast óvenju mikill fjöldi á frekar skömmum tíma. Af þessu má einnig draga þá ályktun að Pétur sé orðinn vel sjóaður í myndefni sínu, blómamyndir hans gefa til kynna nýja stefnu og mið- að við að málarahæfileikar Péturs eru með ágætum væri ef til vill spennandi að sjá aukna fjölbreytni í verkum hans. Það er ekki hægt að álasa listamanni vinnugleði en það fer tæpast hjá því að svona mikill fjöldi nýlegra verka veki upp spurningar um það hvar metn- aður listamannsins liggi. Þetta kemur ekki í veg fyrir að verk Péturs eru vinsælt stofustáss enda hafa þau yfir sér kyrrlátt og þægi- legt andrúmsloft og listamaðurinn hefur náð ágætum tökum á þessu viðfangsefni. Það kom mér síðan ánægjulega á óvart þegar ég skoð- aði sýninguna að framsetning verka var óvenjulega vel hugsuð, sá þáttur er ekki alltaf sterkasta hlið íslenskra myndlistarmanna. Við nánari athugun kom í ljós að það var Arkitektastofan Einrúm sem sá um uppsetningu sýning- arinnar, vafalaust í samráði við listamanninn og á verkið lof skilið. Form og litir, blóm og ávextir MYNDLIST Hafnarborg Pétur Gautur Til 27. mars. Opið alla daga nema þriðju- daga frá kl. 11–17. Málverk Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Ásdís „Pétur Gautur hefur þá sérstöðu í íslenskri málaralist að hafa eingöngu helg- að sig kyrralífsmyndum, þekktastar eru myndir hans af ávöxtum á borði.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.