Morgunblaðið - 26.03.2006, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
28. mars 1976: „Það eru fjög-
ur ár síðan hin fyrri „svarta
skýrsla“ íslenzkra fiskifræð-
inga barst stjórnvöldum. Þá
þegar var veiðisókn í íslenzka
þorskstofninn talin helmingi
meiri en stofnstærð hans
sagði til um. Það á eftir að
vekja furðu hve neikvæð við-
brögð ráðandi aðila í þjóð-
félaginu voru, er skýrsla þessi
barst. Efnisatriði hennar
urðu ekki lýðum ljós fyrr en
þremur árum síðar, er fiski-
fræðingar ítrekuðu nið-
urstöður sínar um hrunhættu
helztu nytjafiska okkar, sem
efnahagslegt sjálfstæði þjóð-
arinnar grundvallast á.
Allar botnlægar fiskteg-
undir á Íslandsmiðum eru í
dag ýmist full- eða ofnýttar.
Hrunhætta vofir yfir þorsk-
stofninum, sem vegur þyngst
í atvinnu- og efnahagslífi
þjóðarinnar. Ef ekki verður
brugðizt við af ábyrgð og
festu um skynsamlega nýt-
ingu þessarar auðlindar sjáv-
ar, sem er undirstaða efna-
hagslegrar velferðar okkar,
er tilverugrundvelli þjóð-
arinnar stefnt í bráða hættu.“
. . . . . . . . . .
31. mars 1996: „Starfsmenn
Slippstöðvarinnar Odda hf. á
Akureyri hafa undirritað nýj-
an vinnustaðasamning við
fyrirtækið. Samningurinn
nær til um 130 starfsmanna í
fimm stéttarfélögum. Þau eru
Félag málmiðnaðarmanna,
Félag byggingarmanna, Fé-
lag verzlunar- og skrif-
stofufólks, Verkalýðsfélagið
Eining og Rafvirkjafélag
Norðurlands. Ánægja er með
hinn nýja samning meðal
starfsmanna. Og báðir samn-
ingsaðilar lofa reynsluna af
vinnustaðasamningum í við-
tölum við Morgunblaðið, en
slíkir samningar hafa verið
viðhafðir á þessum vinnustað
allar götur síðan 1987.
Ingi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Odda hf., segir
það höfuðkost við þetta fyrir-
komulag, að allir starfshópar
fyrirtækisins séu samstiga,
auk þess sem fulltrúar starfs-
manna komi milliliðalaust að
samningsgerðinni. Hákon
Hákonarson, formaður Fé-
lags málmiðnaðarmanna, seg-
ir og reynsluna af vinnustaða-
samningum „undan-
tekningarlaust mjög góða“.
Orðrétt segir hann: „Í kjölfar
okkar samninga voru gerðir
samningar m.a. á Akranesi, í
Vestmannaeyjum og á Suður-
nesjum, en þeir eru byggðir í
öllum grundvallaratriðum á
okkar samningum …“ Hann
víkur og að hugmyndum um
breytingar á lögunum um
stéttarfélög og segir: „Í stað
þess að ræða þá um vinnu-
staðafélög, yrði rætt um
vinnustaðasamninga, sem eru
í grundvallaratriðum allt ann-
að og ég tel að vanti í lögin.““
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
að hefur ekki farið fram hjá
ritstjórn Morgunblaðsins
síðustu daga og vikur að
blaðið hefur legið undir
þungri gagnrýni úr banka-
kerfinu og úr öðrum áttum
fyrir fréttaflutning af álits-
gerðum greiningadeilda er-
lendra banka og fjármálafyrirtækja um ís-
lenzka bankakerfið. Segja má að upp úr hafi
soðið, þegar Morgunblaðið birti frétt í gær,
föstudag, um uppsagnir á skuldabréfum ís-
lenzku bankanna, þó fyrst og fremst Kaup-
þings banka og Glitnis í Bandaríkjunum.
Ástæða er til að fjalla um þessa gagnrýni og
viðhorf Morgunblaðsins í þessu sambandi.
Í máli viðmælenda blaðsins kemur aftur og
aftur fram sú skoðun, að Morgunblaðið hafi
gert alltof mikið úr þessum fréttum, slegið
þeim of mikið upp og með því átt þátt í lækkun
hlutabréfaverðs á Kauphöll Íslands og lækkun
á gengi íslenzku krónunnar.
Morgunblaðið birti fyrst íslenzkra fjölmiðla
fréttir af álitsgerðum fjármálafyrirtækja í
London, sem voru býsna neikvæðar í garð ís-
lenzku bankanna. Þær fréttir bárust blaðinu
nánast fyrir tilviljun enda hefur hingað til ekki
verið talin þörf á því fyrir íslenzka fjölmiðla að
vera áskrifendur að slíkum álitsgerðum.
Forsvarsmenn Kaupþings banka líktu þeirri
umfjöllun blaðsins við umfjöllun Morgunblaðs-
ins um Heklugos en eins og landsmenn þekkja
geta þau stundum verið langvinn og óhætt að
fullyrða, að umræður um íslenzka bankakerfið í
útlöndum hafa orðið víðtækari en nokkurn
mann óraði fyrir undir lok síðasta árs.
Það er hægt að spyrja þeirrar spurningar,
hvort ekki hefði verið eðlilegt þegar þessar um-
ræður hófust í útlöndum, að íslenzku bankarnir
hefðu sjálfir frumkvæði að því að skýra frá
þeim athugasemdum og gagnrýni, sem þar var
að finna. Því var ekki að heilsa. Þegar Morg-
unblaðið fékk ábendingu um fyrstu skýrslurn-
ar voru þær a.m.k. viku gamlar og ljóst, þegar
leitað var eftir umsögnum um þær, að for-
ráðamönnum bankanna var vel kunnugt um
þær.
Hvers vegna hefur Morgunblaðið fjallað svo
ítarlega um þessar skýrslur? Skýringin á því er
ósköp einföld. Morgunblaðið telur að íslenzkur
almenningur eigi rétt á að fá upplýsingar um
þá gagnrýni og athugasemdir, sem fram hafa
komið í garð íslenzku bankanna í útlöndum. Við
búum í opnu þjóðfélagi. Við búum í lýðræð-
islegu þjóðfélagi. Að gera kröfu til þess að
markvisst sé gert lítið úr slíkum upplýsingum
er tímaskekkja af því tagi, að það kemur rit-
stjórn Morgunblaðsins gersamlega í opna
skjöldu, að slík krafa skuli yfirleitt gerð og
auðvitað ljóst, að ekki er hægt að verða við
henni.
Á fundi í Rotary-klúbbi fyrir skömmu sagði
einn af talsmönnum greiningadeildar Kaup-
þings banka að íslenzkir blaðamenn byggju
ekki yfir nægilegri þekkingu til þess að fjalla
um þessi mál. Það er mikið til í því enda hafa
fréttir af þessu tagi aldrei í lýðveldissögunni
borizt til Íslands. En jafnframt því að Morg-
unblaðið hefur á að skipa á ritstjórn blaðsins
blaðamönnum, sem hafa góða þekkingu á þess-
um málaflokki, hefur blaðið leitað eftir sér-
fræðilegri aðstoð frá upphafi til þess að lesa
rétt úr skýrslum erlendu greiningadeildanna.
Vegna fyrri reynslu vissi ritstjórn Morgun-
blaðsins, að fljótlega mundu heyrast raddir um
það, að blaðið veldi bara neikvæða þætti úr
þessum álitsgerðum í fréttir sínar. Af þeim
sökum var sérfróður maður fenginn til þess að
þýða heilu kaflana úr skýrslunum til þess að
lesendur Morgunblaðsins hefðu beinan aðgang
að stórum hluta textanna í blaðinu og gætu þá
borið saman efni skýrslnanna og fréttir blaðs-
ins. Að auki hafa flestar skýrslurnar verið birt-
ar í heild á netútgáfu blaðsins en að vísu á
ensku. Þrátt fyrir þessi vinnubrögð hélt for-
svarsmaður eins fjármálafyrirtækis því fram á
opinberum vettvangi að Morgunblaðið veldi
bara neikvæða þætti í skýrslunum í fréttir
blaðsins án þess að rökstyðja þá staðhæfingu á
nokkurn hátt enda ekki hægt að finna rök fyrir
þeirri staðhæfingu.
En er eitthvað hæft í því, að Morgunblaðið
hafi gert of mikið úr þessum fréttum? Er það
kannski svo, að það komi íslenzkum almenningi
ekkert við, þótt fjármálafyrirtæki úti í heimi
geri athugasemdir við bankana hér?
Eitt helzta álitaefnið í fyrrnefndum erlendu
álitsgerðum hefur verið það hvort íslenzku
bankarnir muni í framtíðinni búa við þrengri
aðgang að fjármagni en þeir hafa átt að venjast
og hvort vextir muni hækka á því fé, sem þeir
sækja til útlanda. Fyrir helgina kom það fram
hjá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra að það
væri ljóst að vextir af lánum til viðskiptamanna
bankanna hér mundu auðvitað hækka ef lánsfé
bankanna í útlöndum yrði dýrara. Sigurður
Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings
banka, staðfesti það í samtali við Ríkissjón-
varpið í gærkvöldi, föstudagskvöld.
Kemur þetta mál íslenzkum almenningi ekk-
ert við? Kemur það manninum á götunni ekk-
ert við ef vextir bankanna hækka? Þetta er
auðvitað stórkostlegt hagsmunamál fyrir ís-
lenzkan almenning og fáránlegt þegar af þeirri
ástæðu að halda því fram, að Morgunblaðið
hafi gert of mikið úr þessum fréttum.
En þar að auki sýnir það auðvitað furðulega
forræðishyggju hjá þeim, sem halda því fram,
að almenningur á Íslandi eigi ekki að hafa
greiðan aðgang að þessum upplýsingum. Eru
þetta ekki sömu mennirnir og mest hafa gagn-
rýnt forræðishyggju fyrri tíma?
Hverjar eru
kröfurnar?
Þegar farið er ofan í
saumana á gagnrýni
ýmissa starfsmanna
bankakerfisins á
Morgunblaðið fyrir fréttaflutning þess um
þessi mál er gjarnan spurt sem svo af hálfu
blaðsins: hvað eruð þið að fara? Eigum við ekki
að segja frá þessum álitsgerðum að ykkar
mati? Eigum við að fela þessar fréttir? Eigum
við að „falsa“ þær með því að láta ekki koma
fram í hverju þyngsta gagnrýnin er fólgin?
Auðvitað svara viðmælendur blaðsins þess-
um spurningum neitandi. Auðvitað viðurkenna
þeir, að sjálfsagt sé að birta fréttir um álits-
gerðirnar. Auðvitað viðurkenna þeir að ekki
beri að fela fréttirnar. Auðvitað viðurkenna
þeir að ekki beri að falsa fréttir.
Hvað þá? Er það ekki forsíðufrétt í þessu
blaði ef það gerist einn og sama dag, að krónan
fellur, hlutabréfin í Kauphöllinni lækka og verð
á skuldabréfum bankanna fellur á erlendum
mörkuðum, svo að álagið hafði fjórfaldast eða
fimmfaldast frá því að það var sem hagstæð-
ast?
Það er erfitt fyrir gagnrýnendur Morgun-
blaðsins að neita því að frétt af þessu tagi, sem
birtist hér í blaðinu fyrir skömmu eigi heima á
forsíðu. Og hvað þá? Er það punktastærðin í
fyrirsögnum, sem gagnrýnendur blaðsins eru
að gera athugasemdir við?!
Þegar búið er að fara í gegnum allar þessar
röksemdir með gagnrýnendum Morgunblaðs-
ins stendur eitt eftir og það er þetta: þið gerið
ykkur enga grein fyrir því, hvers konar áhrif
þessar fréttir hafa. Fólk er að missa aleigu sína
á hlutabréfamarkaðnum vegna ykkar frétta-
flutnings. Þótt starfsmenn Morgunblaðsins
telji sig vera að gefa út gott dagblað líta þeir þó
ekki það stórum augum á blað sitt að það geti
með fréttaflutningi lækkað gengi krónunnar og
verð á hlutabréfum. Hér er augljóslega verið
að hengja bakara fyrir smið eins og algengt er.
En svo mega menn ekki tapa áttum í þessum
umræðum. Sigurður Einarsson, stjórnarfor-
maður Kaupþings banka, benti á það í fyrr-
nefndu sjónvarpsviðtali, að þrátt fyrir lækkun
á hlutabréfamarkaði að undanförnu hefðu
hlutabréf í banka hans eftir sem áður hækkað
um 8% frá áramótum. Það er mikil hækkun.
Eða er það kannski svo að fólk sé orðið svo
vant hækkunum á skömmum tíma, sem nema
tugum prósenta að 8% hækkun á tæpum þrem-
ur mánuðum sé ekki neitt?!
Þegar Morgunblaðið birti frétt í gærmorgun,
föstudagsmorgun, um að skuldabréfum ís-
lenzku bankanna hefði verið sagt upp í Banda-
ríkjunum, svo nam verulegum fjárhæðum varð
einhvers konar sprenging í kringum blaðið,
rétt eins og það væri Morgunblaðið sjálft sem
hefði unnið eitthvert ódæðisverk. Ætlar ein-
hver að halda því fram, að þetta hafi ekki verið
mikil frétt? Ætlar einhver að halda því fram, að
það sé ekki alvarlegt mál, þegar þróunin verð-
ur þessi? Bankarnir hafa undanfarna mánuði
gert lítið af því að leita eftir fé á Evrópumark-
aði. Ástæðan er ekki sú, að þeir geti ekki fengið
peninga, heldur hin, að þeir væru að þeirra
mati of dýrir og þeir hafa ekki viljað festa sig í
svo dýrum lánakjörum. Þetta er ein af ástæð-
unum fyrir því, að þeir fóru á Bandaríkjamark-
að. Ef einhverjar vísbendingar koma fram um
að aðgengi að lánsfé á Bandaríkjamarkaði sé
að þrengjast er það auðvitað veruleg frétt. Átti
Morgunblaðið ekki að segja frá þessu?
Það stóð heldur ekki á staðfestingu frá
Kaupþingi banka að þetta væri rétt, þótt erf-
iðara væri að fá slíka staðfestingu í öðrum
bönkum. Það hefur breytzt sbr. nýja frétt í
þessu tölublaði Morgunblaðsins um uppsagnir
VANDI TRYGGINGASTOFNUNAR
Hjá Tryggingastofnun hefurskapast ófremdarástand.Stofnunin annar ekki að svara
erindum sem til hennar berast og getur
tekið allt að átta mánuði að afgreiða er-
indi, sem til hennar berast að því er
segir í bréfi, sem umboðsmaður Alþing-
is hefur sent heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra til að vekja athygli á vand-
anum. Tilefni bréfs umboðsmanns er
kvörtun frá einstaklingi, sem hafði ekki
fengið viðbrögð frá Tryggingastofnun
við andmælum vegna endurreiknings
bóta frá árinu 2004. Rúmlega þúsund
andmæli bárust vegna endurreiknings
bóta frá 2004 og kemur fram í álitinu
frá umboðsmanni að vegna manneklu
og rekstrarfjárskorts væri fyrirséð að
allt að 6–8 mánuðir gætu liðið þar til
unnt yrði að svara þessum erindum.
Í þessum efnum standa því öll spjót á
Tryggingastofnun og ekki að undra.
Það er ekki hægt að bjóða upp á svona
vinnubrögð og Karl Steinar Guðnason,
forstjóri Tryggingastofnunar, gerir sér
grein fyrir því. „Staðan í dag er gjör-
samlega óviðunandi fyrir aldraða og ör-
yrkja, að vera boðið upp á þessi vinnu-
brögð,“ segir Karl Steinar í samtali við
Morgunblaðið í gær og bætir við síðar:
„Auðvitað fá flestir afgreiðslu fyrr [en
eftir 6–8 mánuði], en þetta er nýtt
verkefni sem hefur sett stofnunina
gjörsamlega á hliðina. Fólk er yfir-
keyrt.“
Mergurinn málsins virðist vera sá að
Tryggingastofnun hafi fengið nýtt
verkefni, en ekki verið séð fyrir bol-
magninu til að sjá um það. Í bréfi um-
boðsmanns er bent á að Trygginga-
stofnun hafi óskað leyfis hjá
ráðuneytinu til að ráða fleira starfsfólk
vegna þeirrar miklu manneklu, sem hjá
henni væri, en ráðuneytið hafi ekki orð-
ið við þeim óskum. Hvernig stendur á
því að það er ekki gert? Hvernig stend-
ur á því að ráðuneytið lætur það við-
gangast að allt sé á öðrum endanum hjá
Tryggingastofnun, erindin hrannist
upp og óánægja magnist, án þess að
stofnuninni sé gert kleift að sinna
skyldum sínum? Það er ekki eins og
þessi vandi hafi verið að koma fram í
gær. Hér þarf að bregðast skjótt við.
HVER ER KENNITALAN?
Stundum mætti ætla að kennitölurhafi tekið við af nöfnum á Íslandi.
Við ákveðin viðskipti eru einstaklingar
ekki spurðir nafns, heldur beðnir um
kennitölu. Hún er síðan slegin inn í tölvu
og ógerningur er að vita hvaða upplýs-
ingar spretta þá fram. Persónuvernd
hefur nú sent frá sér álit í tilefni af
kvörtun einstaklings, sem reynt hafði að
skipta peningum í gjaldeyri í tveimur
bönkum og var þá beðinn um kennitölu.
Töldu bankarnir sér ávallt heimilt að
biðja um kennitölu gjaldeyriskaupenda.
Í svörum sínum til Persónuverndar vísa
Samtök banka og verðbréfafyrirtækja
og umræddir bankar til laga um aðgerð-
ir gegn peningaþvætti og þeirra ríku
skyldna, sem á fjármálafyrirtækjunum
hvíli um að þekkja viðskiptavini sína og
uppruna fjármuna þeirra og nýrrar
Evróputilskipunar um ráðstafanir gegn
því að fjármálakerfið sé notað til pen-
ingaþvættis og fjármögnunar hryðju-
verka.
Persónuvernd kemst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að hvað sem þessum
atriðum líði feli löggjöfin ekki í sér „þá
reglu að ávallt skuli beðið um persónu-
auðkenni viðskiptamanns, en af því leið-
ir einnig að ekki þurfa öll viðskipti,
sama hversu lítilfjörleg þau eru, að vera
rekjanleg“. Bent er á að í tilvitnaðri til-
skipun ESB um peningaþvætti þurfi að-
eins að staðfesta deili á viðskiptavini við
tilteknar aðstæður, til dæmis stofnun
reikninga og bankabóka og þegar tilfall-
andi viðskipti að upphæð 15.000 evrur
eða meira eiga sér stað. Svipuð tilmæli
sé að finna í aðgerðarlista OECD-ríkja
gegn peningaþvætti.
Persónuvernd mælist til þess að
óvissu verði eytt um það hvenær fjár-
málastofnunum sé heimilt að krefja við-
skiptavini um kennitölu við kaup á
gjaldeyri, til dæmis með setningu
starfsreglna. Þessi tilmæli eru löngu
tímabær og mætti taka til athugunar
víðar en í bönkum.