Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 40
40 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ HEFUR komið vel í ljós
hversu óhuggulega leiðitamur Hall-
dór Ásgrímsson formaður Fram-
sóknarflokksins er við auðvaldið,
sem öllu ræður hér í þjóðfélagi okk-
ar. Framsóknarflokkurinn hefur í
samstarfi við hinn íhaldsflokkinn í
ríkisstjórnarsamstarfi afhent auð-
valdinu arðsöm fyr-
irtæki eins og t.d. rík-
isbankana og Símann.
Auðvaldinu er ekkert
heilagt. Það er komið á
bragðið. Nú á greini-
lega að hirða allt verð-
mætt frá þjóðinni.
Íbúðalánasjóður hefur
farið í taugarnar á
bönkunum. Auðvaldið
hefur nú haft það í gegn
að ná tökum á sjóðnum,
sem stofnaður var til að
hjálpa efnalitlu fólki í
húsnæðismálum. Sjálf-
stæðisflokkurinn – Stóra íhaldið – er
alltaf tilbúinn að þjóna auðvaldinu og
hefur reyndar alltaf gert. Nú þurfti
að fá Framsókn með og Halldór Ás-
grímsson auðvitað tilbúinn í það. En
í veginum var erfiður þröskuldur, fé-
lagsmálaráðherra, Árni Magnússon,
var ekki til viðtals um það mál. Árni
hafði oft lýst yfir andstöðu sinni. Það
liggur í augsýn að Halldór hefur sett
Árna úrslitakosti. Útkoman er þegar
komin í ljós. Halldór fórnaði „erfða-
prinsinum“.
Viðbrögð Árna urðu síðan þau að
hann fékk alveg nóg og hætti í póli-
tík, ella hefði hann orðið algjör
ómerkingur. Ja, mikið skal til vinna
að fá að vera svokallaður forsætis-
ráðherra. Morgunblaðið fagnar
þessu og bendir Framsókn á að fá
Finn Ingólfsson aftur í sæti erfða-
prins. Vitað er að Finnur þessi er fé-
lagi í „milljarðingaklúbbi Íslands“.
Næst eru
orkuverðmætin
Á dagskrá auðvaldsins og stóra
íhaldsins er að ná tökum á öllum
orkuverðmætum þjóðarinnar.
Landsvirkjun og Orkuveita Reykja-
víkur eru nú helst í augsýn. Allmikið
reynir á Framsókn. Víst má telja að
Halldór og Valgerður Sverrisdóttir
séu mestu einkavæðingarsinnarnir
þar á bæ. Fyrir stuttu fullyrti vara-
formaður Framsóknarflokksins,
Guðni Ágústsson að Landsvirkjun
yrði ekki einkavædd og reyndi einn-
ig að bera í bætifláka fyrir Íbúða-
lánasjóð og telur að sjóðurinn verði
áfram í öðru formi. Ég efa það ekki
að Guðni meini vel með þessum um-
mælum. Hvorki Guðni né flokkur
hans verða spurðir um málalok.
Halldór formaður sér um að hlýða
auðvaldinu. Nú reynir á hvort fé-
lagshyggjufólk í Framsókn láti Hall-
dór komast upp með frekara einka-
væðingarbrölt.
Borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson afneit-
ar því að Orkuveita
Reykjavíkur verði seld.
Þegar á hólminn er
komið mun æðsta ráð
íhaldsins beygja Vil-
hjálm og hans félaga.
Þáttur Kristins H.
Gunnarssonar
Athyglisvert er að
heyra viðbrögð ungliða
Framsóknar þegar þingmaður
þeirra á Vesturlandi, Kristinn H.
Gunnarsson, sagði flokksmönnum
sínum til syndanna og fræddi þá um
uppruna flokksins 1916. Þessir ung-
liðar stóðu vaktina fyrir forystu
flokksins og voru því í svipuðu hlut-
verki og stuttbuxnadeild Heimdall-
ar.
Í aðdraganda stofnunar Samfylk-
ingarinnar tók Kristinn þátt í um-
ræðum enda var hann þá þingmaður
fyrir Alþýðubandalagið. Allt í einu
tók hann þá undarlegu ákvörðun að
ganga til liðs við Framsóknarflokk-
inn! Hvers vegna í ósköpunum datt
Kristni í hug að hann næði áheyrn
þeirra um hagsmunamál fé-
lagshyggju- og verkafólks þar á bæ?
Kristinn tók ærlega skakkan pól í
hæðina. Hlægilegt var þegar honum
var tekið með kossum og blómum.
Það fer lítið fyrir blómum núna. Þess
skal getið að Kristinn var um árabil
formaður Verkalýðsfélags Bolung-
arvíkur.
Kristinn er nú biturri reynslunni
ríkari, enda hefur hann undanfarið
starfað á Alþingi sem stjórnarand-
stæðingur. Gott er að hann haldi
áfram að hræra í og stríða þessari
ömurlegu klíku sem stjórnar Fram-
sókn. Ég fæ ekki betur séð en að rétt
væri hjá Kristni að koma aftur til liðs
við raunverulegt félagshyggjufólk í
Samfylkingunni. Jónína Bjartmars
ætti einnig að koma, svo og borg-
arfulltrúi R-listans Anna Krist-
insdóttir.
Borgarstjórnarkosningar
Senn líður að sveitarstjórnarkosn-
ingum. Kosningarnar í Reykjavík
verða þær mikilvægustu og af-
drifaríkustu um langt árabil. Eftir að
R-lista samstarfið er að baki verður
meiri hætta á að D-listinn nái völd-
um. Nú ríður á að félagshyggjufólk
og launþegar standi vel saman að
baki Samfylkingarinnar, sem er
sterkasta aflið á móti íhaldinu. Ef
svo færi að D-listinn næði meiri-
hluta, annað hvort einn eða með
stuðningi B-listans væri útséð með
örlög Orkuveitunnar. Telja má víst,
að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð-
armaður og vikapiltur Halldórs Ás-
grímssonar, sem þrýst var í efsta
sæti B-listans eftir að Alfreð var ýtt
út, muni fara í samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn. Vikapilturinn mun
hlýða. Það yrði óskastaða Halldórs
og Geirs Haarde. Þá væri leiðin
greið til að afhenda hinum gírugu
auðvaldsúlfum Orkuveituna. Það er
öllum Reykvíkingum ljóst að Orku-
veita Reykjavíkur er stærsta og
verðmætasta eignin og með tapi
hennar mun staða Reykjavíkur
versna til muna.
Enn er hætt við að heiðarlegt fé-
lagshyggjufólk hangi enn í Fram-
sókn af tómri misskilinni hús-
bóndahollustu. Ég hvet það fólk að
hugsa sinn gang. Það er ólíklegt að
það fólk vilji fá grímulaust íhald til
yfirráða í Reykjavík. Eina stjórn-
málaaflið, sem getur komið í veg fyr-
ir slíka framvindu er Samfylkingin,
flokkur félagshyggjufólks. Vonandi
nær Björn Ingi ekki kjöri í borg-
arstjórn. Hann hefði lítið þar að gera
nema styðja íhaldið, en ef hann nær
ekki kjöri þá lenda öll þau atkvæði
niður dauð og þar með atkvæði fé-
lagshyggjufólks Framsóknar. Slíkt
styrkir aðeins D-listann. Nú reynir á
hvort framsóknarfólk ætli að láta
Halldór Ásgrímsson komast upp
með frekara einkavæðingaræði.
Einkavæðingarklíkan leikur þann
falsleik að neita en bíður laumulega
færis. Ég hef aðallega beint orðum
mínum að félagshyggjufólkinu í
Framsókn. Vitað er að margt fólk,
sem er launþegar, kjósa D-listann af
sama misskilningi og fólkið í Fram-
sókn. Ég hvet það fólk einnig til að
hugsa sinn gang. Ég vil að endingu
endurtaka það sem ég sagði um
Framsókn í grein í Morgunblaðinu
fyrir tæpum tveimur árum: Mér er
enn spurn, er til nokkurs að viðhalda
lífi þessa flokks öllu lengur? Er ekki
mönnum orðið ljóst að Framsókn-
arflokkurinn er óþarfur í íslenskum
stjórnmálum?
Sitthvað um óþarfan
Framsóknarflokk
Jón Otti Jónsson fjallar um
framtíð Framsóknarflokksins ’Það er ólíklegt að þaðfólk vilji fá grímulaust
íhald til yfirráða í
Reykjavík.‘
Jón Otti Jónsson
Höfundur er prentari og
nú á ellilaunum.
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
RAUÐÁS
Góð og vel skipulögð 3ja - 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Tvö
svefnherbergi, stofa og sjónvarpsherbergi. Möguleiki á þremur svefnher-
bergjum. Mikið útsýni yfir Rauðavatn og víða, barnvænt, rólegt hverfi, stutt í
barna- og leikskóla. V. 19,4 m.
GVENDARGEISLI -
4RA HERBERGJA SÉRHÆÐ
Ný, fullbúin, vel skipulögð og smekklega innréttuð 130 fm sérhæð ásamt
stæði í 3ja íbúða bílskýli. Mikil lofthæð, góðar svalir, mikið útsýni, hiti í stétt-
um og innkeyrslu. Fallegar innréttingar og vönduð gólfefni. Laus fljótlega.
V. 29,9 m.
KLUKKURIMI
Nýuppgerð 90 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Suðursvalir. Sameigin-
legur garður. Sérbílastæði fyrir framan húsið, sameiginlegur sólpallur.
V.17,5 m.
HVERFISGATA - SÉRBÍLASTÆÐI
3ja - 4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Tvö svefnherbergi og tvær samliggandi
stofur. Núna notuð með þremur svefnherbergjum. Suðursvalir út frá stofu.
Laus í apríl.V. 16,2 m.
SKÓGARÁS - 5 HERB. ENDAÍBÚÐ
Góð, vel skipulögð 110 fm endaíbúð og 10 fm geymsla. Stórar svalir, góðar
innréttingar og mikið útsýni. Stutt í barna- og leikskóla, verslun og þjónustu.
Mikil inneign í húsfélaginu. V. 25,9 m.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
LÆKJARBERG - EINSTÖK EIGN
Glæslilegt 228,7 fm einbýlishús
með innbyggðum 33,1 fm bílskúr
teiknað af Sigurði Þorvarðarsyni.
Húsið er allt hið vandaðasta .Allar
innréttingar eru úr eik og eru sér-
smíðaðar. Gólfefni parket og flísar.
Mikil lofthæð og arinn í stofu. Hús-
ið stendur á stórri hornlóð er í alla
staði hið glæsilegasta. V. 85 m.
5259
smáauglýsingar mbl.is