Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ HEFUR komið vel í ljós hversu óhuggulega leiðitamur Hall- dór Ásgrímsson formaður Fram- sóknarflokksins er við auðvaldið, sem öllu ræður hér í þjóðfélagi okk- ar. Framsóknarflokkurinn hefur í samstarfi við hinn íhaldsflokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi afhent auð- valdinu arðsöm fyr- irtæki eins og t.d. rík- isbankana og Símann. Auðvaldinu er ekkert heilagt. Það er komið á bragðið. Nú á greini- lega að hirða allt verð- mætt frá þjóðinni. Íbúðalánasjóður hefur farið í taugarnar á bönkunum. Auðvaldið hefur nú haft það í gegn að ná tökum á sjóðnum, sem stofnaður var til að hjálpa efnalitlu fólki í húsnæðismálum. Sjálf- stæðisflokkurinn – Stóra íhaldið – er alltaf tilbúinn að þjóna auðvaldinu og hefur reyndar alltaf gert. Nú þurfti að fá Framsókn með og Halldór Ás- grímsson auðvitað tilbúinn í það. En í veginum var erfiður þröskuldur, fé- lagsmálaráðherra, Árni Magnússon, var ekki til viðtals um það mál. Árni hafði oft lýst yfir andstöðu sinni. Það liggur í augsýn að Halldór hefur sett Árna úrslitakosti. Útkoman er þegar komin í ljós. Halldór fórnaði „erfða- prinsinum“. Viðbrögð Árna urðu síðan þau að hann fékk alveg nóg og hætti í póli- tík, ella hefði hann orðið algjör ómerkingur. Ja, mikið skal til vinna að fá að vera svokallaður forsætis- ráðherra. Morgunblaðið fagnar þessu og bendir Framsókn á að fá Finn Ingólfsson aftur í sæti erfða- prins. Vitað er að Finnur þessi er fé- lagi í „milljarðingaklúbbi Íslands“. Næst eru orkuverðmætin Á dagskrá auðvaldsins og stóra íhaldsins er að ná tökum á öllum orkuverðmætum þjóðarinnar. Landsvirkjun og Orkuveita Reykja- víkur eru nú helst í augsýn. Allmikið reynir á Framsókn. Víst má telja að Halldór og Valgerður Sverrisdóttir séu mestu einkavæðingarsinnarnir þar á bæ. Fyrir stuttu fullyrti vara- formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson að Landsvirkjun yrði ekki einkavædd og reyndi einn- ig að bera í bætifláka fyrir Íbúða- lánasjóð og telur að sjóðurinn verði áfram í öðru formi. Ég efa það ekki að Guðni meini vel með þessum um- mælum. Hvorki Guðni né flokkur hans verða spurðir um málalok. Halldór formaður sér um að hlýða auðvaldinu. Nú reynir á hvort fé- lagshyggjufólk í Framsókn láti Hall- dór komast upp með frekara einka- væðingarbrölt. Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson afneit- ar því að Orkuveita Reykjavíkur verði seld. Þegar á hólminn er komið mun æðsta ráð íhaldsins beygja Vil- hjálm og hans félaga. Þáttur Kristins H. Gunnarssonar Athyglisvert er að heyra viðbrögð ungliða Framsóknar þegar þingmaður þeirra á Vesturlandi, Kristinn H. Gunnarsson, sagði flokksmönnum sínum til syndanna og fræddi þá um uppruna flokksins 1916. Þessir ung- liðar stóðu vaktina fyrir forystu flokksins og voru því í svipuðu hlut- verki og stuttbuxnadeild Heimdall- ar. Í aðdraganda stofnunar Samfylk- ingarinnar tók Kristinn þátt í um- ræðum enda var hann þá þingmaður fyrir Alþýðubandalagið. Allt í einu tók hann þá undarlegu ákvörðun að ganga til liðs við Framsóknarflokk- inn! Hvers vegna í ósköpunum datt Kristni í hug að hann næði áheyrn þeirra um hagsmunamál fé- lagshyggju- og verkafólks þar á bæ? Kristinn tók ærlega skakkan pól í hæðina. Hlægilegt var þegar honum var tekið með kossum og blómum. Það fer lítið fyrir blómum núna. Þess skal getið að Kristinn var um árabil formaður Verkalýðsfélags Bolung- arvíkur. Kristinn er nú biturri reynslunni ríkari, enda hefur hann undanfarið starfað á Alþingi sem stjórnarand- stæðingur. Gott er að hann haldi áfram að hræra í og stríða þessari ömurlegu klíku sem stjórnar Fram- sókn. Ég fæ ekki betur séð en að rétt væri hjá Kristni að koma aftur til liðs við raunverulegt félagshyggjufólk í Samfylkingunni. Jónína Bjartmars ætti einnig að koma, svo og borg- arfulltrúi R-listans Anna Krist- insdóttir. Borgarstjórnarkosningar Senn líður að sveitarstjórnarkosn- ingum. Kosningarnar í Reykjavík verða þær mikilvægustu og af- drifaríkustu um langt árabil. Eftir að R-lista samstarfið er að baki verður meiri hætta á að D-listinn nái völd- um. Nú ríður á að félagshyggjufólk og launþegar standi vel saman að baki Samfylkingarinnar, sem er sterkasta aflið á móti íhaldinu. Ef svo færi að D-listinn næði meiri- hluta, annað hvort einn eða með stuðningi B-listans væri útséð með örlög Orkuveitunnar. Telja má víst, að Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð- armaður og vikapiltur Halldórs Ás- grímssonar, sem þrýst var í efsta sæti B-listans eftir að Alfreð var ýtt út, muni fara í samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn. Vikapilturinn mun hlýða. Það yrði óskastaða Halldórs og Geirs Haarde. Þá væri leiðin greið til að afhenda hinum gírugu auðvaldsúlfum Orkuveituna. Það er öllum Reykvíkingum ljóst að Orku- veita Reykjavíkur er stærsta og verðmætasta eignin og með tapi hennar mun staða Reykjavíkur versna til muna. Enn er hætt við að heiðarlegt fé- lagshyggjufólk hangi enn í Fram- sókn af tómri misskilinni hús- bóndahollustu. Ég hvet það fólk að hugsa sinn gang. Það er ólíklegt að það fólk vilji fá grímulaust íhald til yfirráða í Reykjavík. Eina stjórn- málaaflið, sem getur komið í veg fyr- ir slíka framvindu er Samfylkingin, flokkur félagshyggjufólks. Vonandi nær Björn Ingi ekki kjöri í borg- arstjórn. Hann hefði lítið þar að gera nema styðja íhaldið, en ef hann nær ekki kjöri þá lenda öll þau atkvæði niður dauð og þar með atkvæði fé- lagshyggjufólks Framsóknar. Slíkt styrkir aðeins D-listann. Nú reynir á hvort framsóknarfólk ætli að láta Halldór Ásgrímsson komast upp með frekara einkavæðingaræði. Einkavæðingarklíkan leikur þann falsleik að neita en bíður laumulega færis. Ég hef aðallega beint orðum mínum að félagshyggjufólkinu í Framsókn. Vitað er að margt fólk, sem er launþegar, kjósa D-listann af sama misskilningi og fólkið í Fram- sókn. Ég hvet það fólk einnig til að hugsa sinn gang. Ég vil að endingu endurtaka það sem ég sagði um Framsókn í grein í Morgunblaðinu fyrir tæpum tveimur árum: Mér er enn spurn, er til nokkurs að viðhalda lífi þessa flokks öllu lengur? Er ekki mönnum orðið ljóst að Framsókn- arflokkurinn er óþarfur í íslenskum stjórnmálum? Sitthvað um óþarfan Framsóknarflokk Jón Otti Jónsson fjallar um framtíð Framsóknarflokksins ’Það er ólíklegt að þaðfólk vilji fá grímulaust íhald til yfirráða í Reykjavík.‘ Jón Otti Jónsson Höfundur er prentari og nú á ellilaunum. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 RAUÐÁS Góð og vel skipulögð 3ja - 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Tvö svefnherbergi, stofa og sjónvarpsherbergi. Möguleiki á þremur svefnher- bergjum. Mikið útsýni yfir Rauðavatn og víða, barnvænt, rólegt hverfi, stutt í barna- og leikskóla. V. 19,4 m. GVENDARGEISLI - 4RA HERBERGJA SÉRHÆÐ Ný, fullbúin, vel skipulögð og smekklega innréttuð 130 fm sérhæð ásamt stæði í 3ja íbúða bílskýli. Mikil lofthæð, góðar svalir, mikið útsýni, hiti í stétt- um og innkeyrslu. Fallegar innréttingar og vönduð gólfefni. Laus fljótlega. V. 29,9 m. KLUKKURIMI Nýuppgerð 90 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Suðursvalir. Sameigin- legur garður. Sérbílastæði fyrir framan húsið, sameiginlegur sólpallur. V.17,5 m. HVERFISGATA - SÉRBÍLASTÆÐI 3ja - 4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Tvö svefnherbergi og tvær samliggandi stofur. Núna notuð með þremur svefnherbergjum. Suðursvalir út frá stofu. Laus í apríl.V. 16,2 m. SKÓGARÁS - 5 HERB. ENDAÍBÚÐ Góð, vel skipulögð 110 fm endaíbúð og 10 fm geymsla. Stórar svalir, góðar innréttingar og mikið útsýni. Stutt í barna- og leikskóla, verslun og þjónustu. Mikil inneign í húsfélaginu. V. 25,9 m. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali LÆKJARBERG - EINSTÖK EIGN Glæslilegt 228,7 fm einbýlishús með innbyggðum 33,1 fm bílskúr teiknað af Sigurði Þorvarðarsyni. Húsið er allt hið vandaðasta .Allar innréttingar eru úr eik og eru sér- smíðaðar. Gólfefni parket og flísar. Mikil lofthæð og arinn í stofu. Hús- ið stendur á stórri hornlóð er í alla staði hið glæsilegasta. V. 85 m. 5259 smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.