Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 42
42 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sími 575 8500 Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali
247 fm einbýlishús
með ósamþykktri
3ja herb. aukaíbúð
í kjallara ásamt 38
fm bílskúr á þess-
um vinsæla stað í
litla Skerjafirði eða
samtals 285 fm.
Aðalíbúðin er m.a.
stofa, borðstofa,
sjónvarpshol, þrjú svefnherb., eldhús, baðherb. o.fl. Þessi íbúð
þarfnast standsetningar. Verð 57,9 millj. Húseignin er laus.
OPIÐ
VIRKA DAGA
FRÁ KL. 9-18
Einbýlishús
FOSSAGATA - SKERJAFIRÐI
Austurmörk 4, Hveragerði, www.byr.is
sími 483 5800
HVERAGERÐI
Soffía Theodórsdóttir
löggiltur fasteignasali
Sunnumörk
Erum með í einkasölu atvinnuhúsnæði á besta stað í Hvera-
gerði.
Stærsti hluti eignarinnar er stór vinnslusalur með stórri inn-
keyrsluhurð og góðri lofthæð. Góð skrifstofuaðstaða er í öðr-
um enda eignarinnar sem skiptist í tvær góðar skrifstofur,
geymslu og kaffistofu með snyrtilegri eldhúsinnréttingu, bún-
ingsklefa og tvær snyrtingar. Eignin stendur á 6.799 fm lóð og
þar fylgir byggingarréttur.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð, við hliðina á verslunar-
miðstöðinni. Hér er um eign að ræða sem býður upp á tæki-
færi fyrir réttan aðila. Allar nánari upplýsingar er að fá á
skrifstofu Byr fasteignasölu.
Til leigu Hlíðasmára, Kópavogi
6 hæða verslunar-, þjónustu- og skrifstofubygging
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
www.valholl.is
Jarðhæð - verslun og þjónusta 324 fm.
2.-6. hæð - skrifstofur og þjónusta 324 fm hver hæð.
Mögulegt er að skipta hverri hæð upp í 2-4 einingar.
Húsnæðið afhendist fullbúið þ.e. með kerfisloftum, dúk á
gólfum, 4-6 herb. á hverri hæð. Veggir málaðir í ljósum
lit. Sameign fullbúin með lyftu. Fullbúið að utan.
Mjög góð framtíðarstaðsetning á einum besta stað í
Smáranum, efst við Hlíðasmára, glæsilegt útsýni.
Mjög góð bílastæði eru við húsið. Húsið er mjög áberandi
og er aðgengi og staðsetning mjög góð.
Húsnæðið afhendist í september 2006.
Leiguverð: Óskað er eftir tilboði í leiguverð.
Byggingaraðili er Gissur og Pálmi ehf.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242
Sími 588 4477
Á LÍKAMANUM má finna
margs konar vegvísa, líkamskort
sem geta hjálpað okkur að skilja
líkama okkar. Margir leita hjálpar
hjá sérhæfðum græðurum og lækn-
um, en við getum líka lært aðferðir
sem hjálpa okkur við
að lækna okkur sjálf.
Augun eru lifandi
skjár sem gagnlegt er
að glugga í. Með því
að fara í lithimnu-
greiningu fást upplýs-
ingar um líkams- og
persónugerð okkar og
við getum betur skilið
styrkleika okkar sem
og veikleika. Þegar lit-
himnufræðingur gefur
ráðleggingar eða með-
ferðaráætlun þá get-
um við verið nokkuð
örugg um að þessi sömu ráð má
nota til hjálpar síðar til að leysa upp
einkenni og króníska sjúkdóma. Lit-
himnufræðingur dregur fram helstu
veikleika og styrkleika og leiðir
manneskjuna áfram til ábyrgðar á
sjálfri sér.
Ilin og fætur eru einnig kortlögð
eins og augun. Svæðanudd (svæða-
meðferð) staðfestir ávallt einkenni
sem sjá má í lithimnugreiningu. Það
er hjálplegt að njóta meðferðar
svæðanuddara. Allir geta sömuleiðis
lært að vinna með eigin fætur. Með
nuddi getur maður losað um orku
og styrkt veik líffæri og líffærakerfi
í eigin líkama.
Það eru fleiri sjálfs-
meðferðir sem hægt er
að beita til að losa um
orku t.d. ýmsir orku-
punktar við höfuðkúp-
una, og punktar á
orkubrautum innan og
utan á fótunum, stíflu-
punktar við olnboga og
Shiatsu punktar. Þeg-
ar þú hefur fengið
áhuga á eigin líkama
og hvernig þú getur
losað um hindranir og
óþægindi þá ertu kom-
inn í tengingu við þinn eigin heil-
unarmátt. Þú munt vilja snerta
svæði þar sem óþægindi koma fram
í stað þess að grípa til verkjadeyf-
andi efna til að reyna að gleyma
sársaukanum.
Þegar við viljum finna kraftinn í
okkur til að taka ábyrgð á heilsunni
er nauðsynlegt að þroska tilfinn-
ingasviðið, hæfni okkar til að dýpka
sambandið við okkur sjálf; líkam-
ann, tilfinningar og hugsanir. Þessi
einstæði hæfileiki færir okkur nær
okkar eigin sjálfi. Í stað þess að
leggja á flótta frá óþægindum, sjúk-
dómum eða vanlíðan, spyrjum við
okkur spurninga og lítum til áhrifa-
valda í umhverfinu og til lífshátta
okkar til að skilja hvað er að gerast
með líkama okkar og hvers vegna
við finnum fyrir einkennum eða
óeðlilegu ástandi. Alvarlegir sjúk-
dómar í hvaða formi sem þeir eru,
hvort sem það er krabbamein, MS,
gigt, Alzheimer eða sóreasis verða
ekki til á einni nóttu. Sérhver sjúk-
dómur er langan tíma að byggjast
upp og líkaminn er sífellt að reyna
að segja manni að eitthvað sé að. Ef
maður hlustar, veitir einkennum at-
hygli og vinnur svo með líkamanum
við að losa um hindranir og styrkja
veikleika þá er maður að hindra
vöxt og viðgang alvarlegri sjúk-
dóma.
Þegar jurtir, bætiefni, næring og
ýmsar náttúrulegar aðferðir eru
notaðar t.d. eftir leiðsögn lithimnu-
greiningar þá geturðu verið viss um
að þær eru áhrifaríkari en skyndi-
lausnir án leiðsagnar og það sem þú
lærir að gera fer nær rótum vand-
ans og styrkir eiginlega gerð þína
og innri vistfræðibúskap líkamans.
Það kemur öllum til góða að auka
sjálfstæði í eigin heilsugæslu.
Njóttu þess undurs og þeirra töfra
sem líkaminn býr yfir og þess að
taka málin í eigin hendur, lærðu að
lifa með og í líkamanum. Þú munt
njóta aukinnar orku, þegar þú notar
sjálfsheilunarmáttinn til heilsubótar
sem forvarnaraðgerð og sem lífsstíl,
jafnvel þótt þú eldist.
Dr. Farida Sharan, náttúrulæknir
og skólastjóri School of Natural
Medicine (SNM), kemur til Íslands
í apríl með námskeið í svæða-
meðferð. Þetta er sjötta heimsókn
Faridu til Íslands. Fyrir nokkrum
árum kenndi og útskrifaði Farida
hóp nema í lithimnugreiningu.
Svæðanuddsnámskeiðið er bæði
fyrir þá sem hafa áhuga á að læra
gagnlegar aðferðir til að vinna með
eigin heilsu og sinna nánustu og þá
sem vilja fá viðurkenningu í svæða-
meðferð.
Líkamskortin, leið
að eigin heilsugæslu
Lilja Oddsdóttir fjallar
um eigin heilsugæslu
’Það kemur öllum tilgóða að auka sjálfstæði í
eigin heilsugæslu.‘
Lilja Oddsdóttir
Höfundur er
lithimnufræðingur.
TENGLAR
..............................................
lithimnugreining@gmail.com
www.purehealth.com
HELGA Helga-
dóttir kennari skrifar
áhugaverða grein í
Morgunblaðið föstu-
daginn 17. mars síð-
astliðinn um stöðu
barna í íslenskum
skólum sem hafa ann-
að móðurmál en ís-
lensku. Ástandið er ekki gott.
Brottfall þessara nemenda úr fram-
haldsskólum nálgast 100%.
Við undirritaðar höfum starfað
að þessum málum um árabil og
teljum að pottur sé brotinn í
kennslu grunnskólanema sem eiga
erlent móðurmál. Áherslur og að-
ferðir eru langt frá því að ná þeim
árangri sem ætlast má til. Við höf-
um bent á þetta og leiðir til úrbóta
undanfarin misseri og í þeim til-
gangi leitað til annarra landa þar
sem reynsla er meiri og betri ár-
angur hefur náðst með öðrum að-
ferðum.
Við vitum um mikilvægi þess að
börn af erlendum uppruna fái
kennslu í eða á móðurmáli sínu. Ís-
lenskir grunnskólar bjóða hins-
vegar almennt ekki upp á tvítyng-
iskennslu enda er hún í raun
óframkvæmanleg fyrir skólakerfið
vegna fjölda tungumála.
Í Kanada, Bandaríkjunum, Hol-
landi og Svíþjóð hefur verið sýnt
fram á að ef vel er staðið að
kennslu í nýja málinu geti börnin
náð góðum árangri þó að þau fái
ekki móðurmálskennslu í skólunum.
Góður árangur næst með faglegum
kennsluaðferðum og námsefni.
Hér á landi hefur merkilegt starf
verið unnið í leik- og grunnskólum í
þágu fjölmenningar. Einnig býður
Kennaraháskólinn upp á framhalds-
nám á því sviði. Fjölmenningarlegir
kennsluhættir eru mikilvægir í
skólastarfi og þeir eru nátengdir
kennslu í íslensku sem öðru tungu-
máli. Það verður hins vegar að að-
greina þessa þætti til að gæta sér-
stöðu hvors um sig. Sérstaklega í
íslenskukennslu er mikið starf fyrir
höndum.
Nýlega kynntum við okkur
reynslu og þekkingu Hollendinga í
kennslu innflytjendabarna. Við
heimsóttum fræðslumiðstöð,
kennsluráðgjafa í hollensku sem
öðru tungumáli, móttökudeild, mót-
tökuskóla og Tilburg háskóla.
Heimsóknin var lærdómsrík og
styður mjög þær áherslur sem við
höfum lagt fram síðustu ár í
menntamálaráðuneytinu og víðar:
Hollendingar hafa lært að
kennsla nemenda með annað móð-
urmál er vandasamt verk. Þeir hafa
haft börnin inni í hollenskum
bekkjum, þeir hafa reynt tvítyng-
iskennslu, þeir hafa haft börnin í
móttökudeildum hálfan daginn og
allan daginn. Þeir hafa einnig lagt
áherslu á fjölmenningarlega
kennsluhætti í öllu skólastarfi. Það
er sannarlega mikilvægt að við
kynnum okkur kennsluhætti þeirra
og hvar þeir eru staddir nú.
Umfram allt telja þeir mikilvægt
að í grunnnámi kennara sé fagið
hollenska sem annað tungumál
þannig að allir kennarar kunni að
vinna faglega með nemendum af
erlendum uppruna.
Í öðru lagi hafa þeir séð mik-
ilvægi þess að kennarar hafi í
höndunum samfellt, markvisst
námsefni í hollensku sem öðru
tungumáli upp allan grunnskólann.
En einnig í öðrum námsgreinum
sem útbúið er sérstaklega fyrir
þessi börn.
Hollendingar stunduðu tvítyng-
iskennslu í mörg ár en hættu því
fyrir 2 árum því árangurinn var
ekki viðunandi. Tvítyngiskennsla,
segja þeir sem við ræddum við,
þarf að vera upp allan grunnskól-
ann til að hún virki sem skyldi og
þar er ekki síður mikilvægt að við-
hafa fagleg vinnubrögð. Skólarnir
hafa enga burði til þess. Í Hollandi
eru foreldrar hvattir til að halda
Grunnskólabörn
með annað móður-
mál en íslensku
Anna Guðrún
Júlíusdóttir og
Sigríður Ólafs-
dóttir fjalla um
íslenskukennslu
fyrir nýbúa
Sigríður
Ólafsdóttir
Anna Guðrún
Júlíusdóttir