Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 44

Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 44
44 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími framundan, ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteignasölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND Brekkubyggð 61 - Gbæ - sérinng. Opið hús í dag frá 14 til 16 Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 3ja herb. neðri sérhæð í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin er um 60 fm, fallega innréttuð og mjög vel um skipulögð, sér- garður, tvö svefnherb., rúm- góð stofa, flísalagt baðherb., allt sér. Verð 16,8 millj. Laus strax. 98491 Þórdís býður ykkur velkom- in. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Byggingalóðir Stórikriki í Mosfellsbæ Höfum fengið til sölu 5 ein- býlishúsalóðir við Stóra- krika í Mosfellsbæ. Lóð- irnar eru hlið við hlið í suð- urjaðri hverfisins. Standa þær því nokkuð hátt og er lega bakgarða í suður og suðaustur. Frábært tæki- færi. Verð 60 milljónir allar saman eða 12,5 milljónir hver lóð án gatnagerðargjalda. Lóðirnar eru um 900 fm hver lóð. Hér er um frábært tækifæri að ræða. Allar nánari upplýsingar veitir Sigfús í síma 898 9979. Sumarhús Kjalbraut Vaðnesi Stórglæsileg heilsárshús á þessum frábæra stað í landi vaðness í Grímsnesi. Húsið er 60 fm og er innréttað smekklega og fylgir því allt innbú. 3 svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og geymsla. Rúmgóð verönd og heitur pottur. Gott aðgengi og frábær staðsetning. Stutt í alla þjónustu og útivist. Hentar vel fyrir félagasamtök eða einstaklinga. Nánari upplýsingar veitir Hraunhamar fasteignasala Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sigurður Óskarsson og Sveinn Óskar Sigurðsson lögg. fastsalar SÖLUTURN TIL SÖLU ! Kjörið tækifæri fyrir samheldna fjölskyldu. Söluturninn 107 Reykjavík. Mjög hagstætt verð. Sölumaður: Vigfús, gsm: 698-1991 ÁRIÐ 2001 átti ég þess kost að ferðast í mánuð á milli ólíkra borga í Norður-Ameríku í boði bandaríska utanríkisráðuneytisins. Tilefnið var þátttaka mín í kynningarverk- efni um stöðu þeirra í umhverfismálum undir heitinu „Urban Envi- ronmental Solutions“ eða umhverfislausnir í borgarsamfélagi. Það svið sem ég hef tals- vert sinnt starfs míns vegna er skipulagsmál og voru þau mér efst í huga í þessari ferð. Það er skemmst frá því að segja að í hnotskurn er stærsta skipulagsvandamál þessa heimshluta dreifð byggð eða það sem kallað er „Urban sprawl“. Þetta skipulagsvandamál er jafnframt þeirra stóra umhverfisvandamál því öll þjónusta, vegir og veitur þurfa að liggja um mun lengri leið en ella. Rót vandans er sú að margir vilja búa í stórum einbýlishúsum á risa- stórum lóðum með langa heim- keyrslu frá húsagötunni. Þar sem þetta er „vilji“ meirihluta fólksins er eðlilegt að stjórnmálamenn lúti þeim vilja við skipulagningu nýrra hverfa. Niðurstaðan verður mjög einangrað samfélag, með lélegri nærþjónustu og stórt og plássfrekt stofnbraut- arkerfi sem springur á álagstímum kvölds og morgna þegar stærstur hluti borgarbúa þarf að komast í og frá vinnu. Allt of stór hluti af verðmætum tíma fólks fer í að sækja vinnu og almenna þjónustu. En er þetta örugglega það sem meirihlutinn vill? Umhverfissinnar eru mjög meðvitaðir um af- leitar afleiðingar þessa samfélagsmynsturs og æ stærri hópur fólks flyst inn í þéttari hluta borganna til að fá aukin lífsgæði. Dreifbýl svæði borganna ganga í endurnýjun líf- daga og þétting byggðarinnar nýtir land, stofnbrautir og veitur sem best íbúunum til hagsbóta. Þar sem þétt- ing byggðar hefur tekist hvað best að mínum dómi eru hverfi sem skipulögð hafa verið með þéttri og lágri byggð gjarnan að evrópskri fyrirmynd. Danir og Hollendingar hafa einkum verið framarlega í flokki með þróun slíkra þriggja til fimm hæða íbúðahverfa. Þannig ná menn sambærilegri nýtingu lands og með byggingu háhýsa, en áhrif á skuggavarp, skjólmyndun og nota- legt borgarrými er mun jákvæðara. Einn mikilvægasti þátturinn í slíku skipulagi er að horfa til þess að að- stæður til útiveru séu sem bestar; ganga, skokka, grilla, spjalla eða bara leika sér. Á Íslandi hafa útsýn- isturnar verið vinsælir en því miður komið óorði á hugtakið þétting byggðar. Oft skemma þeir meira en það sem þeir leysa með kaldrana- legu umhverfi og umgjörð. Þeir eru bóla sem ég tel að muni ganga sér til húðar með minnkandi vinnufíkn landans og aukinni áherslu á frítíma. Íbúð með skjólsæla og sólríka ytri umgjörð í nálægð við vinnustað mun verða sett í öndvegi með aukinni vel- ferð. Ég hef fullan skilning á því að íbúar í gróinni byggð láti í sér heyra til að koma í veg fyrir að háhýsi taki af þeim veðursældina og sólina. Það er hinsvegar merki um afdala- mennsku þegar hópur íbúa sem þykjast vera umhverfissinnar veldur fjaðrafoki og heimtar „Urban sprawl“ að hætti Bandaríkjamanna í stað þéttrar lágrar byggðar með evrópskri fyrirmynd. Þetta erum við því miður enn þann dag í dag að hlusta á í okkar samfélagi en þar er á ferðinni úlfur í sauðargæru sem okkur ber að varast. Þegar svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins var í mótun tóku sveitarfélögin sem að því standa, sig saman um stefnu- breytingu til þéttingar byggðar. Það hefur sýnt sig að mun meiri skiln- ingur er fyrir kostum slíkrar stefnu en ég þorði að vona. Þróunin frá gildistöku svæðisskipulagsins 2001 hefur verið leifturhröð. Við kannski sjáum ekki miklar breytingar frá degi til dags en þessi tímamót í um- hverfismálum á höfuðborgarsvæð- inu, munu verða augljós þegar horft verður til baka á næstu áratugum. Um þéttingu byggðar Sigurður Einarsson fjallar um skip ulagsmál ’Við kannski sjáum ekkimiklar breytingar frá degi til dags en þessi tímamót í umhverfismálum á höf- uðborgarsvæðinu, munu verða augljós þegar horft verður til baka á næstu áratugum.‘ Sigurður Einarsson Höfundur er arkitekt. MANNAUÐUR er ein af auðlind- um Háskólans á Akureyri, en mann- auður byggir á ást, gagnkvæmri virð- ingu, skilningi og vilja til góðra verka. Nemendur, kennarar og starfsfólk Háskól- ans á Akureyri hafa í sameiningu byggt upp einingu sem byggir á þessum gildum. Við há- skólann er mikið og ný- stárlegt námsframboð, framúrskarandi há- menntaðir kennarar, öflugar rannsóknar- stofnanir og frábært starfsfólk. Sem nem- andi við Háskólann á Akureyri langar mig að koma á framfæri nokkrum staðreyndum um þá starfsemi sem þar fer fram ásamt viðhorfi til menntunar. Á þeim tæpum fjórum árum sem ég hef stundað nám við Háskólann á Akureyri hefur stofnunin vaxið og dafnað líkt og gróður að vori. Við vit- um að gróður þarf að vökva svo hann vaxi og eins er það með menntastofn- anir, þær þurfa næringu til að halda lífi. Það hafa komið tímar sem gróður hefur lamast vegna þurrka eða ótíma- bærs kuldakasts, það hefur ekkert að gera með eðli gróðursins heldur eru það utanaðkomandi óviðráðanleg áhrif. Líkt er komið fyrir Háskól- anum á Akureyri í dag. Hann gengur í gegnum tímabæra erfiðleika sem ekkert hafa að gera með innviði hans, heldur orsakast af ótímabæru kulda- kasti að vori. Á Íslandi njótum við þeirra forrétt- inda að geta menntað okkur í ríkisreknum há- skólum, án skólagjalda. Það rekstrarform trygg- ir öllum jafnan rétt til náms þannig að ein- staklingar hafa val um að mennta sig eða ekki. Einnig viðheldur háskóli án skólagjalda fjöl- breytni nemenda á há- skólastigi. Það eitt gefur háskólanum ákveðna breidd. Hátt hlutfall menntunar á Íslandi gagnast landinu öllu, en fjárfesting í menntun er oft vanmetin. Hugsanleg ástæða þess er að arður menntunar skilar sér ekki í beinhörðum peningum, heldur í rík- ara samfélagi. Ef val almennings um jafnan rétt til náms yrði afnumið með tilkomu skólagjalda myndi það leiða til ójöfnunar, einsleitni nemenda á há- skólastigi og fjölbreytileiki menntaðs vinnuafls í landinu myndi minnka. Það er því mikilvægt að halda uppi ríkisreknum menntastofnunum í landinu og gefa þeim þá næringu sem þær þurfa til að vaxa. Val mitt fyrir tæpum fjórum árum var að mennta mig. Verðmæti þeirrar menntunar er ómetanlegt í dag, eitt það dýrmætasta sem ég hef fengið. Þá er ég ekki einungis að vitna í nám- ið sjálft og þau áhrif sem það mun hafa á framtíð mína, heldur ekki síður að hafa hlotið þau forréttindi að kynnast þeim hugsjónum og eldmóði sem hefur einkennt uppbygging- arferli Háskólans á Akureyri. Það er stundum sagt að vilji sé allt sem þurfi til að láta hlutina ganga upp. Viljinn til að efla Háskólann á Akureyri er fyrir hendi og þann vilja getur ekkert ótímabært kuldakast drepið niður. Háskólanám hefur gefið mér ný við- mið og nýja trú. Trú á gildi mennt- unar, trú á samstöðu til að ná fram sameiginlegum markmiðum og trú á mátt viljans til góðra verka. Það er von mín að sem flestir fái notið sömu forréttinda og ég, að fá að dreypa á auðlindum háskólamenntunar. Menntastofnunum landsins og auð- lindum þeirra óska ég velfarnaðar. Auðlind Háskólans á Akureyri Linda Björk Guðrúnardóttir fjallar um Háskólann á Akureyri ’Það er von mín að semflestir fái notið sömu for- réttinda og ég, að fá að dreypa á auðlindum há- skólamenntunar.‘ Linda Björk Guðrúnardóttir Höfundur er nemandi við Háskólann á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.