Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 45
UMRÆÐAN
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
SELBRAUT - SELTJARNARNES
Fallegt einbýlishús ásamt innbyggðum bíl-
skúr. Húsið stendur innarlega á Selbraut-
inni og er í botnlangakrók út frá götunni.
Húsið skiptist í anddyri, eldhús, tvær stof-
ur, fjórar snyrtingar, geymslu, þvottahús,
sex svefnherbergi og mögulegt er að út-
búa tvær litlar íbúðir, eina í hvorum enda
húsins. Fjórir inngangar eru í húsið. Mikið
skjól er við húsið sunnan megin. V. 65,0
m. 5696
101 SKUGGI - LINDARGATA
Um er að ræða einstaka fullbúna glæsi-
lega 129 fm íbúð í hinu nýja Skuggahverfi,
ásamt sérbílastæði í bílageymslu. Íbúðin
er staðsett á 8. hæð og er með stórkost-
legu útsýni á þrjá vegu. Allar innréttingar
eru frá Trésmiðjunni Borg og öll gólfefni
eru sérvalin. Íbúðin er mjög björt með
hærri lofthæð en almennt gerist. Sérstök
hljóðeinangrun er milli íbúða. Húsið er ein-
angrað að utan og klætt með zinki og
steinflísum. Íbúðin skiptist í anddyri, hol,
stofu, borðstofu, (samliggjandi) eldhús,
baðherbergi, þvottahús og þrjú svefnher-
bergi. Í sameign er sérgeymsla og hjólageymsla. V. 70,0 m. 5699
ÖLDUGATA - GLÆSILEG ÍBÚÐ
Glæsileg stór risíbúð í húsi sem búið er að
endurinnrétta að mestu leyti. Húsið hýsti
áður augnlæknastofur en hefur nú verið
innréttað sem íbúðarhúsnæði. Íbúðin skipt-
ist í hol, borðstofu, eldhús, stofu, svefnher-
bergi, baðherbergi og geymslu í kjallara.
Húsið lítur vel út og útsýni frá íbúðinni er
glæsilegt. V. 27,9 m. 5703
MARÍUBAUGUR - GRAFARHOLT
Vel staðsett og falleg 3ja herbergja, 103
fm íbúð á þriðju og efstu hæð í húsi, þar
sem aðeins ein íbúð er á hæð og aðeins
þrjár íbúðir í stigagangi. Íbúðin skiptist í
hol, tvö herbergi, stofu, eldhús, baðher-
bergi, þvottahús og geymslu. Frábært út-
sýni. Suðursvalir. V. 21,0 m. 5701
SÓLVALLAGATA - GAMLI VESTURBÆRINN
Falleg og björt 103 fm rishæð með útsýni
til allra átta. Íbúðin er í fallegu húsi sem
hefur verið mikið endurnýjað, m.a.
sprunguviðgert og málað, auk þess sem
skipt hefur verið um þak. Stór suðurgarð-
ur bak við hús með fallegum gróðri.
V.33,5 m. 5704
OPIÐ HÚS - VEGHÚS 7 2.H.H
MJÖG FALLEG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á
ANNARRI HÆÐ Í LITLU FJÖLBÝLI. Húsið
lítur mjög vel út og sameign nýlega teppa-
lögð og máluð. Íbúðin skiptist í anddyri,
hol, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús,
baðherbergi, stofu og geymslu í risi.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG
(SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15. V. 23,9 m.
5676
KJARRMÓAR - VEL STAÐSETT
Fallegt 110 fm raðhús á 2 hæðum á mjög
rólegum og góðum stað. Húsið skiptist
þannig: Á jarðhæð eru tvö svefnherb.,
baðherb., eldhús og stofa. Á 2. hæð er
stórt baðstofuloft og svefnherb. Mikið
geymslurými er undir súð. Suðurgarður.
Mjög stutt er í alla þjónustu, s.s. leikskóla,
dagheimili, grunnskóla, verslanir o.fl. V.
30,0 m. 5705
BÓLSTAÐARHLÍÐ - GÓÐ STAÐSTAÐSETNING
Falleg 2ja herbergja, 54 fm íbúð á 2. hæð
í blokk, sem nýbúið er að taka í gegn að
utan. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús,
baðherbergi og herbergi. Í kjallara er
sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla.
V. 14,5 m. 5597
LAUGARNESVEGUR - Á EFSTU HÆÐ M/BÍLSKÝLI
Glæsileg 87,6 fm íbúð á 5. hæð og efstu
hæð í nýlegu álklæddu fjölbýlishúsi
byggðu af ÍAV ásamt stæði í bílskýli. Sér
inngangur af svölum. Íbúðin skiptist í stofu,
borðstofu, eldhús, svefnherbergi, baðher-
bergi og sér þvottahús í íbúð. Húsið er
byggt 2002. Laus við kaupsamning. V.
28,5 m. 5571
Nýkomin í einkasölu sérlega
gott ca 500 fm atvinnuhús-
næði auk ca 200 fm milli-
lofts. Innkeyrsludyr, stór lóð
malbikuð, byggingarréttur.
Leigusamningur við seljanda
fylgir.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Eyrartröð Hf. - Atvinnuhús
ÞEGAR sonarsonur
okkar var rúmlega 5
ára, þurfti amma hans
að liggja á sjúkrahúsi.
Eftir ákveðinn tíma
var hún síðan út-
skrifuð. Ég sagði þeim
stutta, að nú væri
amma hans útskrifuð
að sjúkrahúsinu. Þá
sagði hann: ,,Afi, og er
hún þá alveg ólasin“?
Þetta fannst mér
stórsnjallt orð yfir
það, að vera orðin heil-
brigður. Ég vissi, að þarna var kom-
ið nýtt orð í okkar mál.
En það eru ekki allir jafn snjallir,
að búa til ný orð, eins og þessi snáði.
Það fékk ég að sjá nokkru seinna.
Eitt kvöld þegar ég var að horfa á
sjónvarpið, þá kom allt í einu auglýs-
ing, sem hljóðaði þannig: ,,Gullvild“,
og síðan fyrir neðan, með smærra
letri: ,,vertu góðu vanur“. Þetta var
frá Íslandsbanka (sem
nú heitir Glitnir). Það
munaði engu, að ég
missti kvöldmatarlyst-
ina. Ég er nú vanur að
vera góður, þegar málin
standa þannig og góðu
vanur, þegar því er að
skipta. Ætli greining-
ardeild hafi engin af-
skipti af þessu? Annars
er þetta orð ekki það
fyrsta sem þeir hnoða
saman af vanefnum.
Fyrir nokkrum árum
varð til hjá bönkunum
annað orð, sem var miklu skemmti-
legra, það var orðið greiðsluflýting-
arlán, í einu orði. Þetta orð var hugs-
að þannig, að ef þú ætlaðir að taka
stórt lán, gastu fengið minna lán, á
meðan var beðið eftir afgreiðslu á
stærra láninu. En gullvildin hefur
smitað frá sér, því nú eru einhverjir
sparisjóðir farnir að herma þetta
eftir, og bjóða vildar þjónustu.
Þó að orðið gullvild sé ekki til í ís-
lensku máli er til góðvild og velvild,
en þetta er varla til í bankamáli, því
ekki lækka vextirnir þrátt fyrir
milljarða gróða. Að lokum, eftir allar
þessar vangaveltur þá kýs ég frekar
að vera ólasinn heldur en góðu van-
ur.
Nýyrði og íslenskt mál
Óskar Björnsson fjallar
um íslenskt mál
Óskar Björnsson
’Þó að orðið gullvild séekki til í íslensku máli er
til góðvild og velvild, en
þetta er varla til í banka-
máli, því ekki lækka vext-
irnir þrátt fyrir milljarða
gróða.‘
Höfundur er eftirlaunaþegi
og safnari á Norðfirði.
SÍMENNTUN starfsmanna er
lykill fyrirtækja að betra starfs-
umhverfi, aukinni framleiðni og
styrkir samkeppnis-
stöðu þeirra. Það er
hagur fyrirtækis í dag
að starfsmenn sæki
sér aukna menntun á
sem hagkvæmastan
hátt og þá ekki síst að
þeir sem hafa haft lítil
tök á að mennta sig
fái að njóta tækifær-
anna.
Starfsafl er fræðslu-
sjóður fyrir ófaglært
verkafólk og fyrirtæki
þess á höfuðborgar-
svæðinu og Reykja-
nesi. Sjóðurinn er fyr-
ir félagsmenn Eflingar –
stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins
Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur og
nágrennis og þau fyrirtæki SA
sem þessir félagsmenn starfa hjá.
Starfsafl var stofnað í samningum
þessara verkalýðsfélaga og Sam-
taka atvinnulífsins árið 2000. Hlut-
verk hans er að efla símenntun og
starfsmenntun félagsmanna, sem
eru nú 16.300. Markmiðin sem
Starfsafl hefur haft að leiðarljósi
frá upphafi er frumkvæði í þróun-
arverkefnum í starfsmenntun, að
leggja áherslu á kynningar- og
hvatningarstarf og kanna þörf at-
vinnulífsins fyrir starfsmenntun
ófaglærðs verkafólks. Jafnframt
leitar Starfsafl eftir viðræðum við
stjórnvöld um fyrirkomulag full-
orðinsfræðslu. Starfsafl styrkir
nýjungar í námsefn-
isgerð og endur-
skoðun námsefnis,
rekstur námskeiða
og veitir einstak-
lingum og fyrir-
tækjum styrki vegna
starfsmenntunar
samkvæmt nánari
reglum.
Fjármögnun
Starfsafls kemur í
gegnum Atvinnuleys-
istryggingasjóð á
samningstímabilinu
2000–2007. Í samn-
ingum SA og Flóa-
bandalagsins í mars 2004 var sam-
þykkt að atvinnurekendur greiði
0,05% frá 1.1. 2006 og 0,15% frá
1.1. 2007 af greiddum launum í
starfsmenntasjóð og um leið hætt-
ir atvinnuleysistryggingasjóður
fjármögnun sjóðsins.
Nýjar reglur,
meiri möguleikar
Í febrúar síðastliðnum tók
stjórn Starfsafls þá ákvörðun að
hækka styrki til félagsmanna og
auka styrk til þeirra sem hafa
ekki nýtt sjóðinn undanfarin þrjú
ár en vilja sækja sér starfsrétt-
indi. Þar er verið að hugsa um
nám sem tekur skamman tíma en
gefur starfsréttindi í viðkomandi
fagi. Upplýsingar um fyrir-
komulag styrkja er hægt að nálg-
ast á vefsetri Starfsafls,
www.starfsafl.is.
Hvatt til að
nýta réttindin
Að undanförnu hefur Starfsafl
lagt áherslu á að fara í fyrirtækja-
og vinnustaðaheimsóknir þar sem
stjórnendum og starfsfólki eru
kynntar reglur sjóðsins og það
hvatt til þess að nýta sér framlag
Starfsafls til símenntunar. Það er
von aðstandenda Starfsafls að sem
flestir félagsmenn nýti sér þau
góðu tækifæri sem í boði eru til
starfsmenntunar og geri sig um
leið að verðmætari starfskrafti.
Með því að hafa samband við
skrifstofu Starfsafls getur fyr-
irtæki óskað eftir að fá heimsókn
starfsmanna Starfsafls.
Starfsafl til þjónustu við verka-
fólk og framleiðslufyrirtæki
Kolbrún Stefánsdóttir
fjallar um símenntun
Kolbrún
Stefánsdóttir
’Starfsafl er fræðslusjóð-ur fyrir ófaglært verka-
fólk og fyrirtæki þess á
höfuðborgarsvæðinu og
Reykjanesi.‘
Höfundur er forstöðumaður
Starfsafls.