Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINS og lesendur Morgunblaðs- ins ættu að vera farnir að kannast við af á þriðja tug greina Jakobs Björnssonar, fyrrum orkumála- stjóra, um umhverfislega dásemd þess að bræða ál á Ís- landi gengur boð- skapur hans út á að gerast kaþólskari en sjálfur páfinn í nátt- úruvernd; yfirbjóða þá sem lýsa áhyggjum af staðbundnum um- hverfisáhrifum stór- iðjustefnunnar og lýsa þá óábyrga og eig- ingjarna gagnvart sameiginlegum og meiri umhverfishags- munum jarðarbúa. Þessa siðgæðis- umvöndun styður Jakob með marg- endurtekinni kenningu sinni um að annars vegar dragi notkun áls í smíði vélknúinna farartækja úr mengun – vegna léttleika síns – og hins vegar dragi bræðsla áls á Ís- landi úr framleiðslu þess með raf- magni frá mengandi orkuverum annars staðar. Nú er skemmst frá því að segja að þessi röksemdafærsla stenst ekki. Í fyrsta lagi veldur aukinn léttleiki farartækja aukinni heild- arnotkun þeirra og þau áhrif eru lík- leg til að vega ríflega upp orku- sparnaðinn sem af léttleikanum hlýst í hverju farartæki fyrir sig. Nægir þar að nefna flugvélar en þær væru hverfandi farkostur án áls eða sambærilegra léttefna en sama gildir, þótt í öðrum hlutföllum sé, um bíla og járnbrautarlestir. Í öðru lagi væru þetta ekki rök fyrir bræðslu áls á Íslandi sérstaklega, þótt rétt væri, því öll álbræðsla hefði þá þessi jákvæðu umhverfisáhrif óháð staðsetningu. Í þriðja lagi veldur aukin ál- framleiðsla að öðru jöfnu verðlækkun á áli og við það lækkar verð á bílum, járnbraut- arlestum og flugvélum sem aftur eykur notk- un þeirra og þar með heildarmengun frá þeim. Í fjórða lagi hægir tilvist ódýrs áls á þróun ann- arra léttefna sem væru skaðminni í framleiðslu en álið. Í fimmta lagi eru ekki bein tengsl á milli aukinnar álframleiðslu á Íslandi og sam- dráttar framleiðslunnar annars staðar. Því aðeins dregst álfram- leiðsla saman utan Íslands við aukna álbræðslu hér að sú verð- lækkun sem af aukningunni hlýst að öðru jöfnu knýi aðra framleiðendur til samdráttar. Og þótt slíkt gerist er engin sérstök ástæða til að ætla að álbræðslur sem nota raforku frá mengandi orkuverum verði fremur fórnarlömb verðlækkunarinnar en bræðslur sem nota rafmagn frá hreinni orkugjöfum. Af þessu leiðir að ekki er hægt að halda því fram nema í öfugmælum að bræðsla áls á Íslandi sé happ fyr- ir lofthjúp jarðarinnar eins og Jak- ob hefur boðað um árabil. Síðasta innslag hans í þeirri síbylju birtist á síðum Morgunblaðsins 16. mars síð- ast liðinn. Þar reynir hann að verj- ast, að hans sögn, fyrstu málefna- legu gagnrýninni á kenningasmíð sína með því að hnika til efnahags- lögmálum. „Heimsframleiðslan á áli leitast ávallt við að laga sig að heimseftirspurninni eftir áli“, skrif- ar Jakob. Gott og vel, en hvernig gerist sú aðlögun? „Menn framleiða helst ekki ál svo neinu nemur til að setja á lager. Það er of dýrt,“ út- skýrir hann. Sjálfsagt laukrétt en skýrir ekki samband framboðs og eftirspurnar. „Af þessu leiðir að það ál sem á hverjum tíma er framleitt á Íslandi dregur úr því sem ella væri framleitt með rafmagni úr eldsneyti annars staðar á sama tíma.“ Röng niðurstaða! Hvað nákvæmlega veld- ur slíkum samdrætti? Það er spurn- ingin sem Jakob horfir framhjá. Fikt Jakobs við efnahagslögmálin felst í því að eftirspurn eftir áli virð- ist hjá honum óháð sjálfu verði þess og verð áls virðist reyndar óháð bæði eftirspurninni og framboðinu. Álverð lúti semsagt ekki lögmálum framboðs og eftirspurnar. Í raun- inni myndist ekki markaðsverð á áli. Því eigi framleiðendur ekki annarra kosta völ en að draga úr framleiðslu sinni þegar Íslendingar láta til sín taka á álmarkaðnum. Síðan vilji svo heppilega til að það séu einmitt ál- bræðslur utan Íslands sem pakka saman við þau tíðindi en ekki t.d. ál- verið í Straumsvík þegar Fjarðaál hefur starfsemi sína! Jakob virðist ekki vilja taka með í reikninginn þá einföldu staðreynd að aukið fram- boð áls vegna bræðslu þess á Íslandi dregur því aðeins úr framleiðslu þess annars staðar að sú aukning valdi að öðru jöfnu verðlækkun. Taka verður áhrif slíkrar verðlækk- unar inn í heildardæmið svo einhver lágmarks-glóra fáist í niðurstöðuna. Þessi röksemdafærsla Jakobs sem nokkrir stjórnmálamenn hafa bergmálað er ekki boðleg og enn síður er boðleg sú siðferðispredikun sem henni er ætlað að styðja, að Ís- lendingar eigi að skammast sín fyrir að neita heimsbyggðinni um að bræða fyrir hana ál á kostnað fall- vatna landsins og jarðhitasvæða. Jakob lætur sem honum sé náttúra landsins að vísu mjög kær en af um- hyggju fyrir lofthjúpi jarðar og vel- ferð jarðarbúa sætti hann sig til- neyddur við þá afmyndun á náttúrufari Íslands sem stór- iðjustefnan veldur. Til að þjóna þessum málatilbúnaði sínum skirrist hann ekki við að sniðganga almenna rökvísi og grunnkenningar hagfræð- innar. Ég legg til að Jakob láti þeim það verk eftir, sem hræsnislaust eru að reyna að meta hvaða hagsmunir eru í húfi í framkvæmd stóriðjustefn- unnar, að fjalla um umhverfislegar skyldur Íslendinga við heimsbyggð- ina og þá skyldu fyrsta sem þjóðinni var af örlögunum lögð á herðar: Að vernda náttúrufar landsins. Rökleysur enn um vistvæn álver Gunnlaugur Sigurðsson svarar grein Jakobs Björnssonar ’Þessi röksemdafærslaJakobs sem nokkrir stjórnmálamenn hafa bergmálað er ekki boðleg og enn síður er boðleg sú siðferðispredikun sem henni er ætlað að styðja…‘ Gunnlaugur Sigurðsson Höfundur er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Áhugaverður fjárfestingakostur Enni á Kjalarnesi 6,9 hektara jörð á Kjalarnesi, Reykjavík. Á jörðinni er fallegt einbýlishús með bílskúr. Jörðin er fyrir neðan þjóðveg og nær út að sjó. Afar fallegt útsýni er yfir til Reykjavíkur og allt umhverfi mjög fallegt. Með mögulegri tilkomu Sundabrautar er um áhugaverðan fjárfestingarkost að ræða. Óskað er eftir tilboðum í jörðina og þær eignir sem henni fylgja. Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Þjónustusími sölumanna eftir lokun 694 1401 Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is. Glæsilegt og nánast algjörlega endurbyggt um 172 fm einbýlishús sem er kjallari og tvær hæðir. Eignin skiptist m.a. í eldhús með fallegum nýlegum beykiinnrétting- um, vönduðum tækjum og stórri eyju, rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur, sex herbergi, sjónvarpshol og tvö glæsilega endurnýjuð baðherbergi. Nýjar svalir til suðurs út af efri hæð og aukin lofthæð á efri hæð hússins í mæni. Öll endurnýj- un hússins hefur verið gerð með húsfriðunarsjónarmið í huga og reynt að halda eigninni í sínum upprunalega stíl. Gler og gluggar endurnýjaðir, vatns- og raflagnir og tafla og allt járn á húsi að utan sem og á þaki o.fl. Tvö sér bílastæði eru á lóð hússins og hellulögð verönd. Verð 39,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Smyrlahraun 4 - Hafnarfirði Glæsilegt, endurbyggt einbýlishús Opið hús frá kl. 14-16 Glæsileg efri sérhæð við Gnípuheiði í Kópavogi, klasa- hús (endaíbúð), samtals 144,3 fm, sérinng, forstofa, skápur, flísar. Sjónvarpssk., björt stofa, útgangur út á suðursvalir. Glæsilegt eldhús með vönduð- um innr., flísar á gólfi í eldhúsi og á milli skápa, vönduð tæki í eldhúsi. Bjartur útsýnisskáli við eldhús, útgangur út á svalirnar. Gott þvottah. með skápum og vaskaborði. Mjög fallegt baðh., baðkar með sturtu, góður sturtuklefi, vönduð innr., flísar á gólfi og veggjum, gluggi. Rúmgott svefnh. með skáp upp í loft. Tvö góð barnaherb. Parket á gólfum stofu, sjónvarpsskála og herbergjum. Hiti í gólfi útsýnisskála og baðherbergi. Góður bílskúr, rúmgóð sérgeymsla í sameign. Óvenju glæsi- legt útsýni. Frábær staðsetning. Myndir á netinu. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Suðurhlíðar Kópavogs sérh. Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Til sölu mjög vel staðsett steinhús sem er kjallari, hæð og ris, samtals 222,2 fm auk 31,2 fm bílskúrs. Á aðalhæð hússins er m.a. stórt eldhús, snyrting og stór stofa og borðstofa. Í risi eru 4-5 stór svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er 2ja herb. mjög góð íbúð með sérinngangi auk þvottaherbergis og geymslu. Ræktuð lóð með stórri verönd. Verð 49,5 millj. HVAMMSGERÐI - TVÆR ÍBÚÐIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Sérlega falleg og vel búin 3ja her- bergja íbúð á jarðhæð í 12 hæða lyftuhúsi við Ársali 1 í Kópavogi. Hús og sameign er til mikillar fyrir- myndar. Íbúðin skiptist í: Forstofu, hol, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottahús, svefnherbergi, eldhús, borðstofu og setustofu. Gólfefni eru flísar á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi og gegnheilt jat- oba-parket á öðrum gólfum. V. 23,5 m. ÁRSALIR 1 - KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.